Alþýðublaðið - 13.12.1985, Page 1
alþýðu
blaðíð
/-."jir'íii
’ik'* ii'/
Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins 1984:
50 milljónir kr.
Föstudagur 13. desember 1985
238. tbl. 66. árg.
Yfirlit Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar yfir stjórnir, nefndir og
ráð ríkisins, fjölda nefnda og
nefndarmanna og kostnað er kom-
ið út fyrir 1984, sextánda árið í röð.
í fyrra gerðist það, að forsætisráðu-
neyti Steingríms Hermannssonar
og iðnaðarráðuneyti Sverris Her-
mannssonar sendu engar upplýs-
ingar inn og að þessu sinni komu
Ragnhildur Helga-
dóttirsendi engar upp-
lýsingar.
Þriðja dœmið um rangan bankaútreiknins:
Ofrukkaður um 70þús. kr.!
Rangur Leiðréttur
greiðsluseðill: greiðsluseðill:
Afborgun án verðbóta: 32.500 kr. 32.500 kr.
Verðbótaþáttur: 112.006.kr. 48.417 kr.
Vextir: 15.173 kr. 8 496 kr.
Til greiðslu: 159.679 kr. 89.413 kr.
Eftirstöðvar eftir
greiðslu: 144.506 kr. 80.917 kr.
í dag greinir Alþýðublaðið frá
þriðja dæminu um rangan útreikn-
ing á greiðsluseðli við innheimtu
banka á afborgun skuldabréfs.
Þetta dæmi varðar þriðju af-
borgun skuldabréfs af fjórum og
var lánið tekið til fjögurra ára í
mars 1983. Á þeim tíma var láns-
kjaravisitalan 537 stig. Lánsupp-
hæðin var þá 130 þúsund krónur.
Fyrsta afborgun var í desember
1983, önnur afborgun í desember
1984 og nú var komið að þriðju af-
borgun.
Greiðsluseðillinn barst viðkom-
andi einstaklingi með réttum fyrir-
vara og þótti honum greiðslan ansi
há. Fékk hann því kunnáttumann
til að fara yfir seðilinn og kom þá
ýmislegt í ljós. Á meðfylgjandi
töflu má sjá dæmið í hnotskurn, en
þess skal getið að þetta dæmi er frá
Akureyri og eru greiðsluseðlarnir á
leiðinni til blaðsins.
í þessu dæmi gerist það, að við
útreikning á greiðslunni er ritað inn
á greiðsluseðilinn vísitölustigið 537
— eða eins og lánskjaravísitalan
hljóðaði upp á í mars 1983 þegar
lánið var tekið. Við leiðréttingu var
vísitölustigið réttilega sett á 959 og
þá eðlilega miðað við síðustu af-
borgun, í desember 1984. Vísitalan
nú í desember er svo 1337.
Við það, að miðað var við ranga
vísitölu fór verðbótaþátturinn á
hinum ranga greiðsluseðli í 112.006
krónur — eitt hundruð og tólf þús-
und krónur rúmar. Við leiðréttingu
lækkaði þessi tala niður í 48.417
krónur eða um 63.589 krónur
(57%). Auk þess var eitthvað at-
hugavert við vaxtaútreikninginn
sem varð til þess að vextirnir Iækk-
uðu úr 15.173 kr. í 8.496 kr. eða um
6.677 kr. (44%).
Samtals átti því þessi skuldari að
greiða eftir hinum ranga útreikn-
ingi 159.679 krónur eða tæplega 160
þúsund krónur. Við leiðréttinguna
lækkaði þessi tala niður í 89.413
krónur eða tæpar 90 þúsund krón-
ur. Með öðrum orðum: Athuga-
semdarlaust hefði þessi skuldari
greitt 70 þúsund krónum og mikið
eða nálægt 80% um of!
Og „eftirstöðvar eftir greiðslu"
hefðu hljóðað upp á nálægt 145
þúsund krónur í stað þess að vera
réttilega tæplega 81 þúsund krónur!
