Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 30. janúar 1985 RITSTJORNARGREIN^ Alþýðuflokkurinn næststærsti flokkur þjóðarinnar Alþýðuflokkurinn er orðinn næststærsti flokkur þjóðarinnar og afgerandi forystuflokk- ur stjórnarandstöðunnar, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar DV, sem birt var í gær. í þessari könnun fékk Alþýðuflokkurinn hvorki meira né minna en 20,1% atkvæða og jafngildir það 13 þingmönnum. í öilum aöalatriðum staðfestir DV þær niöur- stöður, sem Helgarpósturinn og NT fengu út úr sínum könnunum í síðustu viku. DV-könnunin sýnir að fylgi Alþýðuflokksins er enn vaxandi. Stjórnarflokkarnirtapabáðirverulegafylgi og andstaðan í garð núverandi ríkisstjórnar eykst sífellt. í öllum undanförnum könnunum hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar verið í rífleg- um meirihluta, enda þótt núverandi ríkisstjórn hafi 37 þingmenn af 60 að baki. Sú staðreynd ætti að vera aðstandendum ríkisstjórnarinnar ærið umhugsunarefni. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýöu- flokksins hefur bent á það að skoðanakönnun DV sýni Alþýðuflokkinn í stórsókn; sambæri- legri þeirri er var fyrir kosningarnar 1978. Hann bendir þó jafnframt á, að staðan sé nú að því leyti ólík, að núna séu tveir nýir flokkar komnir til sögunnar sem ekki voru til staöar 1978. Ann- ar þessara flokka kennir sig við jaf naðarstef nu. Samanlagt hafa Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna 26,1% fylgi og 16 þingmenn. Segir Jón Baldvin réttilega að það sé lang- mesta fylgi sem jafnaöarmenn hafa nokkru sinni haft. Það ereftirtektarvert hversu Alþýðubandalag- ið ber skarðan hlut frá borði í þeim könnunum, sem birtar hafa veriö uþþ á siðkastið. Alþýðu- bandalagið fengi nú aðeins 8 þingmenn sam- kvæmt DV-könnun og hefur samkvæmt því taþ- að tveimur. Samtök um kvennalista hafa aug- Ijóslega hirt umtalsvert fylgi af Alþýðubanda- laginu; staða Kvennalistans hefur verulega styrkst. Stórsókn Alþýðuflokksins á síðustu mánuð- um hefur orsakað ótta hjá hinum flokkunum. Þeir leita með logandi Ijósi að einhverjum óhreinindum til að velta Alþýðuflokknum uþp úr. Ófrægingarherferð á hendur jafnaðarmönn- um og forystumönnum þeirraer þegarhafin og mun halda áfram á næstunni. Það mun þó engu breyta, því landsmenn eru orðnir þreyttir á þeirri lágkúru, sem einkennt hefur pólítikina ailtof lengi og byggst á snakki um allt og ekk- ert, litlum framkvæmdum og ístöðuleysi. Fólk vill hreinar línur, dirfsku til að taka á aðsteðj- andi vandamálum. Landsmenn vilja að stjórn- málamenn láti hendur standa fram úr ermum og að þeir leggi til atlögu við þær meinsemdir sem grafið hafa um sig í þjóðfélagi okkar. Launafólk vill réttilega að jöfnuð sé tekju- og eignaskipting í landinu. Það vill einnig að gengið sé hart fram í baráttunni gegn skatt- svikum þannig, að lúxusliðið, forréttindahóp- arnir í Stigahlíðum þjóðfélagsins, verði látið greiðasinn skerf til samneyslunnareins og all- ur þorri þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur lýst stefnumiðum sínum á hreinskilin og beinskeyttan hátt. Þar eru engin gylliboð eða frómar óskir byggðar á óraunhæfum vonum. Alþýðuflokkurinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hefur lýst stöðunni eins og hún raunverulega er; og ekki er það glæsileg mynd sem birtist þegar litið er yfir ástand þjóðmála. En umfram allt annað hefur Alþýðuflokkurinn lagt fram skelegga og markvissa stefnu I öllum helstu höfuömálum, s. s. skattamálum, kjaramálum, húsnæðismál- um, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og orkumálum. Farið er ítarlega ofan i saumana á því hvernig standa skuli að endurreisninni. Að undanförnu hefur formaður Alþýðuflokksíns farið vítt og breitt um landið og lýst stefnumið- um Alþýðuflokksins. Þeirrí kynningu á málum flokksins verður haldið áfram með ýmsum hætti. Aðalatriðið er, að þegar almenningur hefur fengið tækifæri til að hlýða á og skoöa tillögur Alþýðuflokksins, þá eykst fylgi flokks- ins stórum skrefum. Það hefur þróun siðustu