Tíminn - 07.06.1967, Page 1
MUNiÐ FUNDfNN I HASKOLABIO ANNAÐ KVOLD
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
24 SÍÐUR
125. tbl. — Miðvikudagur 7. júrn' 1967. — 51. árg.
Gerizt áskrifendur að
%
Tímanum
Hnngið í síma 12323
Arabar rjúfa stjórnmálasambandið við Bandaríkin og Bretland
á olíubann
Loka Suez
NTB-Tel Aviv, Karíó, Lundúnum, Washington, Moskvu, New York
þriðjudag (BÞG).
ir ísraelskar flugvélar voru yfir miðborg Kaíró seint í kvöld. Rétt eft
ir að fréttamaður Reuters hafði sagt tíðindin var símasamband rofið.
★ fsraelskar hersveitir sóttu fram á Sínai-skaga á leið til Súez skurð-
ar og eru víðast annars staðar í sókn að því er ísraelskar heimildir
segja. Egyptar viðurkenndu í fyrsta sinn í dag, að barizt væri á
egypzkri grund.
ic Egyptar slitu í dag stjórnmálasambandi við Bandaríkin, en þeir
hafa ekki haft stjómmálasamband við Breta síðan í fyrra. Sýrland og
Alsír, Jemen, irak og Súdan slitu í kvöld stjórnmálasambandi við
Bretland og Bandaríkin.
ir Egyptar lokuðu Súez-skurðinum í dag vegna liætlu á langvarandi
lokun hans af völdum loftárása ísraelsmanna.
i( írak, Alsír og Kuwait hafa sett olíubann á Bandaríkin og Bret-
land, vegna „Iiðsinnis“ þessara ríkja við ísraelsmenn. Stjórnir Breta
og Bandaríkjamanna liafa mótmælt ásökunum Egypta og hafa í hót-
unum vegna olíubannsins.
ic Öryggisráðið átti að koma saman til fundar scint í kvöld til að
ræða hugsanlega yfirlýsingu wn vopnahlé.
★ Eslikol, forsætisráðherra ísraels hefur sent Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna persónulegt bréf með beiðni um, að ltann vinni
að friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Samkvæmt fréttum frá Tel Av-
iv ent vamir Araba á landamær-
■nm Jórdaníu í molum. Jórdanir
aokuða ísraelsmenn í kvöld um
að beita napalmsprengjum og eld
flaugum í árásum á jórdanska bæi
og þorp.
Suez-skurði lokað og olíu-
bann sett.
Nýtt stríð er nú hafið í Austur-
löndum nær, sem nefna mætti
olíustríð Arabalandanna við
Bandaríkin og Bretland. írak, Ku
wait og Alsír hafa bannað alla
afgreiðslu á olíu til Bandaríkjanna
og Bretlands, eftir að hafa ásakað
Útvarps
umræður
f almennum stjórnmálaumræð-
Um sem útvarpað verður í
kvöld, miðvikudagskvöld, tala fyr
ir hönd Framsóknarflokksins þeir
Ólafur Jóhannesson, varaformaður
Framsóknarflokksins, Jónas Jóns-
son, ráðunautur, Steingrímur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri, og
Þórarinn Þórarinsson alþingismað
ur- Fjórar umferðir verða og
stjórnar Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri umræðunum.
ríkin um að takia þátt í bardögum
með ísraelsmönnum. ÖIl banda-
rísk og brezk olíufélög í Alsír
eru nú undir eftirliti stjómarvald
anna og í Líbanon var bannað að
i ,
BTaagimll lllc OO lA mYndinni sést hópur fanga, sem ísraelskir hermenn hafa tekið höndum eftlr innrás þelrra á Gaza-svæðlS.
rramn. DIS. | (Tímamynd-símsend)
FRÁ SJÓNVARPSFUNDI FORUSTUMANNANNA:
Bjarni og Emil gáfust upp
við að verja lánsfjárhöftin
Urðu að játa með þögninni, að daglaun verka-
manna hrökkva hvergi nærri fyrir nauðþurftum
| Það mun liafa vakið einna mesta
athygli í útvarps- og sjónvarpsvið
I ræðum formanna þingflokkanna á
mánudagskvöldið, að Bjarni Bene-
diktsson og Emil Jónsson gáfust
alveg upp við að verja cða mæla
bót lánsfjárhöftum þeim, sem rík
isstjórnin hefur beitt og lineppt
atvinnuvegina í, og þeir gátu í
engu mótmælt þeim hörntulegu af
leiðingum, að daglaun verkamanna
eða annars launafólks hrökkva nú
hvergi nærri fyrir nauðþurftum
meðalfjölskyldu, ekki sízt vegna
hins gífurlega húsnæðiskostnaðar,
sent ekki cr talinn í vísitölu nenta
brot af því, sem liann er raun
verulega. Þá gátu þeir Bjarni og
Emil ekki heldur nefnt nokkur
úrræði, sem þeir hefðu á prjón-
urn til þess að breyta þessari þró-
un. Þeir fullyrtu þvert á móti, að
þeir væru staðráðnir í því að
halda áfram á sömu „viðreisnar“-
brautinni, ef þeir héldu velli og
mundi ekki ganga hnífurinn á
milli þeirra frcmur en fyrr.
Eftir umræðurnar ætti mönn
um því að vera enn betur ljóst,
um hvað þessar kosningar snúast
öðru frcmur. Þær snúast um það,
hvort þjarma á enn meira að at-
vinnulífinu með tilheyrandi at-
vinnuskorti og skerðingu fram
leiðslugetu þjóðarinnar og 'síðan
Framhald á bls. 11.
Þetta vill Framsóknarflokkurinn
í skólamálaályktun síðasta
flokksþings Framsóknarflokks
ins, sem rakið hefur verið
stuttlega i síðustu þáttum, er
ennfremur lögð áherzla á, að
endurnýja þurfi fræðslukerfi
gagnfræðastigsins og bent á
eftirfarandi atriði:
★Þeim, sem lokið hafa gagn
fræðaprófi en ekki landsprófi
verði opnuð leið til stúdents-
próts með sérstöku viðbótar-
nami.
■k’ Komið á fót ýmsum nám-
skeiðum aT loknu gagnfræða-
prófi til framhaldsmenntunar
og þjálfunar og sérliæfingar.
★ Verknámi og bóknámi
verði gcrt jafnhátt undir
höfði og búið þannig um, að
verknámsleiðin geti einnig leitt
tii æðstu menntastiga.
•kr Unnið verði ötullega að
æskilegri fjölgun menntaskóla
og aukin þar námsfjölbreytni
með valgrcinum eftir áhuga
nemenda og áformum um sér-
mtnntun.
★ Tækniskólinn verði efldur
svo að nemendur geti lokið
nami þar. og tækniskóli verði
stolnaðu.' á Akureyri.
ic Samvinnuskólinn verði efld
ur og fái rétt til að brautskrá
stuaenta.
ir Kanr.aðir mögulcikar á
stofnun lýðháskóla.
* Hjúkrunarskóli íslands
verði efldur og reynt að ráða
varanlega bót á hinum alvar-
lega skorti fullmenntaðs hjúkr
unarfólks.
ir Lögð áherzla á eflingu sér-
skóia í þágu atvinnuveganna.
★ Menntun kennara miðist
við auknar kröfur og breyttar
þarfir menntakerfisins og
Kennaraskólanum gert kleyft
að rækja hlutverk sitt í verk
íegri þjálfun og tilraunastarf-
semi. Athuguð stofnun fram-
Framhald á bls 11