Tíminn - 07.06.1967, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. júní 1967
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
Framlha'M af bJs. 5.
hafa sýnt ósjálfstæði gagnvart er-
lendum öflum og eru ekki líklegir
til að varðveita sjálfstæði þjóð-
arinnar af nægilegri einurð a- m-
k. ekki ef fast væri á það leitað.
Ég vil að lokum minna á að
Framsóknarflokkurinn er eini
flokkurinn, sem hefur óháða ís-
lenzka utanríkisstefnu. Hann hef-
ur alla tíð verið óbundinn af er-
lendum kenningakerfum, og engu
stórveldi lotið í hugsun, eins og
hinir flokkarnir gera. Hann var
stofnaður á morgni framfara aM
arinnar til að bæta hag lands og
lýðs, og hefur reynzt því trúr í
50 ár astarfi, en er nú yngri að
kröftum og sterkari af sóknarhug
en nokkru sinni fyrr.
LÖGREGLUSTARFIÐ
FramhaM af bls. 9.
regiunnar varðandi starfsskil-
yrði?
— Aðbúnaði lögreglunnar hef-
ur verið ábótavant þau 17 ár setn
ég hefi starfað sem lögregluiþjónn.
Það er aðallega varðandi húsa
kynni. En nú stendur það til bóca
með tilkomu nýju lögreglustöðv-
arinnar, s'em er staðsett á horni
Hvenfisgötu og Snonrafbrautar og
þangað er umferðadeiMin þegar
fliutt til 'bnáða'birgða á jarðtiæð-
ina.
AÐALFUNDUR KEA
Framhald af bls. 12. __
Kostnaður vegna vörusölu jókst
úr 17,6% árið 1965 í 19%.
Framkvæmdastjórinn sagði að
lokum, að vegna gífurlegs iauna-
kostnaðar og kostnaðar yfirleitt,
verðbólgu og dýrtíðaraukningar á
árinu sem leið væru ástæður
flestra fyrirtækja lakari nú en áð-
ur hér á landi. Gilti hér hið sama
um Kaupfélag Eyfirðinga eins og
önnur fyrirtæki í landinu.
Að loknu máli framkvæmdastjör
ars tók Sigurður Óli Brynjólfsson
til máls fyrir hönd endurskoðenda
og mælti með því, að reikningar
félagsins yrðu samþykktir. Síðan
var fundi frestað þar til kl. 3.30,
en fundarmenn gengu til hádegis
verðar að KEA-
Fastráðið starfsfólk hjá KEA var
samtals 544 manns, þar af flestir
við búðarstörf, eða 144. Beinar
launagreiðslur námu kr. 102.015.
I 237.39, en óbeinar launagreiðslur
kr. 3862.451.50 eða samtals kr.
105.877.688.89.
ÁLYKTANIR
FramihaM af bls. 2.
II
Fjórtán uppeldismálaþing S.Í.B.
og L.S.F.K. fagnar því, _að hafn-
ar eru skólarannsóknir í Islandi,
sem vænta verður mikils af, og
treystir því, að til þeirra verði
varið nauðsynlegu fjármagni, svo
að árangur þeirra leiði sem fyrst
til æskilegra og nauðsynlegra um
bóta á skólakerfinu
Þingið lýsir ánægju sinni yfir
því, að starfsfræðsla er hafin í
mörgum skólum landsins. Sú
námsgrein er nauðsynleg í nú-
tíma þjóðfélagi. Rétt er að vinna
ötullega að því, að hún verði
fjölbreyttari og nái til sem flestra.
Lýsir þingið alvarlegri áhyggju
sinni af því, að góður undirbún-
ingur að starfsfræðslu í íslenzkum
skólum verði að takmörbuðu
gagni, ef námstjórn er nú felld
niður í þessari grein.
III
14. uppeldismálaþing S.Í.B. og
L.S.F.K óskar Ríkisútgáfu náms-
bóka til hamingju með 30 ára
starfsferil og þakkar forstjóra og
öðru starfsfólki gott starf
Jafnframt skorar þingið á yfir-
stjórn fræðslu- og fjármála að
skapa Ríkisútgáfunni á hverjum
tíma viðunandi starfsgrundvöll.
