Alþýðublaðið - 05.11.1985, Side 1

Alþýðublaðið - 05.11.1985, Side 1
Uvvboðsfarmnið: 1240 bíla uppboð! Þriöjudagur 5. nóvember 1985 mammmmmmmmmmmm-------------- 210. tbl. 66. 1 af hverjum 36 bílum undir hamarinn! Um næstu helgi stendur til að láta fara fram uppboð á um 1240 bifreiðum á lóð Vöku hf. við Smiðshöfða - ef eigendur þeirra Fjárhagserfiðleikar Hafskiys hf: Útvegsbankinn gæti tapað gífurlegu fé Útvegsbanki íslands getur kom- ist í gífurlega erfiðleika, ef ekki tekst um það samkomulag, að Eim- TTggja þarf eldsneyti á orustuvélar Georg Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur hingað til lands í dag þriðjudag, á leið frá Moskvu. Flugvél utanríkis- ráðherrans kemur í kvöld, en hann heldur áfram vestur um haf síðdeg- is á morgun, miðvikudag. Vegna atburðarins, er varð þegar sovéski utanríkisráðherrann fór héðan fyrir nokkrum dögum, er sú ósk látin í Ijós, að varnarliðið tryggi það rækilega að nægilegt eldsneyti verði á orustuflugvélum, sem kunna að verða á lofti við brottför ráðherrans. skipafélag íslands taki við rekstri Hafskips hf. hér á landi. Skuldir Hafskips hf. við bankann eru nii orðnar svo miklar, að fyrirsjáanlegt er að bankinn fær alvarlegan skell, hvort sem samningar takast eða ekki. Áfallið getur numið hundruðum milljóna króna, ef Eimskip yfirtek- ur ekki reksturinn hjá Hafskip og jafnframt skuldir fyrirtækisins. En þótt Eimskip taki við rekstrinum er fyrirsjáanlegt tjón Útvegsbankans nokkrir tugir milljóna króna. Að undanförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir um að Eim- skipafélagið taki við innanlands- rekstri Hafskips. Útvegsbankinn hefur tekið þátt í þessum viðræð- um, enda á hann mikilla hagsmuna að gæta. Af eðlilegum ástæðum vill bankinn stuðla að því eftir mætti að Eimskip taki við, ella getur tjón bankans orðið gífurlegt. í þeim athugunum, sem gerðar hafa verið innan bankans, hefur at- hygli manna beinst nokkuð að við- skiptum bankans og Hafskips hf. á þeim tima er Albert Guðmundsson var formaður bankaráðs Útvegs- bankans og átti einnig sæti í stjórn Hafskips. Það hefur lengi verið álit- ið, að á þeim tíma hafi félagið feng- ið fyrirgreiðslu umfram það sem gengur og gerist í viðskiptum fyrir- tækja og banka. Alþýðublaðið innti Arnbjörn Kristinsson, fulltrúa Alþýðuflokks- ins í bankaráði Útvegsbankans, eft- ir upplýsingum um mál þetta. Hann kvaðst ekkert vilja.'segja á þessu stigi. Á bankaráðsfundi fyrir um það bil 10 dögum kvaðst hann hafa lagt fram tillögu þess efnis, að bankaráðið fengi skriflega skýrslu um málið. Þessi tillaga var sam- þykkt samhljóða. Kvaðst Arnbjörn vonast eftir því, að þessi skýrsla yrði lögð fyrir bankaráðið hið allra fyrsta. í blöðum hefur komið fram, að eignir Hafskips nægi hvergi nærri fyrir skuldum. Forráðamenn fé - lagsins, sem komið hafa fram í fjöl- miðlum, hafa hins vegar vísað því á bug, að staða félagsins væri jafn slæm og af væri látið. Það er þó ljóst, að félagið hefur orðið fyrir mjög alvarlegu eignatjóni vegna þeirrar verðlækkunar, sem orðið Framh. á bls. 2 hafa þá ekki gert upp skuldir sínar við kröfuhafa, sem eru Gjaldheimt- an í Reykjavík, Vaka hf. skiptarétt- ur Reykjavíkur, ýmsir lögmenn, bankar og stofnanir. Um 93% þessara bifreiða eru skrásettar í Reykjavík. Alls á Gjald- heimtan kröfu í um 580 bifreiðar af um 1240, tollstjórinn 36, Vaka 19, en yfir 600 bifreiðar verða væntan- lega seldar eftir kröfu annarra að- ila. Fyrir utan þessar um 1240 bif- reiðar stendur einnig til að selja á nauðungaruppboðinu 6 traktors- gröfur, 3 tengi/festivagna, 3 vöru- lyftara, 2 dráttarvélar, 2 hraðbáta, mótórhjól, sendibifreið, vélhefil, byggingarkrana, beltagröfu, skurð- gröfu og glussakrana. Alls um 1260 eignir. Samkvæmt upplýsingum Bif- reiðaeftirlits ríkisins rnunu vera um 40 þúsund fólksbifreiðar skrásettar á R-númer um þessar mundir og um 43 þúsund þegay við bætast vöru- bifreiðar, sendibifreiðar