Alþýðublaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 5. júní 1985 RITSTJÓRNARGREIN Kjarasamningar Samninganefnd ASÍ hefursest að samninga- borði með aðilum VSÍ. Það eru góð tíðindi og skynsamleg afstaða. Tilboð Vinnuveitenda- sambandsins kom eins og þruma úr heiöskíru lofti og oili talsverðu fjaðrafoki innan verka- lýðshreyfingarinnar. Óvænt uppákoma svona í sumarbyrjun, þegar samningar eru ekki lausir fyrr en i haust. Tilboð VSÍ um kauphækkun nú strax og nýjan kjarasamning bendir þó til þess, að vinnuveitendur séu farnir að skammast sín fyrir þau laun, sem launafólki er nú greitt og er það örlítil vísbending um það að eitthvaö sé farið að rofa til í kollum þessara manna. r Ymsir verkalýðsforingjar vissu ekkert í hvorn fótinn þeir ættu að stíga og vildu sumir hafna öllum viðræðum þar til í haust. Fyrirsjáanlegt er þó, að kaupmáttur ráðstöfunartekna fer hraðminnkandi nú í sumar. Það ber vott um óumræðilegan hroka að neita viðræðum og bendirþaðtii þess, aðýmsirverkalýðsforingjar sem teljast til Alþýðubandalagsins hafi verið tilbúnirtil þessað fórnaþeim kauphækkunum, sem hugsanlega fengjust strax fyrir stundar- hag flokksins síns. Það hefur stundum gerst áður. Forseti ASÍ sagði í fréttaviðtali á mánu- dagskvöid, eftir fyrsta fundinn, að kaupmáttar- trygging yrði sett á oddinn. í raun ætti það að vera óþarfi, því að vinnuveitendur hljóta að reikna með því, að þeir geti greitt þau laun sem þeir bjóða. Eða er leikurinn sá að hirða hækk- unina strax aftur á nokkrum vikum og hafa síð- an frið næsta árið. Tortryggnin er því ofur skilj- anleg. Samninganefnd ASÍ ræddi þess vegna ekki kauphækkunarkröfuna á fyrsta fundinum með VSÍ mönnum heldur kauptryggingarkröfu. Það ber þó að varast, að krafan um endurkomu gamlavísitölukerfisinssjái dagsins Ijós. Þarer á ferðinni eitt vitlausasta kerfi, sem íslending- ar hafa upp tekið og er þó af nógu að taka. Sjálf- virkar víxlhækkanir verðlags og launa tók öll völd af stjórnvöldum og allar ríkisstjórnir síð- asta áratuginn eyddu mestum tíma sínum og orku í það að falsa vísitölur. Þannig var t.d. Raf- magnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur haldið í fjársvelti með tilheyrandi erlendum lántökum og gífurlegum ójöfnuði á orkuverði gagnvart dreifbýlinu. Hver ríkisstjórnin af annarri var þannig orðin að nokkurs konar yfirverðlags- stofnun. Forystumenn ASÍ bjóða hins vegar núver- andi rikisstjórn upp á það, að hún tryggi kaup- máttinn svo að hann verði ekki minni en á 4. ársfjórðungi 1983. Viil stjórnin tryggja það, að gengisbreytingar verði innan ákveðinna marka, verðlagi landbúnaðarvaraog opinberrar þjónustu verði haldið í skefjum og raunvextir verði ekki hærri en 3%? Nú getur ríkisstjórnin boðið upp á skattalækkunarleið, sem hún hef- ur stöðugt sakað B.S.R.B. um að hafa hafnað. Það er að vísu svolítið snúið núna því að þessa dagana er stjórnin að ganga f rá hækkun skattá upp á 1 milljarð. Svokölluö rauð strik eru því nauðsynleg í næsta kjarasamningi, þó þannig að miðlungs- og lægstu laun verði tryggð svo og eili- og ör- orkulífeyrir. Það erekki nokkurástæðatil þess að fara að verðtryggja bankastjóralaun. Það er nóg fyrir þá að hafa bílastyrkinn