Alþýðublaðið - 05.06.1985, Side 3

Alþýðublaðið - 05.06.1985, Side 3
Miðvikudagur 5. júní 1985 3 Frá 8. þingi RSÍ. 8. þing RSÍ: Verkalýðshreyfingin undirbúi sig undir átök í haust Fr. v. Finnur Magnus Uunntaugsson og Steingrímur Þorvaldsson Sýning í salnum og ný ljóðabók Rafiðnaðarsamband Islands hélt sitt 8. þing dagana 16—17. maí. Þingið sátu 73 Fulltrúar frá 7 félög- um en innan RSÍ eru 8 félög. Magn- ús Geirsson var endurkjörinn for- maður RSÍ til næstu tveggja ára. Óskar Hallgrímsson var kjörinn varaformaður, Sigurbergur Há- varðarson ritari og Sigurður Hall- varðsson gjaldkeri. Á þinginu var samþykkt ályktun um kjaramál þar sem segir m.a., að náist ekki á næstu vikum samning- Orkuvika á Akureyri 9.—15. júní nk. Sunnudaginn 9. júní hefst orkuvika á Akureyri og er hún liður í sérstöku orkusparnaðarátaki á vegum iðn- aðarráðuneytis og félagsmálaráðu- neytisins í samstarfi við Hitaveitu Akureyrar. Ásetningur þeirra sem að orku- vikunni standa er að vekja athygli Akureyringa og Eyfirðinga á hag- kvæmri orkunýtingu og orkusparn- aði og veita leiðbeiningar í því efni. I vikunni verður haldin sýning í íþróttahöllinni á byggingarefnum og tækjum til orkuparnaðar. í tengslum við sýninguna verður veitt bein ráðgjöf til húseigenda, haldnir fyrirlestrar um einangrun, einangr- .unargler, endurbætur á hitakerfum og stýribúnaði þeirra. Ennfremur verða þar veittar upplýsingar vegna breytts sölufyrirkomulags hjá Hita- veitu Akureyrar. Tvö námskeið fyrir iðnaðarmenn og aðra áhugamenn verða haldin, námskeið um endurbætur á ein- angrun húsa og námskeið um end- urbætur á eldri hitakerfum. Hitaveita Akureyrar mun hafa opið hús fyrir almenning og sýna mannvirki sín og tækjabúnað sunnudaginn 9. júní. Fólki mun gefast kostur á ferðum inn að Laugalandi þar sem boðið verður upp á borholute og kökur. Laugardaginn 1. júní brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 137 stúdentar, þar af 31 úr öld- ungadeild. Af nýstúdentunum eru 45 af félagsfræðabraut, 40 af nátt- úrufræðabraut, 29 af nýmálabraut, 13 af eðlisfræðibraut, 1 af forn- málabraut og 1 af tónlistarbraut. Auk þess luku 8 stúdentar prófi af tveimur námsbrautum, 7 af eðlis- fræði- og náttúrufræðabraut og 1 af nýmála- og tónlistarbraut. 78 ný- stúdentanna eru konur og 59 karlar. Hæsta einkunn á stúdentsprófi hlaut Gunnlaugur Sigurjónsson, stúdent af náttúrufræðabraut. Við skólaslitaathöfnina flutti kór skólans fjölbreytta dagskrá að ar, sem tryggja það að kaupmáttar- skerðingin verði unnin upp í áföng- um og að sá kauppmáttur sem sam- ið verður um verði ekki skertur. Verði verkalýðshreyfingin að undir- búa sig undir sameiginleg átök í haust. í ályktuninni segir að með kjara- samningunum í nóvember s.l. hafi ekki tekist að ná til baka neinu af kaupmáttartapi undanfarinna ára þrátt fyrir hóflegar kauphækkanir. Stjórnvöld hafi hleypt verðbólgu- skriðunni aftur af stað m.a. með gengisfellingu íslensku krónunnar. Síðan segir að enda þótt nokkuð hafi dregið úr verðbólguhraðanum fari kaupmáttur þverrandi og ljóst sé að hann verður á næstu mánuð- um mun lakari en fyrir samnings- gerðina í nóvember s.l. ef engar að- gerðir koma til, Á þinginu var einnig samþykkt ályktun um atvinnumál þar sem segir að RSÍ telji brýna nauðsyn beri til að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins og skapa ný atvinnutæki- færi, því samkvæmt spám þurfi 15—20 þúsund ný atvinnutækifæri að liggja fyrir á næstu 10 árum. Þingið ályktaði líka um húsnæð- ismálin, en þar átelur RSÍ harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismálin. Orðrétt segir: „Enda þótt núverandi stjórnar- flokkar hafi komist til valda m.a. í skjóli Ioforða um úrbæfur í hús- næðismálum hefur ástandið enn versnað, þannig að i dag er fjöldi manns kominn í greiðsluþrot vegna aðgerða ríkisvaldsins. Þingið krefst tafarlausra úrbóta, þannig að fólki verði gert kleift að uppfylla þær frumþarfir hvers manns að eiga þak yfir höfuðið og lýsir í því sambandi stuðningi við tillögur ASÍ í hús- næðismálum. Þá lýsir þingið yfir stuðningi við hugmyndir Búseta um húsnæðisasamvinnufélög, enda verði ekki dregið úr öðrum félags- Iegum íbúðarbyggingum, heldur komi til nýtt og aukið fjármagn.“ Fleiri ályktanir voru einnig sam- þykktar, m.a. ályktun um mennta- mál og ályktun um stuðning við raf- eindavirkja hjá ríkisstofnunum. vanda undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Meðal annars var frum- flutt verk eftir fimm ára stúdent frá skólanum, Mist Þorkelsdóttur, Grýlulestin, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Tíu og fimmtán ára stúdentar færðu skólanum að gjöf peninga til kaupa á sérbúinni ritvél til færslu á spjaldskrá á bóka- safni skólans. í upphafi haustannar voru innrit- aðir í Menntaskólann við Hamra- hlíð um 850 nemendur auk tæplega 700 í öldungadeild, en nemendum fækkaði nokkuð á önninni, einkum eftir að talsverður hluti kennara hvarf frá störfum mestan hluta marsmánaðar. Landsbankinn: Útibú í Toll- vörugeymslu! Tollvörugeymslan hf. leitaði eftir því við Landsbanka íslands á síð- astliðnu ári, að hann opnaði banka- afgreiðslu í húsakynnum fyrirtæk- isins í Reykjavík. Var ætlunin að auka með þessu þjónustu við viðskiptamenn Toll- vörugeymslunnar hf., án tillits til þess hjá hvaða gjaldeyrisbanka þeir hafa viðskipti sín. Landsbankinn hefur nú fengið leyfi fyrir þessari bankaafgreiðslu. Verður hún opnuð 31. maí nk. í ný- byggingu, sem er áföst eldra skrif- stofuhúsnæði Tollvörugeymslunn- ar hf. við Héðinsgötu 1—3 í Reykja- vík. Afgreiðslan mun taka við greiðsl- um til banka fyrir vörur sem teknar eru úr tollvörugeymslu. Sömuleiðis mun hún taka við greiðslum tolla og annarra gjalda til ríkisins sam- kvæmt umboði tollstjóra. Bankaafgreiðslan verður opin daglega frá kl. 9.15—12.00 og frá kl. 13.00—16.00, mánudaga til föstu- daga. Forstöðumaður afgreiðslunnar verður Hugi Ármannsson. Félagsfundur var haldinn í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur fyrir skömmu og þar fjallað um samn- ingamál. Var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Eftir að lífskjör vinnandi fólks á íslandi hafa verið stórlega skert á undanförnum árum, með yfirgangi ríkisvaldsins og atvinnurekenda, er nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin sameinist nú um að snúa vörn í sókn. Til þess er nauðsynlegt að hreyf- ingin setji fram kröfur um að end- urheimta verulegan hluta þess kaupmáttar, sem af henni hefur verið tekinn og aukinn kaupmáttur verði tryggður með traustari kaup- máttartryggingu. Þessar kröfur verður verkalýðs- hreyfingin að sameinast um og fylgja þeim eftir til sigurs. Þar sem fyrir liggur tilboð frá Vinnuveitendasambandi íslands að nýjum kjarasamningi, vill fundur- inn árétta að því aðeins getur þetta tilboð verið grundvöllur viðræðna, að Vinnuveitendasamband íslands sé jafnframt tilbúið til viðræðna um trausta kaupmáttartryggingu og vaxandi kaupmátt á samnings- tímanum, samanber kröfur félags- ins þar um!’ Þá var lögð fram kröfugerð og málsmeðferð vegna væntanlegra samninga: 1. Kaupmáttartrygging, sem skili ekki lakari árangri en sú kaup- gjaldsvísitala, er lengst af hefur verið samið um. 2. Kauphækkanir: a) Við undirritunsamnings verði náð kaupmætti síðasta ársfjórð- ungs 1983. Samningstíminn verði til 1. mars 1987. Á samningstím- anum verði síðan náð í áföngum þeim kaupmætti, sem var að meðaltali á árinu 1983. Síðasta áfangahækkun komi um ára- mótin 1986—1987. Lagt er til að þessum áföngum verði meðal annars náð með nið- urfellingu eftirvinnu í áföngum og tilsvarandi hækkun dag- vinnulauna. Við undirritun samnings verði t.d. 2—3 eftir- vinnutímar felldir brott og síðan falli eftirvinna niður í takt við áfangahækkanir. 3. Lágmarkslaun fái sérstaka Nú á fimmtudaginn 6. júní opnar Steingrímur Þorvaldsson sýningu i gallerí Salurinn, Vesturgötu 8. Þrjá- tíu verk verða á sýningunni og eru það myndir unnar í kopargrafík. Myndirnar eru allar gerðar árið hækkun, svo og elli- og örorku- laun. 4. Forsendur fyrir samningum: a) Húsnæðismáþforsenda fyrir gerð nýs kjarasamnings er að fyr- ir liggi samkomulag við stjórn- völd um viðunandi lausn á hús- næðismálum. Samið verði um sérstakt átak í byggingu húsnæð- is fyrir aldraða. b) Tryggt verði að skattstofur veiti nauðsynlegar upplýsingar vegna innheirr.tu á Sjúkra- og orlofs- heimilasjóðsiðgjöldum. 5. Leggja ber á það áherslu að A.S.Í. hafi frumkvæði og leiði viðtækt samstarf innan verka- lýðshreyfingarinnar, við væntan- lega samningagerð. Forsenda fyrir nýjum kjarasamningi er kaupmáttartrygging og vaxandi kaupmáttur í áföngum. Þar sem ekki getur talist líklegt að slikur samningur verði gerður í vor, ber að nota næstu vikur til undir- búnings samningsgerðar, þar sem m.a. verði lögð á ráðin um endanlega kröfugerð, hvenær viðræður skuli hefjast og um að- gerðir til að fylgja kröfugerðinni eftir náist viðunandi samningar ekki með öðrum hætti. Slíkar að- gerðir mega ekki dragast fram eftir september, verði þær nauð- synlegar. 1983 í Stokkhólmi, en þar var Stein- grímur við nám í Listaháskólanum í tvö ár eftir að hann lauk Myndlist- ar og handíðaskólanum hér heima. Steingrímur hefur haldið eina einkasýningu áður í gallerí Djúpið árið 1980. Einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Við opnun sýningarinnar mun Finnur Magnús Gunnlaugsson lesa upp úr nýútkominni ljóðabók sinni, sem nefnist Slægðir straum- fiskar nætur. í bókinni eru 35 ljóð samin á tímabilinu 1976—1985. Bókinni er skipt niður í þrjá mislanga kafla, sem bera heitin, Leikur að ljóðum, Saklaus andvörp og Bullubögur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfund- ar og gefur hann hana jafnframt út sjálfur. Jafnframt því sem hægt er að nálgast bókina hjá höfundi sjálfum, er hún til sölu í stærstu bókaverslununum. Bókin er tölvu- sett í Prentstofu G. Benediktssonar en önnur vinnsla fór fram í Mo í Rana í Noregi, en þar býr höfundur nú um stundarsakir. Bókin er 60 síður og kostar 350 kr. frá höfundi. Gallerí Salurinn, þar sem Stein- grímur heldur sýningu sína, er nýtt gallerí í höfuðborginni. Þetta er fyrsta einkasýningin sem haldin er þar en áður hafa aðstandendur gall- erísins, sem er ungt listafólk, ný- sloppið út úr námi, haldið samsýn- ingu þar. Köngulóar- samtökin funda Köngulóarsamtökin — sem ku vera einhvers konar plottsamtök kvenna — hafa laumað að okkur fréttatilkynningu, þar sem boðað er til „fundar" hjá meðlimunum fyrsta fimmtudaginn í þessum mán- uði, þ.c. 6. júni. „fundurinn" á að vera kl. 11.30 uppi á lofti í Lækjarbrekku og á dagskrá hans er Plott aldarinnar og ensku pésarnir (þið vitið). Símaskráin 1985 Tilkynning til símnotenda Athygli er vakin á þvi aö símaskráin 1985 er að fullu komin í gildi. Eru símnotendur hvattir til að nota nýju skrána vegna fjölmargra breytinga frá fyrri skrá t.d. urðu um 500 númerabreytingar í Árbæjarhverfi í Reykjavík við útkomu hennar. Þá er sérstök athygli vakin á því að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur fengið nýtt símanúmer 92—52000 sem þýðir að símnotendur utan 92 svæðisins þ.e. Suðurnesja þurfa að velja fyrst svæðisnúmerið 92 og síðan 52000. Póst- og símamálastofnunin 137 brautskráð- ir fra MH Trésmiðafélag Reykjavíkur: Traust kaup- máttartrygging

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.