Alþýðublaðið - 13.12.1985, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.12.1985, Qupperneq 2
2 Föstudagur 13. desember 1985 ■ RITSTJ ÓRNARGREI ..............— Nauðsyn eflingar þróunar- aðstoðar íslendinga Hjálparstofnun kirkjunnarhefur nú hafiö hina árlegu jólasöfnun til hjálpar bágstöddu fólki í fjarlægum löndum. Að þessu sinni verður saf n- að fé til aðstoðar flóttamönnum frá Afganist- an, sem dvelja í flóttamannabúðum í Pakistan, og til að reisaog rekaheimili fyrirmunaðarlaus börn I Eþíópíu. Og verkefnin eru enn fleiri inn- anlands og utan. Hjálparstofnunin og Rauði Krossinn hafa á undanförnum árum unnið mikið og gott starf i svokölluöum þróunarlöndum. Þessar stofnan- ir hafa bætt mjög hlut íslendinga í þróunarað- stoðinni, en hið opinbera framlag þjóðarinnar hefurenn ekki náð því marki þjóðartekna, sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna stefna nú að. Hin frjálsu framlög íslendinga til þróunar- verkefna hafa verið ótrúlega mikil. Ef miðað er við höfðatöluna frægu er framlag á hvern íbúa á ísiandi með því hæsta sem gerist I heimin- um. Viðbrögð íslendinga til hjálpar bágstödd- um þjóðum eru þeim til mikils sóma, og hefur vlða vakið athygli. Opinber þróunaraðstoð íslendinga hefur á undanförnum árum verið bundin við einstök af- mörkuð verkefni. Má í því sambandi nefna fisk- veiðiverkefni á Grænhöfðaeyjum. En framlög af opinberri hálfu hafa verið mjög takmörkuð, og hafa störf Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands mjög mótast af fjárskorti. w A Alþingi íslendinga kemur þróunaraðstoð sjaldan til umræðu, og skortir talsvert á að stefna hafi verið mótuð í þeim málum. Framlög til þróunarmála á fjárlögum hafa iðulega verið skorin niður, og eru þau ekki í neinu samræmi við framlög annarra Norðurlanda. En frjáls samtök eins og Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði Krossinn hafatalsvert bætt úrþvl metn- aðarleysi, sem hér ríkir af opinberri hálfu í þessum málaflokki. Söfnun Hjálparstofnunar til aðstoðar við flóttamenn frá Afganistan er vel við hæfi. Barátta Afgana gegn sovéska hernum og heimsvaldastefnu kommúnista hefur kostað miklar fórnir. Miskunnarleysi sovéskra hersins og grimmdarlegar baráttuaðferðir hafa valdið miklu mannfalli í röðum þjóðfrelsishreyfingar Afgana og milljónir manna hafa flúið land. Þetta fólk býr við erfiðar aðstæður I Pakistan, og er mikils virði að geta rétt því hjálparhönd. — Þá er ekki síður mikilvægt það verkefni, að reisa og reka búið fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu. Eftir hungursneyðina hafafjölskyldur flosnað upp, foreldrar dáið og munaðarleys- ingjum hefur fjölgað gífurlega. íslenska hjúkr- unarfólkið, sem starfaði í Eþíópíu annaðist stóra hópa af munaðariausum börnum, og er nauðsynlegt að framhald geti orðið á þvi starfi. Mnnars eru verkefnin nær óteljandi; mestur vandinn að velja og hafna. Meðal annars af þeirri ástæðu væri mikils virði, að móta heild- arstefnu I öllu hjálparstarfi íslendinga til að tryggja að fjármagnið nýttist sem best. Aukið samstarf Þróunarsamvinnustofnunar og Is- lenskra hjálparstofnana er tlmabært. Islendingar hafa sýnt og sannað að þeir eru mikils