Alþýðublaðið - 15.10.1985, Page 2

Alþýðublaðið - 15.10.1985, Page 2
2 Þriðjudagur 15. október 1985 ■RITSTJORNARGREIh1' Verkalýðshreyfing má ekki verða samdauna frjálshyggjunni! Fjárhagserfiðleikar margra íslenskra fjöl- skyldna aukast nú stöðugt. Mestur er vandi þeirra, sem eru að greiðaaf byggingalánum. En allireru sammála um, að dýrtíðin aukist stöð- ugt. Dagvinnulaun hjóna nægja ekki til að greiða skatta og skyldur. Svo endar nái saman, reynaflestirað bæta við sig vinnu, ef hún erfá- anleg. Vtnnuálag er I mörgum tilvikum komið langt út fyrir öll skynsamleg mörk. Nýleg skýrsla Kjararannsóknarnefndar sýnir, svo ekki verður um villst, að láglaunastefnan hefur knúið launafólk til að lengja vinnudaginn verulega. Það er staðfest í þessari skýrslu, að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hefur vinnutlmi allra starfsstétta, nema verkakvenna, lengst veru- lega í samanburði við annan ársfjórðung á síð- asta ári. Þannig lengdist vinnutími vérka- manna um tvær klukkustundir, iðnaðarmanna um 2,3 klukkustundir, karla við afgreiðslustörf um eina klukkustund, kvenna við afgreiðslu- störf um 1,4 klukkustundir og karla og kvenna við skrifstofustörf um hálfa klukkustund. Lögboðin vinnuvika verkamanna er 40 klukku- stundir. Laun fyrir þann vinnutima nægja ekki fyrir nauðþurftum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá verkamönnum annan ársfjórðung i ár var 52,5 klukkustundir, 12,5 stundir umfram lög- boðinn vinnutíma. A hverjum degi, fimm daga vikunnar, vinna þeir tvær og hálfa klukkustund umfram dagvinnu. Svipað er um iðnaðarmenn. Hin gamla krafa verkalýöshreyfingarinnar um að dagvinnulaun nægi fyrir nauðþurftum er komin út í hafsauga. Láglaunastefnan er að gera íslendinga aö vinnuþrælum. Menn ioka augunum fyrir staðreyndum og svæfa rétt- mætar kröfur með þeirri fullyröingu, að launa- menn geti aflað sér aukatekna að vild. Þessi viðurkenning á láglaunastefnunni er óþolandi. Þaðerekki sæmandi islenskri verka- lýðshreyf ingu að verða samdauna stef nu frjáls- hyggjumanna. Hún hefur ekki leyfi til þess að gera samninga um laun þar sem dagvinnutekj- ur nægja ekki til lifsviðurværis. * Islensk verkalýðshreyfing hefur verið mjög ábyrg í samningum á síðustu misserum. Hún hefurtekið gild loforð rlkisvaldsins um að verð- lagi og verðbólgu verði haldið í skefjum. Þau loforð hafa verið svikin. Frá því síðustu samn- ingar voru gerðir, hefur það reynst verkafólki stöðugt erfiðara, að brúa bilið milli tekna og nauðsynlegra útgjalda. Þegar það er ijóst, að verkafólk lifir ekki af launum sínum, er það frumskylda forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar að bregðast hart við. Þegar það hefursannast, að vinnuálag er orðið óhóflegt, verða samtök launþega að spyrna við fótum. Þegar eitt af grundvallar stefnumálum launþegasamtakanna um að laun fyrir dagvinnu nægi fyrir nauðþurftum, hefur verið brotið, verða oddamenn launþega að gripa til sinna ráða. Krafan um að horfið verði frá láglaunastefn- unni er því réttmætari þegar þess er gætt, að launamisréttið er gífurlegt. Fjármagnstilfærsl- an hefur aldrei verið meiri. Stórir hópar manna hafa af því milljónatekjur, að versla með fjár- muni, sem verkafólkið skapar. Á meðan það getur ekki greitt skuldir sinar, og á vart fyrir mat, vita peningamennirnir ekki hvað þeir eiga