Tíminn - 07.06.1967, Side 7

Tíminn - 07.06.1967, Side 7
MIÐVTKtTDAGTTIl 7. Júnf 1967 TIMINN —STIíiIiís — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur f Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Vaxandi flokkur Kjördagurinn. nálgast óðum og kosningabaráttan er í algleymingi. Því meira sem kosningabarattan hefur hamað, því augljósara hefur það orðið, að höfuðbaráttan stendur á milli Framsóknarfiokksins annars vegar og stjómarflokkanna hins vegar, en eftir ástarjátningu Gylfa Þ. Gíslasonar til Sjálfstæðisflokksins er það enn ljósara en áður, að stjórnarflokkarnir eru orðnir eitt Þeir íhalds- andstæðingar, sem hingað til hafa fylgt Alþýðuflokknum, hljóta því að yfirgefa hann. Augljóst er, að þær vonir, sem einhverjir kunna að hafa bundið við Alþýðubandalagið sem væntanlegan for- ustuflokk, eru hmndar til grunna. Alþýðubandalagið gengur ekki aðeins tvíklofið til kosninga, heldur er fjandskapurinn innbyrðis svo mikill, að miðstjórn Al- þýðubandalagsins útilokaði Hannibal frá að koma fram í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þar sem Hannibal býður sig fram fyrir Alþýðubandalagið, gat hann ekki fengið sérstakan tíma í útvarpinu, því að þá hefði Alþýðubandalaginu verið veittur meiri réttur en öðmm flokkum. Hins vegar bar Hannibal Valdimarssjmi siðferðilegur réttur sem for- manni Alþýðubandalagsins og trambjóðanda, sem er að safna atkvæðum fyrir það, til að koma fram í sjónvarps- tíma bandalagsins. Þessum rétti var hann sviptur af mið- stjóm Alþýðubandalagsins og mun það ekki verða til að bæta sambúðina eftir kosningarnar. Allt bendir til að Alþýðubandalagið muni þá ekki aðeins tvíklofna, heldur margklofna. Slíkum flokki og flokksbrotum geta vitanlega engir treyst Hinsvegar er það höfuðnauðsyn fyrir frjálslynt fólk og íhaldsandstæðinga að sameinast. Sundrung þess er aðeins vatn á myllu íhaldsins. Þetta hafa líka fleiri og fleiri verið að gera sér ljóst á undanförnum árum. Þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn verið stöðugt að au'ka fylgi sitt. í seinustu þingkosningum munaði ekki miklu á fylgi hans annars vegar og samanlögðu fylgi Al- þýðubandalagsins og Alþýðuflokksins hinsvegar. í sein- ustu bæjarstjórnarkosningum varð hann næststærsti flokkurinn í kaupstöðunum. Framsóknarflokkurinn gengur einhuga og samhentur til kosninganna. Það mun enn auka fylgi hans. Þetta finna líka stjórnarflokkarnir. Þess vegna beina þeir aðal- sókn sinni gegn honum, en ger,a gælur við Alþýðubanda-> lagið og sprengilista þess. En kjósendur gera sér þess líka grein, hvað íhaldsöflin óttast mest. Það er, að hér verði á komandi árum öflugur þjóðlegur umbótaflokkur. Þsss vegna fjölgar þeim stöðugv er fylkja sér um Fram- sóknarflokkinn. Hví á að þegja? Alþýðublaðið krefst þess í gær. að stjórnmálablöðin minnist ekki neitt á afstöðuna til Efnahagsbandalags Evrópu, því að það sé ekki tímabært. Furðulegt er, að blaðið skuh segja þetta, þar sem mið- stjórn Alþýðuflokksins hefur gert ályktun um, að ísland skuli leita aukaaðildar að Efnahagsbandalaginu, þegar þar að kemur. Hvers vegna vill Alþýðublaðið að farið sé með þessa stefnuyfirlýsingu Alþýðuflokksins eins og leyndarmál og ekkert minnast á hana fyrir kosningar? Ástæðan er einfaldlega sú, að aukaaðild munu fylgja ýmsir skilmálar, sem Alþýðublaðið vill ekiti ræða fyrir kosningað, eins og t. d. fullur réttur erlends verkafólks til að leita sér hér atvinnu. Björgvin Jónsson Halldór E. Sfgurðsson Ólafur Jóhannesson Það tekur oft tíma að knýja umbótamálin fram: FORUSTA FRAMSÚKNARMANNA UM ALMENNAN LÍFEYRISSJÚD Tíu ár