Alþýðublaðið - 02.11.1985, Page 2
2
p-RITSTJÓRNARGREIN
Er ekki mál að
linni, Steingrímur?
A íslandi ríkir nú neyóarástand. Ótrúlegur fiöldi sinni, heldur einnig andvirði ótalinna yfirvinnu-
fólks hefur þegar tapað öllum eignum sinum og
verður óhjákvæmilega gerður upp á næstu mánuð-
um eða árum. Þetta neyðarástand er svo alvarlegs
eðlis að ef það væru fyrirtækin en ekki heimilin í
landinu sem ættu i þessum erfiðleikum, væri trú-
lega þegar búið að gripa hraustlega í taumana.
Lögbirtingablaðið, sem að meginstofni birtir aug-
lýsingarum nauðungaruppboð áeignum venjulegra
launþega, er rétt að segja orðið að dagblaði. Á
fimmtudaginn birtust þar 43 auglýsingar um gjald-
þrotaskipti, þar af var um einstaklinga að ræða í 38
tilvikum. Þetta fólk stendur uppi algerlega eigna-
laust, f mörgum tilvikum eftir aö hafa slitið sér út i
yfirvinnu árum saman til að eignast þak yfir höf uðið.
Þess eru dæmi að fólk hafi selt skuldlitlar eða jafn-
vel skuldlausar eignir til að kaupa sér stærra hús-
næði, en orðið að kyngja því fáeinum árum síðarað
missa íbúðir sínar á nauðungarboð og standa uppi
með skuld á bakinu þegar búió var að selja ibúðina.
Þetta fólk hefur ekki aðeins tapað skuldlausri eign
stunda. Sundrun fjölskyldna, sálræn vandamál og
jafnvel sjálfsvig fólks, sem hrakið hefur veriö út i
ystu myrkur örvæntingar og vonleysis, má rekja
beina leið til þessa neyðarástands.
Orsök neyðarinnar er öllum ofur Ijós og daglega á
vörum flestra landsmanna. Orsökin er kjaraskerðing
slðustu ára og hið ógnvekjandi bil sem hún hefur
skapað milli launakjara og lánskjara.
Allir hafa vitaó um þetta lengi. Sennilega er varla
til sá þegn þessa þjóðfélags sem ekki er meðvitaöur
um þetta ástand. Sá stjórnmálamaður er hetdur ekki
til, sem ekki gerir sér fullljóst aö misgengi launa og
lána hefur valdiö i þjóðfélaginu ægilegu vandamáli.
Þetta mál hefur verið rætt innan þings og utan og
það hefurverið rætt innan rikisstjórnarinnar.
Hins vegar hefur ekkert verið gert.
eir menn sem stjórna þessu þjóðfélagi verða aö
gera sér grein fyrir þvl aö málið er ekki lengur á þvi
stigi aö hægt sé að halda áfram að ræða það. Tími
aðgeröanna er kominn, reyndar fyrir löngu og fyrir
þá 38 einstaklinga sem gerðir hafa verið upp sam-
kvæmt auglýsingum i Lögbirtingablaði er það þegar
orðið of seint. Það er líka orðið of seint fyrir þá fjöl-
mörgu sem hafa veriö hraktir á vergang með börnin
sín að afloknu nauðungaruppboði.
Hetta mál er löngu komið af umræðustigi. Neyðar-
ástand hefur þegar skapast, því gjaldþrot heimil-
anna er ekki lengur spásögn heldur rammasta al-
vara.
Máliðerekki lenguráþví stigi að stjórnmálamenn
geti leyft sér aö hafa mismunandi skoðanir á því
hvernig beri að leysa vandann, eða þrasa um það
hverjum neyðarástandið sé að kenna. Það skiptir
nefnilega ekki máli lengur.
Paö er ríkisstjórn íslands sem ber ábyrgð á því að
þetta vandamál verði leyst þegar í stað. Sú ábyrgð er
ekki lengurópersónuleg eða fjarlæg, því harmleikir
fjölskyldnanna sem verið er að sjúga síðustu blóð-
dropana úr þessa dagana eru ekki ópersónulegir.
Þeir eru helkaldur raunveruleiki þess fólks sem I
þeim lendirog nistandi sárir.
Þess vegna er ábyrgðin persónuleg og hún hvílir á
Steingrími Hermannssyni, vegna þess að hann er
æðsti ráðamaður þessarar þjóðar. I því sambandi
skiptir ekki framarmáli hverkann aðeigasökáneyð-
arástandinu
Þ
essa ábyrgð verður forsætisráðherrann að axla.
J.D.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar aö ráöa
Verkamenn
við lagningu jarösíma á stór-Reykjavíkursvæðiö.
Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000.
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar
óskast á Lyflækningadeildir l-Aog ll-A. Handlækninga-
deildir l-B og ll-B. Barnadeild, Skurðdeild, Svæfinga-
deild og Gjörgæsludeild. Boðið er upp á aðlögunar-
kennslu fyrstu vikurnar.
Sjúkraliðar
óskast á allar vaktir á eftirtöldum deildum. I-A og ll-A
Lyflækningadeildum. I-B, ll-B og lll-B
Handlækningadeildum.
Fastar vaktir koma til greina.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist Hjúkrunarforstjóra, sem veitir allar nánari upp-
lýsingar í síma 19600—220—300, alla virka daga.
Fóstra
óskast á dagheimilið Brekkukot (börn á aldrinum 3—6
ára).
Starfsmaður
óskast á skóladagheimili (börn á aldrinum 6—9 ára).
Upplýsingar í sima 19600—250—260 milli kl. 9:00 og
16:00.
Konur og karlar
óskast til ræstinga. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í
síma 19600—259. Reykjavík 31.10.1985.
