Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ H FT'TT'M Fimmtudagur 3. janúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Streitu-skýrsla: Gerið lífið mannlegt Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO), sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, sendir reglu- lega frá sér fréttabréf. í desember- hefti ILOinformation er sagt frá skýrslu, sem ILO lét gera um streitu á vinnustöðum. 1 greininni segir, að streita geti oft valdið vinnuslysum, en það sé fyrst núna að menn séu farnir að viðurkenna þá hættu, sem stafi af henni, hingað til hafi verið litið á hana sem eðlilegan hlut, jaf n- vel merki um heilbrigði þess sem i hlut á. Nú hafa augu manna hins vegar opnast fyrir því að afleiðing streitu er oft dýru verði keypt, og er þá bæði átt við í beinum peningum, svo og í vellíðan og heilbrigði þeirra, sem vinna á staðnum. Umhverfið á vinnustaðnum hef- ur mismikil áhrif á einstaklingana, en sumir vinnustaðir bjóða upp á meiri streitu þeirra sem vinna á staðnum. Þeir sem eiga erfitt með að aðlagast á vinnustaðnum eiga á hættu að fá ýmsa fylgikvilla streit- unnar, t. d. höfuðverk, svefnleysi, offramleiðslu á magasýrum, sem leiðir af sér magasár, ofnæmi og nýrnatruflanir. Sá fylgikvilli, sem flestir óttast þó mest, er hjartaáfall og blóðtappi. Margar ástæður streitu. Undirmaður, sem hefur betri skipulagshæfileika en yfirmaður hans finnur oft fyrir streitu og sama er að segja um yfirmanninn verði hann var við þetta. Sé eðli vinnunnar þannig að ein- staklingurinn hafi engin áhrif á hvernig hún skuli framkvæmd, eða þá ef vinnan er mjög einhæf og ein- staklingurinn framkvæmir sama handtakið daginn út og daginn inn, á hann á hættu að finna fyrir sterk- um streituáhrifum. Ekki bætir það úr skák ef hann nær ekki að slappa af í samveru- stundum sínum með fjölskyldunni, heldur verður fyrir enn meira álagi, sem eykur þá byrði sem hann verður að bera. Bara það að keyra heim í mikilli umferð eftir erfiðan vinnu- dag getur haft áhrif á streituna. Ofan á þetta bætast öll persónu- leg vandamál, sem eru mjög breyti- leg eftir einstaklingum, en eiga það þó sameiginlegt að hvert og eitt ætti að nægja til að gera útaf við við- komandi — óöryggi um vinnuna, yfirvofandi atvinnuleysi, sambúð- arvandamál, reikningar sem fljóta inn um póstrifuna einsog stórfljót, áhyggjur af uppeldi barnanna og svona væri hægt að halda áfram að telja upp i það óendanlega. Streitu-valdar. Aðal streitu-valdurinn vill oft gleymast þegar rætt er um streitu, en það er umhverfið á vinnustaðn- um. Samt hefur umhverfið mjög mikil áhrif bæði líkamleg og and- leg. Lykt, raki, slæm lýsing, hávaði og hitastig geta haft streitu í för með sér. Framkoma vinnuveitenda hefur Iíka mikil áhrif. Einnig ef launþegann grunar vinnuveitanda sinn um að hafa ekki upplýst sig um allar hættur sem kunna að leynast við vinnuna, t. d. hættuna af eitur- efnum, geislun eða vanbúnum vinnuvélum. Aðrir mikilvægir streitu-valdar eru: Of mikiö vinnuálag. Ástæðan fyrir því getur verið of mikil eftir- vinna, kapphlaup við tímann, ein- hæf vinna sem er vöktuð af yfir- manni. Lítið hvetjandi vinna. Vinna þar sem viðkomandi þarf ekki að beita sköpunargáfu sinni neitt til að leysa vandamálin sem upp geta komið. Auk þess spilar vantraust yfir- manna á undirmönnum sínum oft inn í. Vöntun á stjórn yfir eigin vinnu, bæði hvað varðar hraðann sem unnið er á og hvernig vinnan er framkvæmd. Vöntun á stuðningi, mannlegum og félagslegum frá fjölskyldu og vinnufélögum. Samkvæmt skýrslunni er höfuð- valdur streitu mismunurinn á kröf- um og hæfileikum viðkomandi annars vegar og möguleikum og kröfum sem umhverfið býður upp á hins vegar. Ofneysla vímugjafa. Ofneysla vímugjafa er fylgikvilli streitunnar, t. d. ofneysla á tóbaki og áfengi. Hættan á neyslu tauga- pilla og svefnlyfja er líka fyrir hendi. Verst er þegar sá sem þjáist af streitu fer að nota taugapillur og áfengi saman. Þá er heilsu viðkom- andi stefnt í mikla hættu. En hvað er til ráða? Skilningur umhverfisins á vandamálinu getur verið til hjálpar við að koma ein- staklingnum yfir þetta. Vingjarn- legar samræður yfirmanns við þann sem stríðir við vandann geta oft haft jákvæð áhrif. En sam- kvæmt skýrslunni er þó þeim, sem þjáist af streitu ráðlagt að stunda einhverjar íþróttir eða líkamlega áreynslu, til að komast fyrir sjúk- dóminn. Samfélagsvandamál. Samkvæmt skýrslunni er streita samfélagsvandamál. Vissulega get- ur fólk gert ýmislegt til að bæta um- hverfi sitt og losa það við streitu- valda, en það er samt ómögulegt að aðskilja hina svokölluðu vinnu- staða-streitu og tilveru-streituna. Ástæðan fyrir tilveru-streitunni er uppbygging samfélagsins. Skýrslan mælir því með að ríkis- stjórnir taki þetta vandamál til gaumgæfilegrar athugunar og móti stefnu, sem hafi það markmið að borgurum samfélagsins líði betur og eigi auðveldara með að þroskast og láta drauma sína rætast. Það er skylda samfélagsins að gera lífið þess virði að því sé lifað. Það er ekki bara atvinnulífið sem þarf að verða mannlegt heldur ekki síður lífið í það heila tekið. MOLAR Frakkar búsa mest. Áfengisvarnarráð hefur sent frá sér lista yfir mestu drykkju- þjóðir heims, ef svo má að (hic) orði komast. Af 37 upptöldum þjóðum lentu íslendingar í neðsta sæti og hana nú. Samtals nam neyslan á hvern íslending árið 1982 um 3,1 lítra miðað við 100% áfengi (um 4,3 litrar miðað við 15 ára og eldri). Á þremur árum tald- ist neyslan hér á landi hafa minnk- að um nær 5%. Mörgum finnst sjálfsagt 3,1 lítri talsvert magn, en hvað má þá segja um þjóðir Suður-Evrópu? Samsvarandi tala hjá Frökkum er 13,3 lítrar og 13 lítrar hjá ítölum, 12,7 lítrar hjá Spánverjum. Þessar þjóðir drekka sem sé meira en fjórfalt magn á við Frónbúa. Meðalneyslan hjá 6 þjóðum S- Evrópu var 10,4 lítrar, hjá 7 þjóð- um Norður-Evrópu 9,3 Iítrar, í Bandaríkjunum og Kanada 8,7 lítrar, í löndum Austur-Evrópu og Sovétríkjunum 8,15 lítrar, á Norð- urlöndunum 5,8 lítrar og ýmsum öðrum löndum 6,6 lítrar. Hvað drekka menn? Það er auðvitað misjafnt hvað mennirnir drekka, t. d. er enginn bjór drukkinn á íslandi, eins og menn vita, að minnsta kosti segir svo í CAN-rapport ’84. Af sterk- um drykkjum drekka íslendingar 2,1 lítra á mann, en mest af slíku drekka Ungverjar og Austur- Þjóðverjar, 4,8 lítra á mann. Mestu léttvínsþjóðirnar eru Ítalía (91,4 lítrar), Frakkland (86), Portúgal (78,4) og Argentína (73,8), en íslendingar voru aðeins með 6,8 lítra og létt vín virðast alls ekki eiga upp á pallborðið hjá þjóðum eins og Japan, Perú og Venesúela, magnið þar undir Iítra á mann. Vestur-Þjóðverjar drekka mest allra af bjór eða nær 148 lítra að meðaltali á ári, en Tékkar eru litlu minni menn á því sviði, með rúma 146 lítra. Misjafnt á Norður- löndum. Frá 1979 til 1982 var þróunin í drykkjunni mjög misjöfn á Norð- urlöndunum. Danir drekka þess- ara þjóða mest og á þessu tímabili jókst neyslan þar um 7,6% og svipuð þróun átti sér stað í Fær- eyjum. Óveruleg aukning varð í Finnlandi, en neyslan minnkaði í Svíþjóð (um 9,6%), í Noregi (14,5%) og sem áður segir á ís- landi um nær 5%. 1982 drukku Danir nær þrefalt meira en við ís- lendingar miðað við hvern íbúa 15 ára og eldri. 1 samantekt Áfengisvarnarráðs er þess einnig getið að drykkja sænskra unglinga hafi minnkað stórum eftir að bannað var að framleiða og selja milliöl þar í landi á miðju sumri 1977, í 6. og 9. bekk grunnskóla telst hún hafa minnkað um 20—39% og neysla fullorðinna minnkað um 8%. Valtarabjalla. Gamla fólksvagnsbjallan hefur löngum þótt gera það gott. Þó Þjóðverjar séu hættir að fram- ieiða bílinn, er hann enn fram- leiddur í Brasilíu og er hann flutt- ur mikið út þaðan, m. a. til Þýska- lands, þar sem vinsældir bjöll- unnar hafa aukist mikið nú að undanförnu. í síðasta fréttabréfi frá Heklu er sagt frá þessari bjöllu sem myndin er af. Eftir að hafa skrölt um þjóðvegi Evrópu í 15 ár var hjólunum kippt undan farar- tækinu og tunnur tengdar við aft- uröxulinn. Þannig útbúin þjónar nú bjallan því hlutverki að slétta íþróttavöll I Sviss, svo þarlendir fótboltakappar hnjóti ekki um þúfur og aðrar misfellur, sem eiga það til að myndast þar sem mikið er sparkað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.