Alþýðublaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. desember 1984
3
Þorsteinn Pjetursson,
f 6. maí 1906, d. 12. des. 1984.
Pólitísk ævisaga þeirra feðga,
Pjeturs G. Guðmundssonar og Þor-
steins Pjeturssonar, er merkileg.
Hún verðskuldar það að henni verði
síðar meir gerð góð skil af sagn-
fræðingum íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar og stjórnmálaflokka
hennar. Drög til þeirrar sögu er viða
að finna, svo sem eins og í viðtals-
bók Haraldar Jóhannssonar hag-
fræðings við Þorstein Pjetursson
um Pjetur föður hans og upphaf
samtaka alþýðu.
Árið sem Þorsteinn fæddist
(1906) gerðist Pjetur faðir hans einn
af stofnendum Dagsbrúnar og varð
raunar síðar formaður Dagsbrúnar
um skeið. Fjórum árum síðar verð-
ur hann fyrsti bæjarfulltrúi verka-
manna í Reykjavík. Árið 1906—7
gerðist hann ritstjóri Alþýðublaðs-
ins gamla. Þessi dæmi nægja til að
sýna að Pjetur G. Guðmundsson
var einn þeirra brautryðjenda
verkalýðshreyfingar og jafnaðar-
stefnu á íslandi, sem voru jafnan
einu skrefi á undan sinni samtíð.
Það sem eftir hann liggur um sögu
íslenzkrar verkalýðshreyfingar
fyrstu áratugina, t. d. saga Sjó-
mannafélags Reykjavikur fyrsta
áratuginn, nægir til þess að halda
nafni hans á loft í sögu hreyfingar-
innar.
Þorsteinn sonur hans ávaxtaði
þennan arf á langri starfsævi i þjón-
ustu verkafólks í Reykjavík. Þor-
steinn komst til manns á þeim árum
þegar hin gamla heimsmynd
Evrópubúa var hrunin í fyrri heims-
styrjöldinni; rússneska byltingin,
heimskreppan og hrun kapítalism-
ans, vöxtur og vjógangur fasist-
iskra alræðishreyfinga — allt þetta
ásamt með fátækt, atvinnu: og um-
komuleysi alþýðu manna á íslandi á
tímabilinu milli heimsstyrjaldanna
réði örlögum hans kynslóðar. Þor-
steinn var einn þeirra sem fann til í
stormum sinna tíða. Hann var einn
þeirra sem tók einarða afstöðu til
baráttumála samtímans, lagði á
þau sjálfstætt og raunsætt mat —
og fór einatt sínar eigin leiðir.
Við upphaf heimskreppunnar
gekk hann til liðs við kommúnista.
En það er til marks um greind hans
og sjálfstæða hugsun að hann var
rekinn úr þeim söfnuði fyrir and-
legt sjálfstæði og gagnrýna hugsun.
Hann fylgdi Héðni að málum við
stofnun Sósíalistaflokksins. En
þegar þess var krafist að menn
legðu blessun sína yfir ofbeldi
Stalins gagnvart bræðraþjóð okkar,
Finnum, þá reyndist hann maður til
þess að taka pokann sinn. Þessi
reynsla kenndi honum að vera tor-
trygginn á bjöllusauði og ginning-
arfífl pólitískra trúarbragða. Eftir
þetta helgaði hann verkalýðshreyf-
ingunni einni starfskrafta sína
óskerta og þá einkum þeim stéttar-
félögum í Reykjavík, sem voru að
stíga fyrstu sporin og þurftu á
reynslu hans og handleiðslu að
halda. Seinna meir gekk hann aftur
til liðs við Alþýðuflokkinn. Ekki
sóttist hann þar eftir mannvirðing-
um en ræktaði þeim mun betur
jarðsambandið við verkalýðshreyf-
inguna og óbreytta liðsmenn henn-
ar.
Seinustu áratugina var Þorsteinn
eini starfsmaður fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík. í
því starfi minnast menn hans sem
tins úrræðagóða og þolinmóða
iamningamanns. Þeir menn eru
jýsna margir, sem uxu upp til for-
ystu í verkalýðsfélögum undir
handleiðslu Þorsteins og þágu af
honum hol! ráð, meðan verkalýðs-
félög ráku ekki tölvuvæddar skrif-
stofur en áttu hauk í horni þar sem
var Þorsteinn Pjetursson.
