Alþýðublaðið - 17.07.1985, Side 4
alþýðu-
blaðið
Miðvikudagur 17. júlí 1985
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 3. hæö, 108 Reykjavík., Sími: 81866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd.
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12.
Askriftarsíminn
er 81866
Að láta reka á reiðanum
í síðastliðinni viku birtu reikni-
meistarar hins opinbera vísitölu
mánaðarins júlí 1985. Reyndist
hún losa 30% verðbólgu reiknað á
ársgrundvelli. Er það margfalt
meiri verðbólga en stjórnarflokk-
arnir lofuðu þegar þeir settust að
völdum fyrir rúmum tveimur ár-
um síðan, að hér yrði á þessum
tíma. En reynslan i þessu sem svo
mörgu er sú að talsmenn ríkis-
stjórnarinnar virðast hafa verið
fljótir að gleyma þeim loforðum
sem þá voru gefin.
Þegar blaðamaður Dagblaðs-
ins átti tal við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra og
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra um vaxandi verðbólgu
eru þeir í engu minntir á fyrri fyr-
irheit. Svör þeirra eru tekin góð og
giid: t»etta sé eftir spá þjóðhags-
stofnunar og að líklega muni
draga úr hraðanum á næstu mán-
uðum. Það sé líka annað að fást
við 30% verðbólgu en 130%, en sú
var talin verðbólgan er núverandi
ríkisstjórn tók við völdum. En
hver var sú stjórn er þannig skildi
við? Steingrímur Hermannsson
var þar ráðherra og um leið for-
maður þess flokks sem þar átti
flesta ráðherra og flesta stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar á Al-
þingi. Og Albert Guðmundsson
var eitt aðallifreipi þeirrar stjórn-
ar. Við hverja var að sakast? Var
ekki ástæða fyrir blaðamanninn
að minna á þetta fyrst þeir fóru að
minnast á þetta að fyrra bragði.
Þessi aukna verðbólga sýnir að
eftir aðeins einn mánuð frá síð-
ustu samningum er þegar farið að
sneiða af þeirri kauphækkun sem
náðist. Spurningin er því, hve
lengi endist sú kaupmáttaraukn-
ing sem um var samið.
Um þá samninga mætti margt
segja — bæði um upphaf þeirra
og lok. Þeir voru í flestu með öðr-
um hætti en áður hefur tíðkast.
Upphafið var það að fimmtudag-
inn 23. maí var lesin í hádegisút-
varpi frétt sem mörgum fannst að
um stórfrétt væri að ræða. Tíma-
mótafrétt sögðu sumir. Frétt þessi
var frá Vinnuveitendasambandi
íslands. Skýrt var frá því að VSÍ
byði ASÍ upp á nýjan kjarasamn-
ing sem fæli í sér allt að 24%
kauphækkun enda yrði samið til
18 mánaða. Að VSÍ byði upp á
kauphækkun að fyrrabragði var
algerlega óþekkt í sögunni.
Þetta þótti sem sé því fáheyrð-
ara að í kjarasamningum undan-
farin ár hafa fyrstu viðbrögð VSÍ
jafnan verið þau að kauphækkun
komi ekki til greina. Og þá var
ekki síður ástæða til þess að menn
hrukku við að fyrir nokkrum
mánuðum hafði verið samið um
hérumbil sömu prósentuhækkun
Iauna og var sú hækkun af mörg-
um nefnd kollsteypa og höfðu
bæði forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins marg
lýst yfir að ef til slíkra samninga
kæmi á ný mundi ríkisstjórnin
segja af sér og efnt yrði til kosn-
inga.
En nú brá svo við að það sem á
haustdögum var nefnd kollsteypa
hét á vordögum skynsamlegt
samningatilboð. Og það sem í
fyrra hét hin eina leið til skynsam-
legra samninga, það er kaupmátt-
arhækkun án prósentu — eða
krónutöluhækkunar virðist
gleymt og er ekki nefnt á nafn.
Svona getur margt breyst á einu
misseri. En samningstilboði VSÍ
var misjafnlega tekið af forystu-
mönnum verkalýðs. Tilboðið
hærra en við áttum von á sögðu
sumir. Aðrir settu upp hunds-
haus. Einstakt tilboð vinnuveit-
enda, sagði Morgunblaðið. Sögu-
legt tilboð, sagði Dagblaðið.
