Alþýðublaðið - 26.11.1985, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1985, Síða 4
alþýóu- Þriðjudagur 26. nóvember 1985 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Friðrik Þór Guömundsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 81866 Atvinnukönnun í byggingariðnaði: 11 % fækkun starfsmanna á Norðurlandi eystra á 1 ári Ýmsir búast við verkefnaskorti fyrstu 3 mánuði næsta árs atvinnukönnun i byccincaridnadi Nýlokið er atvinnukönnun, sem Landssamband íslenskra iðnaðarmanna efndi til í byggingariðnaði. Þar var spurt um starfsmannafjölda, verkefnastöðu, helstu verkefni og uppsagnir fastra starfsmanna. Alls bárust svör frá 108 fyrirtækjum og iðnmeisturum, sem hafa í þjónustu sinni 2400 starfsmenn eða yfir fjórðung þeirra, sem starfa við byggingariðnað á vegum einkaaðila. 4 prósent færri Niðurstöður könnunarinnar sýna, að starfsmenn í byggingar- iðnaði á landinu öllu hafi verið um 4% færri í byrjun október en á sama tima í fyrra. Er það sennilega minni fækkun en margir höfðu bú- ist við. Astandið er hins vegar tals- vert misjafnt eftir landshlutum og einnig eftir því, hvers konar starf- semi fyrirtækin stunda. Ef litið er á atvinnuástand og verkefnastöðu eftir því, hvaða starfsemi stunduð er, kemur í ljós, að ástandið er einna verst hjá þeim aðilum, sem hafa sérhæft sig í framleiðslu íbúðarhúsnæðis, og á Þau voru kjörin í sam- bandsstjórn VMSÍ Á síóasta þingi Verkamanna- sambands íslands voru eftirtaldir kjörnir í sambandsstjórn: fyrir árin 1985—’ 87: Aðalheiður Þorleifsdóttir, Akur- eyri. Dagbjört Sigurðardóttir, Stokkseyri. Einar Karlsson, Stykk- ishólmi. Elína Hallgrímsdóttir, Reykjavík. Guðríður Elíasdóttir, Hafnarfirði. Guðrún E. Ólafsdótt- ir, Keflavík. Guðmundur J. Hallvarðsson, Reykjavík. Hafþór Rósmundsson, Siglufirði. Halldór Björnsson, Kópavogi. Hallgrímur Pétursson, Hafnarfirði. Hrafnkell Jónsson, Eskifirði. Jóhanna Friðriksdóttir, Vestmannaeyjum. Jón Karlsson, Sauðárkróki. Kristján Ásgeirsson, Húsavík. Páll Jónsson, Vík. Pétur Sigurðsson, ísafirði. Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað. Sigrún Clausen, Akra- nesi. Sigrún Elíasdóttir, Borgar- nesi. Sigurður Óskarsson, Hellu. Sævar Frímannsson, Akureyri. Varamenn: Anna María Hafsteinsdóttir, Sauð- árkróki. Bárður Jensson, Ólafsvík. Garðar Steingrímsson, Mosfells- sveit. Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði. Helga Jóhannesdóttir, Stöðvarfirði. Jóhann Möller, Siglu- firði. Karítas Pálsdóttir, ísafirði. Matthildur Sigurjónsdóttir, Hrísey. Þorbjörg Samúelsdóttir, Hafnar- firði. Endurskoðendur: Benedikt Franklínsson, Selfossi. Snjólaug Kristjánsdóttir, Reykja- vík. Varaendurskoðandi: Sæmundur Valdimarsson, Reykja- vík. Framkvæmdastjórn VMSÍ skipa: Guðm. J. Guðmundsson. Ragna Bergmann. Guðríður Elíasdóttir. Jón Karlsson. Sævar Frímannsson. Karl Steinar Guðnason. Jón Kjart- ansson. Halldór Björnsson. Sigfinnur Karlsson. það bæði við um byggingameistara, sem byggja og selja á hefðbundinn hátt, og einingahúsaframleiðendur. Eru ástæðurnar m.a. þær, að sala hefur dregist saman og verðlækkun orðið á fasteignamarkaðnum, um leið og raunvextir á lána- og verð- bréfamarkaði hafa hækkað að mun og útborgun húsnæðislána tafist. Staðan verst í Norðurl. eystra Af einstökum landshlutum er staðan greinilega verst á Norður- landi eystra, einkum þó á Eyja- fjarðarsvæðinu, en á Norðurlandi eystra fækkaði föstum starfsmönn- um fyrirtækjanna um ll°7o frá október 1984 til október 1985. Athygli er vakin á, að þessi fækkun er til viðbótar við stöðugan sam- drátt á undanförnum árum. Þannig sýndi athugun, sem Landssamband iðnaðarmanna og Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi gerðu á sínum tíma, að starfsmönn- um í byggingariðnaði á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu fækkaði um 30“7o frá ársmeðaltali 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1984. Atvinnuhorfur