Alþýðublaðið - 19.03.1985, Qupperneq 4
alþyðu-
Þriöjudagur 19. mars 1985
Úlgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Simi:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúia 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Eiga prestar að vera
í frímúrarareglunni?
Biskupanefnd í Svíþjóð kveður upp dóm sinn á fimmtudag
10 REMRTAHE
ARBEIDERBLADET TIRSDAG 12. MARS 191
Frimurerne kun miste prestene
AlfOleAsk
110 norske prester deltar i hemmelige ser-
monier hvor likkister og hodeskaller inn-
gár. Dette skjer i Frimurerlosjene. Men
Kirkenes Verdensrád i Geneve fordommer
presters medlemsskap i losjene. I Sverige
utreder «Ansvarsnámden for biskopar» om
losjemedlcmsskapet er forenlig med pre-
stekallet. Sier den svenske nevnden nei i
sitt svar, má sporsmálet ogsá vurderes i
Norge, mener formannen i presteforenin-
gen, Knut Andresen.
der av Kirkens Nedhjelp,
ná sokneprest Elias Berge
med..
I Sverige er situasjonen
en helt annen. 535 av den
svenske kirkes tjenere er
med i den hemmelige bor-
derorden, átte biskoperden
hemmelige orden. Atte av
disse er biskoper. I de siste
dagene har flere av dem
avfeid den kritikk som er
reist i Sverige mot prœters
losjemedlemmskap.
Formannen i prestefore-
ningen, Knut Andresen,
forteller at prester ofte fár
tilbud om á bli med i Fri-
murerlosjen. Andresen som
ikke er. medlem selv, ens-
ker ikke á uttale seg om
hvorfor, utover at losjen
vel foler et behov for pres-
ter. Sannheten er at frimu-
rerlosjen gjeme ensker seg
Srester som medlemmer íor
ha sermonimestre. For
hver grad man passerer i
en losje er det en ny sermo-
ni, med dadningeskalle, lik-
kister hlod vin eller «»al-
ntMUUAMMA -DtMMKMUOA MAKTtN
Frimuramas káílare - íikkistor, dðdskaHar.benknc
Sverige har debatten om
presters medlemsskap i fri-
murerlosjen gátt heyt de
siste ukene. Men for-
mannen i presteforeningen
i Norge, Knut Andresen
sier at det ikke er noen de-
batt om dette i Norge ak-
kurat ná. — Dette er noe
som dukker opp ved jevne
mellomrom. Innad i kirken
er det uenighet om prester
ber si ja til a bli frimurere.
Generalsekretæren i Kir-
kenes Verdenrád har i
skarpe ordlag kritisert de
svenske prestene for á væ-
re frimurer-bradre. Den
norske kirke er med i ver-
densrádet Frimurerlosjen i
Norge og Sverige er lik,
hva ritualer angar. Kritik-
ken fra Emilio Castro, som
generalsekretæren heter,
skulle dermed ogsá ramme
like hardt i det norske
prestekorps. Men for-
mannen i presteíoreningen
Umrœðan um presta í frímúrarareglunni nálgast hámark sitt. Blöð í Svíþjóð og Noregi hafa mikið fjallað
um málið.
535 prestar í Sviþjóð og 110
prestar í Noregi, sem og fjöldi
annarra presta á Norðuriöndunum
bíða spenntir eftir niðurstöðu
Biskupanefndar í Svíþjóð, sem á að
dæma hvort verjandi sé fyrir þessa
Guðsmenn að vera meðlimir í frí-
múrarareglum sinna landa. Nefnd-
in mun kveða upp sinn dóm innan
skamms og hefur í veganesti for-
dæmingu Alkirkjuráðsins í Genf á
því að prestar séu í þessum leyni-
félagsskap.
Biskupanefndin tók málið upp í
kjölfar þess að Aftonbladet í Sví-
þjóð greindi frá því að 535 prestar
þar í landi væru félagar í frímúrara-
regunni og að sem slíkir tækju þeir
þátt í ýmiss konar athöfnum, þar
sem meðal annars væru til staðar
hauskúpur, beinagrindur, líkkistur.