verðtryggðan. Tilboði VSÍ er í ýmsu ábótavant og rétt af for- ystu ASÍ aöfaraað öllu með gát,en mjórermik- ils vísir. — BP. Karl Steinar 1 máttarhrapið, sem er fyrirsjáanlegt nú og er reyndar þegar orðið og á eftir að verða verra. Eg hef sagt það áður, að ábyrgð þeirra, sem ætla að bíða til hausts með samninga, er mikil. Allar líkur eru á því að eftir því sem kaupmátturinn fellur meira verði erfiðara að brúa bilið og ná fram góðum samningum.” Hver er munurinn á þessum hug- myndum ykkar um rauð strik, sem þið setjið nú fram og gömlu vísi- tölubindingunni? „Þetta eru í sjálfu sér engar nýjar hugmyndir og hafa flestar verið notaðar áður. Enn er ekki fyllilega Ijóst hver munurinn verður en það er enginn vilji fyrir hendi hjá verka- lýðshreyfingunni að taka upp gamla vísitölukerfið. VMSI hefur sagt hreint út með það.” Að lokum spurðum við Karl Steinar hvað gerðist næst í þessum máium. Sagði hann að í dag yrði fundur með VSÍ og réðist fram- haldið af því hvað út úr þeim fundi kæmi. ----------------------- Almennur lands- fundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit 8. og 9. júní. Þar verður mótuð uppbygging og stefna samtakanna. Til þingsins er boðið öllum félögum samtakanna og öllum sem áhuga hafa á að kynna sérstarfiðog gangaí samtökin. Upplýsingargefa: Magnús Kristinsson, símar 96—23858 og 96—23996, Pétur Valdimarsson sími 92—26326 og Örn Björnsson í síma 95—1988. Lögtök Af kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní1985. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- ar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík 1. júnl 1985. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Davíð 1 lega glæsileg. T.d. hefði núverandi borgarstjórn ekki haldið betur á málefnum aldraðra en svo að meira en 1000 aldraðir eru á biðlista um húsnæði hjá borginni um þessar mundir. Og ekki hefur íhaldsmeiri- hlutinn staðið sig betur gagnvart ungum húsbyggjendum. Fyrir þá hefur ekkert verið gert. Hvað málefni Alþýðuflokksins varðaði þá hefur hann flutt mörg ágæt mál í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. T.d. flutti Alþýðu- flokkurinn tillögu um að ákveðin fjárhæð væri veitt til að auðvelda öldruðum íbúðaskipti, en þeirri tillögu var hafnað. Þá var Alþýðu- flokkurinn með tillögu um að verkamannabústaðir leituðu eftir kaupum á eldri íbúðum í stað þess að vera stöðugt að byggja nýtt og hefur sú tillaga hlotið mjög góðan hljómgrunn hjá ASÍ og fleiri aðil- um. Hvað málefni BÚR varðar þá hefur Alþýðuflokkurinn ætíð stað- ið framarlega þar og má benda á síðustu tillögur flokksins um að í Sólin glóði á yfirborði Þingvallavatns nú á mánudagskvöldið. íbúar höfuðborgarsvœðisins eru öfundsverðir af þeirri náttúrufegurð, sem er steinsnar utan við malbikið. Að skreppa þingvallahringinn að kvöldlagiþegar veður- guðirnir leika við hvern sinn fingur, er álíka endurnœrandi og vikudvöl á hresingarhœli. —Mynd Sáf. stað þess að selja togara útgerðar- innar yrði þeim breytt í frystitogara. Og ekki má gleyma tillögu Alþýðu- flokksins um að Listahátíð verði boðin út, en hún hefur um árabil verið rekin með miklu tapi. Svona mætti lengi telja upp, svo málefnin hefur ekki vantað hjá