Tíminn - 07.06.1967, Blaðsíða 5
MIÐVIKUOAGUH 7. júní 1967
VETTVANGUR
TIMINN
ÆSKUNNAR
Ungir rnenn í baráttusætum
íí9!íSfií
NÁ ÞEIR
KOSNINGU?
Steingrímur Ilermannsson i Jónas Jónsson
í 3. sæti á lista Framsóknarflokks- í 4. sæti á lista Framsóknarflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi. |ins í Norðurlandskjördæmi eystra
Svarið er í ykkar hendi9 ungu kjósendur
Steingrímur Hermannsson:
Við kosningamar 11. júni n. k.
munu náíægt því 12000 æskttmenn
«g konur neyta kosningaréttar
sins í fyrsta siim. Þetta er mynd-
arlegur hópur og reiðubúinn að
taka við og varðveita sinn dýr-
mæta arf, sjáMstætt land, menn-
ingn þess, sögu og tungu. Við fs-
lendingar þurfum ekki að kvíða
framtíðinni, ef við búum unga
fólkinu viðunandi starfsgrundvöll.
Á næstu árum biða unga fólk-
inu margar örlagarikar ákvarðan-
ir. að mun stofna beimili, velja
lífsstarf, ákveða framtíðarbúsetu
og eðlilega vill það einnig eign-
ast sitt eigið húsnæði. Unga fólk-
ið hlýtur því að kanna vel grund-
völlinn allan, eins og hann er í
dag, og vanda vel með atkvæði
sínu í kosningunum, val þeirrar
stefnu, sem það vill að fylgt verði
á næstu árum.
í þessum fáu orðum er ekki
unnt að kryfja til mergjar stefn-
ur stjórnmálaflokkanna í þjóðmál
um. Öllum má þó vera ljóst, að
verðbólgan, sem fylgt hefur í kjöl
far stefnu ríkisstjórnarinnar í
efnahags- og fjármálum, hefur
kippt fótum undan okkar aðalat-
vinnuvegum.
Ilinn ungi sjómaður komst seint
á sfld og frystihúsin eiga I stór-
kostlegum erfiðleikum.
Ungur bóndi ræður varla við
þá miklu fjárfestingu, sem' nauð-
synleg er nú tfl þess að stækka
búið og búa honum og fjölskyldu
lians sæmileg lífskjör.
Iðnfyrirtækin loka hvert af
öðru vegna fjárhagserfiðleika.
íhúðarkostnaður hefur meira
en tvöfaldazt á undanförnum ár-
um.
Á meðan þetta gerist heldur rík
isstjórnin að sér liöndum og forð-
ast að vinna skipulega að efna-
hags- og atvinnumáium. Það eru
kölluð liöft. Þó er vafasamt, að
þjóðin hafi nokkru sinni áður
kynnzt verri liöftum en fjármagns
höftum núverandi ríkisstjórnar.
Framsóknarflokkurinn, hins veg
ar, vill aukið samstarf ríkisvalds-
ins, atvinnufyrirtækja og einstakl
inga í hverju byggðarlagi. Hann
vill með slíku samstarfi gera fram
kvæmdaáætlanir, sem miða að
skipulegri byggðaþróun í öllum
greinum þjóðlífsins. Þannig vilj-
um við skapa öryggi stað þeirr-
ar óvissu, sem nú ríkir, og dug-
miklum einstaklingum frelsi til
þess að beita atorku sinni og hug
myndaflugi í hinni stöðugu bar-
áttu þjóðarinnar fyrir bættum
lífskjörum.
Ég vil leggja áherzlu á, að ung-
ir kjósendur kynni sér sem bezt
stefnu Framsóknarflokksins, störf
lians og sögu. Framsóknarflokk-
urinn er ekki aðcins stærsti
flokkurinn í sveitum landsins,
lieldur einnig annar stærsti flokk-
urinn í þéttbýlinu. Framsóknar-
flokkurinn hefur tekið við hlnt-
verki Alþýðuflokksins á meðal
vinstrimanna í bæjum, síðan sá
flokkur gekk íhaldinu á hönd.
