Alþýðublaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blaö h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friórik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Föstudagur 21. desember 1984 Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. alþýöu- n FT'Tf'M Áskriftarsíminn er 81866 Neyð fólksins gerir kröfur til þín Árni Gunnarsson og séra Bernharður Guðmundsson fara til Eþíópíu Vegna frétta að undanförnu um erfiðleika í hjálparstarfi við að koma aðstoðinni til skila inn á ófriðarsvæði í Tigre og Eritreu í Norður-Eþíópíu, þá vill Hjálpar- stofnun kirkjunnar koma eftir- farandi á framfæri. Ófriðarástandið á nokkrum svæðum í Norður-Eþíópíu til við- bótar við hið skelfilega ástand hungurs og örbirgðar vegna lang- varandi þurrka, er enn eitt dæmið um hvernig maður og náttúra taka höndum saman og ógna lífi sak- lauss fólks svo hundruðum þús- unda skiptir. Neyð þessa saklausa fólks hlýtur að gera enn frekari kröfur til þeirra, sem aflögufærir eru um hjálp. Hjálparstofnun kirkjunnar Nú þegar svartasta skammdegið grúfir sig yfir landið og allra veðra er von, eykst hættan á því að þeir sem leggja í ferðalög um óbyggðirn- ar geti orðiö veðurtepptir eða villst af leið. Árlega gerist það að fólk týnist og kallaö er á björgunarsveit- ir til leitar. Skemmst er að minnast þeirra þriggja ungmenna, sem villt- ust fyrir ofan Laugarvatn nú í haust. Mikið hjálparlið var kallað út og sem betur fer tókst giftusam- lega með björgunina. En hvað skyldi slík leit hafa kostað? í fróðlegri grein eftir félaga í Björgunarsveitinni Ingólfi, Jón Aðalbjörn Jónsson, í Morgunblað- inu á þriðjudaginn, kemur í ljós að sex tíma leit, sem 500 manns taka þátt í, kostar 270 þúsund krónur, en það er sá launakostnaður sem björgunarmenn gefa. Þá er ótalinn sá kostnaður sem myndast óhjá- kvæmilega vegna kaupa, viðhalds og endurnýjunar á tækjabúnaði og sá kostnaður sem kemur vegna tíðra æfingaferða sveitanna. Það borgar sig því að hugsa sig um tvisvar áður en teflt er í þá tví- sýnu að halda út í óbyggðirnar á þessum árstíma og sem sagt þeir hefur starfað að hjálparstarfi í samvinnu við Lútherska heims- sambandið í Eþíópíu. Þar hefur áhersla verið lögð á að koma hjálpargögnum til skila inn á ófriðarsvæðin jafnt sem önnur neyðarsvæði. Til umráða í þessu starfi eru fjórhjóladrifnir flutn- ingabílar, sem flytja 5-10 tonn í ferð og flutningaflugvél af Herkulesgerð, sem flytur 80 tonn. Þessi flutningatæki hafa undan- farnar vikur verið í stöðugum flutningum með matvæli og hjálpargögn á vegum kirkjunnar inn á þurrkasvæðin og farið margar ferðir inn á ófriðarsvæð- in. Kirkjan í Eþíópíu hefur sett á fót margar hjálparbúðir á þurrka- sem leggja í hann ættu að útbúa sig sem best og gera nákvæma ferða- áætlun sem komið er í hendurnar á öðrum en ferðalöngunum sjálfum. Vissulega er mikil ánægja fólgin í því að ferðast um á þessum árstíma. Ævintýraþráin blundar í okkur öll- um. En gleymum ekki því að komi babb í bátinn, þá lendir það á annarra herðum að bera kostnað- inn af leitinni. Fjöldi manna vinnur mjög fórnfúst sjálfboða starf hjá hjálparsveitunum, en nú um jólin safna Björgunarsveitirnar pening- um til að geta sinnt starfi sínu. Er það gert með jólatrjáasölu og flug- eldasölu. ísland Laugardaginn 22. desember efna 11 friðarhreyfingar til blysgöngu undir kjörorðinu ísland gegn kjarnorkuvá. Safnast verður saman á Hlemm- torgi klukkan 