Tíminn - 10.06.1967, Side 10

Tíminn - 10.06.1967, Side 10
26 TÍEVIINN LAUGARDAGUR 10. júní 1967 Það var ósjálfrátt sem ljósgeisli í myrkrinu í vitund dönsku þjóð- arinnar, þegar Ingiríður krónprins es'sa fæddi sitt fyrsta Darn 16. apríl 1940 — barn, sem mánuði síðar, við skírnina, fékk frægasta konunafn dönsku konungsætt- arinnar: Margrét. Fæðing priri'- essunnar átti sér nefnilega stað á einu svartasta lágnætti danskrar sögu. Náfcv'æmlega viku áður höfðu Þjóðverjar, með Skyndiárás hertekið Danmörku, og með hót- unum um sprengjuárásir a svo til óvarða höfuðborgina þvingað k in unginn og ríkisstjórnina til að gef- ast upp. Danska stjórnin lagði fram mót- Hermann dönsku andspyrnuhreyfingarinnar berjast gegn Þjóðverjum í Kaupmannahöfn á styrjaidarárunum. Frantz Wendt, sagnfræðingur: Saga Danmerkur í síð ari heimsstyrjöidinni - og þróun landsins frá stríðslokum 1945 mæli gegn broti á hlutleysi lands- ins en varð að 'beygja sig fyrir Oif- ureflinu. Og enn erfiðar var að standa gegn því valdi, þegar þýzki herinn skömmu síðar lagði undir sig (Holland, Belgíu, og Frakkland og hröktu Breta yfir Ermasundið á fáeinu.m vikum. Við þær aðstæð- ur var alveg óvíst, hversu lengi ógnarstjórn nazista myndi ráða meginlandinu frá Nordkap til Pýr eneafjalla, eða enn víðtækara ríki. Því var aðstaða Danmerkur mjög erfið. Þjóðareining. Þegar Þjóðverjar hertóku land- ið, fullyrtu þeir, að ihingað væru þeir ekki komnir sem óvinir, held ur aðeins til þess að tryggja hlut- leysi landsins gegn hugsanlegum aðgerðum bandamanna. Þeir lýstu því jafnframt yfir, að þeir myndu ábyrgjast landamæri Dammerk ur og pólitískt sjálfstæði þess og sögðust ekki ætla að blanda sér inn í innanríkismál landsins. Með yifirlýsingum þessurn takmörk- uðu Þjóðverjarnir sjálfir olmboga- rúm sitt, og það gaf dönsku stjórn inni tækifæri til að tryggja yfir- ráð sín að mestu leyti yfir innan- ríkismálum landsins, eftir mikið samningsþóf við Þjóðverja. Eink- um var þó lögð áherzla á, að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar hefðu áinrif á dómsvaldið. Þegar í upphaifi hófst þannig pólitsk og andlega andstaða án valdbeitingar, sem sótti styrk sinn í djúpstæða lýðræðislega sannfær- ingu þjóðarinnar, og trú hennar á „þjóðlegri samvinnu,“, sem var lýst yfir að lýðræðislegu stjórn- málaflokkunum í júlií 1940 — en þeir höfðu um 95% bingsætanna í þjóðþinginu. í hátíðlegri yfirlýs- ingu skýrðu þeir frá því. ’ð þeir legðu öll flokkspólitísk ágrein- ingsmál til hliðar til þess að tryggja það, sem meira var og þýð ingarmest framtíðarmiða: Sjálif-1 stæði landsins og óbreytt landa- mæri. Kristján X., hinn aldraði konungur Danmerkur og afi Mar- grétar prinsessu varð hið ástfólgna tákn þessarar þjóðlegu einingar og andispyrnukraifts þjóðarinnar. „Ncuropa" vísað á bug. Strax um sumarið og haustið 1940 kom siðferðislega og sál- fræðilega til afgerandi aflraunar milli Dana og Þjóðverja. Víðtækri tillögu frá Berlín uim gjaldeyr- is- og tollasamband milli Dan- merkur og Þýzkalands var vdsað á bug af döniSiku stjórninni. Tveim mánuðum síðar hóf fámenni Þjóð ernissósíalistaflokkurinn í Dan- mörku sem nazistaflokkurinn í Þýzkalandi ætlaði sér að nota til að brjóta niður þjóðstjórnina í Danmörku, gifurleg'a áróðursher- i ferð, sem var rausnarlega greidd úr þýzkuim sjóðum. Herferð þessi mislheppnaði'st þó algerlega. Þann ig haifði danska þjóðin, og leið- togar hennar — á þeim tíma, þeg- ar veldi Hitler-Þýzkalands var mest — sýnt það áþreifanlega, að þjóðin vildi hivorki efnalhagslega, stjórnmálalega eða hugmynda- fræðilega