Alþýðublaðið - 27.09.1985, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 27.09.1985, Qupperneq 1
Föstudagur 27. september 1985 184. tbl. 66. árg Borgarstjórn Reykjavíkur; Samráðsfundir minnihlutans — teknir upp aftur eftir að hafa legið niðri frá síðustu kosningum „Það felst ekki í þessu nein skuld- binding um að fundirnir leiði til sameiginlegrar afstöðu flokkanna í borgarstjórn,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir um óformlega sam- ráðsfundi sem nú hafa verið teknir upp meðal minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrsti fundur fulltrúa minni- hlutaflokkanna leiddi þó raunar til sameiginlegrar afstöðu til nýja Launavísitalan hækkar ekkert — þótt aðrar vísitölur haldi áfram upp á við Þótt þær vísitölur sem verka á útgjaldaliði fólks haldi sínu striki upp á við, er til ein vísitala hér- lendis sem ekki hækkar milli mánaða. Þetta er svo kölluð launavísitala til greiðslujöfnunar samkvæmt lögum nr. 63 frá þessu ári. Það er Hagstofan sem reiknar þessa vísitölu og byggir útreikn- ingana á upplýsingum frá kjara- rannsóknanefnd og Þjóðhags- stofnun. Hagstofan hefur nú reiknað þessa vísitölu fyrir októbermánuð og reyndist launavísitalan vera 1.043 stig, eða óbreytt frá gildandi vísitölu septembermánaðar. Skúlagötuskipulagsins , sem bókuð varásíðasta borgarstjórnarfundi. Minnihlutaflokkarnir tóku á sín- um tíma upp þá venju að halda sameiginlega fundi fyrir borgar- stjórnarfundi. Hélst þetta fyrir- komulag út allt kjörtímabilið 1974 —78. Reglulegir fundir voru svo að sjálfsögðu haldnir á síðasta kjör- tímabili, meðan núverandi minni- hlutaflokkar héldu um stjórnvölinn í Reykjavíkurborg. Eftir að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins tók aftur við völdum í borginni eftir síðustu kosningar hafa samráðsfundir minnihluta- flokkanna hins vegar legið niðri þar til í síðustu viku að þeir voru teknir upp aftur. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær að á þessum fundum hefði ekki verið rætt um sameiginlega stefnumótun flokkanna fyrir næstu borgar- stjórnarkosningarnar, sem verða á næsta ári. Adda Bára vildi alls ekki útiloka að til einhvers konar samstarfs gæti komið milli flokkanna, en sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að ef fólk hefði trú á því að þessir flokkar gætu unnið saman, væri það mikilvægara en sameiginleg stefnuskrá fyrir kosningar. Það sem nú væri verið að gera sagði hún fyrst og fremst vera það að fulltrúar andstöðunnar hittust Framh. á bis. 2 - % -■•ÁWfj * . Samdrátturinn í húsbyggingum hefur valdið stórminnkaðri ásókn í almenn lífeyrissjóðslán. Lí fey rissj ó ðirnir kaupa skuldabréf — fyrir mun hcerri upphæð en síðustu ár. Minnkandi eftirspurn eftir al- mennum lífeyrissjóðslánum. Lítið keypt af Byggingarsjóði verkamanna. Lífeyrissjóðir landsmanna hafa keypt skuldabréf af Byggingarsjóði rikisins og Byggingarsjóði verka- manna fyrir mun hærri upphæðir það sem af er þessu ári en gerst hef- ur undanfarin ár. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sambands almennra lífeyrissjóða, er ástæðan fyrst og fremst sú, að mikill samdráttur hefur orðið í ásókn almennra sjóðfélaga í lán úr sjóðnum á þessu ári, samfara þeim samdrætti sem orðið hefur í íbúða- byggingum. Að sögn Hrafns hafa lífeyrissjóð- irnir ekki talið sig geta gengið fram- hjá Iánsumsóknum almennra sjóð- félaga á liðnum árum í þeim til- gangi að uppfylla lögboðin skulda- bréfakaup af byggingarsjóðunum. Frá því síðast á síðasta áratug hafa lífeyrissjóðirnir verið skuld- bundnir til þess lögum samkvæmt að verja 40% ráðstöfunartekna sinna til að kaupa skuldabréf af byggingarsjóðunum tveimur. Af þessu leiðir að skuldabréfakaupin ættu að ganga fyrir lánum til al- mennra sjóðfélaga, en sú hefur aldrei orðið raunin. Ef skuldabréfakaup sjóðanna eru færð upp til verðlags í ágúst- mánuði síðastliðnum, hafa sjóðirn- ir keypt skuldabréf fyrir 680 mill- jónir króna fyrstu átta mánuði þessa árs. Sambærilegar tölur eru 375 milljónir í fyrra og 514 milljónir árið 1983. í fyrra var að vísu gífurleg ásókn almennra sjóðfélaga í lífeyrissjóðs- lán og mun ekki fyrr hafa gengið jafn illa að uppfylla kröfu laganna um 40% ráðstöfunartekna til skuldabréfakaupa. Með ráðstöfun- Framh. á bls. 2 Hin eðlilega umfjöllun Hinn fjórtánda þessa mánaðar héldu Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík kjördæmisþing og var þar — ekki að tilefnislausu — nokkuð fjallað um landbúnaðar- málin, enda lá fyrir að stjórnar- flokkarnir ræddu um að taka 600 milljóna króna erlent lán til þess sem kallast „greiðslur til bænda“. Kjördæmisþingið samþykkti kjarnyrta ályktun um landbúnað- armálin þar sem segir meðal ann- ars: „Á stofnfundi Landssambands sauðfjárbænda komu fram upp- lýsingar, sem benda til að mjög verulegur hluti þessara miklu fjár- upphæða nýtist hvorki neytend- um eða bændum, heldur hafni sjálfkrafa í afætukerfi SÍS. Því samþykkir kjördæmisþing Alþýðuflokksins að óska eftir því við þingmenn flokksins, að þeir flytji tillögu á Alþingi um að það skipi opinbera rannsóknarnefnd, sem rannsaki verðmyndun og kostnaðarþætti á aðföngum og afurðum landbúnaðarins. Jafnframt lýsir kjördæmisþing Alþýðuflokksins yfir stuðningi við þá kröfu stofnfundar Lands- sambands sauðfjárbænda, að stjórn búvörudeildar SÍS verði tekin úr höndum forstjóraveldis þess, og að hún fái sjálfstæðan fjárhag og stjórn kjörna af bænd- um sjálfum. í kvöldfréttum útvarpsins sunnudaginn 15. september var greint frá þessari ályktun og hefur framkvæmdastjóra búvörudeild- ar Sambands íslenskra samvinnu- félaga greinilega runnið blóð til skyldunnar. í hádegisfréttum 17. september greindi fréttastofan svo frá: „Vegna ályktunar kjördæmis- þings Alþýðuflokksins í Reykja- vík vill framkvæmdastjóri bú- vörudeildar Sambandsins, Magnús G. Friðgeirsson, koma á framfæri að við búvörudeildina starfar samráðsnefnd sem fjallar um helstu rekstrarþætti hennar og er þessi nefnd skipuð fulltrúum sláturleyfishafa, það er frá kaup- félögum og bændum. Um sjálf- stæði búvörudeildar að öðru leyti fer eftir samþykktum sambands- ins, sem aðalfundur getur breytt, nema til komi þjóðnýtingarlög sem Alþýðuflokkurinn gæti kannski beitt sér fyrir, segir í athugasemd Magnúsar. Útflutn- ingsbætur á dilkakjöti komu til sögunnar árið 1960, fyrir for- göngu Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokks. Búvörudeildin fagnar öll- um hugmyndum kjördæmis- þingsins um að þingmenn Al- þýðuflokksins, í samráði við aðra þingmenn, afli