Tíminn - 10.06.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.06.1967, Blaðsíða 16
• Hinn stórglæsilegi kosningafundur B-listans í Reykjavík í Háskólabíói á fimmtu- dagskvöld sannaði, svo ekki verður lengur dregið í efa, hina miklu sókn, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur verið í undanfarið og hve mikinn hljómgrunn stefna Framsókn- arflokksins á nú með þjóðinni. • Þessi fundur má þó ekki verða til þess að menn slaki á klónni í kosningasókn- inni heldur á hann að verða til þess að tvíefla starfið og auka sigurvonirnar. • Það er vegið að Framsóknarflokknum í þessum kosningum úr öllum áttum. And- stöðuflokkarnir hafa sameinazt um þann áróður gegn Framsóknarflokknum að hann hafi litla möguleika á að vinna þingsæti. • Þeir eyddu ekki svo miklu púðri á Framsóknarflokkinn, ef andstæðingarnir tryðu þessum málflutningi sjálfir og kosningabaráttan öll sannar einmitt hið gagnstæða að Framsóknarflokkurinn á nú meiri möguleika til mikils sigurs en nokkru sinn fyrr, ef allir stuðningsmenn vinna ósleitilega þar til kjörfundi lýkur á sunnudagskvöld. • Því heitum við á alla þá, sem vilja gera sigur B-listans sem mestan um fand alft, að duga nú vel og leggja hönd á plóginn annaðhvort sem sjálfboðaliðar við kosninga- starfið eða með persónulegum viðtölum. • Þessar kosningar eru örlagaríkar. Núverandi ríkisstjórn hefur sett íslenzkt fram- tak í óæðra sæti og látið víkja fyrir erlendum auðfélögum. Það er kosið um það, hvort íslenzkir atvinnuvegir og íslenzkt framtak eigi aftur að skipa öndvegið í íslenzku • Núverandi stjórnarflokkar hafi á prjónum áform um inngöngu í efnahagsbanda- lög, þótt allir hljóti að sjá, ða jafn fámenn þjóð og íslendingar eru, verður að fara með sérstakri gát í þeim málum og um hana geti ekki gilt hið sama í þessum efnum og tugmilljónaþjóðir því afsal fullveldisréttinda íslands, þótt í litlu sé, getur þýtt glat- að efnahagslegt og þjóðernislegt sjálfstæði. • I þessum kosningum kýs æskan því um rétt sinn til framtíðarinnar sem sjálf- stæðir íslendingar. • Ef ríkisstjórnin heldur velli í þessum kosningum mun hún líta á það sem traust á þeirri stefnu, sem hún hefur fylgt og herða á og framkvæma áform sín í efnahags- bandalagsmálunum. Þess vegna sameinast þeir, sem sjá hætturnar fram undan, um að fella þessa ríkisstjórn ráðleysis og undanhalds, sem snúið hefur velgengni góðæris í vandræði ..viðreisnar“ ________________________'__________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.