Alþýðu- flokknum. Að lokum sagði Sigurður að hann teldi það mjög óeðlilegt að borgarstjórinn hefði frumkvæði að svona athugun, eins og hann hefur nú ákveðið að gera, með væntan- legan samruna BÚR og ísbjarnar- ins í huga. Sagði Sigurður að hon- um bæri að bera svona ákvarðana- tökur undir sína nánustu samstarfs- menn, sem væru borgarráð. Sagðist hann hafa flutt tillögu þess eðlis í borgarstjórn, um að borgarstjóra bæri að leita heimildar hjá borgar- ráði áður en hann réðist í slíkar að- gerðir. Húsnœðismálin 1 bráða vanda sem við blasir og verð- ur að Ieysa. Til þess eru stjórnar- andstöðuflokkarnir reiðubúnir.” í greinargerðinni er tíundað það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera og það sem ekki náðist samkomu- lag um: 1. Ríkisstjórnin fellur frá þeim hugmyndum að taka aukin er- lend lán til húsnæðislánakerfis- ins. 2. Ríkisstjórnin fellst á tillögur um eignarskattsviðauka, en hafnar hugmyndum um frekari skatt- lagningu á eignir og fyrirtæki. 3. Ríkisstjórnin fellst á að skipa miliiþinganefnd. 4. Ríkisstjórnin gefur fyrirheit um sérstakan skattaafslátt til hús- byggjenda og íbúðakaupenda á næsta ári. 5. Ríkisstjórnin Iýsir því yfir að tekjuöflunin til húsnæðiskerfis- ins 1985 og 1986 komi til viðbót- ar þeirri fjáröflun sem þegar er um að ræða til húsnæðislána- kerfisins. 6. Þá liggur fyrir að lífeyrissjóðirn- ir munu taka upp greiðslujöfnun til samræmis við húsnæðislánin. Milli stjórnar og stjórnarand- stöðu tókst hins vegar ekki heildar- samkomulag í húsnæðismálum. Ástæðurnar eru þessar: 1. Stjórnarflokkarnir kusu að gera söluskattshækkun að megin- uppistöðu í tekjuöflun til hús- næðismála. Stjórnarandstöðu- flokkarnir eru því andvígir og munu greiða atkvæði gegn sölu- skattshækkuninni. 2. Stjórnarflokkarnir höfnuðu til- lögum um vaxtalækkun og að greiðslumark húsnæðislána tæki einungis mið af kaupgjaldsvísi- tölu. 3. Stjórnarflokkarnir voru ekki til- búnir til þess að tryggja fram- gang frumvarps um húsnæðis- samvinnufélög en þar virtist standa á ágreiningi milli stjórn- arflokkanna. Munu stjórnarand- stöðuflokkarnir því leggja frum- varpið fram á Alþingi næstu daga. 4. Stjórnarflokkarnir voru ekki tii- búnir til að tryggja endurgreiðslu vegna misgengis vísitalna í formi skattaafsláttar þegar á þessu ári. 5. Stjórnarflokkarnir höfnuðu því að taka hagnað Seðlabankans í byggingarsjóðina. Með þessari afstöðu komu stjórnarflokkarnir í veg fyrir að heildarsamkomulag tækist í hús- næðismálum. A-þýskir þing- menn á fslandi Hér á landi dvelst nú í boði Al- þingis sendinefnd frá þjóðþingi þýska Alþýðulýðveldisins. Kom hún 3. júní og dvelur hér til 7. þessa mánaðar. Gerald Götting, formaður sendi- nefndarinnar er varaforseti þjóð- þings þýska Alþýðulýðveldisins og jafnframt varaforseti Ríkisráðsins. í fylgd með honum er eiginkona hans Sabine Götting. Próf. dr. Werner Kalweit þing- maður og varaforseti vísindaaka- demíu þýska Alþýðulýðveldisins. Erwin Binder þingmaður. Dr. Heinz Fahrenkrog þingmað- ur og forseti Sambands samvinnu- félaga í þýska Alþýðulýðveldinu. Anton Fischbach frá skrifstofu þjóðþingsins. Hann er ritari sendi- nefndarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.