Alþýðublaðið - 03.04.1985, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1985, Síða 3
Miðvikudagur 3. aprfl 1985 3 <9 Hrafn V. Friðriksson Alþjóðaheilbrigðis- dagurinit 7. apríl 1985 arra. Framtíðarárangur í öllu heilsuverndarstarfi er kominn und- ir þátttöku æskunnar. 198? er ár æskunnar, undir kjör- orðunum: Þátttaka, þróun, friður. Á þessu ári er heimurinn hvattur til að líta á æskufólk sem auðlind frek- ar en vandamál, og gera sér ljóst að vandamál æskunnar eru í reynd vandamál alls samfélagsins. Heimildir: 1. IVHO — World Health Day, 1985. 2. WHO/EUR/RC 34/7, 1984. 3. Töifrœðihandbók 1984, Hagstofa Islands. 4. Heiibrigðisskýrslur 1981—82, Landlœknisembœttið. 5. Heilbrigðismál, bls. 7, 1/1984. 6. Ólafur Ólafsson og Jónas Ragnars- son, Heilbrigðismál, bls. 20, 1/ 1984 og bls. 11, 4/1982. Á ári æskunnar 1985 er alþjóða- heilbrigðisdagurinn tileinkaður æskunni undir kjörorðunum: Heil- brigð æska: Besta auðlind okkar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in leggur áherslu á að þeim verð- mætum sem fólgin eru i heilbrigðri æsku sé ekki á glæ kastað heldur beint inn á jákvæðar brautir, æsku- fólkinu til gagns og gamans og þjóðfélaginu til heilla. Lögð er áhersla á heilbrigðar lífsvenjur til viðhalds og eflingar líkamlegs og andlegs atgervis. Æskan er for- dómalaus og best í stakk búin til að skilja nauðsyn eigin ábyrgðar á heilsu sinni. Því er mikilvægt að hún fái ætíð réttar og góðar upplýs- ingar um þær lífsvenjur sem stuðla að góðri heilsu og sem stuðla að meiri ábyrgð á eigin heilsu og leiða til sjálfshjálpar og eigin heislu- verndar eins og rétt mataræði, hæfileg líkamsþjálfun, nægur svefn, rétt vinnubrögð og samneyti við annað fólk, sem ekki veldur óhóflegri streitu. Talið er að æskufólk á aldrinum 10—24 ára sé um það bil þriðjungur alls mannkyns. Aldrei hefur jafn glæsilegur og heilbrigður hópur ungmenna verið til. Staðreynd er að þessi aldurshópur er heilbrigðasti þjóðfélagshópurinn hvar sem er í heiminum og er almenn þátttaka hans í íþróttum og glæsileg íþrótta- afrek hans talandi dæmi þar um. Hér á landi iðkuðu tæplega áttatíu þúsund manns einhverjar íþróttir árið 1980, en voru aðeins rúmlega þrettán þúsund árið 1960. Þátttaka í íþróttum hefur því nær sexfaldast á tveimur áratugum og munar þar einna mest um nær áttfalda þátt- tökuaukningu kvenna. íslendingar verða karla og kvenna elstir. Ævilíkur við fæðingu eru hér einna hæstar í heiminum eða 73,9% ár hjá sveinbörnum og 79,4 ár hjá meybörnum miðað við 1981—1982. Ólifuð meðalævi 15 ára unglinga er hér á landi 59,7 ár fyrir pilta og 65,1 ár fyrir stúlkur árin 1981—1982 sem einnig er einna hæst sem gerist í heiminum í dag. Ungbarnadauði er hér einna lægst- ur í heiminum og er nú rúmlega átta sinnum lægri heldur en fyrir 50 ár- um eða um 6 börn undir 1 árs af hverjum 1000 lifandi fæddum. Þá ná í dag meira en 98% barna tví- tugsaldri en aðeins 50% fyrir einni öld. Algengustu dánarorsakir á ís- landi eins og í öðrum þróuðum löndum eru tengdar lífsvenjum fólks og áhættuþáttum þeim tengd- um ásamt umhverfi þess í víðustu merkingu. Láta mun nærri að helmingur allra dauðsfalla séu vegna hjarta- og æðasjúkdóma, fjórðungur vegna krabbameina og tæpur tíundi hluti af völdum slysa og eitrana. Frá 1970 fer þó dánar- tíðni hér á landi vegna