aðlagast, hvað þá sam- einast „Neuropu“ nazista. Frá síðustu dögum stríðsins í Kaupmannahöfn, Danskur frelsisvinur borinn til grafar. í Samstarfsstefnan. í trvö ár tókst dönskum yfir- völdum með stuðningi yfirgnœf- andi meirihluta dönsku þjóðarinn ar, að halda Þjóðverjum á mott- unni með list samninga og við- ræðna, o,g með þessari allt ann- að en hetjulegu stefnu að halda s'tjórn innanríkismála í höndum danskra manna, með öllum þeim ómetanlegu kostum, sem því fylgdu. En árangur þessarar stelnu var takmarkaður. Þegar Þjóðverj- ar lögðu fram kröfu, sem var af hernaðarástæðum eða stórpólitísk- um ástæðum nauðsynlegt fyrir þá að fá framgengt, og ljóst var af hálfu Dana, að r. * tun myndi leiða til viðræðuslita, urðu dönsk yitfr- völd að gefa eftir. Ofit tókst þó með þolinmæði og úthaldi í við- ræðuim við Þjóðverja að draga úr eða takmífka upprunalegu kröif- urnar verulega. Á þennan hátt var daniska ríkis- stjórnin Ihvað eftir annað neydd til að gefa eftir. Stundum í mjög þýðingarmiklum málum. Venst var það þó árið 1941. Þegar Þjóðverj- ar gerðu árás á Sovétríkin var danska ríkisstjórnin ekki aðeins neyidd til að slíta stjórnmálasam- 'bandi við Moskvu. Hún varð einn- ig að fallast á handtöku leiðtoga danskra kommúnista, og leytfa dönskum nazistum að koima á fót „Frikorps", sean send skyldu til bardaga á ausiturvígstöðvunum. Sérlega auðmýkjandi var þó það, Iþegar Danmörk í nóvember 1941 varð að gerast aðili að Anti-kom- intennsáttmálanuim, þótt það væri með ýmsum fyrinvörutm. Hemaðarlega hafði Danmörk þýðingarmiklu hMtverki að gegna sem hrú ifyrir Þjóðverja ytfir til hernámsliðsins í Noregi. Þýzka- land hafði þar að auki verulegan álhuga á Danmörku í sam'bandi við framleiðslu matvæla og iðnaðar- vara tfyrir Þriðja rí'kið. Atftur á móti var eina leiðin tfyrir Dan- mörku til að útvega sér ýmsar Iífsnauðsynlegar vörur, að fá þær frá Þýzkalandi. Þetta gatf Þýzka- landi auðvitað sterk spil á ihend- ina í viðureigninni við danska náðamenn. Þrátt fyrir þötta tófest Dönum þó, við samningalborðið að draga úr útflutningi iðnaðarvara, og halda eftir í landinu furðu lega miklum Ihluta matvæla fyrir þjóð sína. Andspyrnan hefst. Þessar auðmýkjandi tilhliðran- ir, sem ráðandi stjórnmálamenn, urðu að veita Þjóðverjum, áttu sér auðvitað ekki stað án ákafs skoð- anaágreinings um, hversu mikið væri hægt að gefa efitir. Þessi ágreiningur var að sjálfsögðu enn meiri meðal þjóðarinnar sjálfrar. Þess vegna hófst, einkum eftir að ildima að Anti-Komin,tem-sátt- málanum í nóvemiber 1941 og í mun örari mæli árið 1942, stöðugt vaxandi og harðnandi gagnrýni á samstarf'sstetfnu stjórnvaldanna. Og svo hófst virk andspyrna. Litl ir ihópa manna hóifu útbreiðslu „ólöglegra“ blaða. Útvarpsáróð- ur hótfst frá London. Ungir Danir, sem þjálfaðir voru í Bretlandi, komu í fallíhlífum til Danmerkur á ný og hófu að skipuleggja skemmdarverkastarfsemi gegn járnibrautum og verksmiðjum, sem unnu á vegum Þójðverja. Það, var einkum frá upphafi árs ins 1943, að skemmdarverkastanf semin jókst verulega og það í hlutfalli við ósigra Þjóðverja í Raíisslandi og Norður-Afrífcu. Kosn ingarnar til Þjóðhingsins, sem Ber lín hafði fallizt á að haldnar yrðu, hafði einnig mikil sálræn áhrif, en þessar kosningar voru haldnar án íhluitunar Þjóðverja. Úrslit kosninganna voru eins konar ^jjóð leg kröfuganga, sem styrKti sjálfs- trú þjóðarinnar, herti andspyrnu- viljann og sýndi greinilega, að danskir nazistar voru aúmlegur minnihluti í landinu. Framhald á bls. 29.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.