Alþýðublaðið - 20.12.1984, Page 9

Alþýðublaðið - 20.12.1984, Page 9
Fimmtudagur 20. desember 1984 9 Hjálpaðu Gunnu að finna réttu leiðina heim til sín! Gleðileg jól krakkar Valddreifing og atvinnulýðrœði í Reykjavík: Ráðgefandi hverfa- ráð og stjórnar- seta starfsmanna Valddreifing er gamalt og gott baráttumál alþýðuflokksmanna og í þeirri tillögu sem ég hef lagt fram er gert ráð fyrir að borgar- stjórn sé heimilt að gangast fyrir stofnun ráðgefandi hverfaráða í hinum ýmsu borgarhverfum. Starfandi ielögum í hverfunum á þá að gefast kostur á því að kjósa fulltrúa í ráðið eftir ákveðnum reglum, er borgarstjórn setur og skulu hverfaráðin starfa á grund- velli reglugerðar sem borgarstjórn samþykkir.“ Svo mælti Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, þegar blaðið for- vitnaðist um tillögu þá sem hann hefur lagt fyrir borgarstjórn um stofnun ráðgefandi hverfaráða. Sigurður sagði að vissulega gengi þessi tillaga ekki eins Iangt og óskandi væri að næðist í gegn, hér mætti tala um hóflegan áfanga sem vonandi allir flokkar í borgarstjórn gætu sætt sig við. „Ég lít svo á að hér sé um að ræða raunhæfa tillögu sem allir ættu að geta samþykktí' Þá hefur Sigurður E. Guð- mundsson einnig lagt fram tillögu um annað gamalt baráttumál Al- þýðuflokksins, atvinnulýðræði. Tillagan hljóðar svo: „Starfsmenn sérhvers fyrirtæk- is í eigu borgarinnar skulu árlega kjósa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn þess. Skal sá fulltrúi hafa fullt málfrelsi og til- löguréttý „Atvinnulýðræði er ofarlega á dagsskrá hjá jafnaðarmönnum og segja má að í þessari tillögu fel- ist framhald af þeirri stefnu sem ríkjandi var hjá vinstri meirihlut- anum 1978-1982;* sagði Sigurður. Forval vegna væntanlegs útboðs. Vegna fyrirhugaðs lokaútboðs á byggingu brúar á Bústaðarvegi yfir Kringlumýrarbraut, er þeim bjóðend- um sem áhuga hafa á að vera með I forvali bent á að forvalsgögn ersýnaverkið I grófum dráttum án þess að vera nokkurn hátt bindandi liggja á skrifstofu vorri Frfkirkjuvegi 3 Reykjavik og verða afhent gegn skila- tryggingu kr. 2.000,-. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða i verkið þurfa að skila inn útfylltu eyðublaði fyrir 15. jan. 1985. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkj'uvegi 3 — Simi 25800 KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS ÖSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.