Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 3. janúar 1985 'RITSTJÓRNARGREIH ' " .. Vaxtahrærigrauturinn Vaxtamálin hafa mikið verið til umræðu síð- ustu misseri og ekki af ástæðulausu. Háir raunvextir umfram verðtryggingu hafa kallað fram ófremdarástand hjá lántakendum, þá sér- staklega húsbyggjendum og íbúðakaupend- um, sem eru hreinlega aö kikna undan vaxta- og afborgunarbyrðinni. Þá á atvinnureksturinn í landinu i gífurlegum erfiðleikum, m.a. vegna vaxtastefnunnar. Á hinum vængnum eru aftur sparifjáreigendur, sem vitanlega leggja fram þá eðlilegu kröfu, að þeir fái sitt fjármagn úr bönkum og innlánsstofnunum óskert. Þessi sjónarmið ólikra hagsmuna verður að brúa með sanngjörnum hætti. Með öllum tiltækum ráðum verður að koma til móts við hart keyröa íbúðakaupendur, þó án þess að ganga á hag sparifjáreigenda, því enginn vill innleiða ástand hinna neikvæðu vaxta, þegar lántak- endur í óðaverðbóigu höfðu sitt á þurru. Um þessi mál fór Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins nokkrum orðum í grein nú um áramótin. Ástæða er til að drepa á nokkur þau atriði, sem Jón Baldvin vekur máls á. Hann sagði m.a.: „Það er Alþýðuflokkurinn sem kom á verðtryggingu fjárskuldbindinga á sínum tíma. Það geröum við til þess að: (1) Stöðva bankarán á rosknu fólki (sparifjáreig- endum) (2) stöðva eignatilfærslu frá almenn- ingi til forréttindahópa kerfisins (3) skapa for- sendur fyrir arðsemismati fjárfestingar með því að afnot á peningum væru seld á réttu verði og lánum ekki breytt f styrki til atvinnurekenda. Með þessum hætti hefur Alþýðuflokkurinn sýnt, að hann stendur vörð um hag sparifjár- eigenda og innlenda sparifjármyndun.“ Og formaður Alþýðuflokksins sagði ennfrem- ur: „Verðtryggingarpólitíkin varhinsvegareyöi- lögð í framkvæmd af tveimur ríkisstjórnum vegna þess að henni var ekki fylgt eftir með lengingu lána og réttri efnahagsstefnu á öðr- um sviðum. Ránvaxtapólitík Jóhannesar Nor- dal og núverandi ríkisstjórnar er röng af tveim- ur ástæðum: (1) Hækkun innlánsvaxta hefur ekki leitt til aukinnar sparifjármyndunar. Al- menningursem býrvið hungurlaun ánefnilega ekkert eftir til að spara. Sparnaður er þess vegna aóallega faliö fé skattsvikara sem er ávaxtað fram hjá atvinnulífinu. Breytingar á innlánsvöxtum valda þess vegna aðeins til- færslum milli sparnaðarforma. (2) Hækkun út- lánsvaxta nægir ekki til að minnka eftirspurn og draga úr verðbólgu. Þvert á móti fer aukinn fjármagnskostnaður beint út í verðlagið (eykur verðbólgu) innanlands, en grefur undan sam- keppnisaðstöðu útflutningsgreina og veldur þrýstingi á gengið.“ Þá sagði Jón Baldvin: „Feillinn er sá að Seðiabankinn hefuroftrú ávaxtatækinu. Því er aðeins hægt að beita með árangri sem lið í samræmdri efnahagsstefnu. En til þess að koma henni á, þarf nýja ríkisstjórn í landinu. Fyrsta verk nýrrar rikisstjórnar ætti að vera að skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum og þjóðnýta Seðlabankabygginguna, eins og vió höfum gert tillögur um. Því næst þarf að lækka fjármagnskostnað atvinnulífsins, sem lið í nýrri og samræmdri efnahagsstefnu. Ný og fjöibreytileg sparnaðarform almennings, sem fær laun fyrir vinnu sina sem hægt er að spara af, á hins vegar að vera eitt af aðalsmerkjum hinnar nýju efnahagsstefnu." Vaxtastefna stjórnvalda er í einum hræri- graut. Vitað er að stjórnarf lokkarnir, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur, eru mjög á öndveröum meiði i þeim efnum. Formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði það tímamót ( peningapólitíkinni, þegar vaxtafrelsið var inn- leitt að nafninu til á síðasta ári. Sú ákvörðun kallaði fram röð vaxtahækkana, þar sem ein bankastofnun elti aðra. Nú hins vegar verður ekki annað séð, en að vaxtafrelsið svokallaða sé fyrir bý, því Seðlabankinn hefur tekið að sér málin að meira eða minna leyti á nýjan leik. Tímamótaákvörðun Þorsteins Pálssonarog fé- laga var aðeins ttmabundið hugarfóstur hans og fóstbræðra. Hitt er Ijóst að ómarkviss vaxtapólitík stjórn- valda þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Um