Þriðja stjórnarblaðið var ekki
eins hátt uppi í skýjunum. Vonar-
glæta, sagði leiðarahöfundur NT
og komst að þeirri niðurstöðu að
það gæti þýtt 2 til 4% í kaup-
hækkun á tímablinu. Og nú sem
oft áður reyndist leiðarahöfundur
NT stjórninni eigi þægur ljár í
þúfu.
Og þegar dagar liðu reyndist
tímamótafréttin engin stórfrétt og
24% kauphækkunin engin kaup-
hækkun. Stjarna VSÍ lækkaði óð-
fluga á lofti. Kauphækkun allt að
24% yrði uppétin áður en 18mán-
uðir væru liðnir.
En ennþá kom þó nýtt til sög-
unnar sem óþekkt var áður í
kjarasamningum. Enda þótt gylli-
boð VSÍ reyndist við útreikninga
aðeins framhald láglaunastefnu
ákvað meirihluti þeirra tals-
manna, sem með samningamál
verkalýðsins fara að láta reyna á
það hvort VSÍ væri reiðubúið til
samninga sem viðunandi væru og
þannig forðað versnandi kjörum
á næstu mánuðum. Og í skynd-
ingu var sest að samningaborði.
En það var ekki þessi venjulega
samningalota, sem tekur vikur og
jafnvel mánuði og endar svo með
eins til tveggja sólarhringa sam-
felldum karpfundi. Það tók að-
eins nokkrar klukkustundir að
koma samningum í höfn. Var slíkt
hægt?
Að vísu náðist ekki stór hlutur
til launafólks, en þó var forðað
því kaupmáttarhrapi sem fyrirsjá-
anlegt var á sumarmánuðum, þar
til samningar væru lausir fyrsta
september. Reynt var í þessum
samningum að láta líta svo út að
hlutur þeirra lægstlaunuðu væri
nokkuð betri en annarra. En þar
miðaði æði skammt áleiðis því
nokkurra prósenta umframhækk-
un gerir þar ekki stórt. Er Iíkast
því að þeir sem að samningunum
stóðu hafi haft í huga hið gamla
íslenska orðtæki, lítið dregur
vesælan.
Enda þótt hlutur launþega hafi
ekki verið stór í síðustu kjara-
samningum tryggir hann þó að
vinnufriður á að haldast til næstu
áramóta fari ekki verðbólgan yfir
viss rauð strik á því tímabili og
viss kaupmáttur launa sé tryggð-
ur. En hvað gerist ef svo verður
ekki?
Á þessum fáu vikum sem Iiðnar
eru siðan samningarnir voru und-
irritaðir, og ekki nær því allir
launþegar enn fengið kaup-
greiðslur samkvæmt þeim hafa
umtalsverðar verðhækkanir orðið
á vörum, og ekki síst á þeim vör-
um sem mestu máli skipta fyrir þá
tekjulægstu. En ráðherrar halda
að sér höndum fagnandi því að
geta þó haldið stólunum eitthvað
fram eftir vetri. Blaðamenn
íhaldspressunnar segja stjórnina
geta siglt á sléttum sjó næstu
mánuði.
Ef til vill eru blaðamenn ekki
almennt sem best heima í
sjómannamáli, en flestir ættu þó
að kunna á því skil, að það kallast
ekki sigling að láta reka á reiðan-
um.
S. H.
Amnesty International
Fangar júlímánaðar
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli al-
mennings á máli eftirtalinna sant-
viskufanga í júlí. Jafnframt vonast
samtökin til að fólk sjái sér fært að
skrifa bréf til hjálpar þessum föng-
um, og sýna þannig í verki and-
stöðu við að slík mannréttindabrot
eru framin.
Tékkóslóvakía. Jaroslav Javor-
sky er 38 ára gamall fyrrverandi
hótelstarfsmaður. Hann var hand-
tekinn í október 1977 við tilraun til
að hjálpa unnustu sinni og dóttur
hennar að fiýja til Vestur-Þýska-
lands. Unnustan fékk 10 mánaða
skilorðsbundinn dóm en Jaroslav
Javorsky var dæmdur í desember
1978 í 13 ára fangelsi. Hann var
kærður fyrir að ljóstra upp ríkis-
leyndarmálum, að dvelja erlendis
án heimildar og að hjálpa öðrum að
yfirgefa landið án cpinbers leyfis.
