Tíminn - 30.05.1967, Side 3

Tíminn - 30.05.1967, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. maí 1967 TÍMINN Kristján Thorlacíus: Efnahagsvandamálíð og kjaramálin Það Ieikur vart á tveim tung um, að Danir höfðu áður fyrr mikinn arð af verzlunarrekstri sínum hér á landi og öðrum atvinnufyrirtækjum, og er það stundum á orði haft, að Kaup- mannahöfn hafi að nokkru leyti verið byggð fyrir þennan gróða. Á sama tíma höfðust íslend- ingar sjálfir við í hreysum og bjuggu við bjargarskort. f þeirri kosningabaráttu, sem nú er háð, ber margt á góma, eins og tíðkast, bæði stór mál- efni og smámál. Mönnum er al- mennt ofarlega f huga þessa daga það ískyggilega ástand, sem ríkir nú í atvinnumálum þjóðarinnar, þegar hverja at- vinnugreinina af annarri ber npp á sker vegna fjárhags- erfiðleika. En þó menn hafi áliyggjur vegna þeirra erfiðleika, sem skapazt hafa í atvinnu og pen- ingamálum þjóðarinnar, vegna rangrar stjórnarstefnu og slæms stjórnarfars undanfar- inna ára, er það þó eitt, sem fjöldi manna hefur mestar á- hyggjur af vegna framtíðarinn ar, en það er sú skoðun, sem sífellt verður vart hjá ríkis. stjórninni, að fslendingar eigi að ganga í Fríverzlunarbanda- lagið og væntanlega síðar í Efnahagsbandalag Evrópu. Ótti manna byggist fyrst og fremst á þeirri sögulegu stað- reynd, sem ég minntist á, að fyrr á tímum þegar erlendir aðilar höfðu réttindi til atvinnu rekstrar hér á landi, hirtu þeir ágóðann af striti landsmanna, fluttu hagnaðinn til síns heima lands, en hér á okkar fagra landi sat hnípin þjóð í vanda. Er ástæða til þess, að við íslendingar stígum nokkurt það skref, sem hefur í för með sér þá hættu, að þessi saga endur- taki sig? f þessu máli hafa forráða- menn þjóðarinnar ekki þá af- sókun, að þeir viti ekki, hvað fyigir því að ganga í Efnahags- bandalagið. Þau tvö efnahagsbandalög, sem um er að ræða, hafa þegar verið stofnuð fyrir nokkrum árum með grundvallarsamning- um milli þeirra þjóða, sem stofnuðu til þessara samtaka. Þeim samningum verður ekki breytt fyrir okkur fslendinga, og þess vegna vitum við að hverju við göngum, ef ákveðiði verður að sækja um aðild að oandalögunum. f hinum svonefnda Rómar. sáttmála, sem er grundvallar- samningur Efnahagsbandalags Evrópu eru ákvæði, sem hrein- lega afsala vcigamiklum þátt- um í fullveldi 'þeirra þjóða, sem gerast aðilar að Efnahagsbanda laginu, í hendur stjórnar banda lagsins. Þetta þýðir auðvitað fyrir smáþjóð, að hún afsalar hluta af sjálfstæði sínu í hend. ur þeirra stórvelda, sem eru hið ráðandi afl í Efnaliagsbanda taginu. Auðvitað yrðu fulltrúar ísiands aldrei annað en áheyrn arfulltrúar í stjórn bandalags- ins með bænarskrá i hendi, eins og varð hlutskipti fulltrúa fs- lendinga um langan aldur í sam skiptum þjóðarinnar við dönsk stjórnarvöld. Þó eru þau ákvæði sáttmál- ans hættulcgust, sem fjalla um gagnkvæm atvinnuréttindi í iöndum bandalagsins og gagn. kvæm réttindi hvers Iands um sig til þess að stofna til at- vinnurekstrar í hverju hinna aðildarríkjanna. Á undanförnum árum hefur það farið vaxandi, að hingað sæki útlendingar víðsvegar úr neiminum til þess að leita sér vinnu um stundarsakir, en til þess þarf leyfi íslenzkra stjorn- arvalda. Sumt af þessu iólki hefur vafalaust verið ágætt fólk, en innan um hafa verið svartir sauðir, sem vægast sagi hafa ekki verið líklegir til að bæta þjóðfélag okkar. Meðal milljónaþjóða Evrópu er margur misjafn sauður, og a samri stundu sem við gerumst aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, hafa allir þegnar að- ildarþjóðanna jafnan rétt og víð íslendingar sjálfir tii þe;s að leita sér atvinnu hér á landi, án sérstaks leyfis. f sumum aðildarríkjanna hefur verið ali mikið atvinnuleysi og þaðan hafa menn á undanfömum ár. um streymt til Norðurlanda í stórum hópum til þess að leita sér atvinnu. Ég þori ekki að spá neinu um það í live ríkum mæli íbú ar Efnaliagsbandalagsríkjanna myndu leita hingað atvinnu, en því hygg ég að reikna megi Kristján Thorlacius með, að fslendingar myndu fá frá þessum löndum verulega samkeppni um þá atvinnu, sem fyrir hendi er hér. Og þá eru það hin óhcftu réttindi útlendinga til atvinnu rekstrar hér á Iandi. Allir vita, að fjármagnseig- endur hjá stórþjóðum eru sí- fellt á liöttum eftir aðstöðu til þess að koma á fót. arðvænleg um fyrirtækjum, hvar sem er í lieiminum. Og það er alveg áreiðanlegt, að erlend fyrirtæki setja hér á fót atvinnurekstur í þeim greinum, sem arðbærast ar eru — fleyta rjómann ofan af atvinnurekstrarmöguleikun- um — liinu fá heimamenn að halda fyrir sig. Og þegar hingað taka að streyma hundruð og ef til vill þúsundir erlendra manna í at- vinnuleit, jafnréttháir fslend- ingum, verður erlendum og innlendum atvinnurekendum léttur róðurinn að halda kaup gjaldi í því lágmarki, sem þeim hentar, Þið hafið vafalaust veitt því athygli að í dagblöðunum hafa þessa dagana birzt auglýsingar frá Aluminvcrksmiðjunni í Straumsvík um lausar stöður hjá þessu erlenda fyrirtæki, sem ber íslcnzkt nafn og kall- ar sig íslenzka Álfélagið h. f- Þarna er um að ræða stöður forstöðumanna verkstæða, vakt formanna, sölumanna, rafvirkja o. fl. Það er eftirtektarvert, að skilyrði tii að hljóta stöður þess ar er að kunna þýzku eða ensku eða bæði máíin. Það er gott, að sem flestir íslendingar læri erlend tungumál- En hvernig haldið þið, að okkur fyndist sú þróun, að íslendingar þyrftu að vera fullfærir i er- lendu tungumáli eða jafnvel fleiri en einu erlendu máli, til þess að vera taldir færir um að vinna t- d. sem verkstjórar og iðnaðarmenn hjá fyrirtækj um í föðurlandi okkar? Við skulum minnast þess, að fyrir síðustu alþingiskosningar voru stjórnarflokkarnir komn ir á flugstig með að sækja um aðild að efnahagsbandalaginu, og viðskiptamálaráðherra hélt hástemmda ræðu i Þjóðminja safninu um að það væri heppi legast fyrir okkur og aðrar þjóðir að tengjast stærri heild — við gætum ekki staðið utan efnahagsbandalagsins. Það strandaði ekki á neinu öðru en því þá, að Bretar fcngu ekki inngöngu í Efna- hagsbandalagið. Nú verða þeir sennilega teknir inn og þess vegna kemur vafalítið að því á næsta kjörtímabili, að ákvörð un verði tekin um, hvort fs- land gerist aðili að Efnahags- bandalaginu. Ríkisstjórnin ætl ar að fara að stíga fyrsta skref ið með inngöngu í Efta. Ef við göngum í Efnahags- bandalag Evrópu verður það banabiti íslenzks iðnaðar, launa kjörum hér á Iandi verður þrýst niður með innflutningi erlends verkafólks og arðbær asti atvinnureksturinn mun fær ast á erlendar hendur. Framsóknarflokkurinn hefur lýst sig algerlega andvígan þvi að íslendingar gangi í Efna hagsbandalögin. Hann vill tryggja viðskipti við þessi ríki með venjulegum viðskiptasamn ingum og engum réttindum af- sala. Þessar alþingiskosningar geta orðið örlagaríkar. Á þeim getur oltið efnahagslegt og menning arlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona, að þeir verði marg ir, sem vilji á næstu dögum leggja sig fram til þess að efla Framsóknarflokkinn og bægja þannig frá þeirri hættu, að þeir menn, sem misst hafa trú á land sitt, afsali ré^tindum þjóð arinnar, sem henni eru dýr- mætust. TILBOÐ óskast í malar og sandsorteringartæki (Hristisigti) með færiböndum og öljru tilheyrandi. Ennfrem- ur malar og sandþurrkara með færibandi. Upp- lýsingar verða veittar á *krifstofu vorri kl. 10—12 árdegis næstu daga. Timoðin séu í hvort tækið fyrir sig og verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 11 árdegis, föstudaginn 2. 