Einn þeirra manna sem kynntist
Þorsteini vel á þessum árum segir,
að Þorsteinn hafi að því leyti verið
ólíkur mörgum fyrrverandi komm-
únistum, að hann var alla tíð áfram
í eðli sínu uppreisnarmaður; rót-
tækur umbótasinni, sem hélt
ótrauður áfram andófi gegn „kerf-
inu“ og hirðmönnum þess. Hann
var hvort tveggja í senn: róttækur
umbótasinni og harður andstæð-
ingur kommúnista. Hefði Alþýðu-
flokknum haldist betur á slíkum
mönnum gegnum tíðina, hefði
hlutur hans orðið stærri meðal
vinnandi fólks en reyndin hefur
orðið á stundum.
Þessi fátæklegu minningarorð
sýna, að Þorsteinn Pjetursson var
enginn hversdagsmaður. Hann tók
sjálfstæða afstöðu til vandamála
samtímans og fór einatt eigin leiðir.
Hann kunni líka að gera sér daga-
mun frá amstri hversdagsins og
njóta félagsskapar jafnt samherja
sem andstæðinga. Á slíkum stund-
um gat hann verið hrókur alls fagn-
aðar þar sem hann sat og söng rúss-
neska byltingarsöngva eða stríðs-
söngva þeirra vösku sjálfboðaliða,
sem lögðu fram líf sitt til stuðnings
spænska lýðveldinu gegn ásókn
fasismans. Á slíkum stundum
þurfti enginn að efast um, að Þor-
steinn Pjetursson var ekki bara
starfsmaður verkalýðshreyfingar-
innar heldur hugsjónamaður, með
hjartað á réttum stað.
Jón Baldvin.
Með Þorsteini Pjeturssyni er fall-
inn frá einn þeirra manna sem helg-
að hafa verkalýðshreyfingunni Iíf
sitt. Þorsteinn hóf ungur afskipti af
stjórnmálum og verkalýðsmálum
og sinnti störfum fyrir verkalýðs-
hreyfinguna fram í andlátið. Á
löngum lífsferli var Þorsteinn einn
af burðarásum íslenskrar verka-
lýðshreyfingar. Ég ætla ekki að
rekja feril hans hér en minni á að
um árabil var Þorsteinn starfsmað-
ur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík og sinnti allri daglegri
þjónustu við félagsmenn ýmissa
stærri verkalýðsfélaga sem ekki
höfðu skrifstofu. Hinu daglega
amstri í slíkri þjónustu fylgir mikið
álag á einstaklinginn og fjölskyldu
hans alla og sjaldan fá menn þær
þakkir sem vert er. En Þorsteinn var
ekki einasta skrifstofumaður held-
ur virkur baráttumaður eins og t.d.
kom fram í baráttunni gegn gerðar-
dómslögunum 1942.
Eitt helsta áhugamál Þorsteins
var að saga verkalýðshreyfingarinn-
ar varðveittist í þjóðarvitundinni.
Hann safnaði bókum og skjölum
um allt sem hreyfingunni viðkom
og forðaði þannig mörgum mikils-
verðum heimildum frá glötun.
Hann færði Alþýðusambandinu
ómetanlegt safn sitt að gjöf fyrir
rúmum áratug og hefur síðan unnið
að flokkun þess þannig að það
kæmi að sem bestum notum.
Fyrir hönd Alþýðusambandsins
færi ég Þorsteini þakkir fyrir mikil-
vægt starf hans í þágu hreyfingar-
innar og votta aðstandendum
samúð.
Ásmundur Stefánsson.
Þeim fækkar nú óðum, sem ólust
upp með aldamótakynslóðinni og
því félagslega ölduróti í íslensku
þjóðlífi, sem var því samfara.
Einn þeirra, sem tileinkaði sér
hugsjónir aldamótamannanna i
þeirri féiagslegu vakningu, var tví-
mælalaust Þorsteinn Pjetursson,
fyrrv. starfsmaður Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík, en
því starfi gegndi hann um langt ára-
bil. Hann lést á sjúkrahúsi hér í
borg þann 12. desember sl., 78 ára
að aldri.
