Alþýðublaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 1
alþýðu- K nK MhT«n>« Miðvikudagur 17. júlí 1985 133. tbl. 66. árg. A þriðju millj. kr. hafa safnast hjá Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkj- unnar frá því um helgi Lauslega áætlað má gera ráð fyr- ir því að á þriðju milljón króna hafi í gær verið komnar inn í söfnunum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Kauða kross íslands í neyðarhjálp- ina í Afríku frá því á laugardag. Enn streyma framlög inn þótt þorri peninganna hafi borist á meðan á hljómleikunum gegn hungri stóð og strax í kjölfar þeirra. Að sögn Jóns Ásgeirssonar hjá RKÍ er alltaf eitthvað að berast af framlögum og ljóst að talsvert af gíróseðlum eiga eftir að skila sér. Enginn vafi væri á því að sjónvarps- þátturinn hafi haft geysileg áhrif á fólk og helst hefði hann viljað að hægt hefði verið að taka á móti framlögum í sjónvarpinu sjálfu. „En við hér höldum ótrauð áfram“, sagði Jón. RKÍ hyggst verja stærst- um hluta peninganna í hjálparstarf- ið í Eþíópíu og Súdan. Um helgina söfnuðust um 750 þúsund krónur í söfnun RKÍ. Framh. á bls. 2 Þorsteinn Pálsson er að talafyrir munn nokkurra iðnaðarbœnda á Suðurlandi, sem reka tœknivædd kjúklingabú segir i leiðara Nútímans frá i gœr og er sú fullyrðing liður í stormasömum deilum stjórnarmálgagnanna sem frá er sagt hér á síðunni. Reykvíkingar eiga þess sjaldnast kost að berja tœknivœdd kjúklingabú augum, en þess oftar geta þeir átt stefnumót við endurnar á tjörninni. Endurnar hafa um annað að snúast en kjúklingabú, en hins vegar gœtu þœr íframtíðinni orðið að horfa upp á framk vœmdir miklar þar sem er að sjá bílastœðið á mynd- inni, því borgarstjórinn hefur viðrað áhuga sinn á því að þar rísi einn daginn stjórnarráð Reykjavíkurborgar. Vœntanlega kemur það til með að skyggja á góðtemplaraliúsið og á skrifstofuhús þingmanna því við hlið. Verkamannasambandið fundar: Vægi bónusins minnki Viðrœðurnar sem kveðið er á um í kjara- samningnum eiga að hefjast 1. september Samninganefnd Verkamanna- sambands Islands kemur saman í dag í kjölfar starfa undirnefndar í gær. Undirnefndin hafði það hlut- verk að leggja fram skýrari linur hvað kröfugerðina varðar, en meg- inlínurnar eru þær i viðræðunum við vinnuveitendur að vægi bónus- ins í heildarlaunum fiskverkunar- fólks verði lægra en vægi fasta- launanna hærra. Undirnefndin var að störfum í allan gærdag en mun í dag leggja tillögur sínar fyrir aðalsamninga- nefndina. Hefjast síðan viðræður við vinnuveitendur i kjölfarið. Bón- ussamningar hafa aldrei verið sam- stíga aðalkjarasamningum og eru þessar viðræður ekki liður í því samkomulagi sem náðist milli VMSÍ og vinnuveitenda um sér- stakar viðræður um málefni fisk- verkunarfólks á samningstímabil- inu í kjarasamningum VMSÍ og VSÍ var samþykkt að taka málefni fisk- verkunarfólks fyrir og þá einkum að sérstök nefnd aðilanna semdi til- lögur um aukið atvinnuöryggi fisk- verkunarfólks með jafnari vinnslu afla, um verkþjálfun og fræðslu og gildi þess til launa, ákvæði unt sér- þjálfað fiskvinnslufólk og fleira. Urn þessar mundir er verið að safna gögnum fyrir þessar viðræður, en gert er ráð fyrir því að viðræður að- ilanna geti hafist 1. september. Mogginn, NT, Halldór og smáatriðin Enn sér ekki fyrir endann á hinni broslegu borgarastyrjöld leiðarahöfunda stjórnarmálgagn- anna um smáatriðin hans Hall- dórs sjávarútvegsráðherra. Styrj- öld þessi hefur staðið yfir allan júlímánuð, en þrátt fyrir mikið mannfall gengur hvorki né rekur og það eina sem út úr þessu hefur komið er að leiðarahöfundar Moggans og NT hafa opinberað löngun sína til að hverfa til barn- dómsins á ný. Þetta hefur þeim reyndar tekist. Það var 2. júlí að leiðarahöf- undur Moggans reið á vaðið og ítrekaði áðurkomið viðhorf sitt um að Halldór Ásgrímsson ráð- herra hafi „ekki haldið þannig á sínum málaflokki í ríkisstjórninni að störf hans séu ekki verð gagn- rýni. Hvað sem því veldur þá sýn- ist ráðherrann festa sig meira í smáatriði við framkvæmd stefnu en stefnumótun sem skapar þess- ari mikilvægu atvinnugrein hag- kvæm starfsskilyrði“. Þetta við- horf sitt kryddaði Moggahöfund- ur með tilvitnunum í Varðarræðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Það er auðvitað alvarlegt mál þegar varaformaður Framsóknar- flokksins og sjávarútvegsráðherra er sakaður um að stunda smáat- riði í stað stefnumörkunar og von að málgagn hans sjái ástæðu til svara. 