ÍV
14. uppeldismálaþing S.Í.B og
L.S.F.K. 1967 fagnar þeirri ákvörð
un hæstvirts menntamálaráðherra
að láta hefja smíði Æfinga- og
tilraunasköla Kennaraskóla ís-
lands á þessu sumri. Jafnframt
treystir þingið því, að fjárveiting
um og framkvæmdum við fyrsta
áfanga skólans verði þannig
hagað, að hann fulJnægi öllum
lögboðnum og eðlilegum kröfum
sem gera verður til nútíma barna
skóla um starfsaðstöðu alla auk
hins sérstæða hlutverks æfinga-
og ti'lraunaskóla.
Uppeldismálaþing 1967 fagnar
iþví að fyrsta áfanga kennaraskóla
hússins við Stakkah'líð er nú lok-
ið að kalla og leyfir sér að beina
þeirri eindregnu áskorun tii hæst
virts menntamálaráðherra, að
hann stuðli að því, að bygging
nœsta áfanga verði hafin eigi síð-
ar en á næsta vori, þar eð
þrengsli í hinu nýja húsi Kenn-
araskólans eru nú þegar orðin
fjötur um fót allri starf'semi þar,
sem þó er gert ráð fyrir að vaxi
stórlega í nánustu framtíð.
UppeMismálaþing 1967 beinir
þeirri eindregnu áskorun til hæst-
virts menntamálaráðherra, að
hann stuðli að því, að Kennara-
skóli íslands verði nú þegar bú-
inn svo sérhæfðu starfsliði, að
hann geti annað því vandasama,
fjölþætta og umfangsmikla hlut-
verki, sem honum er falið.
14. uppeldismálaþing S.Í.B og
L.S.F.K fagnar stofnun íslenzkr-
ar sjónvarpstöðvar og álítur, að
starfsemi hennar geti orðið ís-
lenzkri menningu og þjóðemi til
mikilla heilla, ef rétt er á haldið.
Þingið telur höfðunauðsyn, að
fjölmiðlunartæki slíkt sem sjón-
varpið er, verði hið fyrsta virkj-
að svo sem verða má, til stuðn-
ings íslenzkri skólastarfsemi.
Þinigið telur, að gott starf hafi
þegar verið unnið á vegum sjón-
varpsins við flutning skipulegs
dagskrárefnis fyrir börn og ung-
linga í þættinum Stundin okkar.
Þingið leggur áherzlu á, að eftir-
leiðis sem hingað til starfi að gerð
slíkra þátta starfsmenn, er sér-
þekkingu hafa á málum æskufólks
bæði hvað fræðslu og félagsleg
málefni snertir.
Þingið hvetur eindregið til
þess, að aukin verði og efld inn-
lend dagskrárgerð hins íslenzka
sjónyarps, þar sem þjóðleg menn-
ingarhefð verði í fullum heiðri
höfð.
14. uppeldisfnálaþing S.Í.B. og
L.S.F.K. fagnar þeirri lausn sjón-
varpsmáls Keflavíkurstöðvarinn-
ar, sem boðuð hefur verið
Al'lar tillögumar voru sam-
þykktar í einu hljóði.
A VÍÐAVANGI
Framhald aí bls. 3.
ir i trúnni, kjósa sinn lista og
gefa með þri atkvæði sitt í
vaid og miskunn forsætisráð-
herra“ o. s. frv.
Skúli er að lýsa því, sem
Hanníbalistar hafa sagt sjálfir
í blaði sínu, að atkvæði sem
falla á I-listann séu raunveru
tega greidd Alþýðubandalaginu
og engum öðrum, einmitt mönn
um sem Hannibal segist vera
að berjast við í heimilisstyrj-
ötdinni, og gangi til þess að
koma uppbótainönnum komm-
únista á þing og tryggja þeim
meirihluta yfir Hannibal í
biugflokxnum vafalítið Geir
Gunnarssyni og Ragnari Am-
aitís!
Samkvæm' sameiginlegri
skcðun Skúlp og Hannibals er
Hannibai að stunda alveg ó-
TÍMINN
þarfa milliliðastarfsemi, þar
sem allt lendir í einum potti og
sama dilk hvort sem er.
KVENFÉLAG
Framhald af bls. 2.
grímsgarður í Borgarnesi þoss
gleggst vitni, en hann er og hef-
ur verið stolt og eftirlæti félags-
ins. Frú Geirlaug Jónsdóttir hef-
ur í 30 ár verið formaður nefnd-
ar þeirrar er séð hefur um starf-
rækslu garðsins. í tilefni af 40
ára afmælinu ákvað félagið að
gefa álitlega fjárupphæð til Skalla
grímsgarðs, ennfremur var ákveð
ið að gefa lækníshéraðinu fimm-
tíu þúsund krónur til kaupa á
röntgentækjum. í félaginu eru nú
starfandi 65 konur, auk heiðurs-
félaga. Núverandi stjóm félags-
ins skipa: Aðalheiður Jónsdóttir,
formaður, Helga Guðmarsdóttir
ritari og Ragna Hjartar gjald-
keri.
