Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 4
alþýou- blaðið Miðvikudagur 30. ianúar 1985 Útgcfandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir. Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 38, Rvik, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Askriftarsíminn er 81866 Starfsmannafélag útvarps og sjónvarps vekja athygli á vinnubrögðum ríkissaksóknara: Pólitísk athöfn en ekki málshöfðun Nýlega var greint frá því í fjöl- miölum, að ríkissaksóknari heföi ákveðiö aö höfða sakamál á hendur forsvarsmönnum starfsmannafé- laga útvarps og sjónvarps fyrir aö leggja niöur vinnu fyrstu daga októbermánaðar. í þessu sambandi vísaði ríkissaksóknari til lagagrein- ar þar sem kveðiö er á um allt aö Þr'ggja ára fangelsisvist. Hér er um aö ræða mjög alvarlegt mál sem vekur ýmsar spurningar um vinnu- brögð ríkissaksóknara svo og um starfsemi frjálsra verkalýösfélaga á Islandi. Margt bendir til þess aö hér sé um pólitíska aðgerð að raeöa fremur en venjulega málshöfðun. I þessu sambandi vilja starfsmanna- félög útvarps og sjónvarps vekja athygli á eftirfarandi atriöum: 1. Hinn fyrsta október síðastliðinn lögöu starfsmenn Ríkisútvarps- ins niður vinnu þar sem fjár- málaráðuneytið hafði ekki greitt þeim laun á lögbundinn hátt. Ástæða er til að undirstrika að starfsmenn stóðu nær einhuga að þessari kjarabaráttuaðgerð og var hún ákveðin með fullkom- lega lýðræðislegum hætti. AII- flestir starfsmenn Ríkisútvarps- íns hafa nú vottfest með undir- skrift sinni að svo hafi verið. 2. Ríkissaksóknari hefur greint frá því i fjölmiðlum í sérstakri frétta- tilkynningu, að hann hafi sent frá sér ákæru á hendur 10 for- svarsmönnum starfsmannafélag- anna vegna þessarar aðgerðar. Ákæran hefur enn ekki borist hinum ákærðu nú hálfum mánuði síðar. Þessi vinnubrögð eru sjaldgæf og nánast einsdæmi um meðferð sakamála hér á landi. Líti ríkissaksóknari hins vegar svo á, að hér sé ekki um venjulegt sakamál að ræða, þá er okkur spurn, hvort hann telji glæpinn svo alvarlegan, að rétt- lætanlegt sé að svipta sakborn- ingana hefðbundnu réttaröryggi eins og gert hefur verið í þessu máli. 3. í fréttatilkynningu ríkissak- sóknara eru spyrt saman tvö gersamlega óskyld mál. Þegar forsvarsmenn DV og Frjáls- hyggjufélagsins höfðu á sínum tíma verið kærðir fyrir að reka ólöglegar útvarpsstöðvar, ákváðu þeir að kæra starfsmenn útvarps og sjónvarps fyrir að leggja niður störf. Þótt hér væri um að ræða gjörólík mál, var þó ljóst frá upphafi að meintum lög- brjótum á DV og í frjálshyggju- félaginu var umhugað um að réttlæta gerðir sínar í ljósi verk- fallsaðgerða á ríkisfjölmiðlun- um. Ríkissaksóknari hefur nú tekið undir þetta sjónarmið í fréttatilkynningu sinni, þótt með óbeinum hætti sé. Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á því að þessi mál eru með öllu óskyld, þótt reynt hafi verið að spyrða þau saman, meðal annars af mönnum sem hafa pólitískra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta. 4. Á það skal ennfremur bent í þessu sambandi, að starfsmenn Rikisútvarpsins eru bornir mun þyngri sökum en eigendur hinna ólöglegu útvarpsstöðva. Hinir síðarnefndu eru ákærðir fyrir sérrefsilagabrot sem oftast varð- ar sektum en starfsmenn Ríkisút- varpsins eru ákærðir fyrir hegn- ingalagabrot sem varðar refsi- vist. 5. Athygli skal vakin á því að þegar starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu niður vinnu hinn fyrsta október þá var haldið uppi ná- kvæmlega sömu öryggisþjónustu og gert hafði verið ráð fyrir þegar til fyrirframboðaðs verkfalls kæmi fjórða október. Farið var í einu og öllu eftir úrskurði opin- berra aðila í þessu efni. Af þessu má draga þá ályktun, að það hafi ekki verið lokun útvarps og sjón- varps sem slík, sem ríkissaksókn- ari sér nú ástæðu tii að stofna til málaferla út af, heldur með hvaða hætti þetta bar að. Starfs- menn útvarps og sjónvarps mót- mæltu aðgerðum fjármálaráð- herra með svipuðum hætti og fjölmargir aðrir launamenn. Hví eru þeir einir lögsóttir? Sú spurn- ing vaknar, hvort ákveðið hafi verið að gera starfsmenn útvarps og sjónvarps að skiptimynt í ein- hvers konar hagsmunabaráttu. 