Amnesty-samtökin telja kæruna
um uppljóstrun á ríkisleyndarmál-
um ósanna og að Jaroslav Javorsky
sé í fangelsi vegna skerts ferðafrelsis
í Tékkóslóvakíu.
Thailand. Samaan Khongsuphon
er fyrrverandi framámaður í sam-
tökum nemenda, verkalýðsaðila og
annarra sem eru andvígir yfirráð-
um hersins yfir stjórnmálum í Thai-
landi og hefur tekið þátt í friðsam-
legum mótmælum fyrir hönd sam-
takanna. Samaan Khongsuphon og
tveir félagar hans voru handteknir í
júlí 1983, ákærðir fyrir landráð og
ásakaðir um að hafa prentað og
dreift óhróðri um thailensku kon-
ungsfjölskylduna. Þeir voru
dæmdir eftir herlögum og fengu
þar af leiðandi ekki að áfrýja til
æðri dómstóla. Samaan Khongs-
uphon var dæmdur í 8 ára fangelsi
og félagar hans í tveggja ára fang-
elsi.
Sýrland. Mahmud Baidun er 47
ára líbanskur lögfræðingur sem var
rænt frá Tripoli í Líbanon 1971 og
hefur síðan verið í haldi í Sýrlandi
án dóms og laga. Mahmud Baidun
studdi stjórnarflokk Salah Jadid,
forseta Sýrlands, í stjórnartíð hans
’66—70. Eftir byltingu í nóvember
1970 komst Hafez al-Assad til valda
og var þá fjöldi af stuðningsmönn-
um Salah Jadid handteknir. Mah-
mud Baidun var rænt í Líbanon og
hefur verið staðfest að hann sé í
haldi í fangelsi nálægt Damaskus í
Sýrlandi. Hann var í hungurverk-
falli í 43 daga árið 1984 og vildi með
því vekja athygli á slæmu ástandi
sínu og krafðist jafnframt þess að
verða látinn laus. ítrekuð mótmæli
hafa verið send frá Amnesty-sam-
tökunum en sýrlensk stjórnvöld
hafa aldrei svarað þeim.
Þeir sem vilja leggja málum þess-
ara fanga Iið, og þá um leið mann-
réttindabaráttu almennt, eru vin-
samlegast beðnir um að hafa sam-
band við skrifstofu íslandsdeildar
Amensty, Hafnarstræti 15, Reykja-
vík, sími 16940. Skrifstofan er opin
frá kl. 16.00—18.00 alla virka daga.
Þar fást nánari upplýsingar, sem og
heimilisföng þeirra aðila sem skrifa
skal til. Einnig er veitt aðstoð við
bréfaskriftir ef óskað er.
MOLAR
Hundraðföldun
Framsóknaráratugurinn svo kall-
aði er enn við lýði og árin fleiri en
tíu.
í nóvember 1983 voru um það
bil 13 ár frá því framsóknarára-
tugurinn hófst. Þegar verðlag í
nóvember 1983 er borið saman
við verðlagið í nóvember 1970
kemur í ljós að um svipaðar tölur
er að ræða, en það þýðir að verð-
lag almennt hafi um það bil
hundraðfaldast á þessum 13 ár-
um.
í Alþýðublaðinu í gær greind-
um við frá því að 1983 hafi heild-
arupphæð sem greiða þurfti fyrir
ákveðinn tilbúinn innkaupalista
hafi verið rúmlega 5000 kall. Á
innkaupalista þessum voru eftir-
farandi vörutegundir: 2 kíló dilka-
kjöt, hálft kíló franskbrauð, 1
kíló ýsa, 5 lítrar mjólk, 1 kíló
smjöri, 2 kíló kartöflur, 1 kíló
sykur, hálft kíló kaffi, ein brenni-
vínsflaska, tveir pakkar sígarett-
ur, 100 rúmmetrar af heitu vatni,
500 kílówattstundir, 40 lítrar ben-
sín og mánaðaráskrift eins dag-
blaðs. í nóvember 1970 þurfti
sömuleiðis að greiða um það bil
5000 kall fyrir þennan skammt,
örlítið minna þó. Sem sé hundrað-
földun verðlagsins — og þá horf-
um við auðvitað framhjá mynt-
breytingunni.
