Alþýðublaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. desember 1984 223. tbl. 65. árg. Vetur kóngur er genginn í garð. mynd Sáf. Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins 1983:_ Engar upplýsingar frá Steingrími Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur sent frá sér árlegt yfirlit yfir stjórnir, nefndir og ráð ríkisins, fyrir áriö 1983 og vekur það athygli að þessu sinni að ráðuneyti Stein- gríms Hermannssonar og Sverris Hcrmannssonar komu upplýsing- um ekki á yfirlitið. Forsætisráðuneyti Steingríms hafði ekki fyrir þvi að senda inn upplýsingar, en iðnaðarráðuneyti Sverris sendi sínar upplýsingar of selnt. Ekki er hægt að leita skýringa í neinum nýmælum, því yfirlit þetta hefur verið gefið út í 15 ár. Yfirlitið er að öðru leyti ítarlegt að venju og þar tilgreindar þóknan- ir til nefndarmanna. Má þar sjá að margur nefndakóngurinn hefur drýgt tekjur sínar verulega. Þegar horft er framhjá þeim ráðuneytum sem vantar inn i myndina liggur fyr- ir að nefndakostnaðurinn 1983 var alls urn 27,5 milljónir króna, þar af nefndaþóknanir um 25 milljónir. Þyngst vega hinar 65 nefndir heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins, nteð kostnað upp á 6,6 milljónir króna, en 168 nefndir menntamála- ráðuneytisins höfðu í för með sér unt 4,1 milljón króna kostnað. Alls var heildarfjöldi nefnda 514 á árinu og nefndarmenn alls 2721, en þá vantar inn í tvö ráðuneyti eins og áður segir. Á árinu bættust 95 nýjar nefndir við, en frá 1982 létu 97 nefndir af störfum, svo tala má um „óbreytt ástand" í þessu sambandi. Sjálfsagt er lyfjanefnd allra dýr- asta nefnd rikisins, kostnaðurinn við hana nam rúmlega einni milljón króna á árinu. Bankaráð ríkisbank- anna eru ekki síður kostnaðarsöm apparöt, þannig fóru um 457 þúsund krónur í bankaráð Seðla- bankans, um 338 þúsund í banka- ráð Landsbankans og um 355 þús- und í bankaráð Útvegsbankans, eða alls um 1,1 ntilljón króna. Einnig má í þessu sambandi nefna sant- starfsnefnd unt gjaldeyrismál með unt 343 þúsund krónur og banka- málanefnd með um 236 þúsund Framhald á bls. 2 Fjárlög____________________ þúsund millióna gat Stjórnarliðar eru enn komnir í þröng út af svo kölluöu gati á fjár- lögum. Forsætisráöherra segist ótt- ast að um 1000 milljóna króna gat verði á fjárlögunutn og það sé „alvarlegt". Ljóst er að enn og aftur verða uppi hártoganir og deilur um hvernig fylla skuli upp í gatið, því innan ríkisstjórnarinnar er hver höndin upp á móti annarri um mögulega lausn. í einu dagblaðana í gær er haft eftir formanni þingflokks Fram- sóknarflokksins að hann vonist til þess að sú leið verði farin að finna tekjur til að mæta þessum aukna halla á fjárlögunum, annað hvort með auknum erlendum Iántökum eða nýjum sköttum. Nefnir hann sérstaklega í þessu sambandi eignarskatt og að hugsanlega mætti hækka skatta á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði. Þessar hugmyndir eru forvitnilegar í ljósi þess að ekki verður hægðarleikur að fá hann Albert til að fara inn á þessa braut. Albert hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann vilji ekki hækka skatta og að honum sé nokk sama þó einhver halli sér á fjárlögum, það væri betra en að „auka álög- urnar“. Hitt er einnig forvitnilegt um þessar hugmyndir, að hækkun eignarskatts og skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði eru tillögur sem efstar eru á blaði á þeim Iista breytingartillagna sem Aiþýðu- flokkurinn hefur lagt fram við fjár- lagaumræðuna. Annars vegar leggja alþýðuflokksmenn til að komið verði á stighækkandi eignarskatti þannig, að viðbótartekjur ríkis- sjóðs gætu numið allt að 1000 millj- ónum króna. Þá er lagt til að skatt- ur á skrifstofu- og verslunarhús- næði hækki úr áætluðum 85 millj- ónum í 179 milljónir króna. For- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins taka undir efa- semdir alþýðuflokksmanna um hækkun söluskatts, þeir sjá hversu hæpin leið það er að færa þannig skattbyrðina úr einum vasa al- mennings í annan vasa hans. Stjórnarliðar ættu að líta á fleiri breytingartillögur Alþýðuflokksins til að fá góðar hugmyndir. Til Framhald á bls. 2 Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar Viðbrögðin sýna vilja landsmanna „Hinar góðu undirtektir lands- manna við söfnun Hjálparstofn- unarinnar, til hjálpar þeim sem svelta í Eþíópíu, þökkum við fyrst og fremst skilningi og samúð ís- lendinga með þeim sem þola skort og líða kvalirþ sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofunar kirkjunnar. Á vegum þeirra hefur verið í gangi söfnun um allt land og að sögn Guðmundar hafa nú þegar safn- ast rúmar 8 milljónir króna. „Nú er lokaátakið að fara af stað, en þessa síðustu daga fyrir jól en munum við reyna að ná inn restinni af baukunumh Guðmundur sagði að þessar undirtektir væru mjög góðar og mun betri en áður og hafa þó ís- Iendingar ætíð brugðist skjótt og vel við þegar neyðarópið hefur heyrst. En hvernig hyggst Hjálpar- stofnunin verja þessum fjárntun- um, sem hafa safnast? Guðmundur sagði að þrír starfsmenn á vegum Hjálpar- stofnunarinnar færu til Eþíópíu nú fyrir áramót og strax eftir ára- mót færu fjórir til viðbótar. Einn af þremenningunum sem fer nú fyrir áramót er skipstjóri og mun hann fara til Eritreu í Norður Eþíópíu. Hann mun dvelja þar í tvö ár og kenna landsmönnum netagerð og annað sem viðkentur fiskveiðum. Þetta er Halldór Halldórsson skipstjóri, en hann dvaldi þarna fyrr á þessu ári við kennslu og leiðbeiningar. Það er mikið ánægjuefni að fengist hef- ur leyfi hjá stjórnvöldum í Eþíópíu að senda Halldór til Massawa, en stjórnmálaástandið þar er mjög ótryggt og erfitt að fá svona leyfi. En þarna eru mjög gjöful fiskimið í Rauðahafinu og því mikils virði að kenna íbúunum að nýta þau sem best. íslenska kristniboðið hefur haft kristniboðsstöð í suðurríkj- unum en þangað fer maður, sem hefur áður dvalið þar i átta og hálft ár. Hugsanlega fara fleiri ís- lendingar þangað, en ástandið í suðurríkjunum fer nú dagversn- andi. Á vegum Hjálparstofnunarinn- ar fara tveir ntenn til viðbótar fyr- ir áramót, en þeir munu undirbúa móttökur hjálparsendingar sem fer héðan um miðjan janúar. Eru það einn til tveir flugvélafarmar af hjálpargögnum, en jafnframt er stefnt að þvi að senda hóp hjúkurnarliða og annarra hjálp- armanna til Eþíópíu í byrjun næsta árs. Auglýsti Hjálparstofnunin eftir þessu fólki og sóttu fleiri hundr.uð manns um að taka þátt í hjálpar- starfinu. Fyrirtæki þeirra sem fara hafa yfirleitt brugðist vel við og flest þeirra greiða þessu fólki laun sín, þó það vinni ekki sín daglegur störf hjá fyrirtækjun- um, en það er stefnt að því að þeir sem ráðast til starfsins haldi sín- um launum. í undirbúningi er líka að senda verulegt magn sjávarafurða sjó- leiðina til Massawa í Eritreu. Ástandið í Eritreu er mjög slæmt um þessar mundir og hið ótrygga stjórnmálaástandi, sem þar ríkir bætir ekki úr skák. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að flytja fólk i stórum stíl suður á bóginn og eru mjög skipt- ar skoðanir um þá fólksflutninga því neyðin í suðurríkjunum vex stöðugt og er hætt við að þar skapist hryllilegt ástand verði þróuninni þar ekki snúið við. Nú er í undirbúningi mikið björgun- arstarf þar enda er horft upp á mikla skelfingu ef ekki verður brugðist skjótt við. Nú hefur hinn almenni borgari brugðist mjög vel við söfnun Hjálparstofnunarinnar, en hvað með ríkisstjórnina. Hafa stjórn- völd sýnt einhvern lit á að rétta fram hjálparhönd? Enn sem komið er hefur ríkis- stjórnin ekki brugðist við, en Guðmundur sagðist eiga von á því að rikisvaldið legðist á sveif með þessari viljayfirlýsingu almenn- ings. Ríkisvaldið hefur oft áður brugðist vel við svona söfnunum og lagt til umtalsverðar fjárhæðir og vonast menn til að svo verði og nú. Að lokum sagði Guðmundur Einarsson, að það væri þeim hjá Hjálparstofnuninni mikil upp- örvun í starfinu að finna þessa miklu undirtektir landsmanna og að þeim ykist ásmegin við það. Jafnframt finni þeir til mikillar ábyrgðar að þessum fjármunum verði varið þannig að þeir komi að sem mestum notum, þegar lands- menn sýna þeim slíkt traust. Þessir ungu íbúar Eþíópíu eru vel á sig komnir enn, það er hinsvegar spurning hversu lengi þeir verða það. Þessi sólskinsmynd œtti að efla okkur i voninni um að hœgt sé að hjálpa ef allir leggjast á eitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.