Alþýðublaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- LnFTnTTM Miövikudagur 19. desember 1984 Útgefandi: Bla«5 h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Cuómundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friórik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Frióþjófsson. Skrifstofa: Uelgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðniundsdóttir. Kitstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Klaðaprent, Síðiimúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Byggingarsjöður ríkisins og verkamanna: Fjárvöntun alls um 1400 milljón krónur Einn alvarlcgasti þáttur fjárlaga- frumvarps ríkisstjórnarinnar er ákaflega slæm staöa húsnæðis- málakerfisins. Ljóst er að slaða býggingarsjóða ríkisins og verka- manna mun enn versna frá því sem er ef stefna rikisstjórnarinnar helst óbreytt og var þó staðan orðin nógu slæm fyrir. I umræðum á Alþingi um fjár- lagafrumvarpið tók Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Al- þýðuflokksins, til máls. Hún fjall- aði nokkuð um breytingartillögur sínar og annarra, sem fela í sér auk- in framlög til aðgerða gegn fíkni- efnanotkun, sem og um aukin framlög til franrkvæmdasjóðs fatl- aðra, en hún fór sérstaklega ítarlega út í fjárhagsstöðu og fjárvöntun byggingarsjóðanna. Eftirfarandi samantekt er byggð á þvi sem fram kom í máli Jóhönnu. Fjárlögin og byggingarsjóðirnir. í fjárlögum fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir eftirfarandi framlögum: Úr ríkissjóði 550 milljónir, tekin lán 1092 milljónir kr. í fjárlögum er gert ráð fyrir að til ráðstöfunar sé á árinu 1985 um 1 nrilljarður króna. í útlánaáætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins frá því 7. nóv. 1984 varðandi Byggingarsjóð ríkisins er gert ráð fyrir að lánveitingar fyrir árið 1984 verði 2221 milljón kr., þar af vegna nýbygginga 1084 milljónir tæpar og vegna eldri íbúða 665 milljónir kr. Til útborgunar á næsta ári vegna eldri íbúða samkvæmt áætlun Hús- næðisstofnunar rikisins eru 705,5 milljónir vegna 3080 íbúða, þar af 158 milljónir vegna 820 íbúða, sem er hali yfirstandandi árs eða um- sóknir sem frestað hefur verið fram á árið 1985. Þessar áætlanir eru eins og áætlanir um nýbyggingar miðaðar við að 2221 milljón sé til ráðstöfunar en ekki 1,6 milljarðar eins og fjárlögin gera ráð fyrir. For- sendur um fjölda byggingarlána eru eftirfarandi: Lánveitingar verði svipaðar og undanfarin ár, en áætlað er að veita lán til 1100 nýrra íbúða fokheldar á tímabilinu okt. 1984 til sept. 1985. Engir nýir framkvæmdasamningar verði gerðir við byggingaraðila annarra en þeirra sem byggja sölu- íbúðir fyrir aldraða. Lánveitingar til nýbygginga eru samtals um 1084 milljónir og skiptast þannig: 395 milljónir vegna fyrsta hluta, 728,8 milljónir vegna 2. og 3. hluta eða samtals vegna nýbygginga 1123,8 milljónir kr. Aö auki þarf á næstu 4 mánuðum að borga upp lán sem tekið var hjá Seðlabankanum, sem nemur 270 milljónum, sem endur- greiðast eiga á þessu og næsta ári. Hér er um að ræða lán til þess að hægt væri að standa við skuldbind- ingar þessa árs til lántakana en verulegur dráttur hefur orðið á lán- veitingum til þeirra. Auk þess skuldar Byggingarsjóður ríkisins 67 milljónir kr., sem ríkissjóður lánaði vegna afborgana og vaxta af lífeyr- issjóðum sem væntanlega verður tekið af fjárveitingum þessa árs. Lífeyrissjóðirnir. í frumvarpinu er eins og áður sagði gert ráð fyrir lánsfé að upp- hæð 1092 