og aðrar bifreiðar. Virðist af þessu rnega ráða að um það bil ein af hverjum ca. 36 bifreiðum á Reykjavíkur- númeri eigi nú á hættu að lenda undir hamrinum margfræga. Fálkahreinsun með bresku efni Breska scndiráöiö í Reykjavík hefur sent frá sér frétt þess efnis aö breskt hreinsiefni, sem notaö hefur verið til að hreinsa óhreinindi af steypu, asfalt, grjóti og slíku, hafi reynst haldgott til aö bjarga lífi íslenskra fálka. Er þess getið að Náttúrufræði- stofnun íslands hafi reynt niörg efni við að bjarga fálkurn sem lent hafa í olíumengun, þannig að fjaðr- irnar hreinsist alveg, en vandamál hefur verið hversu oft hefur þurft að bera hreinsiefni á fuglana, því þá eykst möguleikinn á skaða. í frétt sendiráðsins segir, að Náttúrufræðistofnunin hafi gert tilraun með efni sem ln Home fyrir- tækið í Manchester framleiðir, sem leiddi í ljós að aðeins þurfti eina umferð með efninu til að fjarlægja alla olíu af illa útötuðum fjöðrum. Mun stofnunin samkvæmt fréttinni hafa pantað reglulegar sendingar frá fyrirtækinu og ætla sér að not- ast við efnið i framtíðinni. Heiðarleiki stjórn- málamanna vefengdur Hefur það skyndilega gerst að allir eru komnir í millistéttina?? Stjórnmálamenn fá nokkuð harða útreið i könnun Hagvangs um viðhorf íslendinga til stjórn- mála og stjórnmálamanna, hvers niðurstöður voru birtar í Morgun- blaðinu nú um helgina. Þrír af hverjum fjórum telja þannig að stjórnmálamenn segi yfirleitt ekki sannleikann, tveir af hverjum þremur telja stjórnmálamennina ekki takast á við brýnustu verk- efnin og annar hver maður virðist á þeirri skoðun að stjórnmála- mennirnir séu yfirleitt að tala um hið sama. Það ætti vart að koma á óvart að fram kemur, að því lægri sem heimilistekjurnar eru og því minni sem menntun svar- enda er, því meiri vantrú kemur fram á stjórnmálamennina. Enda flestir sammála um að stjórn- málamennirnir eigi að einbeita sér meira en gert er að bættum launa- kjörum. Þó könnun Hagvangs fjalli fyrst og fremst um viðhorfin til stjórnmála og stjórnmálamanna vekur mesta athygli Alþýðublaðs- ins sú skipting í tekjuhópa sem fram kemur við sundurliðun svara. I könnun Hagvangs sem birt var í apríl síðastliðnum og fjallaði um blaðalestur var sett fram slík tekjuhópaskipting sem þótti býsna merkileg. Þar kom fram — og átti að heita áreiðan- legar niðurstöður — að heimilis- tekjur 43.5% aðspurðra voru undir 30 þúsundum króna á mán- uði, að aðeins 10.7% voru á hinu breiða bili milli 30 og 70 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur, en síðan komu 45.8% aðspurðra þar sem heimilistekjurnar töldust vera yfir 70 þúsund krónur. Sem sjá má kemur fram í þessu algjör tvískipting svarenda — og þá um leið landsmanna — í tekjuhópa; 90% eru annað hvort undir 30 þúsundum króna eða yfir 70 þús- undum í heimilistekjum. Þegar aðstandendur könnunarinnar voru þá spurðir um þessa merku útkomu var því staðfastlega neit- að að úrtakið gæti verið ranglega valið og því vart annað að ætla, en að hér væri á ferðinni ótvíræð vís- bending um skiptingu þjóðarinn- ar í tvennt. I könnun Hagvangs að þessu sinni kemur fram allt önnur skipt- ing heimilanna í tekjuhópa. Nú virðast allflest heimilin sam- kvæmt vísindum Hagvangs ýmist hafa hækkað upp fyrir 30 þús- undin eða lækkað niður fyrir 70 þúsundin í heimiiistekjur! Með öðrum orðum kemur í ljós að í stað þess að 43.5% séu undir 30 þúsundum virðast nú aðeins 17% heimila vera undir þessu marki. Sem er ekki ótrúlegt því launin hafa jú hækkað frá í vor. Öllu merkilegra er að á bilinu 30—70 þúsund krónur lenda nú 61.5% heimilanna, þar sem áður voru aðeins tæplega 11% og hlutfallið hjá þeim sem höfðu yfir 70 þús- und í heimilistekur virðist sam- kvæmt þessu hafa lækkaö úr tæp- um 46% í aöeins um 21—22%! Þar sem áður fannst nánast engin millistétt er nú að finna næstum tvö af hverjum þremur heimilum! Alþýðublaðið hlýtur að beina þeirri spurningu