Alþýðublaðið - 18.01.1985, Side 2
2
Föstudagur 18. janúar 1985
■ RITSTJÓRNARGREIN ' .. .......
Valdabaráttan í Valhöll
I ritstjórnargrein Alþýöublaösins (gærvarfar-
ið um þaö orðum hvernig formaöur Sjálfstæö-
isflokksins og fylgismenn hygðust haga þar-
áttunni gegn þaulsetnum ráðherrum flokksins.
Er greinilegt að leggja á til atlögu á landsfundi
flokksins (vor. Þorsteinn Pálsson ætlar að láta
ráðherrana gjalda fyrir það að hafa ekki staðið
uþpfyrirsérog sínum, þegar (trekaö hefureftir
verið leitað. Það er og fyrirliggjandi að formað-
ur flokksins hefur Morgunblaðið aó baki sér í
þessari baráttuaðferð. Málflutningur blaðsins
upp á síðkastið sýnir það og sannar.
En það er fleira I pokahorninu. Hernaðar-
tæknin er greinilega sú, til þess að ná taki á
ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að þá verður
um leiðaðhefjaófrægingarherferðgegn Fram-
sóknarflokknum og rikisstjórninni allri. Þor-
steinn Pálsson og Morgunblaðið hafa þegar
lagt til atlögu gegn Alexander Stefánssyni og
hugmyndum hans um stóreignaskatt til fjár-
mögnunar húsnæðislánakerfisins. Þá hefur
Jón Helgason einnig fengið glósurnar frá
blaðafulltrúanum og málgagninu vegna kjarn-
fóðurskattsins. Og nú á að hefja skothríð að
forsætisráðherra.
I Morgunblaðinu ( gær er greint frá nokkrum
hugmyndum forsætisráöherra, sem ku vera liö-
ur ( endurskoðun stjórnarstefnunnar. Blaðið
segir allar þessar tillögur Steingríms miða að
skattahækkunum og bætir við, að mikil
áhersla sé lögð á að þessar hugmyndir leki
ekki út. Og heimildarmenn Morgunblaðsins úr
þingflokki sjálfstæðismanna, þá mjög senni-
lega Þorsteinsmenn, segja mikilvægt, sam-
kvæmt frétt blaðsins, að ekki leki út um þessar
hugmyndir forsætisráðherra; svo fráleitar séu
þær. En þessirsömu heimildarmenn hikasamt
ekki um leiðaðlekaöllum pakkanum ( Morgun-
blaðið, og þávæntanlegatil að grafaundan for-
sætisráðherra og ríkisstjórninni allri.
Það er fyrirliggjandi að Þorsteinn Pálsson er
að safnaí sarpinn fyrir landsfund, þarsem taka
á ráðherra flokksins upp á hnakkadrambinu til
opinberrar hirtingar. Formaður flokksins tínir
saman og leggur drög að nokkrum ágreinings-
málum milli stjórnarflokkanna, sem unnt verð-
ur að brjóta á, þegar sjálfstæðismenn telja
réttatímann til stjórnarslita. Allt bendirtil þess
að formaðurSjálfstæðisflokksins bjóði lands-
fundarfulltrúum upp á tvo valkosti: 1. Skipt
verði um ráðherra. 2. Stjórnin fari frá og mynd-
uð ný eða boöað til nýrra kosninga.
En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé kom-
ið, þvl ráðherragengi Sjálfstæðisflokksins hef-
urveriðogersterkt I stofnunum flokksins. Það
er t. a. m. ijóst af viðbrögðum ráðherra sjálf-
stæðismanna við kjarnfóðurskattinn hans
Jóns Helgasonar, að þar á að ná sáttum, en
ekki reka málið öfugt ofan I framsóknarmenn,
eins og Þorsteinn Pálsson hefur viljað. Ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins eru ekkert á þeim
buxunum að láta blaðafulltrúa flokksins segja
sér fyrir verkum og þykjast eiga ýmis tromp I
þakhöndinni.