3. júlí fer leiðarahöfundur NT af stað og er mikið niðri fyrir. „Slíkar fullyrðingar af hálfu Morgunblaðsins eru virðingar- leysi við sjávarútveginn og lýsa vanþekkingu blaðsins á málefn- um atvinnugreinarinnar". NT krefst nánari útlistinga á smáat- riðunum og skýtur síðan föstum skotum að ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins, einkum þeim Albert og Sverri. Sama dag skrifar Moggahöf- undur síðan fremur jákvæðan leiðara um Kanadaferð Halldórs og virðist hafa ætlað að láta þetta duga, því ekkert er minnst á smá- atriðin í næstu leiðurum. Þetta er leiðarahöfundur Nt að vonum óhress með, hyggur sig hafa unnið stríðið og stráir salti í sár Mogg- ans með því að ítreka sök sjálf- stæðismanna á erlendu skulda- söfnuninni. 9. júlí er svo aftur auglýst eftir smáatriðunum: „Hvaða smáatriði eru það sem Morgunblaðið telur að tefji Hall- dór Ásgrímsson“. Þetta dugði til þess að Mogginn vaknaði á ný. Krafa NT um skýr- ingar voru 10. júlí afgreiddar sem „glöggur vottur um smámuna- semi Framsóknar“ en útskýrir ekki smáatriðatalið öðruvísi en að vísa til greinargerðar tveggja öfl- ugra útgerðarmanna á Vestfjörð- um máli sínu til stuðnings og segir LÍÚ — ekki Halldór — hafa mót- að fiskveiðistefnuna! Með öðrum orðum að Halldór sé ekki sjávar- útvegsráðherra, heldur Kristján Ragnarsson og félagar. 11. júlí svarar NT þessu í heilum leiðara og nú er orðið ansi heitt í kolunum. Mogginn er enn ásak- aður um þekkingarleysi og útúr- snúninga og ítrekað er auglýst eft- ir nánari útlistingum á smáatriða- talinu. Og nú hefur NT fundið til- ganginn hjá Mogganum: „Þarna koma þröng flokkspólitísk sjón- armið Morgunblaðsins út úr skápnum, þar sem þau leynast innan um aðrar beinagrindur. Nú á að reyna að troða Halldóri um tær, því Morgunblaðið getur ekki litið á málið í heild sinni, heldur telur það velgengni Halldórs Ás- grímssonar vera sama og vel- gengni Framsóknarflokksins og við því vill það sporna“. Þessu svarar svo leiðarahöf- undur Moggans strax 12. júlí og nú hefur hann komist að því hver skrifar NT-leiðarana; nefnilega Þórarinn Þórarinsson (og NT nefnt Timinn). Þar er enn gert lit- ið út hlutverki Halldórs og því neitað að Mogginn vilji svipta hann gloríunni. „Ekkert er fjær sanni“, segir þar og klikkt út með dularfullri setningu: „En lesend- um skal bent á, að oft veltir lítil þúfa stóru hlassi“. Hér virðist vera átt við að „lítil þúfa“ á borð við Moggann geti velt „þungu hlassi“ sem er sjávarútvegsráðherra! Nema átt sé við að „litla þúfan“, sjávarútvegsráðherra, geti velt „þungu hlassi" sem er sjávarút- vegurinn! í gær hélt síðan leiðarahöfund- ur NT sandkassaleiknum áfram og minnti Moggann á að Þórarinn Þórarinsson væri hættur á blað- inu og að það héti NT en ekki Tíminn! Síðan: „Morgunblaðið hefur enn ekki svarað því, hvaða smáatriði það eru, sem það telur að tefji fyrir Halldóri Ásgríms- syni sjávarútvegsráðherra við framkvæmd fiskveiðistefnu. NT hlýtur að líta svo á, að Morgun- blaðið geti það ekki“. Augljóst er að leiðarahöfundar stjórnarmálgagnanna geta auð- veldlega haldið svona áfram til eilífðarnóns. Og auðvitað vonum við öll að þeir haldi áfram að framleiða órækar sannanir fyrir einstakri snilld sinni í röksemda- færslu og máefnaauðgi. Og nú virðist borgarastyrjöldin ætla að færast út á nýjar brautir, því Þor- steinn Pálsson hefur skammað Jón Helgason fyrir hækkun kjarnfóðurgjaldsins. í gær hund- skammar leiðarahöfundur NT formann Sjálfstæðisflokksins fyrir að vera málsvari tækni- væddra iðnaðarbænda á Suður- landi en ekki hins almenna bónda. Vitaskuld mun leiðara- höfundur Moggans svara þessu og svo geta stjórnarmálgögnin tekið hvern ráðherra fyrir sig í svo sem hálfan mánuð í senn og byrj- að svo aftur þegar hringurinn er búinn! t t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.