Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. janúar 1985 3 Völva Alþýðublaðsins: Ráðherrum fiðlgað í 20! „Eg spái rigningu þann 17. júní og náttúruhamförum við Blöndu einhvern tímann á árinu, en þegar ég rýndi í framtíðina á árinu 1985 þá eiginlega yfirskyggðu stór- kostlcgar hræringar á stjórnar- heimilinu allt saman,“ sagði Völva Alþýðublaðsins þegar hún var beð- in um spá fyrir árið 1985. Hvað mun þá gerast svona svaka- legt á stjórnarheimilinu? Völvan sagði að fljótlega yrðu margir og strangir fundir haídnir hjá ríkis- stjórninni og þingflokkum stjórn- arflokkanna. Fljótlega eftir lands- fund Sjálfstæðisflokksins, sem verður mikill persónulegur sigur fyrir formanninn, þá munu stjórn- arflokkarnir taka af skarið og leysa 310 vistmenn á Grund Vfrrlit um vistmenn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og Dvalarheimilinu Ási/Asbyrgi, Hveragerði. Á árinu 1984 komu á Grund 50 konur og 49 karlar, samtals 99, 20 konur fóru og 15 karlar samtals 35. Fjörutíu og fjórar konur létust og 24 karlar samtals 68 manns. í ársbyrjun 1985 eru á heimilinu 225 konur og 85 karlar, samtals 310 vistmenn. í Ás/Ásbyrgi komu árið 1984 33 konur og 31 karl samtals 64,20 kon- ur fóru og 28 karlar samtals 48. Tveir karlar létust. í ársbyrjun 1985 eru í Ási/Ásbyrgi 77 konur og 83 karlar, samtals 160 vistmenn. Orlofskonur Hvað er orlof húsmæðra? Ótrú- lega margir spyrja þess enn í dag, þrátt fyrir að 30. maí nk. verða liðin 25 ár frá setningu laga um orlof húsmæðra. Svarið er í stuttu máli: hvíld og hressing — andleg og lik- amleg — fyrir húsmæður á öllum aldri og hefur „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili for-. stöðu á rétt á að sækja um orlof“. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykja- vík hefur verið með starfsemi sína í heimavistarskólum víða um land, síðustu tvö sumur að Hvanneyri í Borgarfirði. Um 60 konur dvelja þar í eina viku i senn í sex til sjö sín innanflokksmál með róttækum stjórnkerfisbreytingum. Þær munu fela í sér fjölgun ráðherra úr 10 í 20 og verða þá allir ánægðir, þeir sent háværastir höfðu verið og óánægð- astir með sinn hlut. Völvan sagði að eftir mikla ein- beitingu hefði hún getað séð fyrir sér hinn nýja ráðherralista stjórnar- flokkanna. Með því að sundur- greina núverandi ráðuneyti og stofna ný ráðuneyti munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða alls 12, en Framsóknarflokksins 8. Ráö- herralistinn var á þá leið, að fram- sóknarmenn stilla upp Steingrími Hermannssyni sem forsætisráð- herra, Jóni Helgasyni sem dóms- málaráðherra, Halldóri Ásgríms- syni sem sjávarútvegsráðherra, Alexander Stefánssyni sem félags- málaráðherra, en auk þeirra verða ráðherrar eftirfarandi menn: Ólaf- ur Þ. Þórðarson verður viðskipta- málaráðherra (bankamálin út), Stefán Valgeirsson landbúnaðar- ráðherra, Páll Pétursson orkumála- ráðherra og Ingvar Gíslason menn- ingarmálaráðherra. Ráðherralisti Sjálfstæðisflokks- ins verður á þessa leið: Albert verð- ur áfram fjármálaráðherra, Sverrir Hermannsson iðnaðarrráðherra, Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra, en Matthías Á. Mathiesen verður sérstakur bankamálaráðherra. Stofnað verð- ur sérstakt varnarmálaráðuneyti og þangað flyst Geir Hallgrímsson, en Þorsteinn Pálssoii fær langþráðan stól og verður utanríkisráðherra. Friðrik Sophusson varaformaður hittast á Sögu hópum þannig, að um 400 konur njóta að jafnaði orlofs á vegum nefndarinnar ár hvert. í tilefni af 25 ára afmæli laga um orlof húsmæðra mun orlofsnefnd- in kynna starfsemi sína á kvöld- vöku að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 3). janúar nk. Margt verður sér til gamans gert eins og venja er á orlofsvökum, s. s. kvæða- lestur, samtalsþáttur, einsöngur, danssýning að ógleymdum söng og hljóðfæraleik. Orlofskonur! Mætiö allar og rifjið upp gömul kynni úr orlofsdvöl. — Kvöldvakan er öllum opin. fær lika stól og það nýjan, því hann verður sérstakur innanríkisráð- herra. Auk þessara verður Birgir ísleifur Gunnarsson umhverfis- málaráðherra, Salome Þorkelsdótt- tr trygginganrálaráðherra, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson kirkju- málaráðherra og Ellert B. Schratn fellst á að sættast með því að hann verður gerður að samgöngumála- ráðherra. Auðvitað mun þessi umbreyting valda fjaðrafoki, en stjómarflokk- arnir munu verjast hatrammlega og geta bent á fordæmi um fjölgun ráðuneyta og aðrar breytingar, auk þess sem samfélagið gerist æ flókn- ara og allt saman verður kryddað með fjölskrúðugu tali um vald- dreifingu og lýðræði. Raunveruleg ástæða þessara breytinga verður þó ákafur ótti vegna fylgistaps stjórn- arflokkanna og svo að nauðsynlegt reynist að friða óánægjuhópana með einhverju móti. Hvað þá þing- menn varðar sem ekki hafa