að gera við auð sinn. Núveröurað gera þá kröfu til verkalýðshreyf- ingarinnar í heild, að hún hverfi frá láglauna- stefnunni og taki upp gömlu kröfugerðina. Launafóik mun ekki þola það öllu lengur, að sjá áhrif frjálshyggjunnar brjóta niður allt sem áunnist hefur með áratuga baráttu. Það mun ekki líða fjármagnstilfærslur, efnalega stétta- skiptingu og misrétti aföðrutagi. Slíkt brýtur gegn grundvallarstefnumiðum verkalýðshreyf- ingarinnar. Verði þessi þróun látin átölulaus, hefur verkalýðshreyfingin misst sjónar a mark- miðum sinum. Amnesty 4 Beiting dauðarefsingar hefur aukist í Bandaríkjunum og voru alls yfir tuttugu teknir af lífi þar í fyrra. í lok ársins biðu nærri 1500 fangar þess að vera teknir af lífi í 33 fylkjum Bandaríkjanna. Þessi tala er hærri en nokkru sinni fyrr, segir í skýrslunni. 777 dœmis segir frá því i skýrslunni að á tímabil- inu frá mars til maí hafi flestir forvígismenn stúdentasamtakanna „hurfið“ Asía Svipaða sögu er að segja frá Asíu og þeim heimsálfum sem fram að þessu hafa verið taldar. Dauða- refsingar, mannshvörf og fangels- anir án dóms og iaga auk fangelsis- dóma fyrir skoðanir, eru ekki síður algengar þar en annars staðar. Samviskufangar voru skráðir í a.m.k. 15 Asíuríkjum á árinu. Með- al þessara ríkja má nefna Kína, Suður-Kóreu, Pakistan, Tawian og Thailand. Alls eru 21 land í Asíu nefnt í skýrslunni og í meirihluta þeirra er talið að fyrir komi fangelsanir án dóms og Iaga. í Laos og Víetnam var þúsundum manna haldið föngnum án réttarhalda vegna „endurhæfingar" sem kallað var. Flestir þeirra höfðu verið í haldi í Vitað er um að a.m.k. 114 manns voru hengdir í Pretóríu og fjöldi manns var tekinn af lífi í hinum svokölluðu heimalöndum. þessu skyni allt frá byltingunni 1975. Friðarsinnaðir stjórnarandstæð- ingar voru handteknir þúsundum saman í fjöldamörgum Asíulönd- um, þar á meðal Kína, Indlandi, Indónesíu, Nepal, Pakistan, Filippseyjum og Sri-Lanka. Dauðarefsingu var beitt óspart í allmörgum ríkjum. í Kína var dauðarefsingu m.a. beitt gegn fjöldamörgum afbrotum í sam- ræmi við herferð þá gegn glæpum er hófst þar í landi árið 1983. í Afganistan fjölgaði dauðarefsing- um úr 12 árið áður upp í 68 og í Pakistan voru yfir 70 teknir af lífi. Flestir hinna dauðadæmdu í báð- um löndunum voru dæmdir af sér- stökum herdómstólum. Fregnir af pyndingum og illri meðferð í fangelsum bárust frá fleiri ríkjum en svo að taki því að telja upp þau öll hér. Mið-Austurlönd í Austurlöndum nær var fólki all víða haldið í fangelsum vegna skoð- ana sinna eða trúarbragða. í mörg- um löndum var samviskuföngum haldið án þess að nokkur réttarhöld færu fram í máli þeirra. Fréttir af slíkum föngum bárust samtökun- um m.a. frá írak, ísrael ásamt her- numdu svæðunum, Lýbíu, Marokkó og Túnis. í Sýrlandi og Lýbíu dó fólk af völdum pyndinga. í síðarnefnda til- vikinu var um að ræða norskan sjó- mann, Björn Pedersen, og munu minnugir lesendur eflaust kannast við það mál, enda var það ailmikið í fréttum hér á sínum tíma. í árslok 1984 höfðu ísraelsmenn tekið yfir eitt þúsund fanga í Suður- Líbanon sem hvorki nutu réttinda stríðsfanga né var gefinn kostur á að verja mál sitt. Frá ísrael bárust einnig fregnir um barsmíðar lög- reglu í fangelsi og við yfirheyrslur. í Egyptalandi var einnig vitað til þess að föngum hefði verið