Alþýðublaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 17. júlí 1985 RITSTJÓRNARGREIN Hinn blái kommúnismi öjálfstæðisflokkurinn hefur það á sinni stefnuskrá, að einkarekstur sé öllum öðrum rekstri betri. Og vissulegaáeinkareksturfullan rétt ásér, einnig á þeim sviðum þar sem hið op- inbera hefur staðið eitt aö rekstri áratugum saman. Dugmiklir, bjartsýnir menn hafa lagt á sig ómælda vinnu og hætt eigin fjármagni í beinni samkeppni við hið opinbera. Má þar til dæmis nefna vöruflutningabílstjóra, sem keppavið niðurgreidda, ríkisreknaskipaútgerð um flutninga út um landið. Sjálfstæðisflokkurinn hefurhlotið fylgi út áyf- irlýstan stuðning sinn við einkaframtakið en ýmsir þeir, sem lagt hafa flokknum lið í kosn- ingum á undanförnum árum, hafa heldur betur vaknað upp við vondan draum síðustu vikurnar. Forysta einkaframtaksflokksins veit ekki hvað einkareksturer. Þettahefur upplýstst nú vegna óhemjulegs dálætis þessa fólks á hinum nýja skóla við Tjörnina. Þar leggja borgin og ríkis- sjóður fram áhættufjármagnið í formi hús- næðis og launa, en sérlega valdireinstaklingar eiga að hirða hagnaðinn af rekstrinum. Orð- hagir menn hafa nefnt þetta rekstrarskipulag bláan kommúnisma. Hingað til hefur enginn amast við einkaskólum, sem hér hafa starfað áratugum saman og má þar t. d. nefna dans- skóla, málaskóla og nú síðast tölvuskóla. Morgunblaðið fer hins vegar hamförum í óhróðri um það fólk, sem andmælir þvi að hinn nýi skóli bláa kommúnismans sé einkaskóli. Þarna er hann kominn hinn eini sanni einka- rekstur í hugum forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins. Og þessi einka- rekstur ætlar að greiða hærri laun og bjóða uþþ á betri og skemmtilegri skóla en aörir. Samkvæmt viðtali í DV við annan „eiganda" Tjarnarskólans kom þó í Ijós, að laun kennara eigaekki aðverðahærri þaren í öðrum skólum. Kennararnir eiga aðeins að fá meiri kost á aukavinnu. Vinnuþrælkunin á því að sjálf- sögðu að sitja í fyrirrúmi, ef viðunandi laun eiga að fást. Þó keyrir alveg um þverbak hjá Staksteinum Morgunblaðsins siðastliðinn föstudag. Höf- undur þeirra orða, sem þar eru rituð er orðinn svo dáleiddur af hinum bláa kommúnsima, að hann llkir Tjarnarskólanum við Þjóðleikhúsið og Sinfónluhljómsveitina af því að fóik þarf að borga sig inn hjá þessum ágætu stofnunum. Hann telur llklega Þjóðleikhúsið I einkaeign Gfsia Alfreðssonar, Sinfóníuhljómsveitina ( einkaeign Sigurðar Björnssonar og Rlkisút- varpið er þá trúlega líka prlvateign Markúsar Arnar Antonssonar. Það virðist þvl margurvera ríkari en hann hyggur. Þó er sá hængur á, að inngangseyrir og afnotagjald þessara stofn- ana er ekki einkaráðstöfunarfé þeirra mætu þremenningasem áðureru nefndir. Hins vegar hafa „eigendur“ Tjarnarskólans upplýst, að fjárhagsáætiun og þá væntanlega reiknings- uppgjör hans sé þeirra einkamál, jafnvel þó að stofnkostnaður og rekstur þess fyrirtækis komi að meiri hluta til úr sjóðum almennings. Þarna má sem sagt sjá frelsi til framfara I anda frjálshyggju hins bláa kommúnisma þeirra Davlðs borgarstjóra og Ragnhildar mennta- málaráðherra. B. P. Veruleg fjölgun umferöarslysa Umferðarráð hvetur til aukinnar aðgœslu Samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingu umferðarslysa fyrstu 6 mánuði ársins, sem gerð er samkvæmt skýrslum lögreglu, er fjölgun slas- aðra slík að áhyggjum veldur. Miðað við meðaltal síðustu fjög- urra ára kemur fram, • að slösuðum hefur fjölgað úr u. þ. b. 300 í 415.204 hafa hlot- ið meiri háttar meiðsl en 211 hafa slasast minni háttar, • að bílveltum og útafakstri hef- ur fjölgað úr 56, að meðaltali sl. 4 ár í 103 í ár. Skráðum óhöppum sem einungis hafa leitt til eignatjóns, hefur hins vegar fækkað úr 3.471 í 3.014 í ár, miðað við sama meðaltal. Athygli vekur sá mikli fjöldi um- ferðarslysa sem orðið hefur í ár þar sem margir hafa meiðst í sama slys- inu. Fleiri en eitt dæmi er um að 8 manns hafi slasast meira og minna í árekstri tveggja bifreiða. Umferðarráð ítrekar áskorun sína frá 3. júlí sl., þar sem vakin er athygli á þeim hættutíma sem nú stendur yfir í umferðinni, og hvatt er til aukinnar aðgæslu í umferð- inni. Þeirri eindregnu áskorun beinir Umferðarráð til sérhvers vegfar- anda að hann leggi sitt af mörkum til aukins umferðaröryggis með að- gát, skilningi á aðstæðum og tillits- semi. IP Útboð Tilboð óskast I málningarvinnu fyrir Skólaskrif- stofu Reykjavlkur. 