komist á þennan ráðherralista mun það gilda, að hver þeirra um sig verður vararáðherra í einhverju ráðuneyt- anna. Auk þessara breytinga sá völvan Harmsaga 4 Eitt þeirra var yfirlýsing Halldórs Blöndal um að það væri brot á sam- starfssamningnum ef félags- málaráðherra framfylgdi þeirri áætlun sinni að veita Búseta íbúð- arlán. Á fundi sem haldinn var nýiega á Gauk á Stöng, skýrði Haraldur Ólafsson, fyrsti þingmaður Fram- sóknar í Reykjavík, frá því að á döfinni væru 4—5 mál, sem öll gætu sprengt ríkisstjórnina. Davíðssálmur Síðasta dæmid er að finna í ræðu sem Davíð Oddsson hélt á aðal- fundi Sjálfstæðisfélaganna og tal- aði hann enga tæpitungu. Hann er skiljanlega ekkert ánægður með gang mála, enda stutt til borgar- stjórnarkosninga, og hann getur átt á hættu að missa borgina vegna ó- ánægju í Sjálfstatðisflokknum. Eftir að Davíð hafði skýrt frá óheilindum þeirra framsóknar- manna, rægði hann jafnvel forsæt- isráðherra. Sagði hann ganga fram fyrir skjöldu í hlutverki stjórnar- andstöðu og að málgagn forsætis- ráðherra NT væri yfirfullt af ó- smekklegum dylgjum í garð sjálf- stæðismanna. Eg legg á það áherslu, sagði borgarstjóri, að ég er ekki að mæla fyrir stjórnarslitum, en á hinn bóginn verður ekki við það ástand búið, sent verið hefur undanfarið. Það er tími til kominn að Framsóknarflokkurinn hætti að leika tveimur skjöldum. Þessi ræða Daviðs var upphafið að kosninga- baráttunni í Reykjavík. Vandamál framundan Þetta allt gæti verið aðhláturs- efni og vatn á myllu stjórnarand- stæðinga, ef ekki væru mikil vandamál framundan, sem taka verður föstum tökum. Stjórnin fékk mikinn meðbyr í fyrstu, þareð menn töldu að hún væri að taka efnahagsvandann föstum tökum. Þessi trú manna hefur því miður brugðist og ef ekki á að koðna hér allt niður með fylgjandi atvinnuleysi, verður að koma ný stjórn, sem getur komið með raunhæfar tillögur, sem tryggja mannsæmandi lif hér á landi. Stjórnarflokkarnir ættu því að sjá sóma sinn í því að segja af sér og Iáta öðrum eftir að koma efnahagsmálunum í höfn. okkar fyrir að margar nefndir yrðu settar á laggirnar til að endurskoða hitt og þetta. Taldi hún einsýnt t. d. að Eyjólfur Konráð Jónsson yrði formaður nefndar er ætti að endur- skoða lög um samkeppni og við- skiptahætti, að Eggert Haukdal yrði formaður nefndar til að endur- skoða stöðu íslenskra hrossakaupa- mála, að Páll Pétursson yrði for- maður nefndar til að endurskoða kjördæmaskipanina. Skipuð verð- ur nefnd til að endurskoða íslenska aðalverktaka og rnunu manna hana þeir Thor Thprs forstjóri, Erlendur Einarsson SÍS og fleiri. Tómas Árnason og Stefán Valgeirsson mun halda áfrarn að endurskoða Framkvæmdastofnunina ásamt Agli Jónssyni, Sverri Hermanns- syni og Pálma Jónssyni. Skipuð verður nefnd til að endurskoða olíudreifinguna og rnunu manna hana Vilhjálmur Jónsson, forstjóri ESSO, Þórður Ásgeirsson forstjóri OLÍS, lndriði Pálsson forstjóri SHELL, Geir Hallgrímsson og Erlendur Einarsson. Þá er loks að geta nefndar sem stofnuð verður til að endurskoða milliliðakerfið i landbúnaði, en auk landbúnaðar- ráðherra munu hana skipa þeir Ingi Tryggvason, Gunnar Guðbjarts- son, Egill Jónsson og Pálmi Jóns- son. „Fram eftir árinu verða allir ánægðir og ríkisstjórnarfundir mjög fjörugir. En síðar koma svo kosningar og þá mun koma í ljós að ráðherrasetur flestra þessara nranna mun reynast í styttra lagiþ sagði Völvan og gat þess í lokin að sennilega kæmi Suðurlandsskjálft- inn ekki þetta árið. Raykjalundur 40 ára Föstudaginn 1. febrúar nk. bjóðum viö vinum og vel- unnurum Reykjalundar í heimsókn í tilefni 40 ára af- mælis stofnunarinnar. Kl. 14.00 hefst stutt afmælisdagskrá í samkomusal, en að henni lokinni verðaallardeildirog vinnustaðiropnir til kl. 17.00 og gefst gestum þá tækifæri til að kynnast margháttaðri starfsemi Reykjalundarásviði endurhæf- ingar og iðnaðar. Vinnuheimili S.Í.B.S. að Reykjalundi Mosfellssveit. Sjúkrahúsið á Húsavík. Sjúkraliðar takið eftir Óskum eftirað ráðasjúkraliða í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík. Hjúkrunarfræðingar takið eftir Hjúkrunardeildarstjóri óskast sem fyrst einnig hjúkrunarfræðingar. Skurðstofuhjúkrunarfræóingur óskast frá 1. júlí 1985 til 1. sept. 1986. Upplýsingarveitirhjúkrunar- forstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. FELAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfólk Garðabæjar Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30 að Goðatúni 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Árshátíð Hafnarfirði og Garðabæ Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin laugardaginn 2. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 19.30. Mikil stemmning. — Mætum öll. Nánar síðar. Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.