Allt frá æskuárum til hinstu
stundar var Þorsteinn hinn sívak-
andi starfsmaður þeirra, sem minna
máttu sín. Ávallt reiðubúinn til að
berjast fyrir rétti einstaklinga og
máttlítilla, fjárvana félaga fyrir
samningsbundnum rétti, enda mun
hann hafa numið þau fræði allt frá
barnsaldri, en faðir Þorsteins, Pét-
ur G. Guðmundsson, bókbindari
og kennari, var einn kunnasti
kennimaður á þann boðskap á sinni
samtíð og sparaði ekki uppfræðsl-
una til ungu kynslóðarinnar.
I einkaviðræðum fór Þorsteinn
ekki dult með einlæga virðingu sína
á föður sínum fyrir brautryðjenda-
starf og hvatningu í ræðu og riti til
að „velta í rústir og byggja á ný“.
Eins og háttur er ungra manna,
hafði Þorsteinn róttækar skoðanir
um þá leið, er fara bæri til að öðlast
„réttlátt þjóðfélag" og vann
ótrauður að þeim æskuhugsjónum
sínum. Ferskar og fölskvalausar
hugsjónir ungs fólks verða oft fyrir
áföllum í ljósi hinna ísköldu stað-
reynda lifsins og þá vilja oft bregð-
ast og bresta þær stoðir, sem i
blindri einlægni var e. t. v. um of
treyst á. Slík vonbrigði fóru ekki
framhjá vegi Þorsteins fremur en
flestra annarra. Slík vonbrigði bar
Þorsteinn með karlmennsku og fór
þá ekkert Ieynt með, hvað það var
sem hann taldi hafa brugðist í þjóð-
málabaráttunni.
Hér er hvorki staður né stund til
að rekja efni þeirra fjölmörgu
greina, er Þorsteinn ritaði um
félagsmál og stjórnmál. Þorsteinn
var ekki málsskrafsmaður á
mannafundum. Ræður hans og at-
hugasemdir voru stuttar en hnit-
miðaðar og alltaf málefnalegar, svo
engum duldist skoðun hans og vilji
í hverju máli, enda var Þorsteinn
hafsjór af fróðleik um allt, er skipti
máli í hinni félagslegu þjóðmála-
baráttu íslenskrar alþýðu frá önd-
verðri öldinni til þessa dags.
Verðugt verkefni væri það ung-
um fræðimanni, sem áhuga hefði á
þróun þessara mála, að komast í
hið viðamikla fróðleikssafn Þor-
steins um baráttu frumherjanna og
þróun mála síðan. Auk hins
ómetanlega fróðleiks gætu kom-
andi kynslóðir áreiðanlega dregið
nauðsynlega lærdóma.
Með sanni má segja, að ekki hafi
starf Þorsteins Pjeturssonar í þágu
verkalýðsfélaganna í Reykjavík ver-
ið öruggt fast starf eins og sagt er.
Um starfið léku ávalit pólitískir
sviptivindar og oft mun hending ein
hafa ráðið, hvort Þorsteinn fékk
laun fyrir þessi störf eða ekki.
Hvorutveggja var, að hreyfingin
sem heild var á starfstíma Þorsteins
félítil og þó fremur hitt, að fjár-
nagslega verst stöddu félögin leit-
uðu mest liðveislu hans og fyrir-
greiðslu. Sjálfur gekk hann heldur
aldrei eftir eða spurði um Iaun,
heldur hvert vandamálið væri, sem
úrlausnar biði.
Það er oft sagt um okkur íslend-
inga, að iífsbaráttan hafi í tímans
rás gert okkur lokaða og nánast sér-
lundaða og einangraða.
Vitnisburður erlendra ferða-
manna um lundarfar og skaphöfn
okkar er sá, að best sé að komast í
kynni við íslendinga, er þeir dveljist
erlendis á ferðalögum. Hvað sem
satt reynist í slíkum vitnisburði þá
er hitt staðreynd, að íslendingar
sjálfir kynnast oft best, þegar þeir
dveljast saman erlendis.
