Alþýðublaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 1
Miövikuaagur 5. júní 1985 104. tbl. 66. árg. Karl Steinar um hugmyndir ASÍ Verið að búa til kaup- tryggingu ist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Magnúsi Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins, um að hugmyndir þær sem ASÍ hefur sett fram varðandi samninga, séu óaðgengilegar. Þess- ar tillögur ASÍ ganga fyrst og fremst út á að varðveita þann kaup- mátt, sem samið verður um. „Hér eru á ferðinni hugmyndir um hvernig tryggja má kaupkröf- urnar, sem samið verður um. Það má segja að við séum að þreifa okk- ur áfram í að búa til kaupmáttar- trygginguj’ sagði Karl Steinar. En hvað með eiginlegar kaup- kröfur, hvenær er von á þeim? „Nú eru í gangi viðræður við sér- samböndin og eftir þær viðræður verður tekin afstaða til kaupkraf- anna. Það er ekki ljóst ennþá hvort kaupkröfurnar verði á sameigin- legu borði eða hvort hvert sérsam- band setur fram eigin kröfur. Þetta kemur í ljós á næstu dögum.” En býstu við að gengið verði til samninga nú í vor eða verður beðið fram á haust? „Verkamannasambandið hefur ályktað að gengið skuli til samn- inga í vor og sömu sögu er að segja um öll önnur sambönd. Það er mikill vilji fyrir því að stöðva kaup- Framh. á bls. 2 „Magnús svarar Morgunblaðinu áður en hann svarar okkur og er einna helst að sjá á þessu, að hann ætli sér að afgreiða þetta mál í fjöl- miðlum,” sagði Karl Steinar Guönason við Alþýðublaðið í gær. Ástæðan fyrir þessum ummæl- um Karls Steinars var, að í gær birt- Ummæli Davíðs út í hött „Svona ummæli eins og Davið lætur hafa eftir sér í Morgunblað- inu, að minnihlutinn hafi aldrei haft neitt til málanna að leggja eru út í hött og dæma sig sjálf,” sagði Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, þegar við bárum þessi ummæli borgar- stjórans undir hann. Sigurður sagði að málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Davíðs væri ekkert sérstak- Framh. á bls. 2 Gróðurinn er að vakna til lífsins á Þingvöllum um þessar mundir. Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var á mánudagsk völdið í blíðskaparveðri á þessum forna þingstað þjóðarinnar, vantar aðeins herslumuninn á að brum- hnapparnir springi út. Mynd Sáf. Stjórnarandstaðan um húsnœðismálin: Nokkur árangur náðst Andstaða við söluskatts- hækkun — stjórnin hœtti við erlendar lántökur Stjórnarandstöðuflokkarnir munu greiða atkvæði gegn hækkun söluskatts úr 24 í 25%. Þeir munu styðja eignarskattsaukann og sér- staka hækkun á áfengi og' tóbaki. Þeir leggja áherslu á þátttöku í störfum milliþinganefndar um hús- næðismálin. Þetta hafa stjórnarandstöðu- flokkarnir áréttað eftir viðræður við stjórnarflokkana um húsnæðis- málin að undanförnu og kynnt var á blaðamannafundi í gær. í greinar- gerð frá stjórnarandstöðunni til stjórnarflokkanna kemur meðal annars fram, að miðað við aðgerð- arleysi ríkisstjórnarinnar í þessum málum og áform hennar um erlend- ar iántökur hafi nú nokkur árangur náðst, með því að tekist hefur að knýja fram 1 milljarð króna til hús- næðismála umfram það sem áður var gert ráð fyrir. „Stjórnarandstöðuflokkarnir telja að miðað við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar i þessum málum og áform hennar um erlendar lán- tökur hafi nokkur árangur náðst. Það má reyndar teljast verulegur ávinningur að tekist hefur að knýja fram 1 milljarð kr. til húsnæðis- mála umfram það sem áður var gert ráð fyrir. Þeim megintekjuöflunarleiðum sem stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu til var þó hafnað en þess í stað valin tekjuöflunarleið sem stjórnarandstaðan getur ekki sætt sig við. Þrátt fyrir talsverðan árang- ur er niðurstaðan því engu að síður ófullnægjandi. Er það ekki síst vegna þess að rík- isstjórnin ætlar í litlu að bæta það fjárhagstjón sem húsnæðiskaup- endur hafa beðið vegna