milljónir kr. í Byggingar- sjóð ríkisins. Lán frá lífeyrissjóðun- um, ef gerð er nokkur grein fyrir því, þá hafa lífeyrissjóðirnir keypt af Byggingarsjóði ríkisins frá 1. janúar 1984 til 30. nóvember 1984, eða á 11 mánaða tímabili, fyrir 276 milljónir af 525 milljónum kr. sem áætlað var í lánsfjáráætlun eða 52,6% af upphæðinni. Enn á því eftir að skila sér nær helmingur upphæöarinnar eða um 250 millj- ónir af því sem gert var ráð fyrir að fá að fjármagni frá lífeyrissjóðun- um skv. lánsfjáráætlun yfirstand- andi árs. Á árinu 1983 keyptu lífeyrissjóð- irnir af Byggingarsjóði ríkisins fyrir 321 milljón eða 83,4% af þeirri upphæð, sem lánsfjáráætlun þess árs gerði ráð fyrir. Ljóst má því vera að ef enn vantar 250 milljónir upp á frá lífeyrissjóðunum, að þá mun það fé örugglega ekki skila sér eins og ráð er fyrir gert, enda þurfti Byggingarsjóður rikisins að taka lán hjá Seðlabanka til að geta stað- ið við sínar skuldbindingar. Lánsfé er nú áætlað í fjárlögum 1092 millj- ónir kr., en í áætlun frá Húsnæðis- stofnun er gert ráð fyrir að 857 milljónir komi frá lifeyrissjóðun- um, sem er rúmlega 63% hækkun milli ára og 235 milljónir komi frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Ovar- legt er að ætla með að nokkurt komi frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði ekki síst þegar tekið er tillit til þess að í lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 var gert ráð fyrir að Atvinnu- leysistryggingasjóður keypti skuldabréf af Byggingarsjóði ríkis- ins fyrir 115 milljónir, en nú þegar árið er nær á enda hafa einungis skilaö sér tæpar 16 milljónir kr. Mikil fjárvöntun. í áætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins er gert ráð fyrir að fjárvönt- un verði 657 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins og þær áætlanir um lánveitingar sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur gert en útlánaáætlun hennar hljóð- ar upp á 2221 milljón kr. Til ráð- stöfunar samkvæmt fjárlögum í áætlun Húsnæðisstofnunar er 1564 milljónir og mismunurinn er því 657 milljónir kr. fjárvöntun. Fjár- vöntunin er þó í raun mun meiri því óvarlegt er að reikna með hærri upphæð í lántökur eða frá lífeyris- sjóðunum en nemur 600 milljónum — og er það þó sennilega of hátt áætlað — en ekki tæpum 1100 milljónum eins og fjárlög gera ráð fyrir. Ekki er hægt að búast við neinu lánsfé úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Fjárvöntun yrði þá miðad við útlánaáætlun Húsnæðis- stofnunar um 1075 milljónir kr., en það er sú upphæð sem þingmenn Alþýðuflokksins leggja til að bætist við í Byggingarsjóð ríkisins. Að auki má benda á að samkvæmt lög- um um Húsnæðisstofnun ríkisins á fjár í Byggingarsjóð ríkisins m. a. að afla með framlagi ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum sem nemur eigi lægri fjárhæð en 40% af sam- þykktri útlánaáætlun sjóðsins við- komandi árs, sem samþykkt er af félagsmálaráðherra og fjármála- ráðherra. Ef miðað er við útlánaá- ætlun sem fram kemur í fjárlögum, 1600 milljónir kr., þá ætti að vera á fjárlögum 640 miiljónir í stað 550 milljóna kr. — fjárvöntun því 90 milljónir kr. Ef miðað er við útlána- áætlun Húsnæðisstofnunar, sem er 2,2 milljarðar, ættu að koma á fjár- lögum 888 milljónir í stað 550 millj- óna. Mismunurinn er því 338 millj- ónir miðað við útlánaáætlun Hús- næðisstofnunar. Byggingarsjóður verkamanna. í áætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins varðandi Byggingarsjóð