hjartasjúk- dóma lækkandi eða um 7% hjá körlum og 15% hjá konum. Svipuð lækkun hefur átt sér stað hvað varðar dánartíðni hér á landi vegna krabbameina en alls hefur heildar- dánartíðni án tillits til orsaka lækk- að um 20% á einum áratug, 1970— 1980. Engu að síður steðja ýmsar hætt- ur að æskufólki, sem mikilvægt er að bregðast rétt við í tíma. Menntun er almenn og góð hér á landi og atvinnuleysi lítið. Mikil- vægt er að svo verði áfram og æsku- fólki ætíð tryggð vinna við hæfi sem efli það og þroski og geri það betur undir lífsbaráttuna búið. Sums staðar í heiminum er atvinnu- leysi ungmenna á aldrinum 15—24 ára allt að 70% og er þetta stærsti atvinnuleysingjahópurinn í mörg- um stórborgum. Góð menntun eyk- ur möguleika á atvinnu og góð heilsa er líklegri ef saman fer menntun og atvinna. Vaxandi vandmál í mörgum þró- uðum ríkjum og helstu áhættu- þættir heilsu æskunnar eru slys og sjálfsvíg. Þessi vandamál fara og vaxandi í þróunarlöndunum. I Bandaríkjum Norður-Ameríku valda slys meira en helmingi allra dauðsfalla ungmenn á aldrinum 10 —24 ára og sjálfsvíg 10. hverju. Hér á landi eru slys algengasta dánar- orsök barna og ungmenna og valda rúmlega helmingi þeirra (um 54%). Verulegur munur er á milli kynja og eru dauðaslys mun algengari meðal drengja eða 59% en stúlkna eða 36% á aldrinum 1—19 ára á tíma- bilinu 1976—1980. Um helmingur þessara slysadauðsfalla eru umferð- arslys. Með almennri bíla- og hjólaeign eykst fjöldi þeirra ungmenna sem deyja af völdum óaðgæslu í akstri. Þannig deyja milli 60—65 tvítugir menn af hverjum 100.000 vegna óaðgæslu í akstri í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Umferðarslys eru algengustu orsakir slysadauða og deyja árlega 9—30 manns af hverjum 100.000 af völdum þeirra eða um 40% miðað við Evrópu. Hér á landi dóu 10 af hverjum 100.000 íbúum árið 1982 af völdum umferðarslysa en alls dóu af slys- förum árið 1981 39 manns af hverj- um 100.000 íbúum. Talið er að á móti hverju dauðaslysi í umferðinni komi 15 alvarleg slys og um 30 minni slys. Yfir 45% alls slysadauða orsak- ast af eitrunum, falli og eldsvoða og deyja í Evrópu um 25 menn af hverjum 100.000 af þessum sökum árlega. í þessum flokki eru m. a. slys í heimahúsum. Dauðaslys á vinnustöðum eru frá 2 til yfir 10 af hverjum 100.000 íbúum í Evrópu samkvæmt sömu upplýsingum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar og taka allar þessar tölur til allra aldurshópa. Samkvæmt sömu heimildum er tíðni sjálfsvíga 3—45 af hverjum 100.000 íbúum en tilraun til sjálfs- víga margfalt hærri eða um 200 hjá körlum og 350 hjá konum af hverj- um 100.000 íbúum. Af síðastnefnda hópnum fremja 10—20 af hundraði sjálfsvíg seinna á lífsleiðinni. Hér á landi féllu 6,9 menn fyrir eigin hendi af hverjum 100.000 íbú- um árið 1981. Enda þótt ofangreindar dánar- tölur séu tiltölulega lágar hér á landi miðað við mörg önnur lönd okkur fjölmennari eru ótímabær dauðsföll ungmenna hér á landi eins og annars staðar alltof mörg. Því verður að efla enn frekar hvers konar umferðarfræðslu og umferð- armenningu allra aldurshópa en þó fyrst og fremst barna og unglinga. Einnig að tryggja sem best afkomu og það félagslega öryggi sem varn- að getur sjálfsvígum. Fáfræði um kynlíf, getnað og getnaðarvarnir er algeng meðal ungs