Því minnist ég á þessar fullyrð-
ingar nú, að við Þorsteinn höfðum
þekkst um nokkurra ára skeið, þeg-
ar okkur barst upp í hendur boð
bandarísku verkalýðssamtakanna
um 6 vikna kynnisferð um Banda-
ríkin ásamt 6 öðrum félögum okkar
fyrir 29 árum síðan.
Á þessu ferðalagi fengu fyrri
kynni okkar á sig nýja mynd. Kunn-
ingsskapur, sem varð að vináttu,
sem báðum entist síðan.
Á þessu ferðalagi kynntist ég í
raun hinni sönnu fróðleiksfýsn
Þorsteins, sem hvergi sparaði
spurningar sínar um allt, er að
verkalýðsmálum laut og nauðsyn
þess að brjóta hvern þátt þeirra til
mergjar. Þrátt fyrir óaðfinnanlega
gestrisni gestgjafa okkar, hafði ég
það á tilfinningunni, að þeim þætti
á stundum alveg nóg um hinar
mörgu spurningar Þorsteins, þótt
þeir þreyttust aldrei á því að gefa
svör, hvort heldur var í fundarsal
eða á sögustöðum.
Oft, að lokinni strangri dagskrá
og ferðalögum á landi og i lofti,
gafst næði til að ræða það sem fyrir
augu og eyru hafði borið. Þá gafst
einnig tækifæri til að meta og vega.
Þegar Þorsteinn var spurður urn
ástæðuna l'yrir sínum mörgu spurn-
ingum, svaraöi hann efnislega á þá
leið, að hann væri staðráðinn í þvi
að fá að vita sem flest og gera mark-
tækan samanburð á því, sem hann
sæi nú og því sem hann vissi fyrir
um gang verkalýðsmála í Evrópu.
Þann veg var Þorsteini farið,
hann var sistarfandi, nánil'ús í skóla
alþýðunnar og taldi sig ávallt hafa
þörf fyrir að vita meira.
Samfelld og einlæg leit hans að
öilu, sem að gagni mætti koma i
reynslu og starfi annarra, var hon-
um svo hjartfólgið verkefni, að
nánast flest annað varð lítilmótiegt
i hans augum.
Það háði Þorsteini nokkuð í hans
þrotlausu fróðleiksleit síðari hluta
ævinnar, að sjón og heyrn hrakaði
og gekk hann undir niargar læknis-
aðgerðir af þeim ástæðum, án þess
að um verulegan eða sýnilegan bata
væri að ræða.
Ekki verður svo skilist við þessi
fátæklegu minningaorð um Þor-
stein Pjetursson að ekki verði
minnst á þá baráttu hans að fá frí-
dag verkafólks, 1. maí, iögfestan
sem hátíðisdag þjóðarinnar allrar.
Ófáar ferðir gerði Þorsteinn i
ráðuneyti og Alþingi til að opna
augu manna fyrir þessu hjartans-
máli sínu. Margir urðu til að meta
þau gagnrök gegn þessari skoðun,
að þetta væri óþarft, þar sem
dagurinn væri viðurkenndur i
kjarasamningum og yrði vart
breytt.
Kjarasamningur er ekki lög sagði
Þorsteinn, og svo mikið hefur
verkalýðshreyfingin í yfir 40 ára
baráttu lagt á sig til að fá 1. maí
viðurkenndan sem hátíðisdag þjóð-
arinnar allrar, að allt annað en bein
löggjöf er til vansæmdar.
Með harðfylgi sínu fékk Þor-
steinn þessu áorkað og árið 1967
varð 1. maí löggiltur sem einn af
hátíðisdögum þjóðarinnar. Þessi
sigur fór hljótt og þótti víst ekki tíð-
indum sæta. Þeir sem muna barátt-
una og köpuryrðin, sem verkafólk
varð að þola í yfir 40 ára baráttu til
viðurkenningar þessum eina degi
ársins, sem helgaður væri störfum
þess, skilja þessa baráttu Þorsteins
Pjeturssonar.