mánaða vitnað um. -GAS. 166% hækkun á orkuverði á 5 ára tímabili Starlsfólki KAKIK hefur fækk- að um fjóróung á tveim árum. í árs- byrjun 1983 voru starfsmenn fyrir- tækisins 430, en þeim hafði fækkað í 368 í hyrjun síðasta árs. I upphafi ársins í ár voru þeir komnir niður í 336. Meginástæðan fyrir þessari fækkun er samdráttur í fram- kvæmdum, mest vegna byggðalína, en lagningu þeirra lauk sl. haust. Þessar upplýsingar eru fengnar úr nýútkomnu fréttabréfi Raf- magnsveitna ríkisins. í fréttabréf- inu kemur líka frant, að raforku- verð frá Landsvirkjun til almenn- Fréttabréf Raf- magnsveitnanna Rafmagnsveitur ríkisins hafa byrjað útgáfu fréttabréfs, sem koma mun reglulega út í framtíð- inni. Tilgangurinn er að veita öllum sem áhuga hafa, sem gleggstar og greinarbestar upplýsingar um starf- semi Rafmagnsveitnanna, rekstur þeirra og þjónustu, fjármál og framkvæmdir. Rafmagnsveitur ríkisins vilja með þessu leggja sitt af mörkum til nauðsynlegrar umræðu um orku- mál í landinu. í fyrsta fréttabréfinu er m. a. ágrip af sögu og starfsemi Raf- magnsveitnanna, fjallað er um framkvæmdir sl. ár og gjaldskrár- mál. Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur um orkuverð að undan- förnu er ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á grein á baksíðu fréttabréfsins um breytingar á verði á raforku til heimilishitunar sl. 5 ár. Þar kemur m. a. fram, að miðað við byggingarvísitölu hefur verðið til notenda frá Rafmagnsveitum ríkis- ins verið sem næst óbreytt á þessu tímabili, þótt heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun hafí á sama skeiði hækkað um 166 prósent. ingsveitna hefur tæplega áttfaldast í krónum síðan I. janúar 1980. Sé miðað við vísitölu byggingarkostn- aðar, þá hefur raunhækkun orku frá Landsvirkjun verið um 166%. Þessi hækkun kemur eðlilega fram í því að smásöluverð rafmagn- sveitnanna hækkar. Húshitunar- taxtinn hefur t. d. hækkað um 62% miðað við byggingarvísitölu. Til að mæta þessari miklu hækk- un til húshitunar og jafna aðstöðu- muninn, var gripið til þess af stjórnvöldum, að greiða niður raf- orku til húshitunar. Þær niður- greiðslur hafa haft það í för með sér að húshitunarkostnaðinum hefur verið haldið nær óbreyttum að raunvirði. Um 150 inanns munu sitja lands- fund Bandalags jafnaðarmanna um næstu helgi með fullum réttind- um: Málfresli, tillögurétt, atkvæð- isrétt og kjörgengi. Þetta er sá hóp- ur sem skráði sig fyrir 21. janúar, en á iandsfundinuin má búast við því að verði einnig hópur manna er skráðu sig eftir þann tíma. Það fólk mun hins vegar ekki hafa atkvæðis- rétt eða k jörgengi. Að sögn Kristófers Más Kristins- sonar, varaþingmanns BJ og eins aðalskipuleggjanda landsfundarins hefur bandalagið beint eða óbeint verið í sambandi við um 500 manns í tengslum við landsfundinn. í könnun NT kemur fram vís- bending um að BJ sé um þessar mundir í talsverðri endurnýjun: Rúmur helmingur kjósenda ykkar í síðustu þingkosningum virðist ekki Niðurgreiðslurnar nema nú rúm- um 40% af orkuverðinu til rafhit- unar. í fréttabréfinu segir að þessar niðurgreiðslur séu óheppilegar, en þó ef til vill eina leiðin í þessu til- viki. Niðurgreiðslurnar hafa valdið töluverðu misræmi milli taxta og oft orðið til þess að skapa óánægju meðai notenda. Eina vonin til að leiðrétta þetta er að orkuverð Landsvirkjunar til almennings- veitna verði lækkað. Þúsundir 1 af 60 eða 16 af 63. Fylgisaukningin sem er enn í fullum gangi stenst því fyllilega samanburð við kosninga- sigurinn mikla 1978 og gæti hæg- lega orðið mun meiri með sarna áframhaldi. í könnun DV kom hið sama í ljós og í könnun NT, að konur eru til muna fleiri í hópi hinna óákveðnu og ætti því vægi kvenna í niður- stöðutölum meðal þeirra sem af- stöðu tóku að vera eitthvað of lítið. Hins vegar er svarendum skipt jafnt milli „Reykjavíkursvæðis" og landsbyggðar, þegar nær væri að vilja kjósa ykkur aftur, en í staðinn virðist leita til ykkar fólk sem áður fylgdi öllum hinum flokkunum. Viröist þetta vera rétt og ef svo.má búast við