fólks, segir Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin og telur að minna en þriðjungur táninga sem hafa samfarir reglulega noti getnaðar- varnir af einhverju tagi. Varar stofnunin við þungunum á táninga- aldri vegna ýmiss konar líffræði- legra fylgikvilla og bendir á að eng- ar sannanir séu fyrir því að fræðsla um kynlíf leiði til lauslætis, heldur þvert á móti þá veldur skynsamleg fræðsla um kynlíf verulegum drætti á fyrstu samförum. Aukið frjáls- lyndi í kynferðismálum á unga aldri hefur hér á landi sem annars staðar haft í för með sér aukna tíðni kyn- sjúkdóma af ýmsu tagi og vaxandi tíðni fóstureyðinga auk þess sem börn ungra mæðra fæðast yfirleitt léttari og hafa mun minni lífslíkur þess vegna. Almenna fræðslu um kynlíf, getnað og getnaðarvarnir þarf því að efla hér á landi sem annars stað- ar. Tóbaksreykingar eru stærsti áhættuþáttur heilbrigðis á okkar tímum, segir Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, og helsta orsök ótímabærra dauðsfalla. Að vísu deyja unglingar sjaldan eða ekki af algengustu sjúkdómunum sem af tóbaksreykingum stafar, eins og hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini en tóbaksreykingará unga aldri auka stórlega líkur á sjúkdómum og dauða af þessu tagi á fullorðinsárunum, einkum meðal karla á vinnualdri. Könnun reykingavarnarnefndar 1980—1981 á reykingavenjum full- orðinna sýndi að tæplega helming- ur íslendinga reykti, tæplega þriðj- ungur hafði aldrei reykt og um fimmtungur hætti reykingum. Könnun á reykingavenjum íslend- inga í apríl 1984 á vegum Krabba- meinsfélags íslands, bendir til lækkandi tíðni tóbaksreykinga hér á landi, en hún sýndi að um 41% karla og kvenna 18 ára til yfir sjö- tugt kváðust reykja að staðaldri, 17% voru hættir að reykja og 42% höfðu aldrei reykt. Tóbaksreykingar meðal táninga erlendis eru misalgengar og tölur frá 6% til 46% eru til og eiga hæstu tölurnar við um þróunarlöndin þar sem sala tóbaksvara fer hríðvax- andi. Samkvæmt könnun borgarlækn- isembættisins í Reykjavík reykti nær fjórðungur skólabarna 10—16 ára árið 1974 en 1982 reyktu mun færri eða tæp 14% þeirra. Áðurnefnd könnun Krabba- meinsfélags íslands í apríl 1984 sýndi að af þeim sem reyktu eða höfðu einhvern tíma reykt byrjuðu nærri þrír af hverjum fjórum að reykja fyrir tvítugsaldur og níu af hverjum tíu fyrir tuttugu og fimm ára aldur. Alls byrjuðu 14% að reykja við 15 ára aldur. Áfengisneysla er vaxandi vanda- mál meðal æskufólks, segir Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin og hundraðstala þeirra barna og ung- menna sem hafið hafa áfengis- neyslu fer vaxandi; þau neyta oftar áfengis en áður og í meira magni, samtímis sem aldur þeirra hefur farið lækkandi. Með hliðsjón af þeirri staðreynd að um helmingur allra slysa orsak- ast af neyslu áfengis og ein milljón manns deyr árlega af afleiðingum tóbaksreykinga telur Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin að þessi tvö ávanaefni, — sem eru lögleg í mörg- um löndum — geti jafnvel verið meiri ógnun heilsu ungs fólks held- ur en ólögleg ávanaefni eins og kannabis, kokain og heroin. Þannig sýndi rannsókn í Astralíu 1980 að lyf og ólögleg ávanaefni voru völd að dauða 6,5% þeirra sem dóu á aldrinum 15—34 ára og 1,1% þeirra sem dóu á aldrinum 35—64 ára en á sama tíma dóu 24,9% á aldrinum 15—34 