Alþýðublaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- blaðið Fimmtudagur 24. janúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmáiaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friörik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Rvík, 3. hæö. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Án fjölmiðla er ekkert lýðræði í síðasta tölublaði Nordisk kontakt á árinu 1984, er fjallað mjög ítarlega um fjölmiðlun á Norðurlöndum. Eiður Guðnason, alþingismaður og formaður Menn- ingamálanefndar Norðurlandaráðs, á grein í tímaritinu, sem hann nefnir „Án fjölmiðla er ekkert lýðrœði“. Þar sem fjölmiðlamálin hafa verið mikið í umrœðunni að undanförnu og þá einkum og sér í lagi vegna nýs út- varpslagafrumvarps, ákváðum við að snara þessari grein Eiðs yfir á íslensku. Eflaust verður þetta tœki orðið úrelt þegar þessi litli maður er vaxinn úr grasi. Það er auðvitað alltaf skemmtilegt að velta því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér. Yfirleitt hafa slíkar vangaveltur lítið raunhæft gildi, einkum þegar það er stjórnmála- maður, sem á nógu erfitt með að gera sér grein fyrir atburðum morgundagsins, sem í hlut á. En sem blaðamaður stenst ég ekki freistinguna að gerast þátttakandi í þeim hugsanaleik um framtíðar- þróun fjölmiðlunar á Norðurlönd- unum, sem Nordisk Kontakt hefur boðið mér að gerast þátttakandi í. Framtíðin byrjar nú En framtíðin byrjar í nútíman- um.Fyrit nokkru var mánaðarlangt verkfall meðal opinberra starfs- manna á íslandi og fékk það mjög ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum á Norðurlöndunum. Þegar verkfallið hófst voru bókagerðarmenn í verk- falli og komu því engin dagblöð út. Þegar verkfall opinberra starfs- manna skall á kom sú staða upp að engir fjölmiðlar voru starfandi. Ég held að flestir íslendingar hafi þá snarlega gert sér grein fyrir því hversu mikla þýðingu fjölmiðlar hafa í nútíma þjóðfélagi. Engin dagblöð, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp. Engar fréttir. Margir fundu fyrir öryggisleysi. Fólki fannst það einangrað. Það vissi ekki hvað var að gerast í kringum það. Samfélagið var gjörólíkt því sem það átti að venjast. Þá kom í ljós hvað er mikilvægast í þessu sambandi: Nefnilega að fjölmiðl- arnir eru sá vefur, sem hnýtir nú- tímaþjóðfélag saman. Án fjölmiðl- Eiður Guðnason. anna ríkir ekkert lýðræði i nútíma- þjóðfélagi. En hver verður framtíð fjölmiðl- anna á íslandi? Við stöndum á þröskuldi upplýsingasamfélagsins, þar sem margt verður öðru vísi en við eigum að venjast. Nú koma út fimm dagblöð á íslandi. Þeim kem- ur eflaust til með að fækka. Hlut- verk þeirra munu breytast. Sem gamall blaðamaður efast ég samt um að dagblöðin, í núverandi mynd sinni, muni algjörlega hverfa. Samt mun sjónvarpsskermurinn, mynd- böndin, eða hvað þetta nýja upplýs- ingakerfi nú kallast, þjóna mörgum af núverandi hlutverkum dagblað- anna. Bókin lifir Þrátt fyrir að myndböndin ryðji sér til rúms, mun bókin halda sessi sínum. Þegar sjópnvarpið hóf inn- reið sína á íslandi var því spáð að bókin ætti erfiða tíma fyrir hönd- um. En hún hefur staðist áhlaupið; já, og það bara með ágætum. Auð- vitað mun notkun myndbanda auk- ast mikið í framtíðinni. Mynd- bandaefnið verður fjölbreyttara, auðveldara að útvega sér og ódýr- ara. Það