Framsóknarflokkurinn gengur
samhentur og sterkur til kosning-
anna og er eina öfluga stjórnar-
andstaðan í dag.
Það er sannfæring mín, að fátt
sé nauðsynlegra þeim ungum
mönnum og konum, sem ekki
njóta einhverra sérréttinda í þjóð
félaginu, en að breytt sé um
stefnu. Þetta verður aðeins gert
með því að styðja Framsóknar-
flokkinn i kosningunum 11. júni
næstkomandi.
Jónas Jónsson:
Nýtum sjálfir gæii landsins
Ég vil sérstaklega biðja unga
fólkið í landinu að hugleiða það,
hve rík þjóð og farsæl við íslend
ingar í raun og veru erum, og get-
um orðið, ef vel er á öllum málum
haldið.
Auðæfi okkar byggjast á mögu-
leikum landsins. Lítil þjóð í stóru
landi er rfk.
Við eigum dalina og undirlead-
ið, með gróðurmoldinni, hinar
miklu víðáttur óræktaðs lands,
sem teygja sig milli fjalls og
fjöru. Við getum grætt upp mest
af auðnunum á láglendinu. Við
eigum afréttirnar og ailt hálend-
ið, sem auk þess að verða nytjað
til beitar verður eftirsótt tfl úti-
lífs og ferðalaga.
Við eigum árnar, vötnin öll og
sjávarlónin, með nær óþrjótandi
möguleika til fjölþættrar fiskirækt
ar, til skemmtivciða og til mat-
vælaframleiðslu. Fallorka ánna er
mikii, og livcrirnir búa yfir orku
og efnum, sem alit verður nýtt
þegar liugkvæmni og þckkingu
verður beitt.
Síðast en ekki sízt eigum við
sjóinn kringum landið, landgrunn
ið þar sem hafsstraumar mætast
og frjóvga vatnið, svo að óvíða
eru bctri fiskimið í liciminum. í
fjörðunum verður bráðum tekin
upp bein fiskirækt!
Ég vil líka minna á að það
er ekki í neinni órafjarlægð að
allt þetta Iilýtur að verða hagnýtt
að meira eða minna leyti. Eins og
við öll vitum er nú þegar mikill
fæðuskortur í hciminum %—Vi
mannkynsins sveltur eða býr við
efnaskort. Bilið á milli ríku og
fátæku þjóðanna er enn geigvæn
lega breitt, en það vcrður brúað,
við það er eina friðarvon mann-
kynsins bundin. Þá verður gæðun
um jafnar skipt, á milil þjóðanna
eins og tekizt hefur að jafna lífs
kjör fólksins innan menningarland
anna. Það verður öllum til hag-
sæLðar. Talið er af mörgum að
hámarksfólksfjölda verði náð í
heiminum um eða eftir miðja
næstu öld.
Vonandi verðum við íslendingar
menn til að nýta öll gæði Iands
okkar og þurfum ckki að láta þau
í hendurnar á öðrum. En til þess
þurfum við að Iáta liendur standa
fram úr ermum.
Við þörfnumst umfram alit þckk
ingar á ÖLLUM sviðum: í VERK-
LEGUM efnum, í LÍFEÐLIS-
og NÁTTÚFRÆÐI til að gera nátt
úru landsins okkur undirgefna, í
FÉLAGSFRÆÐI og hvers konar
ANDLEGUM EFNUM.
Ég livet unga fólkið til að leita
sér sem alira beztrar menntunar,
innanlands eða utan, hvern á sfnn
áhugasviði. Hún verður að vera
sá trausti grundvöllnr sem við
byggjum framtíð þjóðfélagsins á.
Unga fólkið verður að hafa á-
ræðni til að ráðast f erfíð verk
efni. Það má ekki láta úrtölu
mennina, sem að undanförnu hafa
setið hér að völdum draga úr séi
hug og dug. — Þeir draga í efa
að við séum réttumegin við mörk
hins byggilega heims og telja okk
ur of smáa til að lifa hér sjálf-
stæðu menningarþjóðfélagi. Þeir
Frannhald á bls. 11.
UNGT FÓLK VILL UNGA ALÞENGISMENN