til Hagvangs hvernig á því getur staðið að heim- ilum með yfir 70 þúsund í heimil- istekjur hafi á nokkrum mánuð- um fækkað um helming — því væntanlega eru niðurstöður beggja kannananna jafn réttmæt- ar að mati fyrirtækisins og því ekki um að villast. Lauslega áætl- að þýðir þetta að í stað þess að rúmlega 100 þúsund íslendingar búi við heimilistekjur yfir 70 þús- und krónur, telur sá hópur nú að- eins rúmlega 50 þúsund. Hvað hefur eiginlega verið að gerast frá í vor ef þetta á að heita marktækt? Margt athyglisvert kom fram þegar spurt var um málefni sem stjórnmálamennirnir ættu að sinna meir en gert er. Það kemur vart nokkrum á óvart að 9 af hverjum 10 skuli vera á þeirri skoðun að „bætt launakjör" og „verðbólga" skuli vera efst á for- gangslista svarenda og þá lands- manna. Ef könnunin er þannig réttmæt ogv áreiðanleg og\ kjós- enour í landinu (yfir 18 ára) taldir vera um 160—170 þúsund má ætla, að um 150 þúsund þeirra leggi mesta áherslu á bætt launa- kjör, en um leið má ætla að um 13 þúsund manns telji að ekki eigi aö sinna þessu verkefni meir en nú er gert. Fróðlegur hópur þetta, en tekið er fram í niðurstöðunum að þessi hópur dreifist nokkuð jafnt eftir tekjuhópum, sem heita má all athyglisvert. Sömuleiðis kemur þarna fram vísbending um að í landinu sé að finna 50—55 þús- und manns sem segja nei við því að sinna betur hungri í heiminum en nú er gert og eru því væntan- lega á móti því samkomulagi sem þingmenn allra flokka hafa gert um að stórauka þróunaraðstoð landsins á næstu fimm árum eða svo. Álíka stór hópur kjósenda segir svo hið sama um þann fróma málaflokk „varnar- og öryggis- mál“, en yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnmála- mennirnir sinni betur friðarmál- um en nú er gert. Þá virðist flest vera kjósendum hugleiknara en að stjórnmálamennirnir sinni meir minnkandi ríkisafskiptum. Áður hafði og komið fram í könn- un, að sterkt samhengi er á milli skoðana manna um minnkandi ríkisafskipti og tekna þeirra; því hærri sem tekjurnar eru því meiri áhugi á minnkandi ríkisafskipt- um. Eins og áður segir koma stjórn- málamennirnir afleitlega út í þessari könnun. Þeir búa sem sé við verulegt vantraust frá hendi kjósenda og sker ísland sig reynd- ar ekki úr hvað þetta varðar, eins og fram kemur í samantekt Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræð- ings um niðurstöðurnar. Áður hafði komið fram hjá Ólafi að það væri álit fjórða hvers kjós- enda að fáum eða engum stjórn- málamanni væri treystandi og nú virðist ljóst samkvæmt könnun Hagvangs, að þrír af hverjum fjórum kjósenda telji stjórnmálamennina yfirleitt ekki segja sannleikann. Ömögu- legt er að segja hvort breytingar hafi átt sér stað hvað þetta varðar hina síðustu áratugi, en hitt má ljóst vera að Alþingi landsmanna hefur á undanförnum árum sætt vaxandi gagnrýni, enda starfs- hættir þar og málatilbúnaður oft verið á þann veg að mörgum hefur ofboðið. Hvers konar dægurmál hafa orðið meira áberandi en hið eiginlega löggjafarstarf. Æ færri virðast hafa nennu til að hlusta á útvarpsumræður stjórnmála- mannanna. Við þetta bætist valdaafsal löggjafans á ákvörðun- um til framkvæmdavaldsins, rík- isstjórnarinnar. Og þegar ríkis- stjórn landsmanna stendur í við- líka skrípaleikjum og urðu með stólaskiptunum um daginn er vart við því að búast að álit lands- manna á stjórnmálamönnum fari batnandi. Hvað varðar þverrandi virðingu kjósenda fyrir stjórnmálamönn- um er rétt að rifja upp hverjir hafa farið með völdin síðustu 15 árin. Það eru fyrst og fremst framsókn- armenn sem setið hafa samfleytt í stjórn frá 1971 og það eru sjálf- stæðismenn, sem setið hafa í rík- isstjórnum í rúm 10 ár af hinum 12 síðustu. Þetta eru sömu flokk- arnir og ráðið hafa ferðinni í ís- lenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins og reyndar lengra aft- ur í tímann.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.