Alþýðublaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 1
alþýdu blaöið Þriöjudagur 12. mars 1985 Ld 50. tbl. 66. árg. Áhugamenn um úrbœmr í húsnœðismálum: Úrbætur strax! Heil kynslóð — þúsundir manna — stendur frammi fyrir gjaldþroti Sambandið milli launa og greiðslubyrði af lánum hefur verið rofið. Þetla verði lagfært þegar í stað og taki lagfæringin til opin- berra lána, bankalána og annarra fasteignalána. Þessi leiðrétting Framleiðsl- an jókst en salan minnkaði Framleiðslumagn iðnaðarins jókst árið 1984 miðað við árið 1983, en sölumagnið var minna 1984 en 1983. Fjárfesting í iðnaði var meiri 1984 en ’83. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman niðurstöður úr ársfjórð- ungslegri könnun sem Félag ís- lenskra iðnrekenda og Landssam- band iðnaðarmanna hefur gert á nokkrum helstu þáttum iðnrekstr- ar. Þátttakendur í könnuninni voru 95 forsvarsmenn iðnfyrirtækja úr 23 greinum iðnaðar. í Ijós kom að heildarsala iðnvara jókst á 4. ársfjórðungi 1984 miðað við 3. ársfjórðung en framleiðslan var hinsvegar minni á síðasta árs- fjórðunginum miðað við ársfjórð- unginn á undan. Forsvarsmennirnir voru líka beðnir að spá í þróunina í ár og spá um 30% þeirra framleiðsluaukn- ingu á fyrsta ársfjóðrungi þessa árs en 19% spá samdrætti. Sömleiðis spáir meirihlutinn því að söluaukn- ing verði. Hvað atvinnuhorfur og atvinnu- ástand varðar svara28% forsvars- mannanna því til, að fjöldi starfs- manna fyrirtækjanna verði meiri í lok 1. ársfjórðungs 1985 en hann var í lok síðasta árs og aðeins 10% aðspurðra bjóst við samdrætti. Einnig var spurt um fjárfestingar og bjóst meirihlutinn við því að minna yrði um fjárfestingar í iðn- aði í ár en í fyrra. verði tryggð til frambúðar og reikn- ist frá þeim tíma er misræmis fór að gæta að marki milli lánskjaravísi- töiu og launa. Háir vcxtir á lánum til húsnæðis- kaupa eru óviðundandi og ber að lækka þá þegar í stað. Þetta eru meginkröfur Áhuga- manna um úrbætur í húsnæðismál- um, sem settar voru fram á blaða- mannafundi undirbúningshóps í gær. Fyrirhugað er að stofna sam- tökin formlega og hafa þegar skráð sig hátt á þriðja þúsund manns um land allt. Voru símarnir hjá hópun- um rauðglóandi alla helgina, t. d. skráðu sig um 500 manns á einum og hálfum klukkutíma í Reykjavík á laugardag. Áhugamannahópurinn byggir á starfi Sigtúnshópsins, sem lét að sér kveða fyrir um ári. Á blaðamanna- fundinum kom fram það álit að- standendanna, að vegna áður- nefnds misræmis og hækkunar vaxta stendur heil kynslóð venju- legs fólks frammi fyrir gjaldþroti. Vandamál fólks sé mismikið: Sumir búnir að missa allt sitt, suntir að því komnir, aðrir stefna í sama farið. Samtökin muni tala fyrir hönd allra áhugamanna um úrbætur, líka þeirra sem enn hafa ekki treyst sér út í húsnæðiskaup. Krafan er úr- bætur strax. Það gengur ekki leng- ur þetta kerfi, þar sem fólk lendir í að tvíborga sama hlutinn: fyrst í venjulegri neyslu og svo í afborgun- um. Afleiðingin er að mjög stór hópur — þúsundir manna — stend- ur frammi fyrir því ástandi að ógerningur er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þetta ætti við um fólk í öllum stéttum og tekjuhópum, þó ástandið bitni fyrst og þyngst á hin- um tekjuminnstu. Mikilvægt sé að stjórnmálaöflin í landinu sameinist um úrbætur. „Við erum ekki að tala um gjafir, en staðreyndin er sú að við borgum of mikiðí’ Gagnvart rýrum sjóðum, verð- Framh. á bls. 3 Frá fundi Jóns Baldvins fyrir austan fjall á sunnudaginn. Steingrímur Ingvarsson, bœjarfulltrúi A Iþýðu- flokksins á Selfossi, var fundarstjóri og er hann til vinstri á myndinni. „Skipbrot land- búnaðarstefnunnar“ — góðir fundir á Hellu og Hvolsvelli. Hrafninn í kvöld Um 60 manns mættu á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar á Hellu og Hvolsvelli sl. sunnudag. Fundarstjóri var Steingrímur Ingvarsson, bæjarfulltrúi Al- þýöuflokksins á Selfossi. Eftir framsöguerindi Jóns Baldvins, spunnust miklar um- ræður. Var frammistaða íslensku fulltrúanna á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík harðlega gagnrýnd. Áttu menn varla nógu stór orð til að Iýsa þeim undirlægjuhætti og vesal- dómi, að fylgja ekki eftir brýn- ustu hagsmunamálum íslendinga í sjávarútveginum gagnvart Norð- a fundinum á Hvolsvelli gerði Páll Sigurjónsson, bóndi á Galta- læk, sérstaklega að umtalsefni, stefnu núverandi ríkisstjórnar í landbúnaðarmálum, enda hafa bændur á Suðurlandi bundist samtökum unr að brjótast út úr núverandi kerfi Stéttarsambands bænda, Búnaðarfélagsins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Einnig urðu miklar umræður um dugleysi SÍS-auðhringsins varð- andi útflutning á dilkakjöti og voru ótal dæmi talin upp, sem sýndu vel hversu illa hefur verið haldið á spilunum. í kvöld klukkan 21 verður Jón Baldvin með fund á veitingahús- inu Hrafninum, í Skipholti. Mikill verðmun- ur á varahlutum Um 100% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði í nær helm- ingi tilvika, þegar verðlagsstofnun gerði verðkönnun á bifreiðavara- hlutum dagana 11.—15. febrúar í 35 varahlutaverslunum. Var kannað verð á 215 varahlutum. Var athugað verð á 19 bifreiða- tegundum árgerð 1982 og birtast niðurstöðurnar í 2. tbl. Verðkynn- ingar Verðlagsstofnunar. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun segir að ætla megi að með- alfjölskylda eyði að jafnaði 115 þúsund krónum til rekstrar eigin bifreiðar á ári. Varahlutirnir eru stór þáttur í þessum útgjöldum. Séu varahlutir keyptir i umboð- inu eru það oftast „orginal“ vara- hlutir, þ.e.a.s. framleiddir af við- komandi bifreiðaframleiðendum. í hinum verslununum er um að ræða varahluti frá öðrum framleiðend- um. Mesti hlutfallslegi verðmunurinn í könnuninni var á strokkloks- pakkningu („headpakkningu”) í Subaru bifreið. Kostaði hún 65 kr. í einni verslun en 462 kr. i annarri, sent er 611% hærra verð. Mestur varð verðmunurinn í krónutali á vélarhúsloki (húddi“) í Volkswagen Golf. Kostaði það 5.187 kr. í einni verslun en 11.887 kr. þar sem það var dýrast. Verðmun- urinn á þessum eina hlut var því 6.700 kr. Jafnframt verðkönnuninni var lagt einfalt mat á þjónustu vara- hlutaverslana bifreiðaumboðanna. Var skráð hversu mikið var til af þeim varahlutum, sem spurt var Framh. á bls. 3 Jón Baldvin Hannibalsson: Þeir þögðu um brýn- asta hagsmunamálið Þeir sem skulda þjóðinni afsökunarbeiðni eru þeir Islendingar sem á Norðurlandaráðsþingi sátu — en þögðu um brýnasta hagsmunamál íslendinga. „Poul Pedersen frá Hallested, sem er hvorki meira né minna en forseti Norðurlandaráðsþings, not- aði tíma sinn í Ríkisútvarpinu á föstudaginn til að skeyta sínu leiða skapi á formanni Alþýðuflokksins. Þetta er þeim mun merkilegra sem formaður Alþýöuflokksins átti ekki sæti á Norðurlandaráösþing- inu og kom þar hvergi nærri. Hann hefur krafist þess að ég biðji þjóð- ina afsökunar. Við það er ýmislegt að athuga,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins í samtali við blaðið í gær. „í fyrsta lagi þetta: Annað af því sem ég á að hafa til saka unnið er að ég leiðrétti í blaðagrein í DV ýmsar rangfærslur sem hafðar höfðu ver- ið eftir Anker Jörgensen. Það gerði ég án nokkurrar persónulegrar áreitni og á málefnalegan hátt. Fyrsta rangfærslan var sú, að ég hefði aftrað honum að tala á fundi í Reykjavík. Þetta er mikill miskiln- ingur. Danir höfðu samband við mig til að leita upplýsinga um þessi samtök sem stóðu að fundinum. Ég las upp fyrir þá fréttatilkynningu frá samtökunum, og vakti athygli þeirra á því að þarna væri fjallað um viðkvæm deilumál innanlands. Framh. á bls. 2 Chernenko fallinn frá Konstantin Chernenko forseti Sovétríkjanna er látinn. Mun hann hafa látist í fyrrdag, en opin- ber tilkynning frá Sovétmönnum um lát hans barst í gærmorgun. Chernenko var 73 ára að aldri og var kjörinn leiðtogi sovéska Kommúnistaflokksins og þar með þjóðarleiðtogi fyrir hálfu öðru ári síðan, þegar þáverandi flokksformaður, Andropov, lést á sóttarsæng eftir aðeins eins árs setu sem valdamesti maður þjóð arinnar. í þann stutta tíma, sem Cher- nenko hefur setið á forsetastóli hefur hann verið talsvert frá vegna veikinda. Hann hefur því ekki sett sitt persónulega mark á gang innanríkis eða utanríkis- mála í Sovétríkjunum. Búast má við talsverðu bak- tjaldamakki í Kreml um val á eft- irmanni Chernenko. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir flokksformenn að Chernenko gengnum. Það er æðsta ráð Sovétríkjanna sem kýs eftirmann Konstantin Cher- nenko.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.