6. Nokkrum sinnum hefur komið til þess að útvarpi og sjónvarpi hafi verið lokað í kjarabaráttu með svipuðum hætti og nú var gert, án þess þó að haft hafi verið í hótunum um fangelsisvist. Með ákæru ríkissaksóknara nú á hendur starfsmönnum útvarps og sjónvarps hefur verið brotið blað í þessu efni. í þessu sam- bandi má geta þess að ríkissak- sóknari hefur neitað að láta fara fram opinbera rannsókn á meintu lagabroti á Keflavíkur- flugvelli, samkvæmt ósk BSRB. Þetta verkur efasemdir um að fulltrúar ríkisvaldsins og verka- lýðshreyfingarinnar standi jafnir frammi fyrir embætti ríkissak- sóknara. 7. Ákæra ríkissaksóknara vekur þá spurningu hvort á Islandi sé nú runninn upp sá tími þar sem fólk sem tekur þátt í lýðræðislegri kjarabaráttu megi búast við því að standa stöðugt frammi fyrir dómstólum. Við hvetjum alla þá sem vilja að á íslandi fái að starfa sjálfstæð og frjáls verka- lýðshreyfing að staldra nú ögn við og íhuga þessi mál af kost- gæfni því að Ijóst er að hafin er grimmileg aðför að samtökum íslenskra launamanna. Stjórn starfsmannafélaga útvarps og sjónvarps. Harmasaga helmingaskiptastjórnarinnar Hann hefur ekki farið framhjá neinum, hinn furðulegi ráðherra- stóialeikur þeirra, sjálfstæðis- manna og hins vegar brigsl sam- starfsflokkanna í ríkisstjórn hvor á annan um óheilindi í samstarfinu. Um fyrra atriðið er það að segja, að Friðrik Sóphusson, byrjaði leik- inn með hinni frægu ræðu er hann hélt yfir sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi. Friðrik er varafor- maður Sjálfstæðisflokksins og skyldi maður halda að hann væri ekki að fara nteð neitt fleipur. í um- ræddri ræðu fullyrti Friðrik og sýndi fram á að nauðsyn bæri til að formaður Sjálfstæðisflokksins tæki sæti í ríkisstjórninni. Auðvit- að var Ieitað til Þorsteins Pálssonar og hann spurður hvort hann væri á leið í ríkisstjórnina og þá hvaða ráðherra myndi standa upp fyrir honum. í byrjun vildi Þorsteinn hvorki neita eða játa neinu um þetta og urðu menn að geta sér til hvað yrði ofaná. Eðlilega urðu miklar vangaveltur manna á meðal og í dagblöðum, hvort Geir Hallgrímsson eða Matthías Mathiesen færu í Seðla- bankann, eða Albert yrði sendi- herra í Frakklandi eða þá að Matthias Bjarnason fengi sér frí frá ráðherrastörfum. Þessar vangavelt- ur mögnuðust er sjálfur formaður þingflokks þeirra sjálfstæðis- manna tók undir þessa kröfu Friðriks og gat maður haldið að hér væri unt að ræða lif eða dauða ríkisstjórnarinnar. Þar kom að þvi að framangreindir ráðherra lýstu því yfir að þeir hygðust ekki hætta og Matthías Bjarnason tók fram að þótt hann hefði einhvern tímann boðist til að standa upp fyrir Þor- steini, þá stæði það boð ekki leng- ur. Þegar hér var komið sögu, þá lýsti Þorsteinn Pálsson því yfir, að hann hygðist ekki taka sæti í ríkis- stjórninni. Nú skyldi maður halda að þannig féllu niður allar vanga- veltur um að koma formanninum á ráðherrastól, en svo var þó aideilis ekki. Sá ráðherra, sem hefur setið hvað fastast í sínu sæti, Sverrir Hermannsson, sagði nýlega á fundi á Höfn í Hornafirði, að hann teidi það sjálfsagt og eðlilegt, að for- maðurinn tæki sæti i ríkisstjórn- inni. Þorsteinn var framsögumaður á umræddum fundi og andmælti ekki þessum fullyrðingum ráðherr- ans. Málið er því komið á sama stig og það var þegar Friðrik varafor- maður hóf umræðurnar á Seltjar- narnessfundinunt. Getuleysi stjórnarinnar Öll þessi umbrot Iengja auðvitað getuleysi ríkisstjórnarinnar til að ráða fram úr efnahagsmálunum. Það eina sem hún hefur gert í þeim