Alþýðublaðið hefur nú greint frá
þremur staðfestum dæmum um
rangan útreikning í bankakerfinu. í
fyrsta dæminu var skuldari ofrukk-
aður um rúmlega 25 þúsund krón-
ur. í öðru dæminu var skuldari of-
rukkaður um 14.5 þúsund krónur. í
þessu þriðja dæmi var skuldari of-
rukkaður um rúmar 70 þúsund
krónur.
Umfjöllun Alþýðublaðsins um
þessa röngu útreikninga hafa að
sjálfsögðu vakið mikla athygli og
margir haft samband við blaðið. Og
þess skal getið nú að von er á fjórða
dæminu, þar sem ofrukkunin
hljóðar upp á um það bil 35 þúsund
krónur.
engar upplýsingar frá stærsta
nefndaráðuneytinu, menntamála-
ráðuneytinu og skrifast það vænt-
anlega á Kagnhildi Helgadóttur.
Heildarfjöldi nefnda 1984 reynd-
ist án menntmálaráðuneytisins vera
407, en nefndafjöldi menntamála-
ráðuneytisins 1983 var 168. Fjöldi
nefndarmanna án þessa ráðuneytis
var í fyrrá 2.079, en 1983 var fjöldi
nefndarmanna menntamálaráðu-
neytisins 869. Að þessu sinni hljóð-
aði heildarupphæð nefndaþókn-
ana upp á tæplega 33 milljónir
króna og annar kostnaður upp á
tæplega 10 milljónir króna. Kostn-
aður því samtals tæplega 43 mill-
jónir króna án hinna mörgu nefnda
menntamálaráðuneytisins. Árið
1983 átti menntamálaráðuneytið
um það bil 15% af heildarkostnað-
inum og miðað við þá forsendu má
búast við því að kostnaðurinn hjá
því ráðuneyti í fyrra hafi numið um
það bil 6—7 milljónum króna og
heildarkostnaðurinn 1984 því laus-
lega áætlaður um 50 milljónir
króna.
Á vegum menntamálaráðuneyt-
isins eru nokkrar „dýrar“ nefndir,
svo sem útvarpsráð og stjórn Lána-
sjoðs námsmanna, en að öðru leyti
reyndust kostnaðarsömustu nefnd-
irnar 1984 vera Kjaradeilunefnd
með 2.4 milljónir króna, Lyfja-
nefnd með tæplega 1.4 milljónir
króna og Öryggismálanefnd með
rúmlega 1 milljón króna. Þar næst
kemur umsjónanefnd eftirlauna til
aldraðra með tæplega 900 þúsund
krónur og á bilinu 600—800 þús-
und krónur eru stjórn Fram-
kvæmdastofnunarinnar sálugu,
fjárhæðanefnd tryggingasjóðs
fiskiskipa, samninganefnd við
BSRB og Húsnæðismálastjórn.
Á bilinu 400—600 þúsund voru
síðan eftirfarandi nefndir: Ríkis-
skattanefnd, Vinnumálanefnd rík-
isins, stjórn Landsvirkjunar, stjórn
íslenska járnblendifélagsins,
bankaráð Seðlabankans, Búnaðar-
bankans og Útvegsbankans,
Bankamálanefnd, Samstarfsnefnd
um gjaldeyrismál, Flugstöðvar-
nefnd, Stofnlánadeild landbúnað-
arins, stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins, stjórn Fiskveiðasjóðs, stjórn
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins,
Tölvunefnd, Umferðarlaganefnd,
daggjaldanefnd sjúkrahúsa og
Lyfjaverðlagsnefnd.
„Traust almennings á bankakerfinu
hefur beðið alvarlegan hnekki “
Við utandagskrárumræður á
Alþingi fyrr í vikunni um Haf-
skipsmálið ræddi Jón Baldvin
Hannibalsson sérstaklega fjóra
mikilvæga þætti málsins, sem lít-
ið hafa verið nefndir. — Hér á eft-
ir fara nokkur brot úr ræðu hans,
þar sem hann getur þessara þátta:
Við höfum rætt bráðum í 3
tíma þetta stærsta gjaldþrotamál
lýðveldissögunnar og það hefur
verið rætt itarlega, flestallir þætt-
ir málsins verið nefndir til sögu,
og af þeim ástæðum er kannske
ekki ástæða til á þessu stigi máls-
ins að hafa þetta mál svo langt.