YFIRLÝSING
Framhald af bls. 2.
1967, vill framkvæmdastjórn F.í.
S. vekja athygli á, til þess að fyr-
irbyggja misskilning, að undir-
skriftir þessar eru ekki að neinu
leyti á veguim félagsinis, heldur
er hér eingöngu um að ræða per-
sónulegar skoðanir þessara
manna.
Stjórnin vill einnig benda á, að
samkvæmt lögum félagsins er það
hjutlaust í stjórnmálum, enda inn
an vébanda þess fóJk með mis-
munandi skoðanir í þeirn efnum.
Framkvændastjórnin hamiar,
að ofangreindar undirskriftir hafa
verið birtar á þann íátt, er sé
til þess fallinn að valda misskiln-
ingi og með því reynt að draga
ópólitísk samtök út í kosninga-
baráttuna og telur slíkt með öllu
óviðeigandi.
Framkvæmdastjórn Félags ísl.
símamanna.‘-
VIÐTAL VIÐ GUÐNA
Framhald af bls. 2.
ekki hækkað réttilega. Hann lof-
aði að atíhuga þetta og gerði það,
og fékk þessa útkomu. Við telj-
um þó, að jafnvel þessi 19% séu
ofreiknuð.
— Við höfu'm haldið því fram,
að það væri alveg rökrétt, að út-:
gerðarlán sem eru tryggð með
1/3 af afla, ættu að hækka a.m.k.!
í hlutfalli við hækkað fiskverð, i
þar sem bankinn hefði þá alltaf i
hlutfa'Ilslega sömu trygginguna. \
Þetta hefur ekki gerzt. Útgerðar- j
lán á bát eins og minn hefur t.d.,
ekki hækkað um 1% frá 1963. i
— Hvað viltu segja um horfurn i
ar í málefnum útvegsins?
— Ég myndi segja að þær ;
væru vægast sagt mjög slæmar |
— Það, sem vantar hér, er j
endurskipulagning í sjávarút- j
vegi. Það þanf að finna út, hvern- j
ig fiskiflotinn og fiskvinnislustöðv j
arnar verða bezt nýttar, og fara i
síðan eftir því.
Sannleikurinn er sá, að það
er alveg sama hvaða fiskiskip við j
eigum í dag, og alveg sama hvern j
ig fiskiskip við myndum kjósa;
okkur að eiga í dag, — það væri j
ekki hægt að gera neitt af þeim j
út á bolfiskveiði hér á landi, mið j
að við það að fiska fyrir frysti-1
húsin, nema með tapi. Þetta er i
staðreynd málsins.
Ég get ekki látið hjá liða að!
minnast á það um leið, í sam-:
bandi vdð þessa skuttogara, að
það er einungis frestun málsins
að vera að skipa nefnd til þess
að athuga hvaða skip henti okk-
ur. Það er engin nefnð sem
getur fundið slíkt út frekar en
Pétur eða Páll. Fyrst og fremst:
henta okkur sams konar skuttog- j
arar og henta öðrum fiskveiði-
þjóðum, sem fiska á sama sjó og !
við ætlum að fiska og hafa orðið
reynsJu af þessum skipum. Svona
nefnd getur ekki að mínu áliti
komizt að neinni anniarri niður-
stöðu. Hitt myndi ég halda að
vœri miklu nær, að setja þessa
nefnd á laggimar til þess að
vita hvort ekki væri hægt að
finna rekstr.argrundvölJ fyrir
þessi skip. Ef til vill er það lí'ka
ætflunin.
— Ef engar ráðstafanir verða
gerðar á þessu ári, hvernig verð-
ur þá ástandið útveginum er
líða tekur að áramötum?
— Ég held það séu hreinar
línur, að stór hluti útvegsmanna
fari á hausinn. Ég get ekki séð
annað.
SJÓNVARPSUMRÆÐUR
Framlhalda af bls. 1.
einhvers konar aðild að EBE, þar
sem landið verður opnað fyrir er-
lendum atvinnurekstri og vinnu
afli, eða hvort snúa ó við og beita
fjármagninu til þess að reisa við
íslenzka atvinnuvegi, veita þeim
öflugan og eðlilegan stuðning og
tryggja með því atvinnuna og gera
þeim fært að greiða starfsfólki
lífvænleg laun fyrir dagvinnu.