Sumar vörur báru nánast sama
nafnverð. T.d. kostaði mjólkur-
lítrinn 15.30 krónur árið 1970 en
15.70 krónur árið 1983. Kílóið af
smjöri kostaði 99 krónur 1970 en
200.40 krónur 1983. 1 kílóaf sykri
kostaði 20.36 krónur árið 1970 en
20.06 krónur árið 1983. 1 kíló af
ýsu kostaði 31 krónu 1970 en
36.20 krónur árið 1983. Og hálft
kíló af franskbrauði kostaði 18.50
krónur árið 1970 en 15.12 krónur
árið 1983.
En þó heildarupphæðin hafi
verið svipuð og verðlag þessara
vörutegunda líkt þá höfðu aðrar
vörutegundir hækkað verulega
eða lækkað. T.d. voru rafmagnið,
bensínið og mánaðaráskriftin
orðin mun dýrari, en brennivínið
sígaretturnar, heita vatnið, kaffið
og kartöflurnar talsvert ódýrari.
Munurinn er ennþá meiri ef farið
er aftur til ársins 1950 í saman-
burðinum.
Hvað með aðrar tegundir? Árið
1970 kostaði rúsínukílóið 94
krónur tæpar en nær 160 krónur
árið 1983. Verð á gosdrykkjum
var svipað og líka verð á eplum, en
lítrinn af olíu til húshitunar hafði
stokkið úr 4,39 krónum 1970 í
8.80 krónur árið 1983 og strætis-
vagnagjald fullorðinna á sama
tíma úr 7.70 krónum í 11.10 krón-
ur.
1914
í júlí 1914 kostaði kaffikílóið 1.65
krónur en árið 1983 kostaði það
110.08 krónur eða rúmlega 11 þús-
und gamlar krónur. Á um það bil
70 árum hafði því verðlagið á
kaffi 6672-faldast. Árið 1914
kostaði mjólkurlítrinn 22 aura, en
15.70 krónur árið 1983, en það er
7136 - földun verðlagsins. Verðlag
á smjöri hafði hins vegar 10224-
faldast og verðlag á kartöflum
11433-faldast. Hins vegar hafði
verð sykurkílósins „aðeins“ 3933
-faldast.
Neyslan
Breytingar á verðlagi endurspegl-
ast í breytingu vísitölugrunnsins í
fyrra. Þegar vísitölugrunninum
var breytt var um leið verið að
segja eftirfarandi:
Af hverjum hundrað krónum
eyðum við nú 21,40 í stað 28,10 kr.
í matvörur. Fjórðungs lækkun.
Af hverjum hundrað krónurn
eyðum við nú 4,50 í stað 4,90 kr. í
áfengi, tóbak og gosdrykki. 8,2%
lækkun.
8,50 krónur fara nú i föt og skó-
fatnað í stað 11,60 áður. Lækkun
um 27%.
Rafmagns- og húshitunar-
kostnaður hefur hækkað úr 3,90
kr. í 5,50 kr. Hækkun um 41%.
Kostnaður við eigin bifreið hef-
ur hækkað úr 8,70 kr. af hverjum
hundrað i 16.10 kr. Hækkun um
85%.
Nú fara sem sé 3,50 kr. í „opin-
berar sýningar og þjónustu“ í stað
2,80 kr. áður (25% hækkun) og
við eyðum nú 5,40 kr. í stað 2
króna í veitingahúsa- og hótel-
þjónustu og orlof, sem er hækkun
um 170%.
Þetta síðasta er auðvitað nokk-
uð athyglisvert. Samkvæmt nýja
vísitölugrunninum þá erum við
búin að eyða 5400 krónum í veit-
ingahús, hótel og orlof almennt
þegar við höfum eytt 100 þúsund
almennt. En þá erum við búin að
eyða 5500 í rafmagn og hita og
16.100 krónum í bíldrusluna.
Samkvæmt nýja grunninum
eyðum við um það bil sömu upp-
hæð í matvörur og í rafmagn, hita
og bílinn.