1. Málun utanhúss á Hvassaleitisskóla. 2. Málun utanhúss á Árbæjarskóla. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 2.000,— skila- tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. júlí nk. kl. 11 f. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Laus staða Staða sérfræðings við Orðabók Háskólans er laus til umsóknar. Sérfræðingnum er m. a. ætlaö að hafa um- sjón með tölvusviði Orðabókarinnar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavlk, fyrir 6. ágúst nk. Umsækj- endur skulu leggja fram með umsókn sinni rækilega skýrslu um náms- og starfsferil, svo og um fræðistörf sem þeir hafa unnið og máli skipta vegna sérfræðings- starfsins. Menntamálaráðuneytið, 8. júll 1985. Janúar - júní 1981- 1985 1985 1984 1983 1982 1981 Slys meö meiðslum 268 216 203 242 193 Dauðaslys 10 8 7 11 6 í þéttbýli 191 166 153 202 167 í dreifbýli 87 58 57 51 32 Slasaðir 415 300 284 327 275 Látnir 10 8 8 12 e Meiri háttar meiösli 204 160 140 167 94 Minni háttar meiðsli 211 140 144 160 179 Lagðir á sjúkrahús 134 105 116 128 76 Karlar 279 204 180 222 168 Konur 146 104 112 117 112 Börn 14 ára og yngri 57 58 49 56 67 ökumenn sem aðild áttu að slysi með meiðslum 390 341 322 366 2 94 Einn ökumaður aðili að slysi (útafakstur o.fl.) 103 55 58 65 47 Brunabótafélagið: Stóraukning umferðarlöggæslu Andstaða við tillögur um breytta skipan brunatrygginga Á aukafundi fulltrúarráös ustu mánaðamót var samþykkt Brunabótafélags íslands um síð- ályktun þar sem framkvæmda- Forstöðumaður fóðurverksmiðju Búnaðardeild Sambandsins óskar að ráða vélfræöing, véltæknifræðingeðamann með hliðstæðamenntun til að veita forstöðu fóðurverksmiðju deildarinnar. Starfsvið hans er að hafa yfirumsjón með framleiðslu og annarri starfsemi verksmiðjunnar. Umsóknirmeð upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD stjórn BÍ var hvött til að leita sam- starfs við dómsmálaráöuneytið um stóraukningu umferðarlöggæslu, „enda greiöi tryggingafélög öku- tækja hluta af hinum aukna kostn- aði. Ennfremur að leggja fram nokkurt fé til vísindalegra rann- sókna á orsök umferðaróhappa“. Þá var fjallað um framkomnar tillögur um breytingar á lögum um BÍ og um brunatryggingar fasteigna í Reykjavík og utan Reykjavíkur. Þessum tillögum er andmælt: Fundurinn varar alvarlega við að taka upp þá stefnu, í lagasetningu, sem boðuð er í tillögum þessum, bæði hvað snertir núverandi skipan brunatrygginga fasteigna i landinu annars vegar og sjálfsforræði sveit- arfélaganna hins vegar. Sérstaklega mótmælir fundurinn tillögum í þá átt, að réttur Reykja- víkur til að reka húsatryggingar sín- ar og réttur annarra sveitarfélaga til að bjóða út í einu lagi brunatrygg- ingar fasteigna í umdæmum sinum verði lagður niður. Skorar fulltrúaráðsfundurinn á sveitarstjórnarmenn um allt land að standa vel á verði um forræðis- rétt sveitarfélaganna í þessum efn- um, og fundurinn treystir því, að Alþingi taki ekki þennan sjálfs- ákvörðunarrétt sveitarfélaganna af þeim að þeim forspurðum. Söfnunin 1 Álíka upphæð safnaðist hjá Hjálparstofnun kirkjunnar um helgina, en alls munu vera komnar inn um 3 milljónir í söfnun HK. „Neyðin fer ekki í frí“ frá því hún hófst. Á skrifstofu HK fengust þær upplýsingar að framlög streymi enn inn, en ekki treystu menn sér þar til að gefa upp nýrri tölur en frá því á sunnudag. Skrifstofa Alþýðufiokksins Hverfisgötu 8—10 er opin daglega frá kí. 1—5. Sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.