Verðurfróðlegt að fylgjast meðopinberum og
leynilegum átökum kynslóðanna I Sjálfstæðis-
flokknum næstu vikurog mánuöi, þarsem tak-
ast á Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sóphusson
ásamt fyigismönnum og þeir gamalgrónu I ráð-
herraliðinu, sem viðurkennaað meiraog minna
leyti að ríkisstjórnin sé komin að fótum fram,
en geta þó ekki hugsaö tii þess að leyfa ungu
frjálshyggjupostulunum að vaða uppi I flokkn-
um. Það sé þvl illskárra að halda ástandinu
eins og það er, fremur en opna frjálshyggjunni
greiða leið um alla ranghala valdakerfisins i
flokknum.
Valdabaráttan I Valhöll verður skæð á næstu
vikum og mánuðum.
—GÁS.
Kaupmenn mótmæla
Á fundi Samstarfsráðs Félags ísl.
stórkaupmanna, Kaupmannasam-
taka íslands og Verzlunarráðs Is-
lands 16. janúar 1985 var eftirfar-
andi ályktun samþykkt:
Félag ísl. stórkaupmanna, Kaup-
mannasamtök íslands og Verzlun-
arráð íslands mótmæla þeim hug-
myndum, sem fram hafa komið um
að leggja viðskiptaráðuneytið niður
sem sjálfstætt ráðuneyti. Samtökin
telja að viðskiptaráðuneytið gegni
mikilvægu hlutverki fyrir utanríkis-
verslunina og aðrar greinar við-
skipta í landinu. Mikilvægi þess
sem sjálfstæðs fagráðuneytis hefur
aldrei verið meiri en nú vegna þeirra
gagngeru umbóta, sem unnið er að
á sviði verðlags- og peningamál og
varða hag neytenda og sparifjáreig-
enda jafnt sem hag fyrirtækja í
verslun og viðskiptum.
Á mölinni mætumst
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
MEINHORNIÐ
Hér er rd og hér er friður,
hdrna var rnér stungið niður.
*>
En Þorsteinn á bágt og bartnar sér, *
á bdlakafi undir roér. >
Ber hann mig á öxlum sér.
■k' '
Krafla 1
enn væri allt mjög óljóst með
þessi viðskipti og núna væru eng-
ar viðræður um málið á ferðinni.
Hinsvegar hefði Sverrir
Hermannsson lýst því yfir sl.
sumar að hann væri mjög áfram
um að koma þessu í kring. Það
sem væri nú verið að gera í mál-
inu, væri það að iðnaðarráðu-
neytið væri að kanna afstöðu
eigenda Landsvirkjunar og þeirra
sem standa að Kröflu og hefði
ráðherra beitt sér fyrir því að þess-
ir aðilar tækju upp ntálið sín á
milli.
Einsog á framansögðu sést þá
er Landsvirkjun ekkert mjög
áfjáð í kaupin nema að gengið sé
þannig frá þeim að þeir séu
tryggðir í bak og fyrir að enginn
kostnaður falli á þá. Láir það
þeim enginn, því Kröfluævintýrið
var vitlausasta fjárfesting sem um
getur. Að sögn kunnugra er orku-
framleiðslan enn mjög misjöfn
því stöðugt þarf að vera að
hreinsa þær borholur sem fyrir
eru, en það er mjög tímafrekt og
kostnaðarsamt. Auk þess þarf
eina til tvær borholur á svæðinu
til viðbótar til að ná fullum af-
köstum virkjunarinnar. Slíkar
Ármúla 38—
Simi 81866
Tökum að okkur
hverskonar
verkefni
í setningu,
umbrot og
plötugerð, svo
sem:
Blöð í dagblaðaformi
Tímarit
Bœkur
o.m.fl.
Ármúla 38 —:
Sími 81866
framkvæmdir eru einnig mjög
dýrar og vafasamt að þær borgi
sig miðað við hið mikla óöryggi
sem virkjunin býr við.