það hljóta allir að vera sammáia. - GÁS Fyrirtœki 1 taka, Iönaöarbankann, Smjörlíki/ Sól hf. og IBM. A listanumm voru ein 10 fyrir- tæki þar sent veltan jókst mjög óverulega eöa undir 45%, sem er þá samdráttur í raun miðað við verð- bólgustigið. Þessi fyrirtæki eru Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda (29% veltuaukning), Hekla hf. (29,6%), Bílaborg (18,8%), Veltir (0,6%), Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar (31,6%), Ishús- félag ísfirðinga (28,2%), Nesskip- ísskip (43,4%), Þorbjörn hf., Grindavík (31,5%), Sveinn Egilsson (9,1%) og Fálkinn (27,2%). I tímaritinu segir: „Samdráttur í höfuðatvinnuveginum, fiskveiðum og vinnslu sjávaraflans er enn mjög vel merkjanlegur. Nú er svo komið að voldug útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki á landsbyggðinni hafa mörg hver fallið í neðri sæti — sum jafnvel alveg út af listanum. Hins vegar hefur peningavaldið, bankar og sparisjóðir, haldið áfram „sigurgöngu“ sinni á listanum yfir stærstu fyrirtæki landsins 1983“ Borið saman við eldri lista má sjá að nokkur fyrirtæki hafa verið að sækja í sig veðrið stöðugt síðustu árin. Þar skal fyrst nefna íslenska aðalverktaka, sem ekki voru á list- anum 1980, stökk í 59. sæti árið 1981, í 24. sæti 1982 og síðan í 22. sæti 1983. Flugleiðir voru í 8. sæti árið 1980, en eftir 3 ár var fyrirtæk- ið komið upp í 4. sæti. Á sama tíma hefur Eimskip þokast upp á við úr 13. sæti í hið 10. Öðrum stórfyrir- tækjum hefur ýmsum vegnað mið- ur, eins og SÍF sem áður var í 4. sæti en 1983 í 7. sæti og Mjólkursamsal- an hefur fallið á þessum árum úr 11. sæti í hið 19. 10 stærstu fyrirtæki landsins 1983 voru sem sé sem hér segir: 1. SÍS, 2. Landsbankinn, 3. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, 4. Flug- leiðir, 5. ÍSAL, 6. Olíufélagið- ESSO, 7. SÍF, 8. KEA, 9. SHELL og 10. Eimskip. Loks má geta þess að af 25 stærstu fyrirtækjunum voru 10 úr einkageiranum, 7 frá samvinnu- veldinu og 8 opinber. Reyndar eru sum fyrirtækin talsvert blönduð, eins og t. d. íslenskir aðalverktakar sem að hálfu leyti eru í höndum einkaaðila, að fjórðungi í höndum samvinnuveldisins og að fjórðungi í höndum hins opinbera. Ennfrentur myndu sumir sjálfsagt ekki vilja hafa ÍSAL með á listanum, þar sem fyrirtækið er erlent. Tóbakið 1 mönnum reykingar á þeim stöðum sem almenningur sækir þjónustu. Á þeim stöðum þar sem tóbaks- reykingar eru óheimilar skal það gefið til kynna með merki eða á annan greinilegan hátt. Það er því óhætt að reykja alls staðar þar sem slíkt merki er ekki. í lögunum er talað um vissa staði þar sem ekki má reykja. Það er t. d. í afgreiðslum opinberra stofnana, í grunnskólum, dagvistun barna og húsakynnum, sem eru fyrst og fremst ætluð börnum og ungling- um undir 16 ára aldri til félags- og tómstundastarfa. Einnig á opinber- um samkomum innanhúss fyrir börn og unglinga innan 16 ára. í heilsugæslustöðvum og á sjúkra- húsum, nema á tilteknum stöðum þar sem reykingar eru ekki til óþæginda fyrir þá sem ekki reykja. Tóbaksreykingar eru líka óheimilar í farþegarými almenningsfarar- tækja sem rekin eru fyrir gjaldtöku og það sama á við um innanlands- flugið. Tóbaksreykingabannið gildir ekki fyrir veitinga- og skemmti- staði. Á slíkum stöðum skulu vera afmarkaður fjöldi borða fyrir þá gesti sem ekki reykja og skulu þau merkt þannig að það fari ekkert á milli rnála að þar er bannað að kveikja í tóbaki. í millilandaflugi skulu reykingar leyfðar í hluta farþegarýmisins og þess gætt að óþægindi skapist ekki fyrir hina reyklausu. Hvað skip varðar skal samin sérreglugerð í samráði við Siglingamálastofnun um reykingar um borð í skipum. Ekki er talað um hver viðurlögin við brot á þessum lögum eru. Markmið þessara laga er að draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsutjóni sem tóbaksneyslan veldur, svo og að vernda þá sem ekki reykja fyrir áhrifum tóbaks. Á vegum tóbaksvarnarnefndar er ým- islegt á döfinni í herferð í fjölmiðl- um og skólum landsins gegn tóbaksreykingum. Á að gefa út bæklinga og prenta veggspjöld auk þess sem merkimiðar verða fram- leiddir, sem minna á hvar megi ekki reykja. Stjórnin 1 sjávarafla. Vióskiptahallinn við út- lönd jókst á nýjan leik.