Alþýðublaðið - 06.07.1985, Page 2

Alþýðublaðið - 06.07.1985, Page 2
o u Laugardagur 6. júl( 1985 'SUNNUPAGSLEIÐAPI' . , ' 1000 litlir bankastjórar F lestlr' serí» komnir eru til vits og ára, hafa orð- ið þeirrar reynslu aðnjótandi að ganga á fund bankastjórati! þessaðbiðjaúm lán.Til þessað v náfundi sUkrahÖfðingjaverðuralmúginn að fá. frí úrvinnu, mæta jafnvel fyriropnun bankans og hima úti I kulda og trekki til þess að geta skrifað nafn sitt í viðtaisbeiðnabókina. Banka- stjórarnir eru hlns vegar ekkert til viðtals fyrr en um tíuleytið. N Nýlega þurfti einn húsbyggjandinn að leita á náðir bankarts sfns til þess að biöja um lán að upphæð sjötlu þúsund krónur I 4 mánuði til þess að hann gæti staðið f skilum með sfn mál þar til hann fengi afgreitt húsnæðisstjórnar- lánið sítt. Bankastjórinn að vanda valdsmann- leguryflrheyrði viðskiptavininn f bakog fyrirog afgreiddi hann sfðan með fimmtfu þúsund § króna láni. Þvl miðurekki meir. Sami banki aug- lýsirhins vegarsjálfan sigtbæði innanlands og utan fyrir milijónir króna á ári. Auglýsingarnar eru gjarnan f þvf formi, að sýnd eru skrföandi börn, sem sumir túlka á þann veg, að það sé kurteisleg vlsbending til vióskiptavinanna um þdð, hvernig eigf að haga sér fyrir framan bankastjórann. Bankinn f^kk Ifka sérstaka við- urkenningu frá sjónvarpinu fyrir huggulegar. auglýsingar. H in skpfjalausa samkeppni bankanna undan- farið um viðskiptavini hefur haft það f för með sér, að menn geta gengið inn f.hvaða búð sem er og keypt sér hljómflutningstækí, húsgögn eða jafnvel bfla og skrifaö undir skuldabréf fyr- ír stærstum hluta kaupverðsins upp á tugi eða hundruð þúsunda króna. Andvirði skuldabréfs- ins er síðan komið inn á reikping viðkomandi verslunar daginn eftir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að bankamir hafa komið upp svokölluðu þvl, að bankinn kaupi skuldabréf fyrir tvöfalda þá upphæð sem er á bundna reikningnum. Síð- an má auka kvótann með þvf að fá lánaðar bankabækur hjá vinum og vandamönnum og festa á bundna reikninginn. I skýrslum bank- ans eru þessi skuldabréfakaup sfðan köllnð lán til verslunar. Það eru þannig komnir upp 1000 litiir banka- stjórar ufn allt land. Til þess að bankarnfr geti sfðan staðið við skuldbindingar sfnar sam- kvæmt kvótasamningunum verða þeir að taka lán f útlöndum. Það er þvf ekkert skrýtið þó helmingúrinn af veltufé bankanna sé erlent. Þeir hafa misst stjórn á útlánum sfnum I hend- ur annarra. Þetta kerfi býður upp áóheftan inn- flutning og gffurlegan viðskiptahaíla. Þegar efnahagsástandið er eins dapurt og það er f dag ættu afborgunarkjör verslunarinnar því ekki að viðgangast nema hún geti sjálf staðið undir greiðslufresti til viðskiptavinanna, en gangi ekki sjálfkrafa í tóma sjóði bankanna. Ijúfum leik við laxana f dýrustu laxveiðiám landsins á kostnað almennings. —B.P. kvótakerfi. Búnaðarbankinn tekur til dæmis 5% af andvirði bréfsins og lætur inn á bundna bók. Viöskíptavinurinn á sfðan sjálfkrafa rétt á En meðan litlu bankastjórarnir ráða útlánun- um geta hinir stóru dundað sér áhyggjulausir f Bœklingur frá Ferðamálaráði: • • Oryggi í há- lendisferðum Út er kominn á vegum Ferða- málaráðs bæklingur á fjórum tungumálum, ensku, þýsku, norsku og frönsku, þar sem fjallað er um margvísleg atriði, sem erlendir ferðamenn þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög hér á landi og þá einkum á hálendinum. í bæklingn- um, sem er 32 bls., eru ráðleggingar um ferðalög á hálendinu, nauðsyn- legan útbúnað og öryggisráðstafan- ir, auk Ieiðbeininga um umgengni og íslenskt náttúrufar. Upplag þessa öryggisbæklings er 70 þús. eintök. Honum verður dreift til Launadeild fjármálaráðuneytisins óskar aö ráða starfsfólk til launaútreiknings, tölvu- skráningar, undirbúnings skýrsluvélavinnslu og frá- gangsstarfa. Vélritunarkunnátta er ekki nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum fjármálaráöherra, BSRB og Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist launadeildinni fyrir 12. júlí. Umsóknareyðublöö fást hjá launadeild. Launadeild fjármálaráðuneytisins Sölvhólsgötu 7 Útboð Tilboð óskast í endurbyggingu Þingholtsstrætis 25 fyr- ir byggingardeild Borgarverkfræðings, þ.e. aö skipta um allt bárujárn og tréverk utan á húsinu. Hreinsa og lagfæra hleðslu ( kjallara, hlaða reykháfa og rlfa viö- byggingu. Endurbygging skal taka mið af B-friðun pg verðagerðarstrangarkröfurtil efnis og vinnugæða. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik gegn kr. 2.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð ásamastað miðvikudaginn 17. júli nok. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvogi 3 — Simi 25800 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur til 25. júfi. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, kennarastaða i mat- vælafræöi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, kennarastööur i þýsku, stærðfræði, félagsfræði og raungreinum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, kennarastaða í tölvufræði. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 5. júli 1985. erlendra ferðamanna við komu þeirra hingað til lands, hvort sem ICELANI) ÍOIÍRIST ItO.VRl) t^tfOAVFOCR .* - fui tU'VKJAVIk þeir koma flugleiðis um Keflavikur- flugvöll eða sjóleiðis til Seyðisfjarð- ar. Jafnframt mun hann liggja frammi á ferðaskrifstofum, skrif- stofum flugfélga, gistihúsum, bíla- leigum og þá einkum þeim sem leigja bíla til fjallaferða, og hjá öðr- um aðilum sem erlendir ferðamenn eiga skipti við. Jafnframt þessu hefur Ferðamála- ráð látið prenta sérstakt spjald, þar sem vakin er athygli á öryggisbækl- ingnum og ferðamenn hvattir til þess að verða sér úti um hann, hygg- ist þeir ferðast um hálendið. Þessi bæklingur er árangur af fund- um, sem Ferðamálaráð efndi til í vetur með ýmsum aðilum, þar sem fjallað var um öryggismál með til- liti til erlendra ferðamanna og þá einkum vegna ferðalaga þeirra um hálendið. Vegna landshátta og veð- •urfars hér á landi steðja ýmsar hættur að ferðamönnum í fjalla- ferðum hér eins og dæmin sanna. Með útgáfu þessa bæklings vill Ferðamálaráð auka þekkingu er- lendra ferðamanna á aðstæðum hér og draga þar með úr hættu á óhöppum og slysum, sem oft verða vegna þess að menn leggja illa búnir í ferðir um hálendið og bregðast ekki rétt við, ef út af ber. Forsætisráðherra: Samstarf Islands og Grænlands I því skyni að stuðla að auknu atriði er snerta fiskveiðar og fisk- samstarfi milli íslands og Græn- vinnslu. Það er því von Ferðamálaráðs, að þessi bæklingur verði til þess að auka öryggi erlendra ferðamanna í ferðum um hálendið. Háskólafyrirlestur Olof Lagercrantz um bókmenntir Sænski rithöfundurinn og bók- menntafræðingurinn dr. Olof Lag- ercrantz, flytur opinberan fyrirlest- ur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 8. júli 1985 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvísindahúsi Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „Om kon- sten att lása och skriva“, og verður fluttur á sænsku. Einkaskólar 1 6. Eftir hvaða reglum verða nem- endur teknir inn í Tjarnarskóla ef umsækjendur reynast verða fleiri en 100 talsins? 7. Hvaða samráð hefur verið haft við skólastjóra Vesturbæjar- skóla og forstöðumann Náms- flokka Reykjavíkur? 8. Verða kennarar Tjarnarskóla aðilar að stéttarsamtökum kennara? 9.Verða önnur sveitarfélög tolluð vegna aðkomubarna í Tjarnar- skóla líkt og nú er gert varðandi aðkomuunglinga í reykvískum framhaldsskólum? 10. Verður sálfræðiþjónusta inni- falin í skólagjaldi Tjarnarskóla eða verður foreldrum gerður sérstakur reikningur fyrir henni?“ lands á sviði fiskveiðimála, fisk- vinnslumála, hafrannsókna, við- skipta- og samgöngumála og land- búnaðarmála hefur ríkisstjórnin skipað nefnd. I nefndinni eiga sæti Árni Kol- beinsson, Þórhallur Ásgeirsson, Ólafur S. Valdimarsson, Svein- björn Dagfinnsson, Páll Flygenr- ing, allt ráðuneytisstjórar, svo og Pétur Thorsteinsson sendiherra, sem er formaður nefndarinnar. Landsstjórn Grænlands hefur til athugunar að skipa sams konar samstarfsnefnd, en fyrst um sinn mun gagnaðilinn í Grænlandi verða framkvæmdastjóri heimastjórnar Grænlands, John E. Jensen. Meðal þeirra mála sem munu sér- staklega koma til athugunar í sam- starfi íslands og Grænlands eru ráðstafanir til verndar og nýtingar sameiginlegra fiskistofna, hafrann- sóknir og önnur mál sem Iúta að fiskveiðum, svo sem vísindalegar rannsóknir á fiskistofnum, mark- aðsmál sjávarafurða og tæknileg Biskup á Rangárvöllum Biskup Islands, herra Pétur Sig- urgeirsson, mun vísitera flesta söfn- uði og kirkjur Rangárvallaprófasts- dæmis dagana 7.—17. júlí nk. Mun biskup taka þátt i guðsþjónustum í kirkjunum og eiga fundi með sókn- arnefnd og sóknarpresti í hverjum söfnuði. Dagskrá visitasíu biskups verður sem hér segir: 6. júlí Stóra- Dalskirkja kl. 17.00 Fundur með sóknarnefnd. 7. júlí Ásólfsskála- kirkja kl. 10.30 Fundur með sókn- arnefnd og kl. 13.00 Guðsþjónusta. Eyvindarhólakirkja kl. 17.00 Guðs- þjónusta og síðan fundur með sóknarnefnd 8. júlí Krosskirkja kl. 10.30 Fundur með sóknarnefnd kl. 14.00 Guðsþjónusta. Voömúla- staðakapella kl. 17.00 fundur með forstöðunefnd 9. júlí Akureyjar- kirkja kl. 10.30 fundur með sóknar- nefnd kl. 14.00 guðsþjónusta. 12. júlí Breiðabólstaðarkirkja kl. 14.00 guðsþjónusta. Fundur með sóknar- nefnd á eftir. 13. júlí Hliðarenda- kirkja kl. 14.00 guðsþjónusta og síðan fundur með sóknarnefnd. Stórólfshvolskirkja kl. 20.30 fund- ur með sóknarnefnd. 14. júlí Stór- ólfhvolskirkja kl. 14.00 guðsþjón- usta. Oddakirkja kl. 17.00 guðs- þjónusta og síðan fundur með sóknarnefnd. 15. júlí Keldnakirkja kl. 14.00 guðsþjónusta og síðan fundur með sóknarnefnd. Elli- heimilin að Lundi og Kirkjuhvoli Heimsókn síðdegis. 16. júlí Mar- teinstungukirkja kl. 10.30 fundur með sóknarnefnd. kl. 14.00 guðs- þjónusta. Hagakirkja kl. 17.00 guðsþjónusta og síðan fundur með sóknarnefnd. 17. júlí Skarðskirkja kl. 14.00 guðsþjónusta og fundur með sóknarnefnd á eftir. Prófastur Rangæinga, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað, biskupsfrúin, Sólveig Ásgeirsdóttir og sr. Magnús Guðjónsson bisk- upsritari verða í för með biskupi á yfirreið hans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.