Alþýðublaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 18. desember 1984
p—RITSTJÓRNARGREIN
I flóði jólabókanna
Jólabókafióðið er skollið á. Að visu eru titlarn-
ir færri nú en oft áður, en hinn venjulegi bóka-
kaupandi verður ekki svo mjög var við þá stað-
reynd, því eftir sem áður er úrvalið geysilegt.
Bækur við flestra hæfi.
Það kennir margra grasa meðal þeirra hundr-
uða bóka sem nýveriö hafa komið út. Eins og
fyrri daginn er verulegur þungi á útgáfu ævi-
sagna og viðtalsbóka við nafntogaða menn og
konur. Reynslan hefur sýnt að slíkar bækur
seljast vel; fyrir þeim bókmenntum er mikill og
almennur áhugi hérlendis. Bækur af þessu
tagi eru m.a. bók Guðmundar Kjærnested skip-
herra, frásagnir Eysteins Jónssonar fyrrum
stjórnmálaleiðtoga, viðtalsbók við húsf reyjuna
á Gljúfrasteini, opinská bók Jón G. Sólness,
upprifjanir Alfreðs Elíassonar Loftleiðafor-
stjóra og svo mætti lengi telja. Fyrstu sölutöl-
urnar sýna að þessar tegundir bóka ætla að
seljast einna best nú um þessi jói eins og verið
hefur undanfarin fjöldamörg ár.
M inna fer fyrir frumsömdum skáldsögum ís-
lenskra höfunda nú en oft áöur. Ef til viil er
ástæðan sú að gengi (slenskra skáldsagna
hefur verið misjafnt og aðeins fáir vel þekktir
höfundar náð umtalsverðri sölu.
Það er augljóst að þegar harðnar á dalnum
hjá bókaútgefendum, þáeru fyrst skornar nið-
ur þær tegundir af bókum sem ólíklegt er að
hljóti umtalsverðasölu. Hitt er þó staðreynd að
þetta gerir þaö að verkum að breiddin á bóka-
markaðnum verðurekki hin samaog fyrr. Flest-
ir höggva í sama knérunn; fækka hinum sér-
hæfðari titium, sem sumir hverjir seljast að-
eins í þrönga hópa, en leggja aðalþungann á
þær tegundir bóka sem njóta almannahylli og
breiös áhugahóps.
Astæðaertil að vekjaathygli áeinni nýútkom-
inni bók, sem á margan hátt stingur ( stúf v.ið
hinar venjulegu svokölluðu jólabækur. Er hér
átt við bókina, Verkfallsátök og fjölmiðiafár, en
þar er fjallað um nýafstaðna atburði; nefnilega
hið ianga og atburðaríka verkfali opinberra
starfsmanna. Eins og flestir muna eru aðeins
nokkrar vikur frá þvi verkfalli BSRB lauk. Strax
að þvi afloknu fóru tveir blaðamenn, Jón Guðni
Kristjánsson og Baldur Kristjánsson, ( gang
með bók þá er hér um ræðir. Bókina unnu þeir
á einum mánuði. í Verkfallsátökum og fjöl-
miðlafári er farið nákvæmlega ofan I saumana
áverkfalli BSRB, undanfara þess og niðurstöð-
um mála. Höfundar reyna að skyggnast á bak
við svið atburðanna og varpa nýju og nákvæm-
ara Ijósi á ýmislegt það er henti i verkfaliinu.
Bækur af þessu tagi eru svotil óþekktar hér-
lendis, en algengar víða erlendis. Það ber að
fagna útkomu þessarar bókar. í fyrsta lagi er
hér verið að festastórpólitískaatburði á spjöld
sögunnar með afdráttariausari hætti en verið
hefði ella. Frásagnirdagblaðaog ríkisfjölmiðla
af stóratburðum vilja gleymast þegar frá líður,
enda þessir fjölmiðlar fyrst og fremst miðlar
dagsins í dag. Bókin stenst hins vegar tímans
tönn. í annan stað gefst aukið tækifæri til
gagnasöfnunar og rannsókna við bókaskrif,
heldur en við dagblaðaskrif, sem unnin eru í
timapressu. Höfundar þessarar umræddu bók-
ar, Verkfallsátaka og fjölmiðlafárs, hafa og
enda leitaö víða fanga við heimildasöfnun.
Bókin er ekki samsafn blaðafrétta, heldur al-
vöru rannsóknarblaðamennska. Mættum við
fá meira af bókum af þessu tagi í framtíðinni.
Þvi hefur stundum verið haldið fram að bókin
séáundanhaldi í nútimaþjóðfélagi. Nýjarþarf-
ir séu fram komnar, s.s. eins og videó. Víst hef-
ur bókin átt i vök að verjast, en engin gild rök
hafa fram komið til stuðnings þeim staðhæf-
ingum, að bókaþjóðin sé eða ætli að hætta
lestri góðra bóka.
— GÁS.
Jólasveinarall JC
JC-Hafnarfjörður hefur frá árinu
1981 gengist fyrir svokölluðu jóla-
sveinaralli og svo mun einnig verða
í ár. Jólasveinarnir fara um bæinn á
vörubílspöllum, syngjandi kátir og
hressir í bragði ásamt hljómsveit-
inni Frílyst og harmonikkuleikara.
Jólasveinarnir munu stoppa fyrir
framan hinar ýmsu verslanir í firð-
inum og taka lagið og aðstoða fólk
við jólainnkaupin. Jólasveinarnir
munu verða í miðbænum kl. 16.15
og kl. 16.30 mun björgunarsveit
Fiskakletts standa fyrir flugelda-
sýningu, eins og venja hefur verið
sl. ár.
llppákoma þessi er orðin fastur
liður í jólastemmningu Hafnfirð-
inga og gert mikla lukku hjá yngra
sem eldra fólki. í ár verður jóla-
sveinarallið laugardagana 15. og 22.
desember.
Jólaverslun 1
betur eða verr“, sagði einn víð-
mælandi Alþýðublaðsins. „Þú get-
ur ekki hætt að gefa jólagjafir, þótt
fjármálin standi illa. Ekki étur þú
soðinn fisk á aðfangadag þótt
tómahljóð sé í buddunni. Hitt er
ljóst að fólk veltir hverri krónu á
milli handanna. Það verður maður
áþreifanlega var við, því meira er
spurt um verð á vörum en áður
gerðist. Fólk leitar að ódýrasta
kostinum".
Dr. Charles
Francis Potter
ÁRIN
ÞÖGLU
ÍÆVI
JESÚ
Dr. Cliarles Francis Potter
Árin þögiu
í ævi Jesú
Öldum saman hafa unnendur biblíunnar velt fyrir sér þeirri spurningu hvar Jesús hafi verið og hvaö
hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þöglu ár“ i ævi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs.
Hiö mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum viö Dauöahaf 1945 og
næstu ár á eftir, hefur loks gefiö svar viö þessari spurningu.
Þaö veröur æ Ijósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miðar áfram, aö Jesús hefur á þessum
árum setiö viö hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuöu
samfélagi þeirra. Glöggt má greina náinn skyldleika meö kenningum Jesú og Essena, jafnvel
oröalagiö í boðskap Jesú ber ótvíræöan essenskan svip.
Fágaö og fagurt verk.
Póbaútgáfan |)jóifóaga
Barnagaman
Tekurðu vel eftir?
Þessar myndir eru líkar, en ef þú gætir vel að, sérðu samt sex atriði-
sem ekld eru eins á þeim. Geturðu fundið þau?