verður notað mun meira til upplýsinga og menntunar en nú er. Auðvitað mun tækninni fleyta fram og ýmsar nýjungar, sem við höfum ekki hugmynd um nú, sjá dagsins ljós. Það má kannski tjá það svo að auk þeirra tækninýj- unga sem koma munu, verður sá tækniútbúnaður, sem við þekkjum í dag, afkastameiri, minni í sniðum, fjölbreyttari og ódýrari. Tölvur og fjölmiðlar Það verður að hafa töivutæknina með í myndinni, því það er ekki langt í land með að á sérhverju heimili verði tölva til einkanota (Nú þegar er þetta orðið ótrúlega al- gengt á íslandi og tölvueignin eykst dag frá degi). Að öllum líkindum verður þróunin sú að heimilistölv- an, sjónvarpið og fjarritinn verða að einu og sama tækinu. Tölvan með öllum sínum möguleikum að tengjast öðrum tölvum og upplýs- ingabönkum verður ekki sá þáttur í fjölmiðlum komandi ára, sem er hvað minnst áhugaverður, auk þess sem hún verður hornsteinn undir nýtt menntunarkerfi. Á Islandi er nú verið að breyta gömlum og úreltum útvarpslögum. Einokun ríkisins tilheyrir sögunni vegna tækniþróunarinnar og verð- ur aldrei aftur innleidd. Það er ekki langt í að héraðsútvörp rísa víðs- vegar á íslandi og munu þau ein- beita sér að því að þjóna ibúum við- komandi svæðis. Tœknin ekki aðalatriðið Auk þess munu héraðssjónvarps- stöðvar rísa þar sem annaðhvort verður notaður kapall eða truflaðar sendingar til að koma skemmtiefni og upplýsingum til og frá notend- um. Hægt verður að senda efni frá innlendum sjónvarpsstöðvum, frá erlendum stöðvum, innlendum myndbönkum, Norrænum sjón- varpsgervihnöttum, þar sem mögu- leiki á að velja milli sjónvarpsefnis frá öllum Norðurlöndunum skap- ast, og einnig en ekki síst verður hægt að ná inn sjónvarpsefni frá Ekki er langt í að heimilistölvan verði komin inn á sérhvert heimili. alþjóðlegum miðlunarstöðvum í geimnum. Það verður sem sé nóg að velja um. En þrátt fyrir það verður tæknin aldrei aðalatriðið. Það sem hefur mesta þýðingu eru gæði sjónvarpsendisins. Hvernig við get- um notfært okkur þessa mögu- leika, sem hin nýja tækni í upplýs- ingasamfélaginu býður okkur uppá í okkar daglega lífi. Ný fjölmiðlun og ný tækni mun breyta daglegu lífi okkar á margan hátt. Margt verður léttara. Einstaka hlutir verða eflaust flóknari. Ny tegund afbrota-tölvuglæpir- færist eflaust í aukana. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, krefst þessi nýja tækni mun flóknari lagasetn- inga en þekkist í dag um ýmis atriði, lagasetninga sem hafa það mark- mið að vernda einstaklinginn, rétt hans og frelsi, einsog við skilgrein- um hann í dag og framtíðin mun skilgreina hann. Hlutur Norðurlandanna í sambandi við fjölmiðlun næstu ára bind ég miklar vonir við að Norðurlöndunum takist að koma á samstarfi á sjónvarpssviðinu, fyrst á tæknisviðinu, sem er skilyrði fyrir að samvinna geti átt sér stað. Én í kjölfar þess verður fleira að koma til, sem ekki skiptir minna máli. Sérhvert land á Norðurlöndun- um verður að sjá til að framleiðsla innlendra kvikmynda og sjónvarps- þátta verði efld og þannig stuðla að varðveislu og eflingu eigin menn- ingararfs og menningar. Norður- löndin ættu að auka samvinnuna á kvikmynda- og sjónvarpssviðinu. Ekki bara með samvinnu á milli ríkisreknu sjónvarpsstöðvanna, heldur einnig milli óháðra félaga og einstaklinga og stofnana sem vinna á þessu sviði. Það væri tilvalið að næsta stórátak í menningarsam- vinnu Norðurlandanna ætti sér stað á þessu sviði. MOLAR Þorateinn Ptlsaon, rttati6H Vtsla: „Sé aldrei Vikuna " „Ég sé aldrei Vikuna, ekki einu sinni hjá rakaranum mínum — Hvað les Steini? Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í út- varpinu um daginn að hann læsi aldrei Alþýðublaðið, „það litla blaðý mælti hann af hroka og mikilmennsku. Baldur Kristjáns- son á NT hefur stimplað þann tón sem þarna hljómaði hjá Steina sem vott um fasísk viðhorf. Útlit er fyrir að mörg hin síðari ár hafi Steini formaður aðeins les- ið þau blöð sem honum eru þókn- anleg. Eftirfarandi úrklippa er úr tímaritinu Vikunni frá því í nóv. 1978, þar sem hann segist aldrei sjá Vikuna. En hvernig er það, hvað skyldi Þorsteinn nú lesa þeg- ar sjálfur Mogginn er farinn að snupra skrautfjöðrina frá síðasta landsfundi sjálfstæðismanna? Brækur með setgeira í í Molum segir frá bók útkom- inni í Svíþjóð þar sem greint er frá 1000 furðulegum staðreyndum. Ein er sú frá Islandi, að fyrr á tim- um gátu eiginmenn sótt um skiln- að ef eiginkonan klæddist buxum undir pilsunum. Þykir hinum sænska höfundi þetta nánast öf- ugmæli og ætti frekar á hinn veg að vera. Ékki kemur þetta þó ís- lenskum jafn spánskt fyrir sjónir því svo er frá sagt í Laxdælu. Það var einn dag er þau riðu yf- ir Bláskógaheiði — var á veður gott — þá mælti Guðrún: „Hvort er það satt, Þórður, að Auður kona þín, er jafnan í brókum, og setgeiri í, en vafið spjörum mjög í skóa niður?“ Hann kvaðst ekki hafa til þess fundið. „Lítið bragð mun þá aðý segir Guðrún, „ef þú finnur eigi, og fyrir hvað skal hún þá heita Brók- ar-Auður?“ . . . Einn dag spurði Þórður Ingunnarson Guðrúnu, hvað konu varðaði, ef hún væri í brók- um jafnan svo sem karlar. Guðrún svarar: „Slíkt víti á konum að skapa fyrir það á sitt hóf sem karlmanni, ef hann hefur höfuðsmátt svo mikla að sjái geir- vörtur hans berar, brautgangssök hvorttveggja“ Þá mælti Þórður: „Hvort ræð- ur þú mér, að ég segi skilið við Auði hér á þingi eða í héraði og geri það við fleiri manna ráð, því að menn eru skapstórir, þeir er sér þykja misboðið“ Guðrún svarar stundu síðar: „Aftans bíður óframa sök“ Þá spratt Þórður þegar upp og gekk til Lögbergs og nefndi sér votta, að hann segir skilið við Auði, og fann það til saka, að hún skarst (klæddist) í setbrækur sem karlkonur. Hve lengi slík viðurlög hafa gilt við umræddum klæðaburði kvenna vitum við eigi, en hið „löglega" klæðisplagg mun hafa þekkst og verið í notkun allt til síðustu aldamóta, en þá heldur fá- títt. Alheimurinn er flatur Ekki ætlum við hér á molum að fara að útskýra afstæðiskenningu Einsteins eða röksemdir hans fyr- ir þeirri kenningu að alheimurinn væri í beygjum og bogum (kúrv- um). Eitt helsta vandamál afstæð- iskenningarinnar var að enginn mælikvarði er til um orku þyngd- araflsins. En ef sovésku vísindamennirnir Logunov og Mestvirishvili telja sig hafa fundið lausnina. Þeir telja sjálfa kenningu Einsteins og vinnu vísindamanna út frá henni staðfesta sína uppgötvun, að eiginlega sé alheimurinn flatur og að falinn sé augum manna massi sólkerfa. Kenningum félaganna hefur ekki verið vel tekið í hópi sannfærðra Einsteinssinna. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.