ára af afleiðingum áfengis- neyslu og 5,7% á aldrinum 36—64 ára. Af völdum tóbaksneyslu dóu 16,4% á aldrinum 35—64 ára. Áfengisnotkun unglinga er veruleg á Norðurlöndunum og gildir það jafnt um ísland þar sem neysla áfengis meðal unglinga hefur aukist verulega hin síðari ár og neyta þeir áfengis bæði oftar og í meira magni í hvert sinn en áður. Kannanir hér á landi frá 1980 sýna að 83,5% ungl- inga á aldrinum 10—17 ára hafa neytt áfengis einhvern tíma en til samanburðar höfðu árið 1976 um 50% hollenskra unglinga 12—17 ára neytt áfengis einhvern tíma. Hér þarf að stemma á að ósi og efla almenna fræðslu og upplýs- ingastarfsemi um skaðsemi áfengis- neyslu. Ljóst er að áfengisnotkun fullorðinna hefur veruleg áhrif á áfengisnotkun unglinga. Því er mikilvægt að fullorðnir gangi fram fyrir skjöldu með gott fordæmi. Lífsvenjur manna taka breytingum í kjölfar nýs gildismats og breyttrar afstöðu til áfengis-; tóbaks- og ann- arra ávana- og vímuefnamála. Æskan er heilbrigðust allra ald- urshópa. Hún er einnig það ævi- skeið er áhrifa eldri hugmynda taka að þverra og ungt fólk nemur nýja þekkingu, nýja siði, og öðlast getu til að bæta eigin heilsu sem og ann- FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Yfirlæknir Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staða verður veitt frá 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur er til 2. júnl nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Gunnari Sigurbjörnssyni, sem veitir nánari upplýsingar I slma 96-22100. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Húsfriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunar- sjóös, sem stofnaður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og ann- arra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða list- rænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september nk. til Húsa- friðunarnefndar, Þjóðminjasafni íslands, box 1439, Reykjavik á eyðublöðum, sem þar fást. Húsafriðunarnefnd. Sendill óskast Utanrfkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðanlegan ungling til sendiferða, eftirhádegi. Möguleikar á fullu starfi í skólaleyfum og (sumar. Nánari upplýsingarveittar f afgreiðslu ráðuneytis- ins. Utanríkisráðuneytið, Hverfisgötu 115, 5. hæð. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum f eftirtalin verk: Hjalteyrarveg um Bragholt (Lengd 2,1 km, magn 25.000 m3). Verki skai lokið 15 ágúst 1985. Eyjafjaröarbraut eystri um Klauf (Lengd 1,7 km, magn 16.000 m3). Verki skal lokið 15. september 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rfkisins f Reykjavfk og á Akureyri frá og með 10. apríl nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 22. apríl 1985. Vegamálastjóri Kennarar í Kl Kennarasamband íslands skorar á alla félagsmenn sem hafa ekki enn gefið í kjaradeilusjóð HÍK að gera það nú þegar. Stjórnvöld hafa neitað yfirfærslu lána í kjaradeilusjóð HÍK frá norrænu kennara- félögunum. Útivistartími framhaldsskólakennara er dreginn af apríllaunum þeirra. Barátta þeirra fyrir bættum launum varðar alla kennarastéttina. Styðjum félagaokkarí raun meðframlög- um í kjaradeilusjóð. Gíróreikningur 851000 — merkt „Kenn- arasamband íslands, söfnun vegna kjara- deilu HÍK.“ Stjórn Kennarasambands íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.