liðin síðan Framsóknarflokkurínn hóf baráttu á Al- þingi fyrir sjóðstofnuninni. ÞaS var árangur af langri baráttu Framsóknarflokks- ins þegar ríkisstjórnin til- kynnti á Alþingi í marzmán uði í fyrra, að hún myndi skipa nefnd allra flokka til að undirbúa löggjöf um al- mennan lífeyrissjóð. Sú netnd tók til starfa skömmu síðar og ætti að mega vænta þess, að næsta Alþingi f jalli um tillögur hennar. Það eru nú rétt 10 ár síðan þessu máli var fyrst hreyft á Alþingi. Sex þing menn Framsóknarflokks- ms, Ólafur Jóhannesson, Björgvin Jónsson, Halldór E. Sigurðsson, Sveinbjöm Högnason, Sigurvin Einars- son og Ágúst Þorvaldsson, fluttu vorið 1957 svohljóð- andi tillögu til þingsálykt- unar: , Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta at- huga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífeyrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, bænd ur. útvegsmenn og aðra þá, sem ekki njóta lífeyristrygg inga hjá sérstökum lífeyris sjóðunr'. Tillaga þessi var sam- þykkt 31. maí 1957. Þann 20. desember 1958 skipaði þáverandi félagsmálaráð- herra, Hannibal Validmars- son. fimm manna nefnd til að framkvæma athugun þá, sem tillagan fjallaði um. í nefndinni áttu sæti Hjálm- ar Vilhjálmsson, sem var form. hennar, Guðmund- ur J. Guðmundsson, Gunn- ar J. Möller, Ólafur Jó- hannesson og Sverrð- Þor- björnsson. Nefndin skilaði sérstöku áliti til ríkisstjórn annnar í nóvember 1960. Niðurstaða nefndarinnar var á þá lund, að hún lagði til, að sett yrði löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn ættu kost á að tryggja sig hjá. Þrátt fyrir þessa jákvæðu niðurstöðu nefndarinnar gerði ríkisstjórnin ekkert í málinu. Þegar þrjú ár voru liðin síðan rikisstjórnin fékk nefndarálitið og auð- séð var, að hún myndi ekk- ert aðhafast, lögðu átta Framsóknarmenn fram svo- hhóðandi tillögu í Samein- uðu þingi í ársbyrjun 1964: „Alþingi áiyktar að kjósa fimm manna nefnd 1 Sam- emuðu pingi með hlutfalls- kosningu til þess að semja frumvarp til laga um al- mennan lífeyrissjóð, sem alhr eigi kost á að tryggja sig hjá“. Flutningsmenn þessarar tillögu voru þeir Ólafur Jó- hannesson, Halldór E. Sig- urðsson, Sigurvin Einars- son. Jón Skaftason, Þórar- inn Þórarinsson, Helgi Bergs, Ásgeir Bjarnason og Ágúst Þorvaldsson. Tillögunni var vísað til fjárveitingarnefndar. Þar var samþykkt, að hún yrði afgreidd í eftirfarandi íormi: -.Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta | kanna til hlítar, hvort ekki I sé tímabært að setja lög- I gjöf um almennan lífeyris- Jjj sjóð, sem allir landsmenn, y sem eru ekki nú þegar aðil- | ar að lífeyrissjóðum, geti | átt aðg'ang að“. Halldór E. Sigurðsson | mælti fyrir þessari tillögu | af hálfu fjárveitingarnefnd f ar, ug var tillagan samþykkt I á Alþingi 13. maí 1964. f Það var í framhaldi af [ þessari ályktun Alþingis, að f þann 8. júní 1964 fól þá- ! verandi félagsmálaráðherra ■ Haraldi Guðmundssyni fyrr verandi sendiherra, að semja álitsgerð um efni það, sem tillagan fjallar um. Álitsgerð Haralds var lögð fyrir Alþingi í marz- j mánuði í fyrra og var áður- | nefnd milliþinganefnd skip | uð í framhaldi af því. Undirbúning að samningu I löggjafar um þetta efni, 'j heiði vel mátt hefja haustið | 1960 eða strax eftir að fyr- 1 ir lá álit þeirrar nefndar, sem þá fjallaði um málið. Viljinn var hins vegar ekki fyrir hendi hjá þeim sem réðu. Það tekur oft tíma að afla umbótamálum fylg- is. Framsóknarmenn fagna því. að sú barátta, sem þeir hófu varðandi þetta mál fyrir 10 árum, hefur nú borið árangur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.