'úni. Sölunefnd varnarliðseigna Auglýsið í TÍMANUM STJÓRNUNARFÉLAG iSLANDS Aðalfundur Stjórnunarfeiags ísiands verður hald- inn, laugardagin n3. júní kl. 14,00 í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Karl H. Masters rekstrarhagfræðingur flytur erindi á ensku, er nefnist: Stjórnandinn sem ieiðtogi. STJÓRNIN. 3 Á VÍÐAVANGI Dýrlingurinn Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa valið sér dýrling er hann ætlast til að ríki með Bjarna eða án í höll þeirri, sem Við- reisnarháteigur nefnist, en oað er cins konar Hliðskjálf, sem íhaldið boðar nú að reist verffi á „viðreisnargrunninum", ef stjórnarflokkarnir haldr. velli. Þetta er nú í annað sinn á skömmum tíma, sem Morgun blaðið básúnar orð dýrlingsins á forsíðu, og nú með risamynd í ranni hins friðsæla heimili kirkjumálaráðherrans. Myndin er því miður ákaflega skugga- leg, en þó má glöggt greina, að yfir höfði ráðherrans hang ir gríðaarstór mynd, cr sýnir Drangey rísa úr úfnum sæ, en óvcðursský hrannast á lofti. Mundi ýmsum sýnast, sem nokk ur útlegðarblær hvfldi yfir svið inu öllu, eða dapurleg for- spá um lok þeirrar orrahríðar, sem yfir stendur, enda er það inntak þessarar dagskipunar Jóhanns Hafsteins, að „örlaga rík barátta standi nú yfir“, og ,',enginn megi liggja á liði sínu“. Þó vekur það nokkra furðu, að kirkjumálaráðherranum skuli þykja svona mikils bið þurfa, því að í næstu andrá segir hann. „Svartsýni og glundroði einkennir stjórnar andstæðinga“. Er þá nokkuð að óttast? Er Viðreisnarháteig ur í nokkurri hættu? Er nokk ur ástæða til að birta mynd af dýrlingnum með útlegðar- eyna að baki. Sjaldan sigra menn með svartsýni og glund roða að vopni? Hvers vegna æpir Jóhann út úr kolsvartri Drangeyjarmynd framan á Mogga? Hvaða einkunn fengu Jóhann og Bjarni? Jóhann Hafstein segir m. a. svo í þessu neyðarópsviðtali framan á Mogga á sunnudag. inn: „Undir forsæti Olafs Thors tók Sjálfstæðisflokkurinn að sér að rétta þjóðarbúið við eft ir gjaldþrot og öngþveiti vinstri stjórnarinnar. Þetta verkefni hefur nú tekizt að leysa." Af því að Jóhanu nefnir Ólaf Thors hæfir að minna á orð Ólafs sjálfs rétt áður en han’> lét af embætti forsætisráðherra 1963, er hann sagði, að því miður hefði „viðreisnai stjórn inni“ ekki tekizt að ráða við verðbólguna, en það væri svo hættulegt, að allt annað væri unnið fyrir gýg, ef ekki yrði þar bót á. Nú segir Jóhann, að stjórn inni hafi tekizt verkefni sitt. Annað sagði Ólafur, og hvor um mundu menn trúa betur?. Og hvaða cinkunn mundu þeii Jóhann og Bjarni fá nú hjá Ólafi, eftir að hafa magnað þetta, sem Ólafur taldi öllu öðru verra, um allan helming-’ Einkunnin var gefin begar 1963: Unnið fyrir gýg. Gaman að vera ráðherra Jóhanni þykir harla gaman að vera ráðherra, og spurningu um ráffherrareynsluna s-’arar hann svo: „I aðalatriðum er reynsla mín af ráðherrastörfum jákvæð. Vifffangsefnin eru mikil og mörg og heillandi", Framhaid á bls. 11

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.