“ Hann nefnir þrjár ástæður fyrir þessu. í fyrsta lagi var látið hjá líða að tak- ast á við skipulagsvanda í sjávarút- vegi og landbúnaði. í öðru lagi var gengi krónunnar of lágt skráð. - „Síðast en ekki síst hélt ríkissjóður áfram að eyða um efni fram.“ Og hvað skyldi þá Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, hafa að segja um frammistöðu ríkisstjórnarinn- ar? Hvað varðar skattalækkunar- leiðina margumtöluðu segir hann: - „Þar birtist á nýjan leik það vilja- og getuleysi þessarar ríkisstjórnar til að taka á ríkisfjármálunum, sem leitt hafa af sér þensluna, sem sprengdi febrúarsamningana.“ Undir lok hugvekjunnar segir hann orðrétt: „í ljósi þróunarinnar á liðnu ári þykir mér ólíklegt að nú- verandi ríkisstjórn takist að óbreyttu að vinna að nýju þá tiltrú með þjóðinni, sem henni er nauð- synleg til að ná fram markmióinu um stöðugleika í efnahagsmálum. Annað tveggja verða núverandi stjórnarflokkar að gera umtals- verðar og trúverðugar breytingar á ríkisstjórninni, eða geti þeir það ekki, viðurkenna formlega það sem þegar er orðin raunin á að ríkis- stjórnin hefur gefist upp og er ekk- ert annað en stefnulaus starfs- stjórn, sem bíöur eftir því einu að einhverjir leysi hana af hólmi.“ Það virðist því fokið i flest skjól hjá Steingrími um þessar mundir og ætli honum hafi ekki verið svipað innanbrjósts og Cesari forðum og hugsað: „Og þú líka Brútusí* Ný sveitar- stjórnarmál Sveitarstjórnarmál 5. tbl. 1984 birtir m. a. grein um Vopnafjarðar- hrepp eftir Kristján Magnússon, fv. sveitarstjóra, samtal er við Georg Hermannsson, varaoddvita og hreppstjóra Haganeshrepps, undir fyrirsögninni „Fljótahreppur“, og Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, skrifar um Stykkishólm árið 2004. Félags- og tómstundastörf í grunnskólum Reykjavíkur eru kynnt í grein eltir Gunnar Örn Jónsson, tómstundafulltrúa, sagt er frá tilraunum Norðmanna með þorskeldi í sjó í grein eftir Guð- mund Val Stefánsson, og Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnir í for- ustugrein tillögur endurskoðunar- nefndar sveitarstjórnarlaga. Jón Böðvarsson, borgarskjalavörður, á grein um framleiðslu embættis- skjala, varðveislu og grisjun og Erla Jónsdóttir, bæjarbókavörður, ritar um samsteypubókasöfn. Þá eru í þessu tölublaði greinar um tölvu- væðingu í íslenskum skólum, um stöðlun íþróttahúsa, um Iðnþróun- arsjóð Suðurlands, Svæðisskipulag Eyjafjarðar og sagt er frá aðalfund- um landshlutasamtaka auk fastra þátta, sem teknir hafa verið upp í tímaritinu um ýmis efni. Hækkun húsaleigu Samkvæmt ákvæðum í lögum nr. 62/1984 hækkar leiga fyrir íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði, sem lög þessi taka til, um 15,8% frá og með janúarbyrjun 1985. Reiknast hækkun þessi á þá leigu, sem er í desember 1984. Janúarleigan helst óbreytt tvo næstu mánuði, þ. e. í febrúar og mars 1985. Sérstök athygli er vakin á því, að þessi tilkynning snertir aðeins húsa- leigu, sem breytist samkvæmt ákvæðum í fyrrnefndum lögum. Það er því fyrirliggjandi að kostnaður vegna húsaleigu kemur til með að vega enn þyngra á fjöl- mörgum leigjendum á næstu mán- uðum en verið hefur, — þótti þó flestum nóg um það sem fyrir var. Magnús Þ. forseti Hæstaréttar Magnús Þ. Torfason hæstaréttar- dómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1985 að telja til ársloka 1986. Sigurgeir Jónsson hæstaréttardómari var kjörinn varaforseti til sama tíma. Stöðuhækkanir Viðskiptaráðherra hefur skipað Jónas G. Rafnar, fyrrverandi bankastjóra, formann bankaráðs Seðlabanka íslands til fjögurra ára frá 1. janúar-1985 að telja. Jafnframt hefur viðskiptaráð- , herra skipað Davíð Aðalsteinsson, alþingismann, varaformann banka- ráðsins sama tímabil. Það er nú eitt að ástunda ritskoðun, en annað að ráðast hreinlega á grund- völlinn sjálfan — ritvélina. Myndin er af ónefndri ritstjórnarskrifstofu í borginni — kannski frjálsri og óháðri?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.