Tíminn - 10.06.1967, Page 9
25
LAUGARDAGUR 10. júní 1967
Þar fer hjónavígslan fram
Kirkjan, þar seim ertfingi dönsku
krúnunnar og Henri de Mon-
pezait greifi eru gefin saman
í dag, var upphaflega smiðja
dianska flotans.
í Danmörku er greinilegur
aldursmunur á kirkjum úti á
landsbyggðinni og í borgunum.
Af 2000 sveitakirkjum, sem nú
eru notaðar er 1771 byggð
fyrir siðaskiptin 1636, þar af eru
um 1650, sem uppihaflega voru
byggðar á tímum Rómverja
1000—1200 eftir Kristburð. Fal-
legar dómkirkjur prýða nokkra
bæi úti á landi, þeirra á meðal
er dómkirkjan í Roskilde, sem er
30 km. fyrir vestan Kauipmanna-
höfn. Þar er grafreitur dönsku
konunganna. En í Kaupmanna-
höfn sjiálfri, sem er 800 ára gömul
er engin dómkirkja frá miðöld-
um. Biorgareldar og stríð haifa
jafnað þeim við jörðu og skip
og gafl Skt. Petri kirkjunnar eru
einu leifar miðaldaibyggingar.
Þessi kirkja var gerð upptæk
við siðasikiptin áisamt klauistrum
borgarinnar. Eftir að hún hafði
verið notuð sem smiðja hálfa
öld var aftur farið að nota hana
til 'guðlþjónustu.
Smiðjan gerð að kirkju.
Á einum hinna mörgu smá-
hólma á sundinu milli Sjálands og
eyjiarinnar Amager var fyrsti kast
ali Kaupmannahafniar byggður
fyrir 800 árum. Á anmarri lítilli
eyju, Bremerholm var konung-
lega skipasmiðjan um 1500. Hér
byggði Friðrik konungur II. stóra
smiðju 1562, þar sem gerð voru
skipsakkeri. Gafl smiðjunnar, sem
snýr að kastalanum hefur tum.
Þessi bygging stendiur enn og
myndar gafl Holmens kirkjunnar.
Sonur og eftirmaður Friðriks
II., Kristján IV., var ekki aðeins
hinn mikli byggingameistari Kaup
mannaihafnar, heldur og hagsýnn
maður. Þegar hann varð að finna
kirkju handa stanfsfólki skipa-
smiðjunnar og flotans mundi hann
eftir smiðjunni, og árið 1619 var
hin langa, lága bygiging vígð,
eftir að settir höfðu verið nýir
gluggar, hurðir og lítill uppmjór
turn. Lítið er vitað um innrétt-
ingu kirkjunnar en kirkjuklukk-
urnar frá 1619 e<"u enn í kirkj-
unni, en útskorítu altaristaflan
með fangamarki Kristjáns IV. er
nú í Grene kirkjumni á Jótlandi,
sem keypti hama 1661 fyrir 75
dali. Af skýrslum má sjá, að
kirkjubekkirnir hafa verið út-
skornir, að hún hafði stúku handa
konungnum og líklega hafa verið
upphækkaðir bekkir í henni.
Misheppnuð eftirlíking.
Þessi látlausa kirkja var ekki
að skapi Kristjáns LV. Hann lé*
byg'gingameistarianin Leoniard
Blasius breyta henni. Hliðarnar
voru gerðar jafn háar og gamla
turntoyggingin og fyrir miðju
iþeirra voru gerðir 15 metra lang-
ir vængir jafn háir og nálega jafn
breiðir og gamla byggingin. Þessir
vængir, sem kallaðir enu Skip-
stjórastígur og Urtagarðsstígur,
breyttu gömlu smiðjunni í rúm-
góða, krosslaga kirkju. Löngu
hliðarnar með háu gluggunum
voru ekki skreyttar, en nýju gafl-
lamir þrír voru skreyttir og reynt
að líkjia efitir upprunalega gafl-
inum frá 1582, en ekki tókst að
ná sömu ró og léttleika, sem ein-
kennir gamla smiðjugaflinn. Á
gaflinum, sem snýr út að götunni
stendur ártalið 1641 og stafirnir
R F P fyrir einkunnarorð Krist-
jáns IV: regna firanat pietas.
Aðalinngangurinn núna er kon-
unglega skrautlhliðið á austur-
gafli gömlu smiðjunnar.
Skírnarfonturinn er
úr skipasmiðjunni.
Að innan er kirkjan hvdtþvegin
og í hvelfingunni eru englamynd-
ir og flúr úr gipskalki frá 1640.
Hinir þunglamalegu upphækkuðu
bekkir voru settir upp 1873.
Vinstra megin við altarið er kon-
ungsstúkan, þar sem Friðrik kon-
ungur og Ingiríður drottning sitja
þegar þau hlýða á guðsþjónustu.
Tjaldhimimninn fyrir ofan stúkuna
verður fjarlægður fyrir brúðkaup
Margrétar prinsessu. Kirkjubekk-
irnir eru frá 1640, en síðan þá
hefur þeim verið breytt nokkrum
sinnum og þeir gerðir þægilegri.
Altaristaflan og prédikunar-
stóllinn, bæði úr eik, voru skorin
út af Abel Sohróder yngri á ár-
unum 1661—62. Þau eru höfuð-
verkin : dönskum barokstil. Á
miðhluta altaristöflunnar eru!
myndir úr lífi Krists, síðasta
kvöldmáltíðin, krossfestingin,
upprisan og uppstigningin. Til
hliðanna eru guðspjallamennim-
ir og kristnar dáðir. Á altaris-
töflunni er fangamark Friðriks j
konungs III og Soffíu Amalíu
drottningar. Stytta af Móses held-
ur uppi prédikunarstólnum. Á1
Þaíf var nú ætlunin , að hér birtisfmynd af Holmens kirkju — og gerðar ráðstafanir til að fá hana frá Kaup-
mannahöfn í gær. En eitthvað hefur nú farið úrskeiðis, því engin kom myndin — og við gripum þá þessa
mynd af Margréti prinsessu og ketlingum á Norðurgarði og birtum hana bara r staðinn.
sjálfum stólnum eru líkneski 11
postula og engla með hljóðfæri,
en á milli þeirra em sýndir at-
burðir úr biblíunni. Hljóð-
magnarinn fyrir ofan prédikun-
arstólinn er krýndur styttu af
Kristi, sem veitir blessun sdna.
Tveir altarisstjakar úr silfri,
90 om. háir eru athyglisverðir.
Þeir eru gjöf frá Danner greifa-
ynju, eiginkonu Friðriks VIL og
eru frá 1873. Er álitið, að þeir
séu eftirlíking af kertastjökum í
hinni helgu greftrunarkirkju í
Jerúsalem.
Skírnarfomturinn er úr járni,
gerður í smiðju flotans.
Danskar sjóhetjur hvíla þar.
Stóri róðukrossinn við hliðina
á prédikunarstólnum var gerður
til minningar um Kristján IV.
fyrir dómkirkjuna í Roskilde.
Hann hefur hangið í Holmens
kirkjunni síðan 1704.
f kórgrindinni eru 38 stólpar
úr látúni og er grafið á þá ár-
talið 1668 og nöfn gefandanr.a.
Tréumgjörðin er ekki upþhafleg.
Orgelið, sem er fyrir ofan Skip-
stjóraganginn er frá 1738, en
hljómbúnaðurinn hefur verið end-
urnýjað'ur no'kkruim sinnum, síð-
ast 1056.
Fjórar af sex málmljósakrón-
um era frá 17 öld.
Skipslí'könin tvö eru bæði frá
þessari öld. Skip Niels Juel ad-
míráls „Christianus Quintus" er
í bórnum og var gert eftir teikn-
ingu frá 1697. f Skipstjórastígn-
um hangir líkan af línuskipinu
Holsten, sem tók þátt í orust-
unni 'við KaU'pmannahöfn gegn
Nelson.
Við hliðina á kórnum var reist
stór kapella 1705. Arkitektinn
var byggingameistari flotans J-C.
Ernst. Að utan minnir hún á
hollenzkan barokstíl. Undir kap-
ellunni eru grafhvelfingar, en
sjáif kapellan er stór salur með
hárri hvelfingu. Þar og undir
henni eru margar líkkistur og
minnismerki. Flestir, sem hvíla
hér hafa verið framúrsbarandi
menn í hernum og kirkjunnar
menn. Sérstaka athygli vekur kap
ella Niels Juel gerð 1710, 13 ár-
um eftir dauða sjóhetjunnar, og
fyrir miðjum langveggnum er
marmarakista, þar sem hvíla jarð-
neskar leifar annarar mikillar sjó-
hetju, Peter Tordenskjols, sem dó
1721. Styttur af báðum admírál-
unum eru úti fyrir kirkjunni.
Stytta af Tordenskjold er í litla
kirkjugarðinum, en stytta af Niels
Juels er á leiðinni til Kongens
Nytorv.
. Vinsæl kirkja.
Holmens kirkja er sjálfseigoar-
stofnum undir vernd konunglega
danska flotans. Allt starfslið fio’-
ans, sem búsett er í Kaupmanna-
höfn er í sókninni. Starfslið-
hennar er prófasturinn og fjórir
aðrir prestar.
Holmens kirkja er ein vinsat.l-
asta kirkja Kaupmann'ahafnar.
Hún er ekki stærsta kirkjan i
borginni, en fólki fellur vel í ð
falleg innrétting hennar og sög'<
legar minningar, sem eru tengdar
við hana.
GARDEIGENDUR
Sumarblóm og fjölær í miklu úrvali Ennfremur
garðrósir, runnar og plóntur i limgerði.
Garðyrkjustöðin Grímsstaðit, Hveragerði.
Auglýsið í TÍMANUM
K E N T Á R rafgevmar, í bifreiðar, báta og vinnuvélar, 36 mismunandi stærðir,
í allar bifreiðar, m.a. Cortina, VW, Skoda 100 AAB, Vauxhall, Fiat Renault. —
Þér getið tengið KENTÁR rafgeyma hvar sem er á landinu ,eða tilsenda gegn
póstkröfu, þar sem ekki er umboðsmaður.
YMIR#
I—£BI—I 1 1 - HH>2sJ===-rvj>£NF=5F=rIF=5EZ)l
sírs/ii
Getum fjölgað söluumboðum víðsvegar, þar sem ekki er umboðsmaður fyrir.
i
1