verkamanna frá 22. maí kemur fram, að hjá Húsnæðismálastjórn Iiggi fyrir óafgreiddar umsóknir frá l. ágúst 1983 vegna 379 íbúða í verkamannabústöðum. Að auki er gert ráð fyrir að umsóknir vegna framkvæmda ársins 1985 verði 500—600. Samtals má því áætla að umsóknir fyrir árið 1985 verði ekki færri en 900. Að auki Iiggja fyrir unrsóknir vegna þegar gerðra samn- inga vegna 350 íbúða sem verða með áframhaldandi framkvæmd- um 1985. í áætlun Húsnæðisstofn- unar er gert ráð fyrir eftirfarandi útlánum úr Byggingarsjóði verka- manna: Vegna þegar gerðra samn- inga 350 íbúðir, 155 millj. kr. Vegna nýrra samninga er gert ráð fyrir af- greiðslu á 510 umsóknum af þeim 900 umsóknum, sem ráð er fyrir gert að liggi fyrir á árinu 1985, en það eru þá 370 millj. kr. Útstreymi vegna endursölu íbúða er ráð fyrir gert að verði 110 millj. kr. Heildar- útlán því samtals 635 millj. kr. og er sú upphæð miðuð við verðlag 1. júní 1984. Miðað við verðlagsþróun á næsta ári má gera ráð fyrir að þessi upphæð verði um 800 millj. kr. Á fjárlögum er gert ráð fyrir að til ráðstöfunar verði 605 milljónir kr. Fjárvönlun skv. ofangreindu í Byggingarsjóð verkamanna er því 190 milljónir kr. í þessum áætlun- um Húsnæðisstofnunar ríkisins er ekki gert ráð fyrir neinum lánveit- ingum til Búseta. Húsnæðisstofnun hefur þó borist 10. júlí beiðni frá Búseta um lán til byggingar 56 íbúða á árinu 1985 og í DV er frá því greint að tvö Búsetafélög til viðbót- ar hafi sótt um lán, þ. e. á Akureyri 12 íbúðir og á Sclfossi 8 íbúðir eða samtals 76 íbúðir. Ef reikna á með að hægt verði að fullnægja þeim umsóknum sem liggja fyrir frá Bú- setafélögum má gera ráð fyrir að sjóðurinn þurfi til ráðstöfunar til viðbótar við þessar 800 milljónir a. m. k. 110 milljónir. Heildarfjár- vöntun í Byggingarsjóð verka- manna er því um 305 milljónir ef standa á við áætiun Húsnæðis- stofnunarinnar og að veita Búseta- félögum fyrirgreiðslu. Samtals er því fjárvöntun í Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verka- manna 1375 milljónir kr. Tillögur Alþýðuflokksins. Tillaga Alþýðuflokksins nú við fjárlagaafgreiðslu í báða sjóðina, er aukning um 1.475 milljónir kr. frá því sem fjárlagafrumvarpið ger- ir ráð fyrir. Miðað við þessar fjár- lagatölur væri í fyrsta lagi hægt að standa við tillögu Húsnæðisstofn- unar um lánveitingar úr Byggingar- sjóði verkamanna, að auki að veita Búsetaréttarfélögum umbeðin lán og því til viðbótar, þá er nærri lagi að í heild á næsta ári verði hægt að fjármagna úr Byggingarsjóði verkamanna 1/3 af árlegri íbúða- þörf eins og ráð er fyrir gert í lögum um Húsnæðisstofnun. Varðandi Byggingarsjóð rikisins er tillaga Alþýðuflokksins að dreg- ið verði verulega úr lántökuþörf sjóðsins sem í raun er orðin svo mikil að að óbreyttu stefnir í gjald- þrot sjóðsins. í öðru lagi er hægt miðað við þessa fjárveitingu að greiða skuldina við Seðlabanka og standa við útlánaáætlun Húsnæð- isstofnunar, sem er miðuð við 1.100 nýbyggingarlán og 3.080 lánveiting- ar vegna kaupa á eldri íbúðumí' Á nokkrum dögum hefur skipt um veðurhér, á suðvesturhorninu. 1'allt haust hefur jörð haldist auð og vorurtt við á Alþýðublaðinu farin að óttast um aðþetta áriðyrðu ekkihvítjól. Veðurguðirnir voruþó okkur hliðholl- irog breidduyfir jörðina hvíta vœrðarvoð. Þessarimyndsmellti blaðamaður Alþýðublaðsins af sl. mánudag á Laugaveginum, en þá börðust vegfarendur ígegnum hríðarkófið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.