Alþýðublaðið - 26.11.1985, Side 3

Alþýðublaðið - 26.11.1985, Side 3
Þriðjudagur 26. nóvember 1985 3 Iðnaðarmenn mótmæla niðurskurði og vörugjaldi Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna hefur lýst mikilli óánægju með ýmsan niður- skurð, sem nú er fyrirhugaður á fjáriögum. Þá hefur Landssam- bandið mótmælt harðlega fyrirætl- unum um vörugjald. Samþykkt, sem framkvæmdastjórnin gerði ný- lega, fer hér á eftir: Fjármálaráðherra hefur nýverið lýst þeirri stefnu; sem hann hyggst fylgja á næstunni í fjármálum ríkis- sjóðs. Af þessu tilefni vill fram- kvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: 1. Landssamband iðnaðarmanna telur áform fjármálaráðherra um nokkurn niðurskurð á ríkis- útgjöldum og erlendum lántök- um virðingarverð, þótt vart geti þau talist nema mjög lítið skref í baráttu við sífellda útþenslu ríkisbáknsins. 2. Landssamband iðnaðarmanna lýsir hins vegar vonbrigðum sín- um yfir, að þessi niðurskurður skuli látinn bitna verulega á framkvæmdum, þrátt fyrir fyr- irsjáanlegan samdrátt í ýmsum atvinnugreinum, þar sem áhrif- anna gætir hvað mest. 3. Meðal þess, sem ætlunin er að skera niður, eru framlög til vöru- Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1986—87. Styrkfjár- hæð er 3.510 s.kr. á mánuði I 8 mánuði. — Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslend- ingum til vísindalegs sérnáms í Svlþjóð á háskólaárinu 1986—87. Styrkirnireru til 8 mánaðadvalaren skipting ( styrki til skemmri tima kemur einnig til greina. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vfk fyrir 15. janúar n.k. og fylgi staðfest afrit próf- sklrteina ásamt meðmælum. — Sérstök umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 22. nóvember 1985. Orðsending til atvinnurekenda frá félagsmálaráðuneytinu Að gefnu tilefni vill ráðuneytið hér með vekja at- hygli atvinnurekenda á ákvæði 55. gr. laga nr. 13 10. apríl 1979 um stjórn efnahagsmála o.fl., en þar segir að atvinnurekendum sé skylt að tilkynna Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins og viðkomandi verkalýðsfélagi með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerðan samdrátt eða aðrar þær varan- legar breytingar í rekstri, er leiða til uppsagnar fjögurra starfsmanna eða fleiri. Félagsmálaráðuneytið 22. nóvember 1985. FÉLAGSSTARF ALÞÝDUFLOKKSINS Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Aðalfundur. Verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfis- götu 8—10. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fulltrúar fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Kópavogs verður haldinn f Hamraborg 14, þriðjudaginn 10. desember 1985 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Starfsmaður Félög ungra jafnaðarmanna á höfuðborgarsvæðinu óskaeftirað ráðahiðallrafyrstaungan starfsmann í lif- andi og fjölbreytt hlutastörf. Sveigjanlegur vinnutlmi en miðað við ca 8—10 tlma á viku. Upplýsingar gefur Friðrik Guðmundsson f sfma 81866. þróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. Landssamband iðnaðarmanna bendir á, að ráð- stöfunarfé sjóðsins er þegar það takmarkað, að hann getur ekki sinnt á viðunandi hátt álitlegum verkefnum iðnfyrirtækja á sviði vöruþróunar og útflutningstil- rauna. í þessum niðurskurði á framlögum til sjóðsins felst því þversögn við þá yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar, að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. 4. Áformaðar breytingar á tollskrá eru í meginatriðum til bóta. Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna mótmælir hins vegar harðlega ráðagerðum um stórfellda aukningu á skatt- heimtu í formi nýs vörugjalds. Vörugjald er í eðli sínu afar órökræn skattheimta, þar sem það leggst á suma vöruflokka en aðra ekki og hefur þannig óeðli- leg áhrif á neysluval almennings og samkeppnisstöðu hlutaðeig- andi framleiðenda. Þannig er t.d. óviðunandi, ef leggja á vöru- gjald á brauðmeti, sem er viður- kennd hollustuvara, en jafn- framt verði flest önnur matvæli án vörugjalds hér eftir sem hing- að til. Landssamband iðnaðarmanna minnir á samþykktir 41. Iðnþings íslendinga, sem haldið var nýlega, en þar kom m.a. fram, að við end- urskoðun á óbeinum sköttum ríkis- sjóðs væri nauðsynlegt að líta á þá skatta í heild sinni, til þess að skatt- heimtan getir orðið rökræn og sanngjörn. í þessu felst m.a., að breytingar á tollskrá, sem m.a. fela eindregið í sér að dregið verði úr mismunum milli atvinnugreina, missa marks, ef þeim fylgir stór- felld hækkun vörugjalds, sem leggst á sumar vörur en aðrar ekki. Málm- og skipa smíða sambandið ályktar: Bankakerfið er ófreskja „Fundurinn telur, að ein af stærstu ástæðunum fyrir því hvern- ig komið er í vaxtamálum hús- byggjenda og húskaupenda sé sú staðreynd að bankakerfið er orðið mikil ófreskja sem tekur til sín gíf- urlegt fjármagn sem síðan fer í beinan rekstrarkostanð." Þessi ályktun var samþykkt á sambandsstjórnarfundi Málm- og skipasmíðasambandsins, sem hald- inn var 15. og 16. þessa mánaðar. Jólakort samtaka sykursjúkra Samtök sykursjúkra á íslandi hafa gefið út jólakort, sem eru til sölu á skrifstofu samtakanna í Reykjavík að Hverfisgötu 76, en siminn er 23770 og í Söluturninum Bræðraborgarstíg 29. Til sölu, auk kortanna, eru bæði kerti og jóla- pappír. Skrifstofa samtakanna er opin á mánudögum kl. 17.00— 19.00. Á þessu jólakorti Samtaka syk- ursjúkra er mynd eftir málverki Gísla Sigurðssonar, myndlistar- manns og umsjónarmanns Lesbók- ar Morgunblaðsins. Myndin er máluð við ljóð Snorra Hjartar- sonar, HAUST. Jólakveðjur á fjór- um tungumálum eru á kortinu og merkt er greinilega að þau séu seld tii ágóða fyrir Samtök sykursjúkra á íslandi. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1986 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austur- bergi 5, fyrir 1. desember n.k. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öldunga- deild) á vorönn 1986 skulu berast skrifstofu skól- ans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir væntanlegra ný- nema með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B. sími 75600 Ath. þetta er siðasta innritunarvikan. Skólameistari. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöi I eftirfarandi: 1. Aðveituæð að kyndistöð við Réttarháls. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 5. desember n.k. kl. 11. 2. Geymar á Öskjuhlíð holræsa og vatnslagnir. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 4. desember n.k. kl. 11. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu fyrir hvert verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvogi 3 — Simi 25800 Happdrætti Alþýðuflokksins i p^ ';v-ípísí~«HörT'i: —I i )'[. I l l ILI ‘. ~ | 1.-12. vinningur: Fullkomin SHARP VC-481 myndbandstæki frá Hljómbæ að verðmæti 43.900.- hvert Heildarverðmæti vinninga kr. 526.800.-. Fjöldi miða 20.000. Miðaverð kr. 150.- Upplýsingar um vinninga í síma 29244. Vinninga skal vitja innan eins árs. Dregið 10. des. ’85. SHARP Alþýðuflokkurinn efnir nú til happdrættis. Dregið verður 10. desember n.k. og eru vinningar 10 myndbandstæki af gerðinni Sharp VC-481. Heildarverðmæti vinninga er rösk- lega 526 þúsund krónur, og er fjöldi miða 20 þúsund. Alþýðuflokkurinn er nú að treysta innviði sína, auka út- gáfu- ogfrœðslustarfog virkjafélaga sína til starfa. Tilgang- urinn með happdrœttinu er auðvitað sá, að afla fjár til þess- ara verka. Fyrirfram eru fœrðar þakkir öllum þeim, sem taka þátt í þessu happdrœtti, og styðja um leið baráttu jafnaðarmanna fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.