í einkalífi sínu var Þorsteinn
gæfumaður. Eftirlifandi eiginkona
Þorsteins er Guðmunda L. Ólafs-
dóttir, sem dyggilega studdi mann
sinn til allra starfa, sem hugur hans
stóð til og reyndist honum trúr
förunautur, þegar veikindi og and-
streymi lífsins sótti að og hvikaði
hvergi, þótt veraldargæði væru á
stundum af skornum skammti.
Manna á milli, í lífsgæðakapp-
hlaupi nútíðarinnar, er lítið gefið
fyrir starf hugsjónamanna, þar fer
matið á manngildi fram á öðrum
vogarskálum.
Um leið og nú eru færðar þakkir
fyrir ómetanlega samfylgd og vin-
áttu, þá er mér ljóst að verkalýðs-
hreyfingin á að baki að sjá enn ein-
um hugsjónamanninum úr sínum
röðum.
Blessuð sé minning Þorsteins
Pjeturssonar.
Eggert G. Þorsieinsson.
í dag föstudaginn 21. desember,
verður til moldar borinn, Þorsteinn
Pjetursson fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Með þessum fáu línum vil ég f.h.
Fulltrúaráðsins, flytja þakkir til
minningar um mann sem helgaði
stórum hluta ævi sinnar verkalýðs-
málum og mörg verkalýðsfélögin i
Reykjavík standa í mikilli þakkar-
skuld við.
Þorsteinn Pjetursson vann í tugi
ára mikið og óeigingjarnt starf sem
framkvæmdastjóri Fulltrúaráðsins
og í þágu verkalýðshreyfingarinnar
í heild. Sérstaklega var Þorsteinn
vinnulus fyrir smærri verkalýðsfé-
lögin í Reykjavík, en þau félög
höfðu ekki á þeim tíma neina
starfsmenn til að hugsa m.a. um
gerð kjarasamninga og úthlutun
atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé
nefnt. Þau eru mörg handtökin sem
hann innti af hendi og oft ekki
spurt hver launin væruT'Það var
ómetanlegt fyrir verkalýðshreyfing-
una að eiga menn að eins og Þor-
stein Pjetursson, alltaf boðinn og
búinn til starfa og hjálpar, og verð-
ur seint fyllt það skarð sem hann
skilur eftir.
Síðustu árin hefur Þorsteinn ver-
ið sjúkiingur en alltaf var hann með
hugann við Fulltrúaráðið og hvað
þar væri að gerast. Eftir að hann
hætti störlum hjá Fulltrúaráðinu,
starfaði hann við að koma röð og
reglu á ýmis skjöl varðandi verka-
lýðshreyfinguna og var það hans
takmark að skrifuð yrði saga Full-
trúaráðsins frá upphafi, en þvi mið-
ur entist ekki heilsa hans né aldur
til.
Þegar að leiðarlokum er komið
vil ég f.h., Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík, þakka Þor-
steini Pjeturssyni fyrir allt það
mikla brautryðjendastarf sem hann
innti af hendi fyrir Fulltrúaráðið og
verkalýðshreyfinguna. Um leið og
ég persónulega þakka Þorsteini
samfylgdina hjá Fulltrúaráðinu,
flyt ég eftirlifandi eiginkonu hans
Guðmundu Ólafsdóttur mínar
innilegustu samúðarkveðju.
Blessuð sé minning Þorsteins
Pjeturssonar.
F.h., Fulltrúaráðs Verkalýðsfé-
laganna í Reykjavik,
Hilmar Guðlaugsson.
Forval
vegna væntanlegs útboðs.
fyrir gatnamálastjóra í Reykjavík
Vegna fyrirhugaðs lokaútboðs á byggingu brúar á
Bústaðarvegi yfir Kringlumýrarbraut, er þeim bjóðend-
um sem áhuga hafa á að vera með í forvali bent á að
forvalsgögn ersýnaverkið i grófum dráttum án þess að
vera nokkurn hátt bindandi liggja á skrifstofu vorri
Frikirkjuvegi 3 Reykjavlk og verða afhent gegn skila-
tryggingu kr. 2.000,-.
Þeir sem áhuga hafa á að bjóða I verkið þurfa að skila
inn útfylltu eyðublaði fyrir 15. jan. 1985.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800