mis- þyrmt og sömu sögu er að segja frá íran og hefur Amnesty Interna- tional gefið út sérstaka skýrslu, „Sannanir fyrir pyndingum í íraný þar sem sérstaklega voru rakin fjög- ur pyndingatilfelli, sem talin voru dæmigerð fyrir pyndingar og illa meðferð fanga í landinu. Vitað er um hátt í 700 aftökur í íran á árinu 1984 en sú tala gæti sem best verið mun hærri. I Irak er líka talið að aftökur hafi verið fjölda- margar en tölur þaðan eru ekki handbærar. Ennfremur er vitað til þess að fólk hafi verið líflátið í Sýr- Íandi, Saudi-Arabíu, Lýbíu, Alsír og Túnis. Evrópa Okkar eigin heimsálfa er heldur ekki fullkomin. í Evrópu eru fram- in fjöldamörg mannréttindabrot á ári hverju. Og það sem meira er, — þau einskorðast ekki við Austur- Evrópu, eins og okkur hættir gjarna til að halda. Þannig voru t.d. sett spurningar- I lok ársins biðu nœrri 1500fangar þess að vera teknir af lífi í 33 fylkj- um Bandaríkjanna. merki við möguleika sakborninga fyrir rétti á Norður Irlandi og Ítalíu og af hálfu Amnesty International er talið að ný lög sem sett voru á Spáni og beint gegn hryðjuverka- mönnum, opni möguleika á pynd- ingum og illri meðferð fanga í spænskum fangelsum. Þá eru í skýrslunni talin upp all- mörg Evrópuríki sem enn fangelsa fólk fyrir að neita að gegna her- þjónustu. í þessum hópi eru nokk- ur ríki vestan járntjaldsins, þar á meðal eitt Norðurlandanna, Finn- land. Fleiri og í mörgum tilvikum alvarlegri dæmi um mannréttinda- brot er þó að finna í Austur- Evrópu. Samtökin vita þannig um a.m.k. 560 samviskufanga í Sovét- ríkjunum, en talið er að þeir geti verið mun fleiri. Hundruð sam- viskufanga er líka að finna í Aust- ur-Þýskalandi Rúmeníu, Albaníu, Póllandi og fleiri ríkjum í austur- hluta álfunnar. í Póllandi dóu líka allmargir and- stæðingar stjórnarinnar á óútskýr- anlegan hátt, margir hverjir eftir að 77/ dœmis má nefna að bara í Addis Ababa er talið að um 1500 póli- tískir fangar séu íhaldi í aðalfangelsi borgarinn- ar. hafa verið handteknir af lögreglu eða her. Mjög alvarleg mannréttindabrot voru líka framin í Tyrklandi og þar í landi voru pyndingar bæði mjög útbreiddar og kerfisbundnar. ísland Hér hefur ekki verið rakið nema örlítið brot af allri þeirri grimmúð og harðneskju sem getið er um í skýrslu Amnesty International fyrir árið 1984, en þeim sem vildu kynna sér efni hennar nánar skal bent á að hafa samband við íslandsdeildina og verða sér úti um eintak. ísland er hvergi nefnt á nafn í þessari skýrslu. Skyldum við þar með geta sofnað á kvöldin í öruggri fullvissu þess að hér séu ekki framin brot gegn mannréttindum, — eða . . .? Helgi 1 Thatcher, í samsteypustjórn, og framsóknarráðherrarnir sitja allir sem fastast. Það er eins og upp- stokkun Þorsteins eigi að gefa kjósendum þá hugmynd, að það séu orð og gerðir framsóknarráð- herranna sem stjórnin vilji í raun- inni standa við; ráðherradómur sjálfstæðismannanna allra (nema kannski fjárkröfur Matthíasar Bjarnasonar til vegamála) hafi hingað til verið ómark. Ólíkt hafast þau að Þótt ráðherrauppstokkun Þor- steins Pálssonar beri á yfirborð- inu vissan Thatchersvip, þá verð- ur niðurstaðan sú að í reynd hafi hún alls ekki það gildi sem bresk- ar uppstokkanir hafa. Þar á vant- ar ekki eitt heldur allt. (VIÐ EIGUM ^SAMLEIÐ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.