Tíminn - 22.06.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.06.1967, Blaðsíða 1
 UPPBÓTARÞINGSÆTUM VAR ÚTHLUTAÐ í GÆR Frá fundi landskjörstjórnar í gær. Efri mynd f. v. Einar 15. Guðmuardsson, hrl. formaður. Vilhjálmur Jónsson, framkv.stj., Björgvin Sigurðsson, framkv.stj. Neðri mynd f. v. Guðjón Styrkárson, hrl. Theodór Líndal, hæstaréttardómari, og Friðjón Sigurðsson, ritari nefndarinnar. (Tímamyndir—ísak) EJ-Reykjavík, miðvikudag. Landskjörstjórn kom saman til fundar í dag og úthlutaði uppbótar- þingsætum. Hljóðaði úrskurðurinn á þá leið, sem við var búizt, að atkvæði þau, er féllu á lista Hannibals Valdimarssonar í Reykjavík, eru talin til Alþýðubanidalagsins við úthlutun uppbótarþingsætanna. Alþýðuflokkurinn fékk því 4 landskjörna þingmenn, Alþýðubandalagið 4, og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Samkvæmt úrskurði landskjörs stjórnar eru þessir þingmenn landskjörnir: 1. Sigurður Ingimund arson (A), 2. Eðvarð Sigurðsson (ABL.) 3. Jón Þorsteinsson (A) 4. Jónas Árnason (ABL) 5. Jón Ármann Héðinsson (A) 6. Geir Gunnarsson (ABL) 7. Sveinn Guð mundsson (S) 8. Steingrímur Páls son (ABL) 9. Bragi Sigurjónsson (A) 10. Sverrir Júlíusson (S) og 11. Bjartmiar Guðmundsson (S). Þessir eru varamenn: Fyrir Al- þýðuflokk: 1. Unnar Stefánsson, 2. Pétur Pét- ursson 3. Hjörtur Hjálmarsson 4. Hilmar S. Hálfdánarson. Fyrir Sjálfstæðisflokk: . Eyjólfur K. Jónsson, 2. Ragnar Jónsson, 3. Ásberg Sigurðsson. Fyrir Alþýðubandalag: 1. Hjalti Haraldsson 2. Ragnar Arnalds 3. Björgvin Salómonsson, 4. Helgi Friðriksson Seljan. Fundur landskjörstjórmar hófst í Aiþingishúsinu kl. 16 í dag og kom í ljós, að greitt höfðu verið 96.090 gild atkvæði í alþingiskosn ingunum. Auk þess hefðu 2 utan kjörstaðaraitkvæði í Reykjavík ver ið merkt GG, og yfirkjörstjórn úr- skurðað þau ógild. Landskjörstjóm kvað atkvæðin gild samkvæmt sín Framhald á bls. 15. BRETAR OG ARABAR BERJAST AF MIKILLI HÖRKU I ADEN NTB-Adcn, miðvikudag. f dag stóðu yfir harðir bardag ar milli brezks herliðs og ara bískra þjóðernissinna annan dag inn í röð. Þjóðemissinnar liafa gert beina uppreisn gegn stjórn- ríkisins, sem nýtur verndar Bret- lands, og hefur uppreisnin náð il herliðs stjórnarinnar og lögreglu. f gær voru 24 menn, þar af 17 brezkir hermenn, drepnir, en 26 aðrir særðust. í kvöld leit út fyrir, að þjóð ernissinnar hefðu yfirráð yfir arabíska héraðinu Crater. Þjóð- ernissinnar kveiktu í húsi loggjaf arþingsins og brann byggingin til gruna. Þá var kirkja mótmælenda brennd til ösku, og útibú „The British Bank of the Middle East“ skemmdist verulega af eldi. Meðan kveikt var í húsunum, voru brennuvargamir varðir af arabískum þjóðernissinum, sem höfðu tekið sér stöðu að baki gamals egypzks virkis. Þaðan sendu þeir hverja kúlnahríðina á fætur annarri gegn brezku her- mönnunum, sem reyndu að yfir buga Arabana. Bretar svöruðu skothríðinni, en það hafði lítil áhriif, þvi kúlurnar lentu allar í virkismúrunum. Brezkur herflokkur reyndi að koma skotum á þjóðemissinnana frá öðru virki beint á móti, en urðu að draga sig í hlé vegna gífurlegrar skothríðar. . Uppreisn þessi er sú hin BÍðasta og ákafasta síðan sam- bandsríkið var stofnað fyrir átta árurn, og hófst hún í herbúðum stjórnarhersins við Camp Lines og búðum lögreglunnar við Ohamp ion Lines og í Crater. Hún var upphaflega gerð til að mótmæla því, að varnarmálaráðuneytið hafði svipt fjóra arabíska ofurstia embættum þeirra í stjórnarhem um. Uppreisnin við Camp Lines var kæfð niður án blóðsúthellinga, en brezkt herlið var sent til þess að bæla niður uppreisnina i lög regluibúðunum. Þótt uppreisn lögreglunnar hafi verið kæfð eftir harða bar daga, var í dag óljóst, hvort Bretum hefði tekizt að bæla nið ur uppreisn lögreglumanna í Crat er, en þeir hafa náð sér í vopn úr_ vopnabúri . einu þar í grennd. í nótt hófust einnig óeirðir í bænum Little Aden, sem er 40 km fyrir vestan Aden. Var ráðizt Framhald á bLs. 15. Alexei Kosygin FundurJohnsons og Kosygins í dag? i NTB-Washington, miðv.dag. Franska fréttastofan AFP segir, að Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, og Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sov étríkjanna, muni eiga fund saman í nágrannaríki New York borgar. New Jersey, á morgun, fimmtudag, þrátt fyrir fullyrðingar Hvíta húss- ins bess efnis, að enginn und- irbúnír.gur hafi verið hafinn í sambandi við hugsanlegan fund þeirra. Aftur á móti var tilkynnt opin- berlega í Washington í dag, að hugsanlegt væri að Dean Rusk, utanrfkisráðherra Bandaríkja- anna , myndi hafa samband við Kosygin forsætisráðherra áður en sá síðarnefndi yfirgefur New York, þar sem hann situr auka fund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. í frétt AFP um „toppfundinn" segir, að upplýsingar þessar séu frá heimildum, sem venjulega séu áreiðanlegar. Er fullyrt, að fund urinn muni eiga sér stað í norð urhluta New Jersey, skammt frá flugvelli nokkrum, en það tekur örfáar klukkustundir að aka þang að í bifreið frá New York borg. í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu segir, að Dean Rusk muni eiga fund með Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna í kvöld, en jafnframt lögð áherzla á, að síð degis í dag hafi ekki verið sam ið um neinn fund milli Johnsons forseta og Kosygins forsætisráð- herra. Talsmaður sendinefndar Sovét Framhald á bls. 15. Lyndon B. Johnson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.