Með grein blaðsins fylgdu myndir
af fyrirbærunum, sem rafvirki einn
tók leynilega er hann vann í húsi
reglunnar í Blasieholmen. Einnig
myndir sem byggingaverkamaður
tók, meðal annars af vegg þar sem
Neytendasam tökin:
Stuðlað að
Nú nýverið var ákveðið að greiða
niður verð á kartöflum til fram-
leiðslu á svokölluðum frönskum
kartöflum og skyldri vöru. Þetta
gerist á sama tíma og dregið hefur
verið úr niðurgreiðslum á kartöfl-
um á almennan markað. Það er
óumdeilanleg staðreynd, að djúp-
steiktar kartöflur eru mun óhollari
matur en ferskar. Það væri því nær,
ef neytendur eiga á annað borð að
greiða niður verð vöru með skatt-
gjöldum sínum, að ýta fremur und-
ir neyslu hollra vara en óhollra.
Vegna mikillar uppskeru á síðast-
hauskúpum og beinum var raðað
frá gólfi til lofts.
í Svíþjóð og Noregi eru prestar
ekki á eitt sáttir um hvort réttmætt
sé að þeir megi vera meðlimir í regl-
unni. Mikil umræða á sér stað og
bíða menn spenntir eftir niðurstöðu
Biskupanefndarinnar, en hún á að
koma eftir nokkra daga, nánar til-
tekið 21. mars. 2 norskir biskupar
og 8 sænskir eru félagar í reglu
sinna landa — og hér á landi er
biskup íslands í íslensku frímúrara-
reglunni. Fleiri guðsmenn eru eða
hafa verið í frímúrarareglunni á ís-
landi; Jakob Jónsson, Jón Auðuns,
Ragnar Fjalar Lárusson, Kjartan
Ö. Sigurbjörnsson og aðrir. í bók
Úlfars Þormóðssonar „Bræðra-
bönd“ var á sínum tíma birt félaga-
skrá frímúrara hér á landi og voru
þar tíundaðir yfir 50 prestar sem
voru eða höfðu verið meðlimir i
reglunni. Margir þeirra eru dánir,
en aðrir hafa sjálfsagt bæst í hóp-
inn, sem nú fylgist eflaust grannt
með því hvað gerist hjá kollegum
þeirra á Norðurlöndunum. Dómur
óhollustu
liðnu ári hvetja Neytendasamtökin
til þess að verð á kartöflum verði
lækkað verulega til þess að auka
neyslu á þeim meðan gæðin eru
hvað mest. Hertar verði kröfur til
bænda, um að senda nú á markað
bestu kartöflur sínar hverju sinni,
þegar fyrirsjáanlegt er að fleygja
verður gífurlegu umframmagni á
sumri komanda. Það er augljósi
skynsemi að fleygja þá heldur lé-
legasta hluta uppskerunnar. Þeir
bændur sem bjóða bestu kartöfl-
urnar gangi alla jafna fyrir á mark-
aði þannig að neytendur fái úrvalið
en haugarnir og sandarnir ruslið.
Biskupanefndarinnar í Svíþjóð
ætti að snerta þá nokkuð, svona að
minnsta kosti óbeint. Þeir eru i
meirihluta í Svíþjóð sem eru á því
að dómur nefndarinnar verði sá að
það samrýmist ekki prestsskap að
vera í þessum félagsskap.
En hvers vegna er það svo vinsælt
meðal kirkjunnar manna að vera í
reglunni? Þeir koma varla til með
að svara því sjálfir á næstunni.
Úlfar Þórmóðsson „frímúrarasér-
fræðingur" hefur hins vegar
ákveðnar skoðanir á þessu. í viðtali
fyrir þremur árum sagði hann:
„Eina af ástæðunum fyrir því að
það eru svona margir prestar í regl-
unni er sjálfsagt sú, að þeir geta ver-
ið þarna án þess að borga félags-
gjöld. Nú enn og aftur er ein ástæð-
an sú að frímúrarar eru svo sannar-
lega mikið að gutla i guðfræði og
þeir byggja mikið af sinni heim-
speki á þeirra útleggingum á
Davíðssálmum og orðskviðum
Salómons. Æðsti maður hverju
sinni ber einmitt tiltilinn „Vitrasti
staðgengill Salómpns á jörðinni".