Þær snúast um það, hvort þjóð
in á að eiga afkomu sína undir er
lendu fjármagni og stóriðju, eða
tryggja öryggi sitt með virku,
íslenzku framleiðslukerfi-
Eysteinn Jónsson dró upp skýr
ar myndir af afleiðingum stjórn-
arstefnunnar, sem við blasa í erf-
iðleikum atvinnuveganna. Hann
benti á, að þrátt fyrir verðfall
væri útflutningsverð fr.amleiðslu-
vara okkar enn verulega mikið
hærra en 1960, jafnvel einnig síld-
arinnar, sem mest hefur faUið.
Erfiðleikar atvinnuveganna stöf-
uðu því ekki af því, og þeir hefðu
átt að komast vel af eftir hávirði
síðustu ára, ef stjórnarstefnan
hefði ekki beinlínis lagt á þá her-
fjötur með lánakreppunni, skatt-
píningu og óðaverðbólgu. Um
hina tilibúnu Jánakreppu nefndi
hann sem dæmi, að árið 1959 þeg
ar útflutninigsverðmæti lands-
manna var rúmar þúsund milljón-
ir, hefðu framleiðslulánin verið
yfir 700 millj. en s. 1. ár þegar
útflutndngsverðmæti var orðið um
sex þúsund milijónir, hefðu sömu
lón verið innan við þúsund millj.
Þessi lán hefðu aðeins vaxið um
40% meðan útflutningsverðmætið
óx um 500 prósent.
Eysteinn Jónsson rakti síðan
ýmis augljós dæmi um afleiðing-
ar þessarar stefnu og benti á, hví-
lík vá vœri fyrir dyrum, ef áfram
væri haldið.
Viðurkennd staðreynd væri, að
engin fjölskylda gæti lifað af dag-
vinnutekjum, og húsnæðiskostnað
urinn, sem falsaður væri í vísitöl-
unni og sagður þar aðeins brot af
því, sem hann raunverulega er,
gleypti mikinn hluta þessara
tekna. Atvinnuskortur vofði nú
yfir vegna samdráttarins í atvinnu
lífinu, og yfirvdnnutekjur minnk-
uðu sífellt. Þess vegna væri fyrir-
sjáanlegt fullkomið vandræða-
ástand, ef ekki væri snúið við.
Ríkisstjórnin boðaði aðeins
sama tóbakið, og síðan til viðbót-
ar einhvers konar aðild að EBE
eins og til að fullkomna það
ástand, sem sáð hefur verið til,
með því að þrengja að íslenzku
framtaki svo að það rýmdi til fyr-
ir umsvifum erlends fjármagns.
Eysteinn sagði, að þjóðin yrði
að snúa við. Jókvæða leiðin út úr
öngþveitinu vœri að • treysta á ís-
lenzkt framtak og efla það, beina
rekstrarfé þjóðarinnar til þess
og framleiðslunnar reisa fram-
leiðslukerfið við og gera því fært
að tryggja atvinnuna með lífvæn-
legum launum fyrir eðlilegan
vinnudag.
Þetta eru örlagamál þjóðarinn-
ar nú, og um þau verður kosið.
ÞETTA VILL
FramhaMa af bls. 1.
haidsdeildar við Kennara-
skóiann i tengslum við Há-
skólann.
★ Stefnt að því, að rikis-
sjóður beri einn allan kostnað
af skólamálum og öðrum
menntamálum, svo að misjöfn
geta bæjar og sveitarfélaga
ráði ekki úrslitum.
MUNIÐ
x-B
ÞAKKARÁVÖRP
Vinum mínum nær og fjær votta ég innilegt þakklæti
fyrir auðsýnda vinsemd á sjötugsafmæli mínu hinn 31.
maí síðastliðinn.
Björn Haraldsson.
Við þökkum innilega iillum fjær og nær auðsýnda samúð og vin
áttu við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
Þórðar Kristfánssonar /
hreppsstjóra, Breiðabólsstað.
Steinunn Þorgilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Eiginmaður minn og faðir okkar, sonur og bróðir,
Bafdur Magnússon
Þórsmörk, Mosfellssveit,
andaðist i Landsspítalanum 5. júni.
Lára Haraldsdóttir og börn, foreldrar og systkini.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns og
bróður okkar,
Jóns Magnússonar
frá Torfastöðum,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Þuríður Magnúsdóttir,
Magnea Magnúsdóttir,
Steinar Sigurðsson.