misgengis vísitalna og ennfremur að ekki ligg- ur fyrir að komið sé til móts við þarfir húsnæðissamvinnufélaga. Þetta eru veigamiklir þættir þess Framh. á bls. 2 Fj ármálaráðherra sviptur völdum En, jú, jú, þeir eru enn góðir vinir! „Jú, jú, við Albert erum alltaf góðir vinir þó að okkur greini á um einstaka hluti” sagði Þor- steinn og brosti út í annað. Þetta sagði meðal annars í texta við mynd á baksíðu DV um helgina. Myndin var af Alberti Guð- mundssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Á myndinni var Þorsteinn að reyna að útskýra eitthvað fyrir Berta, en sá einbeitti sér hins vegar meira að því að koma vel fyrir á myndinni. Já, já, þeir eru vinir, þrátt fyrir allt. Þó Þorsteinn hafi sem snöggvast skroppið inn á verksvið Alberts og fengið þingflokkinn til liðs við sig gegn ráðherranum. Al- bert sakaði félaga sína um að bregðast stefnu Sjálfstæðis- flokksins og Þorsteinn sagði að ef Albert myndi ekki gera það þá myndi einhver annar gera það! Sem dæmi um hversu vinir Al- berts hafa einangrað hann eru ummæli Alberts í mánudags DV: „Ég hef ekki heyrt neitt enn í þeim Steingrími og Þorsteini þannig að ég veit ekki nákvæm- lega út á hvað tillögur þeirra ganga en eitt er víst að ég hef verið og er á móti því að auka eigna- skattinn . . . og ég er á móti því að hækka söluskattinn”. Þessi ummæli væru ofur eðlileg af hálfu Alberts ef hann væri ekki fjármálaráðherra. Hér er verið að ræða um fjármál ríkisins, sem hann á að hafa yfirumsjón með! Með öðrum orðum: Það er búið að svipta hann þeim völdum sem hann var valinn til að fara með. Er nokkuð um að villast? Fjár- málaráðherra bregður sér til út- landa og það nýtir þingflokkur sjálfstæðismanna sér — Þor- steinn sest í stólinn. Auðvitað er þetta ekkert annað en gróf ögrun við fimm stjörnu hershöfðingja Hulduhersins ógurlega. En hvað getur Albert gert? Með allan þingflokkinn á móti sér og ekki einu sinni Mogginn nennir að rétta honum hjálparhönd, að- eins DV, sem tyggur eftir Berta um „siðlausa” skattlagningu. Þeir ráðherrarnir hafa ekki einu sinni fyrir því að ræða við Albert til að útskýra fyrir honum tillögurnar — sá fær tillögurnar úr minna málgagninu! Albert gæti náttúrlega hótað því að segja af sér, enda súrt fyrir fjármálaráðherra að vera þving- aður til að greiða einn stjórnar- liða atkvæði á Alþingi á móti mikilvægri tekjuöflun ríkisins. En ætli menn séu ekki hættir að taka mark á því þegar hann hróp- ar úlfur, úlfur. Fyrir fáeinum mánuðum voru uppi erjur á vinnumarkaðinum og Albert tók sig til og samdi upp á eigin spýtur um leiðréttingu til handa verkamönnum hjá ríkinu. Hvar sem ég sé misrétti beiti ég mér fyrir því að leiðrétta það, sagði hann hróðugur og það gust- aði af honum í ræðustól Alþingis. Nú vill hann helst ekkert gera frammi fyrir því hrikalega mis- rétti sem húsnæðiskaupendur síð- ustu ára búa við — andstætt því sem verðbólgukynslóðirnar bjuggu við. Það er búið að gera nóg, sagði hann eigi alls fyrir löngu, mitt í neyðarástandinu. Hann hrópar „eignaupptaka” þegar vinir hans sýna lit og viður- kenna nauðsyn þess að leggja á (lúsarlegan) eignarskattsauka á verðbólgukynslóðirnar, sem lið i því að forða þúsundum undan hamri uppboðsdraugsins. Albert situr sem fastast í stóln- um sínum í fjármálaráðuneytinu og heldur fast. Enginn talar við hann. En, jú, jú, þeir eru enn góð- ir vinir. Ágætis félagar. Því þrátt fyrir allt eru þeir sammála um grundvallaratriði; að viðhalda auðvaldsfyrirkomulaginu með þeim b.eytingum einurn sem koma forréttindastéttunum til góða. Fjáröflunin nú til húsnæð- ismálanna beinist enda fyrst og fremst að neytendum — almennu launafólki, með söluskattshækk- un og hækkun á áfengi og tóbaki. Eignarskattsaukinn er bara ná- nasarleg viðleitni og léttir lítt á pyngju Stigahlíðarþjóðarinnar. *N***^\ |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.