Ég held að enn ein skýringin sé sú
að kirkjunnar menn á íslandi eru í
svo allt, alltof ríkummæli lágkúr-
unnar menn og ég leyfi mér að full-
yrða að þó þeir eigi að hafa lesið
Biblíuna all rækilegar en ég hef
gert, þá er það svo, að ég leyfi mér
að fullyrða að það samræmist ekki
á nokkurn hátt að vera þátttakandi
í frímúrarareglunni og þjóna sem
prestur. Ég leyfi mér að nota þetta
tækifæri til að lýsa furðu minni á
þeirri bíræfni nýorðins biskups yfir
íslandi, að velja sér útleggingar-
texta við vígsluathöfn, þar sem ver-
ið er að vígja hann æðsta guðs-
mann landsins, að velja sér útlegg-
ingartexta fyrir sína ræðu „Enginn
getur þjónað tveim herrum". Og
enn ein ástæðan:
„Seremóníur eru miklar. Guð-
fræðilegar og gyðinglegar og þetta
eru náttúrlega menn sem kunna á
serimóníur, kunna að fara með orð-
ið. Það er ein skýringin á því að þeir
séu þarna. Þeir eru helgir?
MOLAR
Afmælissýning
Textilfélagsins
Á laugardaginn opnaði Textilfé-
lagið samsýningu í vestursal
Kjarvalsstaða í tilefni af 10 ára af-
mæli félagsins, en það var
stofnaðárið 1974. Þettaerstærsta
samsýning félagsins. í félaginu
starfa nú 40 félagar að ýmsum
greinum textillistarinnar, svo sem
vefnaði, tauþrykki, fatahönnun,
mynsturhönnun, prjóni, bóta -
saum og textilskúlptúr.Markmið
félagsins er m. a. að vinna fagi
sínu brautargengi með því að efla
skilning almennings og fyrirtækja
á störfum textilhönnuða svo og að
vera fulltrúi textillistafólksins á
innlendum og erlendum vett-
vangi. Tveir félagar úr samtökun-
um munu halda fyrirlestra í
tengslum við sýninguna. Sigríður
Halldórsdóttir, vefnaðarkennari,
flytur fyrirlestur, sem hún nefnir
Kljásteinavefstaðinn, sunnudag-
inn 31. mars kl. 20. og Hulda
Jósefsdóttir, textilhönnuður, flyt-
ur fyrirlestur miðvikudaginn 3.
apríl kl. 20 um norræna prjóna-
hefð. A meðan á sýningunni
stendur er í gangi myndband, sem
sýnir hluta af skyggnusafni af
verkum félaganna. Sýningin er
opin alla daga frá 14-22 og henni
lýkur á annan í páskum. Myndin
sem fylgir þessum Mola er af
verki eftir Huldu Jósefsdóttur.
•
Menningarþanki í
byrjun viku
í dag gerast Molar menningarleg-
ir. Nú í upphafi 12. viku ársins
hvetjum við alla lesendur okkar
að hrista af sér slen hversdagsins
og næra andann í stað þess að láta
yfirbugast af peningaáhyggjum.
Hversvegna að hafa áhyggjur af
því sem ekki er til. Senn koma
mánaðamót og þá sér gjaldheimt-
an um að losa okkur undan pen-
ingaáhyggjunum, sem skapast
óneitanlega þegar fingur okkar
komast í snertingu við seðlana.
En að öllu gamni slepptu þá
munu Molar í dag greina frá
nokkrum menningaruppákomum
í vikunni. Ástæðan fyrir því að
við offrum dýrmætu plássleysi
Molanna í menninguna, er sú að
menningin hefur orðið hálfgerð
hornreka í blaðinu að undan-
förnu. Slíkt hörmum við vita-
skuld en skýlum okkur á bak við
þá afsökun að blaðið er smátt í
sniðum og óvenju mikið hefur
verið á seiði í þjóðfélaginu að
undanförnu.
•
íslenska hljómsveitin
I fyrsta sinn í sögu hljómleika-
halds á íslandi eru konur bæði i
hlutverkum einleikara og stjórn-
anda. Það er íslenska Hljómsveit-
in sem verður með tólftu hljóm-
leika sína á þessu starfsári nú á
morgun, miðvikudaginn 20. mars
kl. 20:30. Hljómleikarnir verða í
Bústaðakirkju. Yfirskrift þeirra
er Maestra, þar sem konur fara
með aðalhlutverkið þetta kvöld.
Stjórnandi verður bandaríski
stjórnandinn Margaret Hillis, sem
er einn virtasti kvenstjórnandi í
heimi. Einleikari er píanóleikar-
inn Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir.