Alþýðublaðið - 19.03.1985, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.03.1985, Qupperneq 1
Þriðjudagur 19. mars 1985 55. tbl. 66. árg. Nokkrir bankar og sparisjóðir: Fjárfest langt umfram eigið fé Nokkrir viðskiptabankar og sparisjóöir hafa á undanförnum árum fjárfest langt umfrarn bók- fært eigið fé. í svörum viðskipta- ráðuneytisins við fyrirspurnum Jóhönnu Sigurðardóttur, vara- formans Alþýðuflokksins, kemur þannig fram, að hlutfall eiginfjár sem bundið er í fjárfestingu í varan- • • Oryggismál Evrópu Jón Baldvin á ráð- stefnu Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, heldur í dag áleiðis til Portúgals, þar sem dagana 20r23. mars mun standa yfir ráðstefna sem haldin er að frumkvæði Mario Soares, leiðtoga portúgaiskra jafnaðarmanna og verður sérstaklega fjallað um sam- starf lýðræðisríkja i Evrópu í öryggismálum. Soares setur ráðstefnuna á morg- un. Á ráðstefnunni verða fulltrúar frá öllum jafnaðarmannaflokkum Evrópu. Þess má geta að Egon Bahr, V-Þýskalandi, mun flytja erindi um stöðu V-Evrópu milli risaveldanna, Paolo Vittorelli, íta- líu, flytur erindi um samstarf Evrópuríkjanna, Klaas De Vries, Hollandi, flytur erindi um slökun- arstefnuna og afleiðingar hennar fyrir öryggi Evrópu og Jacques Huntzinger, Frakklandi, mun fjalla um samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins. legum rekstrarfjármunum var í lok ársins 1983 yfir 100% í 6 tilfellum meðal viðskiptabankanna og stærstu sparisjóðanna. Fram kemur að í lok síðasta árs var þetta hlutfall hjá Samvinnu- bankanum 106,3%, hjá Alþýðu- bankanum 170,8% hjá Búnaðar- bankanum 73,7% og hjá Lands- bankanum 62,4%, en ekki fengust upplýsingar frá öðrum bönkum eða sparisjóðum fyrir stöðuna í lok síð- asta árs. Sé hins vegar litið til stöð- unnar í lok ársins 1983, kemur í ljós að eftirfarandi bankar og spari- sjóðir höfðu bundið yfir 100% eiginfjár í fjárfestingum: Sam- vinnubankinn (118,6%), Verslunar- bankinn (141,6%), Alþýðubankinn (140,9%), Sparisjóður Ólafsfjarðar (139,7%), Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis (107,4%) og Spari- sjóður Glæsibæjarhrepps (112%). Hlutfallið hjá Iðnaðarbankanum var það árið 99,6% og 76,2% hjá Útvegsbankanum. Þegar litið er til eiginfjárstöðu bankanna síðustu árin kemur í ljós að hlutfallið hjá einstökum bönk- um og sparisjóðum hefur verið afar mismunandi. í lok ársins 1982 var hlutfallið meðal viðskiptabank- anna lægst hjá Alþýðubankanum (4,6%) en hæst hjá Verslunar- bankanum (9,4%). í lok ársins 1983 var hlutfallið lægst hjá Landsbank- anum (5,7%), en aftur hæst hjá Verslunarbankanum (12.1%). í lok síðasta árs var hlutfallið rétt rúm- lega 5% hjá Landsbankanum og Alþýðubankanum, en rétt rúmlega 8% hjá Búnaðarbankanum og Samvinnubankanum, en ekki feng- ust upplýsingar frá öðrum. í töflu yfir fjármunamyndun 11 Framh. á bls. 3 Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar á opnum fundi Alþýðuflokksins áAkureyri um helgina, þar sem um 150 menn og konur komu saman til að mótmœla aðför Norðmanna að íslenskum sjávarútvegi með ríkis- styrkjum og undirhoðum á erlend- um fiskmörkuðum. Allmiklar um- rœður urðu á fundinum. Á laugardagskvöldið var haldin árshátíð alþýðuflokksmanna á Norðurlandi. Fórhún fram í félags- heimili Karlakórsins Geysir og sóttu hana um 200 manns hvaðan- œva af Norðurlandi. Við munum birta myndir frá árshátíðinni siðar, en hún var í alla staði frábœrlega vel heppnuð. Reynir Ingibjartsson, Búseta: Dæmalaust rugl í Halldóri Blöndal „Það hefuraldrei veriö sýnt fram á að það dæmi (Búseti, innsk. Alb.) geti gengið upp. við viljum að fólk eigi sínar eigin ibúðir." Þannig lýkur viðtali við Halldór Blöndal í Þjóðviljanum um helg- ina, þar sem hann er tekinn á beinið um húsnæðismálin. Okkur á Alþýðublaðinu lék for- vitni á að vita, hvað forvígismenn Búseta hefðu um þessa fullyrðingu Halldórs að segja. Við hringdum því í Reyni Ingibjartsson og spurð- um hann, hvort þeir hjá Búseta hefðu aldrei sýnt fram á að Búseta- fyrirkomulagið gæti gengið upp. „Auðvitað höfum við gert þaðþ sagði Reynir. „Þetta sem haft er eft- ir Halldóri Blöndal í Þjóðviljanum er bara dæmalaust rugl. Ég botna einfaldlega ekkert í þvi hvað maðurinn er eiginlega að fara. Það liggur ljóst fyrir samkvæmt lögum, að við fáum 80% lán af íbúðarverði til 31. árs. Síðan reiknum við með að bankarnir láni okkur um 10-15% af byggingarverðinu og restin verð- ur fjármögnuð með Búseturéttind- um. Það liggur Ijóst fyrir að þeir, sem fá Búseturéttaríbúð verða að greiða fjármagnskostnaðinn á 30 árum, en með því að borga ekki hærri leigu en gerist og gengur í þjóðfélaginu, er það vel kleift. Svona félagsskapur er eins öruggur með greiðslur og hver annar og þetta dæmi gengur upp, ef bygg-i ingasjóðirnir og húsnæðisstofnun sér um sitt. Það veltur því á þeim en ekki Búseta, hvort dæmið gengur| upp. Ég vísa þessum ummælum Halldórs Blöndals á bug, sem al- gjöru rugli. Við þurfum ekki annað en að vísa til nágrannalanda okkar, þar sem þetta kerfi hefur verið við lýði í áratugi og reynst mjög vel. Kjarni málsins er lokasetningin í málflutningi Halldórs Blöndal. Þeir geta ekki hugsað sér, að íbúðir Framh. á bls. 3 Maríanna á þing Marianna Friðjónsdóttir tekur í dag sæti á Alþingi i fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar. Maríanna var í fjórða sæti lista Alþýðuflokksins fyrir síðustu al- þingiskosningar. Bjarni Guðnason, sem var í þriðja sæti, er erlendis. Skipan sveitarstjórnar- mála er tímaskekkja Ályktun flokksstjórnar um nýja byggðastefnu Um helgina var haldinn sögu- legur flokksstjórnarfundur hjá Alþýðuflokknum. Hann var sögulegur fyrir þá sök að hann var haldinn á Akureyri, en þetta var í fyrsta skiptið í sögu flokksins sem flokksstjórnarfundur er haldinn utan Reykjavíkur. Flokksstjórnarfundurinn var opinn fyrir alþýðuflokksmenn á Norðurlandi og sóttu fjölmargir fundinn auk flokksstjórnarmeð- lima, sem komu hvaðanæva af landinu. Fundurinn var einnig sögulegur að því leyti að sam- þykkt var róttæk ályktun um að- alefni fundarins, byggðastefnuna. Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins var falið að skipa starfs- hóp um þetta málefni og fær ályktunina í veganesti, en álykt- unin er á þessa leið: ÁLYKTUN um nýja byggðastefnu „Flokksstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjórn að skipa starfshóp til þess að vinna að mót- un nýrrar byggðastefnu jafnaðar- manna. Niðurstöður starfshóps- ins verði lagðar fyrir flokksstjórn til umræðu og afgreiðslu. Aður en flokksstjórn tekur tillögurnar til endanlegrar afgreiðslu skulu þær sendar út til allra flokksfélaga til umræðu og umsagnar. Starfshópnum er falið að taka afstöðu til eftirfarandi meginhug- mynda: 1. Til þess að draga úr mið- stjórnarvaldi ríkisins og emb- ættismannakerfis þess skal koma á nýjum stjórnsýsluein- ingum í sveitarstjórnarmál- um, er taki við veigamiklum verkefnum sem nú heyra und- ir ríkisvaldið og fái sjálfstætt ákvörðunar- og fjármálavald á þeim sviðum. 