í byggingariðnaði á Norðurlandi eystra virðast sömuleiðis ekki góð- ar, þar sem fyrirtækin í könnuninni gera ráð fyrir 19% fækkun starfs- manna fram í janúar á næsta ári. Fjármögnun ótrygg Könnunin gefur til kynna, að ef frá er talið Norðuland eystra, sé atvinnuástand í byggingariðnaði ennþá víðast hvar viðunandi og sums staðar jafnvel gott. Víða á landinu eru talsvert miklar fram- kvæmdir í gangi og verkefni full- nægjandi, en hins vegar er fjár- mögnun þeirra í mörgum tilvikum Reykjavíkurlag — í léttum dúr Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna í samvinnu við sjónvarpið til samkeppni um sérstakt „Reykja- víkurlag” í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar á næsta ári. Er til þess ætlast að lagið sé í „léttum dúr“, þannig að borgarbúar (og aðrir landsmenn) geti og vilji syngja lag- ið þegar svo ber undir. Samkeppni þessi var kynnt á blaðamannafundisl. fimmtudagog kom fram að texti skyldi fylgja hverju lagi og hann fjalla um borg- ina, sögu hennar og mannlíf fyrr og nú. Fyrstu verðlaun verða 100 þús- und krónur, 2. verðlaun 50 þúsund og þriðju verðlaun 25 þúsund krón- ur, alls 175 þúsund krónur. Sérstök dómnefnd velur fimm lög í úrslita- keppni, sem fram mun fara í sjón- varpinu í mars næstkomandi. Síðan er hugmyndin að gefa úrslitalögin út á plötu og kassettu. Áhugaaðil- um er bent á að senda lög sín til af- mælisnefndar Reykjavíkur í Aust- urstræti 16, fyrir lok janúarmánað- ar 1986. LANDID ALLT HlutfalLsleg breyting á fjölda startsmanna (%) Okt. ’84 Okt. '85 -okt. '85 -jan. ’86 Verkt. starfsemi/húsasm. -5.3 -8.0 Húsasmíði 3.7 —4.8 Tréiðnaður -3.1 -3.6 Húsamálun -1.1 -6.7 Múrun 4.8 -19.1 Pípulagning 0.0 -13.7 Rafvirkjun -7.5 0.0 Veggfóðrun ogdúkal. -13.0 0.0 ALLARIÐNGREINAR -1.0 -7.6 Iðnaðarmenn -0.5 -5.7 Verkamenn -11.8 -14.6 Aðrirstarfsmcnn -1.0 -2.7 STARFSMENN ALLS -4.0 -7.6 Verkefnastaða Hlutfall (%) þáttlakcnda scmskorti(r) vcrkefni: Okt. Jan. -dcs. '85 -mars '86 Vcrkt. starfscmi/húsasm. 16.3 31.8 Húsasmíði 3.0 41.9 Trciðnaður 3.2 29.8 Húsamálun 10.1 41.7 Múrun 30.9 62.5 Pípulagning 17.3 63.4 Rafvirkjun 0.0 10.5 Vcggfóðrun ogdúkal. 0.0 0.0 ALLAR IÐNGREINAR 13.6 33.9 ótrygg og greiðslugeta húsbyggj- enda virðist mjög þverrandi. Auk þess er ljóst, að það mun fljótt segja til sín í byggingariðnaði, ef langvar- andi rekstrarstöðvun og atvinnu- brestur verður í sjávarútvegi víðs vegar á landinu, eins og nú er því miður talsverð hætta á. Áætlun fyrirtækjanna um starfs- mannafjölda í upphafi næsta árs bendir til um 8% fækkunar starfs- manna í byggingariðnaði á tímabil- inu október 1985 til janúar 1986, og er mest fækkun áætluð við múrun. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir um horfur á verkefn- um til áramóta svo og á fyrstu þrem mánuðum næsta árs. Þegar þessi svör hafa verið vegin með mannafla fyrirtækjanna, kemur í ljós, að um 14% þeirra, sem svara, telja sig skorta verkefni fram til áramóta, en um 34% fyrirtækjanna búast við verkefnaskorti á fyrstu þrem mán- uðum næsta árs. Til samanburðar má geta þess, að 63% fyrirtækja á Norðurlandi eystra, sem þátt tóku í könnuninni, sjá fram á verkefna- skort á tímabilinu janúar—mars 1986. Uppsagnir Loks skal nefnt, að spurt var um fjölda fastra starfsmanna, sem sagt hefði verið upp, og einnig áætlaðar uppsagnir til áramóta. Frá því í septemberbyrjun höfðu fyrirtækin þegar sagt upp 91 starfsmanni og ráðgerðu að segja upp 126 starfs- mönnum til viðbótar fram til ára- móta. Uppsagnir og ráðgerðar upp- sagnir til áramóta eru því alls 217 eða um 9% af mannafla fyrirtækj- anna. Ef þessar uppsagnir eru dæmigerðar fyrir þá, sem ekki tóku þátt í könnuninni, samsvarar það, að síðustu fjóra mánuði ársins verði alls sagt upp um 750 manns í bygg- ingariðnaði. Vafalaust er í mörgum tilvikum sagt upp í öryggisskyni, en á þessu stigi verður hins vegar ekk- ert fullyrt