A
Lóðaúthlutun
Fyrirhuguð er úthlutun lóða í nýju hverfi í suðurhlið
Digranesháls í Kópavogi. í hverfinu eráætlað að byggja
megi rúmlega600 íbúðir við göturnar Álfhólsveg, Alfa-
heiði, Fagrahjalla, Heiðarhjalla, Hliðarhjalla, Lækjar-
hjalla, Skógarhjalla og Trönuhjalla.
í fyrstaáfangaverðurúthlutað sem hérsegir: Lóðum
fyrir 15 hús með 1—2 ibúðum við Álfhólsveg og Álfa-
heiði; Lóðum fyrir 25 einbýlishús við Álfaheiöi; 5 lóðum
fyrir hús í þyrpingu við Alfaheiði með 5—8 íbúðum í
þyrpingu, sérbýli og sambýli, samanlagt 29—34 íbúðir.
Úthlutað er alls lóðum fyrir 69—89 íbúðir.
Skipulagsuppdrættir eru til sýnis á skrifstofu bæjar-
verkfræóings Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, virka
daga milli kl. 9:30 og 15:00. Umsóknareyðublöð ásamt
skilmálum og skýringum fást á sama stað. Umsóknar-
frestur er til mánudagsins 25. nóv. n.k.
Kynningarfundir verða haldnir um skipulag í Suður-
hlíðum.
A. Miðvikudaginn 6. nóv. kl. 20.30 i Þingholtsskóla.
B. Laugardaginn 9. nóv. kl. 14 í Digranesi íþróttahúsinu
v/Skálaheiði.
Bæjarverkfræðingur.
Kolbeinsey 1
hlut Fiskiðjusamlagsins, um 5 mill-
jónum frá Húsavíkurbæ, um 5 mill-
jónum frá Kaupfélaginu og síðan
um 5 milljónum frá verkalýðsfélag-
inu og öðrum, meðal annars starfs-
mönnum samlagsins. Hlutur verka-
lýðsfélagsins og starfsmannanna
yrði þá ca. 16.7% og rætt um að
starfsmaður úr samlaginu tæki sæti
í stjórn hlutafélagsins.
Að sögn heimildarmanna Al-
þýðublaðsins eru miklar vonir
bundnar við að hið nýja félag geti
eignast Kolbeinsey af Fiskveiða-
sjóði, en aftur á móti þyrfti verðið
að vera viðráðanlegt og upphæðin
þátilgreindsem 120 milljónir króna
eða þar um bil, að hámarki.
Það þarf vart að árétta hversu
mikið hagsmunamál hér er á ferð--
inni fyrir bæjarbúa. Um 200 manns
vinna hjá Fiskiðjusamlaginu og
staðan þannig, að allir kvótar eru
búnir og útlit fyrir fjöldaatvinnu-
leysi upp úr miðjum nóvember.
Stærsti hluthafinn í útgerðarfé-
laginu Höfða, sem átti Kolbeinsey,
er Fiskiðjusamlagið, með 48.6%
hlutafjár. Síðan kemur Húsavíkur-
kaupstaður með 25% og svo Kaup-
félagið með 13%.
Stærstan hlut í Fiskiðjusamlag-
inu á Kaupfélagið, 48.9%, en síðan
Húsavíkurbær með 28.9% og svo
Samvinnufélag útvegsmanna og
sjómanna með 2.2%.
Félagsstarf
Alþýðuflokksins
Grindavík
Fundur um stödu þjóðmála.
Fundur veröur haldinn um
stöðu þjóðmála í Festi Grinda-
vík kl. 4 sunnudaginn 3. nóv.
Kjartan og Karl Steinar hafa
framsögu.
Alþýðuflokksfélagið.
Keflavík
Fundur um stöðu þjóðmála.
Fundur verður haldinn um
stöðu þjóðmála í Bárunni Hring-
braut 106, Keflavík kl. 20.30
mánudaginn 4. nóv.
Kjartan og Karl Steinar hafa
framsögu.
Alþýðuflokksfélagið.
m 1AUSAR SIÖÐUR HJÁ
IM) REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamning-
um.
• Ritari óskast í unglingadeild fjölskyldudeild-
ar, Tryggvagötu 12.
Upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Kristins-
dóttur í síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 11. nóvember
1985.
LAUSAR STOÐUR HJA
J REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til
eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt
kjarasamningum.
• Forstöðumaður viö dagheimiliö
Laugaborg v/Leirulæk frá áramótum.
• Fóstrur og starfsmenn við dagh./leik-
skóla, Rofaborg, nýtt heimili í Árbæ.
Fóstrustöður allan daginn, starfs-
fóiksstöður eftir hádegi, skilastööur í
4 tíma seinni part dags.
— dagh. Laugaborg v/Leirulæk.
— dagh./leiksk. Ösp, Asparfelli 10.
— dagh. Hamraborg v/Grænuhlíö.
— dagh. Völvuborg v/Völvufell.
— leiksk. Holtaborg, Sólheimum 21.
— dagh. Suðurborg v/Suöurhóla.
— dagh./leiksk. Grandaborg v/Boða-
granda.
— dagh./leiksk. Hraunborg v/Hraun-
berg.
Einnig vantar fóstrur, þroskaþjálfa
eöa annað starfsfólk meö uppeldis-
lega menntun til þess aö sinna börn-
um meö sérþarfir.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri
og umsjónarfóstrur á skrifstofu dag-
vistar í síma 27277 og forstöðumenn
viðkomandi heimila.
Umsókn ber aö skila til starfsmanna-
halds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti
9, 6. hæö á sérstökum umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstu-
daginn 15. nóvember 1985.
t