Alþýðublaðið reyndi að ná
sambandi við Sverri Hermanns-
son, iðnaðarráðherra, til að
grennslast fyrir um stöðu þessara
mála nú, en Sverrir var erlendis,
nánar tiltekið í Frakklandi með
samráðherra sínum Alberti
Guðmundssyni, i orkusöluleið-
angri og ekki væntanlegur til
landsins fyrr en i vikulokin.
Tvöfaldar 1
hvern. í Hafnarfirði eru nefndirnar
tvískiptar, fyrir hvern fund í stærri
nefndum fæst 3,5% af téðum
launaflokki eða 834 kr. og 2,5% í
smærri nefndum eða 596 kr., en
formenn nefnda fá 50% ofan á
þetta.
Ekki tókst að afla sambærilegra
upplýsinga á borgarskrifstofunum
en samkvæmt því sem fram kemur
í Þjóðviljanum í gær eru fastalaun
borgarfulltrúa um 18 þúsund krón-
ur og bæjarráðsmenn fá ofan á það
um 27 þúsund krónur. Fundarseta í
helstu nefndum gefur af sér á bilinu
3.186-7.434 kr. Auðsjáanlega mun
hærri tekjur en í nágrannabyggðar-
lögunum, enda sjálfsagt eitthvað
meira umfangs starfið. I Garðabæ
mun svipað fyrirkomulag ríkja og í
Kópavogi, en þó ívið lægri við-
miðunartölur.
Setjum upp dæmi: Borgar- eða
bæjarstjórnarfulltrúi, sem á sæti í
einni stórri nefnd, formaður annarr-
ar minni og situr í enn annarri af
minni sortinni. I Reykjavík fengi
slíkur fulltrúi um það bil 34 þúsund
kr., í Kópavogi fengi hann um það
bil 18 þúsund kr. en í Hafnarfirði
aðeins 12.500 kr.
Annað dæmi: Borgar- eða
bæjarstjórnarfulltrúi, sem einnig á
sæti í borgar- eða bæjarráði og situr
í samsvarandi nefndum og hér að
ofan er talið. í Reykjavík fengi slík-
ur fulltrúi um það bil 60 þúsund kr.,
- Kópavogi um 29 þúsund og í
Hafnarfirði um það bil 23.500 kr.
VMSÍ______________________l_
Afleiðing þessa ástands er sú að
þrautþjálfað fiskverkunarfólk sæk-
ir í vaxandi mæli burt úr fiskiðnað-
inum og leitar sér að öruggara
starfi. Einnig hefur víða úti á lands-
byggðinni komið til þess að fólk
flyst burt af þessum sökum.
Eigi að halda jafnvægi í byggð
landsins og varðveita þá þekkingu,
sem þetta fólk hefur á starfinu,
verður ástandið að gerbreytast.
Svæðisskipulag
Suðurnesja
Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum og Skipulags-
stjórn ríkisins vilja ráöa mann til að vinna að svæðis-
skipulagi fyrir Suðurnes.
Nauösynlegt er að starfsmaðurinn hafi sérmenntun í
skipulagsfræðum eða haldgóða reynslu á því sviði.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun útvega
starfsaðstöðu á Suðurnesjum.
Ráðningartiminn verður tvö ár eftir nánara samkomu-
lagi og verður hugsanlega framlengdur síðar.
Frestur til að skila umsóknum ásamt meðmælum og
ýtarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf ertil 10.
febrúar nk.
Umsóknir skal senda til Skipulagsstjóra rikisins
Borgartúni 7, Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita eftirtaldir:
Skipulagsstjóri rfkisins, Zóphónías Pálsson, Borgar-
túni 7, Reykjavlk, slmi 91-29344 og Eiríkur Alexanders-
son framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Brekkustlg 36 Njarðvlk, slmi 92-3788.
F.h. S.S.S. og Skipulags rlkisins
Eirikur Alexandersson, frkvstj.
Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri.