Alþýðublaðið - 06.07.1985, Side 4

Alþýðublaðið - 06.07.1985, Side 4
Áskriftarsíminn er 81866 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavik., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12. Laugardagur 6. júll 1985 Afmœliskveðja: Eggert G. Þorsteinsson 60 ára Eggert G. Þorsteinsson forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins er sex- tugur í dag. A þessurh merku tímamótum í lífi hans er mér efst í huga hlýjar óskir og þakkir til trausts vinar og samherja. Ég minnist þess að löngu áður en starfsvettvangur minn varð stjórnmálin og ég átti þess kost að kynnast Eggerti persónulega, þá var oft á hann minnst í fjölskyldu minni. Þær umræður báru þess vott að rætt var um mann sem mikils var metinn og sem traust og virðing var borin fyrir. Kynni mín af Eggert hafa verið á sömu lund. Fyrst og fremst heiðar- leiki og hlýr og einlægur persónu- leiki samfara leiftrandi kímnigáfu. — í störfum sínum og baráttu fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar er hann fastur fyrir og fylginn sér og umfram allt skarpur að greina kjarnann frá hisminu og ráðhollur þeim sem til hans leita. Þar miðlar hann af glöggskyggni og alkunnri ljúfmennsku ásamt langri lífs- reynslu á vettvangi stjórnmála og verkalýðshreyfingar í baráttunni fyrir bættum kjörum alþýðunnar. Þó hér verði ekki í stuttri afmæl- iskveðju getið nema að litlu leyti fjölbreytts og giftudrjúgs starfsfer- ils Eggerts, þá dylst engum að lífs- hlaup hans hefur alltaf verið sam- ofið hugsjónum og baráttumálum jafnaðarstefnunnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Ungur að árum tók hann virkan þátt í verkalýðsbaráttunni m.a. sem formaður Múrarafélags Reykjavík- ur um fimm ára skeið auk þess sem honum voru falin ýmis trúnaðar- störf innan Alþýðusambands ís- lands. A löngum ferli Eggerts innan Al- þýðuflokksins hafa honum verið falin margvísleg trúnaðarstörf. M.a. var hann form.FUJ 1948—50 og síðar SUJ. Alþingismaður frá 1953—1978 eða um 25 ára skeið og sjávarútvegs- og félagsmálaráð- herra var hann á árunum 1965— 1971. Eggert var framkvæmdastjóri Sfyrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1972—1979. í því starfi vann hann að verkefnum sem honum eru hjartfólgin — bættri stöðu og hag þeirra sem höllum fæti standa. Ekki er að efa að það starf ásamt giftudrjúgu og farsælu starfi í þágu jafnaðarstefnunnar og bættra kjara íslenskrar alþýðu í rúma fjóra áratugi hefur orðið Eggerti gott vegarnesti í ábyrgðarmikið og erfitt starf sem forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins. Þó Eggert sé ekki lengur í sviðs- ljósi stjórnmálanna, þá er hann einn af traustustu liðsmönnum í bakvarðasveit flokksins. — Traust- ur, ráðhollur og einlægur sem endranær hvar og hvenær sem fjall- að er um stefnu og baráttumál jafn- aðarstefnunnar. — Hugsjónir jafn- aðarstefnunnar eiga of sterk itök í Eggerti G. Þorseinssyni til að annar starfsvettvangur breyti þar ein- hverju um. Á merkum tímamótum í lífi Egg- erts er mér ljúft fyrir hönd Alþýðu- flokksins að senda honum og fjöl- skyldu hans hugheilar hamingju- óskir með þakklæti fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu jafnaðar- stefnunnar. Megi jafnaðarstefnan njóta starfskrafta hans sem lengst. Jóhanna Sigurðardóttir. HALASTJARNAN HALLEY Slœmur fyrirboði eða gefur hún okkur svör við spurningum um uppruna lífs og sólkerfisins? Nú í haust birtist jarðarbúum gam- alkunm r gestur. Kemur hann i heimsókn á 'im það bil 76 ára fresti. Ekki er beint hægt að segja að hann hafi verið jarðarbúum aufúsugest- ur fyrr á öldum, því mörgum stóð mikil ógn af honum. Nú bíða menn hinsvegar í eftirvæntingu eftir að fá að berja þennan gest augum. Vís- indamenn út um allan heim hafa búið sig undir komu hans og eru bæði Evrópumenn, Sovétmenn og Bandaríkjamenn með mót- tökusveit tilbúna. Gesturinn er eng- inn annar en Halley halastjarna og verða sendar eldflaugar á loft til að geta skoðað fyrirbærið í návígi. Halastjörnur hafa ætíð heillað menn. Áður fyrr var hún álitin fyr- irboði slæmra tíðinda. Nú rann- saka vísindamenn hana í þeirri von að verða einhvers vísari um upphaf sólkerfanna. Halastjörnur er bara hægt að sjá nokkru sinnum á lífsferlinum, en hafi fólk sæmilega sjónauka er möguleiki að sjá halastjörnur um tíu sinnum á ári. Það er þó ekki nema á 76 ára fresti að halastjarna sést jafn greinilega og nú í lok ársins og upphafi næsta. Halley ferðast í sporöskjulaga braut um sólu og síðast þegar hún sást frá jörðu var árið 1910. Þegar hún birtist síðast árið 1910 var fólk enn uggandi yfir komu hennar. Þá var upplýst að jörðin myndi fara í gegnum gasskýið sem myndar halann á Halley. Þrátt fyrir að vísindamenn fullyrtu að engin hætta væri á ferðinni, greip um sig ótti víða í Evrópu. Gasgrímur og halastjörnupillur seldust grimmt. En vitaskuld gerðist ekkert hættu- legt. í þjóðtrú margra landa eru hala- stjörnur taldar boða slæma at- burði. Oft var talið að i kjölfar halastjörnunnar kæmi stríð, hung- ursneyð eða plágur. Það var á 18. öld sem enski stjörnufræðingurinn Edmund Halley, sem halastjarnan heitir eft- ir, kom með tilgátu um hringsól halastjörnunnar í sólkerfinu. Taldi hann samkvæmt kenningu New- tons, sem þá var nýkomin fram, að aðdráttaraflið stjórnaði gangi stjörnunnar. Hann kom með þá til- gátu að halastjörnurnar sem hefðu sést árin 1531, 1607 og 1682, væru ein og sama stjarnan, sem birtist á 76 ára fresti. Hann spáði því að hún birtist aftur árið 1758 og það gekk eftir. Þá var hann látinn og hala- stjarnan var skýrð í höfuðið á hon- um. Halley hefur ekkert með hala að gera. Sé horfið aftur í söguna er hægt að rekja feril Halleys halastjörn- unnar aftur til ársins 1058 f.Kr. Vitaskuld er hún þó miklu eldri sjálfsagt ármilljarða gömul. 1066 e. Kr. sást halastjarnan af Normöndum og var hún talin fyrir- boði þess að þeir ættu að gera inn- rás í England. Halastjarnan er líka mynduð á Bayeux-teppinu, sem var ofið á þessum árum. En hvaðan koma halastjörnur og hvernig eru þær samansettar. Árið 1950 kom J. Ort með þá til- gátu að halastjörnur væru ættaðar úr rykbeltum í mikilli fjarlægð frá sólinni. Af og til gerist það að hala- stjarna kemur inn í sólkerfið vegna aðdráttarafls þess. Auk þess er sú tilgáta uppi að kjarni halastjörn- unnar sé svipað samsettur og snjó- bolti. Báðar þessar kenningar eru taldar réttar. Vitneskjan um halastjörnur er talin mjög mikilvæg. Er álitið að halastjarnan geti gefið vísbending- ar um forsögu sólkerfisins og jafn- vel hvernig lif hafi kviknað, því í ljós hefur komið að í þeim eru líf- ræn efni. Er sú tilgáta til að líf á jörðinni hafi kviknað þannig að halastjarna hrapaði niður á jörðina og smitaði hana af lífi. Ellefta apríl 1986 verður minnst fjarlægð milli jarðar og Halley. Mánuði fyrr hefur geimfarið Giotto, sem Evrópuþjóðir standa að, átt stefnumót við halastjörnuna og vonast menn til að við verðum margs vísari um sólkerfið og lífið að þessu stefnumóti loknu. Byggt á grein í Arbetet. MOLAR Smáþjóð Það er auðvitað ekki af tilefnis- lausu að við íslendingar erum sí og æ að japla á því að við séum smáþjóð og leitum gjarnan á náð- ir höfðatölunnar margþvældu til að gera okkur stærri, helst stærst og best í hinu og þessu. Um þessar mundir erum við um 242 þúsund, þessi litla fjölskylda sem hreiðrað hefur um sig á veðrasamri Atlantshafsey við jað- ar Norður-heimsskautsbaugsins. Ekki nema um það bil 0.00006% mannkynsins. Skakkaföll Þjóðin hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í gegnum aldirnar, enda harðbýlt land. Við vorum orðin yfir 50 þúsund þegar átjánda öldin hélt innreið sína, nánar tiltekið 1703. Sú öld reynd- ist okkur afar þung í skauti, þó einkum einstök ár hennar. Frá 1703—1734 fækkaði okkur um nær 7 þúsund og vorum orðin tæplega 43.400. Náðum svo að fjölga okkur upp í 48.800 árið 1751, en þá tók við erfiðleikatíma- bil og okkur fækkaði niður í 42.800 árið 1759. Urðum næstum 50 þúsund árið 1778, en þá fækk- aði okkur hrikalega og það um heil 21.5% á þremur árum eða frá 1783—1786, er við vorum orðin aðeins 38.363. Árið 1803, hundr- að árum eftir fyrsta manntalið, vorum við orðin tæplega 47 þús- und og 48.600 árið 1810, en fórum síðan niður í 47.333 árið 1816. Eft- ir það hefur okkur fjölgað hægt og bítandi utan einstök ár, t.d. þegar okkur fækkaði um 2% árið 1846 og yfir 3% milli 1886 og 1888. Það var reyndar síðasta árið sem okkur hefur beinlínis fækkað og kominn tími til. • ■ Þessi öld í upphafi þessarar aldar skriðum við yfir 80 þúsund íbúa markið og urðum lOOþúsundárið 1925. 1950 vorum við tæplega 145 þúsund og næstu árin fjölgaði okkur nokk- uð ört, ca 2% að meðaltali á ári, vorum orðin 200 þúsund árið 1968. Síðan hefur hægst á fólks- 4tÉ Jb fjölguninni milli ára, oftast rétt rúmlega 1% og á 15 árum fórum við upp í 240 þúsund. Verðum með sama hraða um 290 þúsund þegar 21. öldin hefst. Kannski verðum við orðin hálf milljón þegar sú öld er hálfnuð og máske milljón þegar henni lýkur. Ef hún þá kemur á annað borð. Iðandi af lífi En það iðar allt af lífi á þessari harðbýlu ey á vorum tímum. Og allt er afstætt, blessaður sé Ein- stein. Smáþjóð eins og ísland gjörsigrar stórveldi eins og Bret- land í landhelgisstríðum og lætur sér fátt um finnast. Stolt og djarf- huga sækjum við fram, að vísu sokkin upp að maga í erlendum skuldum, allir rammar brotnir. Fólk vinnur fram eftir öllu til að hafa í sig og á, það er þorri lands- manna. Stórhuga ríkisstjórn snarlækkar launin og gefur fyrir- tækjunum milljarða króna og skattaívilnanir í þokkabót. Á Al- þingi er púlað og stritað. Þar eru hinar stórkostlegustu ákvarðanir teknar þegar langt er liðið nætur. Virkjanir hérna og þarna, vegir þarna og hérna o.s.frv. Árangur- inn er sá að það er búið að skipta þjóðinni í tvennt, í þá sem hafa það gott og þá sem hafa það skítt. Börn annarrar þjóðarinnar eiga að fara í „líflegan og skemmtileg- an“ einkaskóla, börn hinnar þjóðarinnar í leiðinlegu ríkisskól- ana. Hinir öldruðu annarrar þjóðarinnar mynda biðraðir, hin- ir öldruðu hinnar þjóðarinnar byggja ellihallir. Þarna á milli er verðbólgukynslóðin, sem kveikti verðbólgubál og stal sparifé for- eldra sinna til að koma sér upp íbúðum. Nú er sama kynslóð að stela af börnum sínum og meina þeim að eignast „þak yfir höfuð- ið.“ Hjá smáþjóðinni ísland gerast sem sagt heimssögulegir atburðir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.