málum er að krukka í laun manna og skerða kaupmáttinn verulega. Það undraði engan að launastétt- irnar svöruðu með kröfum um að fá aftur sama kaupmátt og áður. Þetta voru sanngjarnar kröfur, sem vel mátti koma á móti, án þess að óða- verðbólgan færi á stað aftur. Ríkis- stjórnin gerði máttlausar tilraunir með því að gefa í skyn að hún væri tilbúin að lækka skatta á hinum lægst launuðu. Þessar tilraunir komu seint og voru óljósar og döguðu uppi að lokurn. Eftir harðvítug verkföll fengu launastéttirnar nokkra krónu- hækkun í launum en varla var blek- ið þornað á samningsuppkastinu þegar ríkisstjórnin tók þessa launa- hækkun aftur með hinni frægu gengislækkun. Framundan eru þvi ennþá harð- ari aðgerðir launastéttanna en ríkis- stjórnin virðist vera jafn ráðalaus og ósammála og áður. Forsætisráðherra sendi sam- starfsflokknum, sem trúnaðarmál tillögur til úrbóta. Ekki virðast þær hafa fengið mikinn hljómgrunn hjá samstarfsflokknum, en hinsvegar komust þær í fjölmiðla. Auðvitað firrtist forsætisráðherra og benti á að þetta hefði verið sent sem um- ræðugrundvöllur frekar en fullunn- ar tillögur og á þessu stigi hefði það verið ætlun sín að þetta væri trún- aðarmál, og merkt sem slíkt. Átaldi hann þessa meðferð, en formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, svaraði og fullyrti að lekinn hefði ekki komið frá hans mönnum og ætti þvi forsætisráðherra að Iíta sér nær. Ef þetta væru einu brigslyrðin væri þetta ekkert alvarlegt mál, en frá því í haust hafa birgslyrðin gengið á víxl. Framhald á bls. 3 MOLAR Hvað kom fyrir?? Á meðfylgjandi mynd að dæma mættiætlaaðþau Ronald Reagan og Nancy hafi orðið l'yrir meiri- háttaráfalli við eitthvert tækifær- ið nýlega. Nancy virðist skelfingu lostin og stara gleiðum augum á eitthvað óhugnanlegt, en Reagan virðist gráta af hræðslu oggera sig líklegan að hlaupa á brott. Hvað var eiginlega á seyði???_ Reynclin var ailt önnur en inyndin ber með sér. Forsetahjón- in eru alls ekki skelfingu lostin, þvert á móti eru þau þarna að skemmta sér í upphafi seinna kjörtímabils Itans Ronalds, á einu af um tíu böllum sem þau sóttu eftir „krýninguna". Ronald lýsti því yfir við hátíðarhöldin að stærstu mál hans á næstu árum væru afvopnunarmál/geimstriðs- mál, minnka fjárlagahallann, breytingar á skattakerfinu og nið- urskurður á opinberum útgjöld- um . . . • Sækja varnarliðsmenn leiktækjasali? Svo segja Vikurfréttir: Þeir Jóhann Geirdal og Hannes Einarsson lögðu nýlega fram eft- irfarandi tiilögu í bæjarstjórn Keflavíkur: „Bæjarstjórn Keflavíkur samþ. áð fara þess á leit við varnarmála- deild og yfirstjórn Barndaríkja- hers á Keflavíkurfiugvelli, að þessir aðilar hlutist til um það við. varnarliðsmenn, að þeir sæki ekki leiktækjasali eða aðra samkomu- staði unglinga hér í bæ.“ Var tillagan felld á jöfnum at- kvæðum, 3:3, en þeir Hilmar Pét- ursson, Tómas Tómasson og Ing- ólfur Falsson sátu hjá. Tómas óskaði svohljóðandi bókunar: „Þar eð bæjarstjórn hafa ekki borist kvartanir vegna varnarliðs- manna í leiktækjasölum hér i bænum, get ég ekki tekið þátt í samþykkt þessarar tillögu, þar sem einstaklingar eru dregnir í dilka, og sit ég hjá/ Hundsbelgur í Bréfi til Láru segir á einum stað: Á sunnudögum eldaði ég sætsúpu og bjór til „hundsbelg" eða „kattaláfujafning". Þetta var á þeim tímum þegar Þórbergur var skítkokkur til sjós. Eftir að Bréf til Láru kom út var hundsbelgur eða hundsbelgjarglás þekkt um allt land og táknaði þá yfirleitt kássur og yfirleitt í niðrandi merkingu. Þetta mun þó ekki vera rétta merking orðsins, því í orð- takasafni sínu segir Þórbergur að hundsbelgur sé sjómannamál og merki rúgbrauð soðið í vatni og úr því gerð brauðkássa. En hvað ætli kattaláfujafningur hafi verið? Nú gefum við ímyndunarafli lesand- ans lausan tauminn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.