17.00, þar sem seld verða blys. Gengið verður niður svæðunum. Einnig er lögð áhersla á dreifingu matvæla til fjöl- skyldna í þorpum á þurrkasvæð- unum, þar sem fólk helst enn við, svo koma megi í veg fyrir að fólk- ið flosni upp frá heimilum sínum, sem orðið hefur hlutskipti hundr- uð þúsunda í hinni skelfilegu hungursneyð. Hjálparstofnun kirkjunnar mun leggja allt að mörkum svo tryggja megi að aðstoðin komist þangað, sem hennar er mest þörf bæði í Norður- og Suður- Eþíópíu. Nú er ákveðið að Hjálp- arstofnun kirkjunnar sendi tvo menn til Eþíópíu á milli jóla og nýárs til þess að undirbúa og skipuleggja dreifingu og komu ís- lenskra hjálpargagna og hjálpar- liðs og munu þeir síðan fylgjast með íslenska hjálparstarfinu í Eþíópíu í samvinnu við kirkjuna þar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþm. og Bernharður Guðmunds- son, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunn- ar, hafa verið kallaðir til þessa verkefnis tímabundið. Þá er rétt að minna á, að í dag héldu utan áleiðis til Eritreu í Norður-Eþíópíu, hjónin Georg Stanley Aðalsteinsson og Arndís Pálsdóttir á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar til hjálparstarfa á sviði fiskveiða, og munu dvelja þar a.m.k. í tvö ár. Þetta er enn eitt dæmi um þann eindregna vilja Hjálparstofnunarinnar, að saklaust fólk á ófriðarsvæðum verði ekki af hjálparstarfi, sem mögulegt er að veita. Það er táknrænt fyrir fórnfýsi þessara íslendinga, að þau hefja störf á þurrkasvæðunum um það leyti, er íslensk þjóð sest að jóla- borði yfir gómsætum krásum í öruggu skjóli. ',-■■ ■■ .**&!***£ bl'<' gegn kjarnorkuvá Laugaveg undir söng Hamrahlíðar- kórsins og Hákskólakórsins og endað á Austurvelli með fjölda- söng. Samtímis verður blysför af sama tilefni á Húsavík og verður gengið frá sundlauginni að kirkjunni, þar sem ávarp verður flutt. Byrjum hátíð ljóss og friðar með þáttöku í göngunni og mætum öll! Friðarhópur einstæðra foreldra Friðarhópur fóstra Friðarhópur kirkjunnar Friðarhreyfing íslenskra kvenna Friðarsamtök listamanna Hin óháðu friðarsamtök framhaldsskólanema Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna Samtök herstöðvaandstæðinga Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Samtök um friðaruppeldi Björgunarstörfin eru dýr Guðjón V. Guðmundssons skrifar: Er mælirinn ekki fullur? Þá er gengislækkunin orðin að veruleika og hækkanirnar farnar að dynja yfir í kjölfarið eins og vana- lega og þar með rjúka út í veður og vind þær kauphækkanir er nýlega var samið um. Launamenn standa í sömu sporum, reyndar verri, þeir sem í verkfalli voru og fórnuðu miklu. Auðvitað þarf engan að undra, ráðamenn lýstu því yfir löngu áður en samningar voru gerðir að það þýddi ekkert að knýja fram kjara- bætur, þær yrðu umsvifalaust tekn- ar aftur. Þeir hafa svo sannarlega staðið við orð sín, það stendur ekki á því hjá þessum háu herrum þegar óhæfuverk á að vinna. Myndi heil- vita maður selja eign sína öðrum, ef hann vissi að sá hinn sami myndi aldrei borga, eða segði, að hann. tæki aftur þá upphæð sem hann greiddi og vitað væri að maðurinn gæti gert þetta? Nei, að sjálfsögðu ekki. Þegar samningamenn laun- þega skrifuðu undir og samþykktu kjarasamningana, þá voru þeir að gera nákvæmlega þetta. Þess vegna var það — og er — alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna BSRB-forystan gerði þetta, en hún reið á vaðið sem kunnugt