Ég vek að vísu athygli á því að
við erum ekki að ljúka þessari
umræðu. Þessi umræða er enn á
byrjunarstigi vegna þess að því fer
fjarri að öll kurl séu komin til
grafar. Þau verða hins vegar ekki
öll leidd fram í dagsljósið úr þess-
um ræðustóli. Það skiptir hins
vegar miklu máli hvernig menn
bregðast við, hvaða afstöðu menn
taka til þess, ekki aðeins með
viljayfirlýsingum um að þetta mál
verði upplýst heldur hvaða af-
stöðu menn taka til þeirra tillagna
sem liggja fyrir um með hvaða
hætti og hvernig það skuli gert.
Afleiðingar þessa máls eru auð-
vitað ískyggilegar. Alvarlegust er
kannske sú að traust almennings í
þessu þjóðfélagi á bankakerfið, á
fjármálastofnanir, hefur beðið al-
varlegan hnekki. Hjá því gat ekki
farið. Og það á ekki bara við um
þennan eina banka sem við ræð-
um, Útvegsbankann, heldur jafn-
vel fleiri.
í annan stað getur það mál sem
er til umræðu haft í för mér sér
hinar alvarlegustu afleiðingar fyr-
ir lánstraust íslendinga á erlend-,
um vettvangi, eins og þegar hefur
verið nefnt. Það hefur líka alvar-
legar afleiðingar.
í þriðja lagi er að nefna það
tjón sem skattgreiðendur hafa
orðið fyrir. Ég held að ekki sé
ástæða til að slá þvi föstu að sú
tala, 350—400 millj., sé endilega
rétt. Ég held að veigamikil rök
megi færa fyrir því að það tjón
verði hærra þegar upp er staðið.
í fjórða lagi verða að teljast
mjög alvarlegar afleiðingar í
þessu máli sem varða atvinnu og
atvinnuöryggi fjölda fólks og
hafa kannske minna en verðugt
væri verið dregnar fram í dags-
ljósið í þessum umræðum og þá
vafalaust fyrst og fremst vegna
þess að menn eru ekki reiðubúr.ir
að lýsa tillögum sínum á þessu
stigi um hvað sé þar til úrbóta.
Afleiðingar þessa máls eru þess
vegna geigvænlegar og snerta
hagsmuni og afkomu mikils
fjölda fólks. En það er einn þáttur
þessa máls sérstaklega sem hingað
til hefur ekki komið nægilega vel
fram í umræðunum og hann varð-
ar samninga Eimskipafélagsins
hf. við Útvegsbankann eða
skiptaráðanda um yfirtöku eigna
Hafskips hf. og hvað af því hlýst.
Hvað á ég við? Ég á við það að
einn mjög þýðingarmikill þáttur
þessa máls varðar auðvitað sigl-
ingar til og frá landinu, varðar
auðvitað hvaða ástand við tekur.
Er hætta á því að hér skapist ein-
okunarástand? Er hætta á því að
þeir fjármunir sem Eimskipafé-
lagið kann að greiða fyrir eignir
Hafskips, vegna einokunarað-
stöðu í siglingum til og frá land-
inu, komi fram með öðrum hætti
— þá verði það ekki aðeins svo að
Eimskipafélagið kaupi þær eignir
á gjafverði eins og sumir halda
fram heldur einnig að tilkostnað-
ur þess muni á tiltölulega mjög
skömmum tíma velta út í fragtina,
út í verðlag — sem skattheimta á
almenning. Þá mundi dýr Hafliði
allur um það er lýkur. Það væri
ekki aðeins að almenningur hér á
Iandi, eigendur Útvegsbankans
hf., yrði að taka á sig verulegt
tjón. Það yrði kannske Iíka til þess
að það kæmi aukaskattur í formi
hærri farmgjalda og hærra verð-
lags.
Vel má vera að þetta séu get-
gátur einar, en þetta er samt sem
áður það þýðingarmikið mál, og
það hefur ekki verið dregið inn í
umræðurnar hingað til.