breytingum? „Jú, þetta virðist vera rétt, það er einhver hreyfing í gangi en hún hef- ur ekki komið okkur á óvart. Ég vona að þetta komi til með að hafa sín áhrif, við höfum ekki áhuga á því að bandalagið festist í einhverj- um ákveðnum farvegi. Við viljum einmitt að þar blási ferskir vindar. Kannski hefur því fólk sem ekki styður okkur iengur kosið okkur á röngum forsendum eða finnist við hreinlega hafa brugðist, þó áherslan hafi í raun ekki breyst hjá okkur. En þó rétt sé að ýmislegt bendi til endurnýjunar þá er sarnt vafasamt að velta sér um of upp úr slíkum tölumí1 Bandalagið virðist ætla að festast hafa hlutföllin ca. 60:40 „Reykja- víkursvæðinu“ í hag. Þetta mis- ræmi getur haft áhrif á fylgi flokka upp á ca 1% (fyrir utan venjulega óvissu). Hvað Alþýðuflokkinn varðar mætti því draga /i—1% frá vegna kynjamisræmisins (konur styðja flokkinn í minna mæli), en á hinn bóginn bæta Vi—1% við vegna landshlutamisræmisins. Jón 1 flokkar sem kenna sig viiýcþfnaðar- stefnuna nú samkvæmt þessum töl- um meira fylgi en jafnaðarmenn hefðu nokkurn tíma haft. „Okkar markmið og okkar stjórnlist um það, að Alþýðuflokk- urinn verði forystuafl vinstra megin við miðju hefur því gengið upp. Stjórnlist Alþýðubandalagsins hef- ur hins vegar algjörlega brugðist og það eru eðlileg viðbrögð svona samtaka að bjóða upp á samstarfs- viðræður undir slíkum kringum- stæðum. Eitt það ánægjulegasta í þessu er að kjósendur virðast hafa tekið vel í það að gefa Framsóknar- í sessi sem 6-7% flokkur. Eruö þið ánægð með slíkt fylgi eða áttu von á uppsveiflu í náinni fraintíð? „Ég skal ekki segja. Ég hef trú á því að við séum að boða pólitík 21. aldarinnar, boða bragarhætti næstu aldamótaára, en þó býst ég varla við því að við náum meiri- hluta fyrir aldamótin." Á síðasta landsfundi var ákveðið að hafa ekkert ákveðið skipulag á ykkar starfi, en samkvæmt fyrir- liggjandi gögnuni leggur þing- flokkurinn til að upp komi lands- nefnd, kjördæmisnefndir og að formaður þingflokksins verði póli- tískur talsmaður BJ. Er skipulags- leysið á undanhaldi? „Skipulagsleysi hefur aldrei verið markmið í sjálfu sér. Við leggjum áherslu á góð málefni, en erum ekki að skipuleggja skipulagsleysi. Við höfum hins vegar verið feimnir við flokknum frí. Og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur greinilega tapað mjög miklu fylgi frá því er kannanir sýndu hann hvað sterkastan. Og það mun saxast meira á fylgi hans þegar við látum almennilega til okkar taka á höfuðborgarsvæð- inuj‘ sagði Jón. Réttindi 1 um meðan svo er ástatt. í greinargerð með frumvarpinu segir m. a. að um 70% af skráðu at- vinnuleysi sl. ár hafi verið hjá fisk- verkunarfólki eða í störfum tengd- um fiskvinnslu. Það hljóti að vera alvarlegt áhyggjuefni að starfsfólk í fiskvinnslu, sem er undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, skuli búa við slíkt öryggisleysi umfram aðra þjóðfélagsþegna og valdi það því að fólk sæki úr atvinnugreininni, jafn- vel þó það hafi margra ára starfs- reynslu að baki. Slíkt hljóti að bitna á atvinnugreininni og gæðum fram- leiðslunnar. Það hljóti því að vera hagsmunir þjóðarbúsins í heild að bæta úr þessu ófremdarástandi. skipulag með alls kyns píramíta. Verið í nöp við fulltrúalýðræðið — sem er tímaskekkja — og höfum leitað leiða til að þjóna okkar markmiðum án einhvers kerfis sem verður til kerfisins vegna. Varðandi þær tillögur að skipulagi sem verða til umræðu, þá lítum við á þær fyrst og fremst sem tilraunastarfsemi. Við erum nú að skipuleggja okkur frá einum landsfundi til annars, þó ekki þannig að við breytum breyt- inganna vegna. Og ég er ekki viss um að þessar tillögur verði teknar upp. Aðalatriðið er að BJ er fyrst og fremst tilraun til að móta stórnmál 21. aldarinnar og við erum að þuml- ungast í þá átt, enda ljóst að núver- andi flokkakerfi á ekkert erindi í hinu upplýsta fjölmiðlunarþjóð- félagi sem er að taka viðý sagði Kristófer. Kristófer Már Kristinsson, BJ: Boðum pólitík 21. aldarinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.