er. Að vísu höfðu nokkur bæjarstarfsmannafélög þá þegar samþykkt og vitanlega veikti það heildarsamtökin. Það er hörmulegt til þess að vita, að launamenn skuli aldrei bera gæfu til þess að standa saman sem ein órjúfandi heild. Væri sú raunin þá væru kjör alþýð- unnar ekki eins bágborin og raun ber vitni. Eftir þessa seinustu samn- inga eru laun þúsunda manna á bil- inu 15—20 þús. kr. á mánuði; það er ísköld staðreynd en enginn gerir nema rétt skrimta af þessum laun- um. Er virkilega ekki nokkur von til þess að hinn almenni vinnandi maður fari að vakna og gera sér grein fyrir mætti sínum í einni voldlugri órjúfandi heild? Maður á bágt með að trúa því að ekki sé þeg- ar búið að ofbjóða almenningi með þessum látlausa óhróðri og lygum er hafa dunið yfir okkur af hálfu ráðamanna og skósveina þeirra. Ekkert lát virðist ætla að verða á þessu, dag eftir dag eru pistlar í íhaldsblöðunum fullir af alls konar furðulegum þvættingi. Meira að segja hafa sést hér í Alþýðublaðinu ógeðsleg skrif eins og t. d. þann 29. nóv. (bls. 3). Þeir eiga víða fylgi enn þessir menn sem skammta almenningi sultarlaun. Stundum efast maður um að sumum höfundum þessara pistla sé sjálfrátt, slíkur er fárán- leikinn í því er þeir Iáta frá sér fara. Það er alveg yfirgengilegt að fátækir launamenn skuli kjósa til forystu í stéttarfélögum sínum skoðanabræður og flokksbræður þeirra Þorsteins Pálssonar og Stein- gríms Hermannssonar. Um árabil hefur verið í forsvari fyrir einu stærsta launþegafélagi landsins, Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur, einn slíkur. Fyrsti varaforseti Al- þýðusambandsins er einnig íhalds- maður. Þetta er svo hörmulegt að engu tali tekur. Ætla launamenn virkilega að halda áfram að styðja þessa menn til áhrifa? Á sama tíma og ráðamenn segja við láglauna- manninn að hann verði að láta sér lúsarlaunin lynda, þá hafa þeir sjálfir margföld laun og alls konar fáránleg hlunnindi og Iifa í vellyst- ingum. Þarna á ég við fleiri en hina tíu „hæstvirtu“ ráðherra eins og þeir eru kallaðir á Alþingi, ja svei, hvað skyldu þeir bera úr býtum framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins eða Seðlabankastjór- inn (eða réttar sagt „alt mulig manden“, Jóhannes Nordal); eða hvað þeir nú heita — allir þessir þokkapiltar? Maður fær klígju af að sjá og heyra þessa menn prédika yfir fólkinu sem berst í bökkum með sín lágu laun. Það er auðvitað allt annað með þá og þeirra líka, þeir eru vel að sínu komnir, vinna fyrir laununum sín- um. En við, vesalingarnir, almúg- inn, sem erum ekki neitt neitt og eigum víst bara að þakka fyrir að fá að þrífa undan þeim skitinn — og ættum sjálfsagt helst að borga fyrir það. Því segi ég enn og aftur: Er ekki mælirinn fullur, er ekki kominn tími til þess, að við rekum þessa menn af höndum okkar? Byrja verður í stéttarfélögunum — og síð- an yfirstjórninni — I næstu þing- kosningum, og þá ættum við í leið- inni að taka þá og kaghýða á al- mannafæri; ég skal glaður taka það að mér. Það yrðu bara að vera nærri sterkir menn, því að ég held að ég myndi ekki geta hætt. Það er svo sannarlega hægt að skapa hér að- stæður fyrir gott og fagurt mannlíf, en það verður ekki gert nema valdir verði til forystu á öllum sviðum menn, sem hafa að leiðarljósi hinar göfugu hugsjónir jafnaðarstefn- unnar. Tökum höndum saman og hefjum það verk. Guðjón V. Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.