sér sem traustastra heimilda um landbúnaðarmálin;1 Vegna þessarar athugasemdar Af óförum framkvœmda- stjóra búvöru- deildar SÍS í hádegisfréttum útvarpsins Magnúsar hafði ritari kjördæmis- þingsins samband við fréttastof- una og hún hafði síðan samband við Magnús framkvæmdastjóra og úr varð eftirfarandi frétt, sem lesin var í hádeginu 19. septem- ber: „Vegna athugasemdar fram- kvæmdastjóra búvörudeildar Sambandsins, Magnúsar Frið- geirssonar, í hádegisfréttum á þriðjudag um samþykkt kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins, ósk- ar Birgir Dýrfjörð, ritari ráðsins, að koma á framfæri, að ekki hafi verið dregið í efa að sjálfsforræði búvörudeildar væri háð sam- þykktum aðalfundar Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Við- komandi ábendingu Magnúsar um að Alþýðuflokkurinn beiti sér fyrir þjóðnýtingarlögum, vilji hann fá því breytt, þá sé rétt að taka fram að Kaupfélag Skagfirð- inga hafi sent inn tillögu til aðal- fundar SÍS 1984 um sjálfstæða stjórn búvörudeildar. Hún hafi ekki fengist tekin á dagskrá og hafi tillögur 5 kaupfélaga árið eft- ir fengið sömu meðferð. Þjóðnýt- ingarlög frá Alþýðuflokki væru því óþörf til að fá þessum málum breytt, það gæti nægt að tillögu- réttur kaupfélaganna á þeirra eig- in aðalfundi yrði virtur, segir í at- hugasemd Birgis Dýrfjörð. Magnús Friðgeirsson sagði í morgun, að eitt af aðalmálum að- alfundar sambandsins í júní 1984 hafi verið landbúnaðarmál og þar hafi meðal annars verið gerðar ályktanir til stjórnar um að kanna formbreytingar á stjórn búvöru- deildarinnar. Magnús sagði að ályktanir allra kaupfélaganna sem sent hefðu erindi um málið, hefðu verið teknar fyrir. Fullyrð- ingar Birgis um ólýðræðisleg vinnubrögð á aðalfundinum hefðu því ekki við nein rök að styðjast. Aðspurður um hvað liði breytingum á stjórn búvörudeild- arinnar sagði Magnús að ekki væri búið að taka neinar ákvarð- anir, málið þyrfti lengri meðferð, meðal annars vegna þeirra breyt- inga sem hefðu orðið í lögum um landbúnaðarmál“ Nú hefur framkvæmdastjóri búvörudeildarinnar vafalaust tal- ið sig hólpinn.og hafa staðið sig vel; tillögur kaupfélaganna hefðu víst verið teknar fyrir og afgreidd- ar. Honum hefur því vafalaust brugðið nokkuð þegar hann hlýddi á hádegisfréttirnar daginn eftir, en þá hafði fréttastofan þetta að segja: „Vegna ummæla Magnúsar Friðgeirssonar, forstjóra búvöru- deildar SÍS, í hádegisfréttum í gær, þar sem hann fullyrti að til- lögur um breytingar á stjórn bú- vörudeildar Sambandsins, hefðu fengið eðlilega umfjöllun á aðal- fundum SÍS 1984 og 1985, hafði Eysteinn Sigurðsson, varafor- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda, samband við fréttastof- una. Hann sagði að nefndar til- lögur hefðu ekki verið teknar á dagskrá þessara aðalfunda sam- bandsins. Tillögurnar hlutu því ekki eðlilega meðferð enda breyt- ingar á stjórn deildarinnar ekki í sjónmáli, segir Eysteinn Sigurðs- son“ Er nú liðin vika og enn hefur ekkert heyrst frá framkvæmda- stjóra búvörudeildarinnar. Er því ekki hægt að álykta annað en að hann hafi loks áttað sig á því að tilgangslaust sé að halda því fram að SÍS frændi hafi sýnt tillögum kaupfélaganna áhuga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.