um endurráðningar. Hér hefur aðeins verið getið nokkurra þeirra atriða, sem lesa má úr niðurstöðum könnunarinnar. Sé óskað frekari upplýsinga um könn- unina og niðurstöður hénnar, mun Landssambandið fúslega veita þær, nema upplýsingar um einstök fyrir- tæki, sem eru trúnaðarmál. Lands- samband iðnaðarmanna þakkar þeim, sem svöruðu könnuninni. Magnús Marísson: Förum milliveginn Það er ónæðissamt í „fílabeins- turni stjórnmálanna” um þessar mundir. Þar hafa menn hvað eftir annað orðið að gera hlé á hinu „pólitíska fiðluspili“ vegna síend- urtekinna truflana sem berast þangað inn, utan úr þjóðfélaginu. Enginn skyldi samt halda að þeir séu hættir „spili“ sínu, öðru nær. Það er aðeins verið að færa „hljóð- færin“ fjær eldinum, síðan verður tekið til við spilverkið af fullum krafti. Á meðan brenna eldar verð- bólgu og fjármálaspillingar glatt úti í þjóðfélaginu. Menn opna varla dagblað þessa dagana án þess að við blasi alls kyns frásagnir af efnahagsvandræðum og annarri óáran af þeim vettvangi. Við iesum um greiðsluvandræði einstaklinga og fyrirtækja, við les- um um það hvernig fyrirtæki og einstaklingar verða að sæta afar- kjörum á lánamarkaði frjálshyggj- unnar og að lokum lesum við um það hvernig einstaklingar og fyrir- tæki verða gjaldþrota og eignir þeirra lenda á nauðungaruppboð- um og fara þar fyrir smánarverð. Það verður að segjast eins og er að það er í hæsta máta stórfurðu- legt og nánast óskiljanlegt að á sama tíma og við erum að upplifa mestu aflaár íslandssögunnar þá skuli efnahagslíf okkar vera nánast ein rjúkandi rúst. Málið væri skiljan- legra ef við værum nú að fást við áfall svipað því og varð þegar síldin hvarf af miðunum á seinni hluta sjöunda áratugarins eða eitthvað í þá áttina, en því er ekki fyrir að fara. Nei, málið er ekki það að afla- hrun eða eitthvað þessháttar sé á ferðinni því aflabrögð hafa verið með besta móti síðustu ár. Ástæðan fyrir þeirri óáran sem nú er í efna- hagsmálum okkar er ekki sú að tekjur þjóðarbúsins hafi ekki verið nægar, heldur er búið að fara skammarlega illa með þær, það er meginástæðan. Þetta vita allir sem vilja vita, en það er ekki aðalmálið. Aðalmálið er að komast út úr víta- hring vitleysunnar. Því er jafnan haldið fram að þeg- ar launþegar gera kröfur um hærri laun, að törsenda slikrar launa- hækkunar verði að vera aukin framleiðni og aukin framleiðsla. Hækkun vaxta hlýtur að lúta sömu lögmálum fyrir atvinnureksturinn, þannig að ef atvinnulífið á að bera auknar vaxtabyrðar þá hlýtur fram- leiðni og framleiðsla að verða að aukast ef standa á undir auknum vaxtakostnaði. Ráðamenn halda því nú fram, í hvert skipti sem minnst er á það að vaxtamál hér séu ekki eins og þau ættu að vera, að lítið sé hægt að gera í því, vegna þess að við skuld- um svo mikið í útlöndum. Sé þessi kenning rétt, ekki skal dæmt um það hér, höfum við glatað efna- hagslegu sjálfstæði okkar og þar með sjálfstjórn okkar mála. Greinilegt er, að það verður að endurskoða og endurmeta þá pen- ingamálastefnu sem fylgt hefur ver- ið, og það þarf að gerast alveg frá grunni. Inni í þeirri endurskoðun yrði að sjálfsögðu skoðun á vaxta- málunum frá grunni, og er ekki vanþörf á. Sú vaxtastefna sem nú er við lýði er jafn fráleit og sú sem áð- ur var notuð. Það hlýtur að vera til einhver millivegur, valið stendur ekki bara á milli þess að hafa láns- féð á útsölu eða á þannig afarkjör- um að einstaklingar og fyrirtæki fara á höfuðið unnvörpum. Svo Iangt frá raunveruleikanum og svo langt frá eðlilegum starfs- háttum erum við komin í efnahags- málum okkar að við komumst ekki hjá því að endurskoða og endur- meta þau öll meira og minna, með hag þjóðarinnar allrar í huga. For- göngu í því starfi munu þeir hafa sem bera gæfu til að læra af reynsl- unni og horfa lengra fram á veg en til dagsins í dag. Magnús Marísson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.