2. Fjórðungarnir eða fylkin skulu annaðhvort fylgja hinni gömlu fjórðungaskipan, ásamt með höfuðborgar- svæðinu, eða núv. kjördæma- skipan. 3. Hinnýjaskipansveitarstjórn- armála skal ákveðin í stjórn- arskrá lýðveldisins. Efnt skal til sérstaks stjórnlagaþings til þess að lúka endurskoðun stjórnarskrárinnar, og um leið kveða á um kjördæma- skipan og kosningalög. 4. Kosið skal til fylkisþings með lýðræðislegum hætti, eins og til annarra sveitarstjórna. Fylkisþingin skipi hverju fylki sérstaka stjórn. 5. Endurskoða skal núgildandi lagaákvæði um tekjustofna hins opinbera, nieð það fyrir augum, að fylkin öðlist fjár- hagslegt sjálfstæði og hafi sjálfstætt skattlagningarvald og sjálfstæða tekjustofna. 6. Að því skal stefnt að saman fari ákvörðunarvald, fram- kvæmd og fjárhagsleg ábyrgð, þegar fylkjunum er fengin sérstök verkefni. 7. Að því skal stefnt við endur- skoðun bankalaga, að í hverju fylki starfi öflugur rík- isbanki með óskoruðum gjaldeyrisverzlunarréttind- um. 8. Tillögur að nýrri stjórnar- skrá, sem samþykktar verða á stjórnlagaþingi, verði lagðar fyrir þjóðina 1 þjóðarat- kvæðagreiðslu. Greinargerð Megintilgangur þessara til- lagna er að setja skorður við sí- vaxandi miðstjórnarvaldi ríkisins og embættismannavalds þess með því að dreifa hinu pólitíska valdi í innanlandsmálum á fleiri hendur og færa það nær fólkinu. Núverandi skipan sveitar- stjórnarmála er tímaskekkja. Sveitarfélögin eru alltof mörg og of smá og of ósjálfstæð, gagnvart ríkisvaldinu. Sveitarfélögin eru í núverandi skipan eins konar nið- ursetningar stjórnkerfisins. Þau eru ekki nægilega fjárhagslega sjálfstæð. Réttur þeirra til frum- kvæðis um framkvæmdir er of takmarkaður. í flestum tilvikum þurfa sveitarstjórnir að leita á náðir Alþingis, ríkisstjórnar, sér- stakra sjóða, banka og stofnana um fyrirgreiðslu og mótframlög til framkvæmda. Einn versti galli núverandi skipunar er sá, að frumkvæði mála, ákvörðunar- vald og fjárhagsleg ábyrgð fer sjaldnast saman. Núverandi kerfi er því hvort tveggja ólýðræðislegt og óskil- virkt stjórnsýslukerfi. Þessu vilja jafnaðarmenn breyta með róttækri uppstokkun á stjórnkerfi sveitarstjórnarmála, með nýskipan byggðamála. Starfshópi framkvæmda- stjórnar er jafnframt falið ’að end- urskoða tillögur svokallaðrar „stofnananefndar", sem skilaði álitsgerð og tillögum um flutning ýmissa ríkisstofnana eða útibúa þeirra og deilda, út í landsfjórð- ungana. Jafnframt er starfshópum falið að endurskoða tillögur, sem fram voru settar um það leyti sem lýð- veldið var stofnað og á næstu ár- um þar á eftir, um fylkjaskipan í líkingu við hina fornu landsfjórð- unga, sem einn af hornsteinum stjórnskipunar lýðveldisins sam- kvæmt nýrri stjórnarskrá. Sérstaklega er vakin athygli á samþykktum Fjórðungsþings Austfirðinga 1946 um þetta efni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.