megnugir á þessu sviði. Þeir búa yfir þekkingu og reynslu, sem geturverið þróunar- löndunum mjög dýrmæt. Útvarpsrekstur launþegasamtakanna: Tveir valkostir kynntir verkalýðsfélögunum Aó undanförnu hafa l'arið fram (alsverðar umræður um hugsanlcg- an úlvarpsrekstur Alþýðusam- bands íslands í samvinnu við önnur launþegasamtök og jafnvel SÍS. Síðustu vikur hafa litlar fréttir bor- ist af þessu máli. Á fundi miðstjórnar ASÍ í jok síðasta mánaðar var afstaða ASI til málsins rædd. Fjölmiðlanefnd lagði fram tvo valkosti til athugun- ar og ákvað miðstjórnin að kanna hug vcrkalýðsfélaga á höfuðborg- arsvæðinu til þátttöku í slíkum rekstri. Hugmyndir fjölmiðla- nefndarinnar fara hér á eftir: Fyrsti valkostur Hlutafé félagsins verði 3.000.000,- og skiptist þannig. Fulltrúar fiskvinnslunnar í land- inu lögðu fram í fyrradag tillögur um brýnustu úrbætur til leiðrétt- ingar á rekstrarskilyrðum fisk- vinnslunnar. Þetta gerðist á fundi með sjávarútvegsráðherra og full- trúum annarra ráðherra. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráöherra, kvaðst myndu leggja þessar tillögur fyrir ríkisstjórnina, en þær eru eftirfarandi: Fiskvinnslan stendur frammi fyr- ir svo brýnum vanda að nú þegar verður að hefjast handa um að bæta rekstrarskilyrði hennar. Sam- tök fiskvinnslunnar ætla að nú sé 8%—9% tap á frystingu og tap hef- ur verið á söltun á þessu ári. Vegna þessarar alvarlegu stöðu telur fisk- vinnslan að gripa verði til eftirfar- andi aðgerða: 1. Viðskiptahallinn, hin geigvæn- lega skuldasöfnun þjóðarinnar og tapreksturinn í sjávarútvegi sýna að gengi krónunnar er rangt skráð og í ASI/MKA 20% 600,000, BSKB 10% 300,000, KKSÍ 7% 210,000, BHM 7% 210,000, SÍB 7% 210,000, KBM 5% 150,000, Samtals: 56% 1,680.000, Aðildarfcl. ASÍ 15% 450,000, Önnur aóildarfél 10% 300,000, Aðrir aðilar 19% 580,000, Samtals: 100% 3,000,000, Heimilt verði að auka hlutaféð í 5—6,000,000^ með aðild SÍS. í stofnskrá félagsins verði gert ráð fyrir að það geti haft á hendi all víðtæka fjöímiðlastarfsemi. Fyrsta verkefni þess verði að stofna og raun þegar fallið. Við nauðsynlega leiðréttingu á gengi krónunnar verður að grípa til allra mögulegra ráðstafana til þess að slíkt leiði til varanlegra breytinga á hlutföllum milli tekna og kostnaðar í sjávarút- vegi. Hér skiptir fyrst og fremst máli að stöðva innstreymi af er- lendu lánsfé og beita ströngu að- haldi í peninga- og lánsfjármálum. 2. Leitað verði allra mögulegra leiða til lækkunar á fjármagnskostnaði og leiðréttingar á starfsaðferðum og álögum bankanna. Frá 30. júní sl. hefur bandaríkjadollar lækkað um 7%—8% gagnvart SDR og um 10°7o—11% frá síðustu áramótum. Samkvæmt lauslegri athugun hefur fiskvinnslan tapað 300—400 mill- jónum króna á þessu misgengi. í ljósi þess að fiskvinnslan setti þegar við kerfisbreytingu afurðalánanna 1984 fram þá kröfu að þau mætti taka í fleiri myntum en SDR, þá fer fiskvinnslan fram á það að bank- arnir endurgreiði henni nú það reka grenndarútvarp tyrir Reykja- víkursvæðið. Hlutverk félagsins verði jafn- framt að veita hugsanlegum smá- stöðvum sem verkalýðsfélög eiga aðila að, þjónustu sina. Hér getur verið um að ræða ráðgjöf, fram- leiðslu og dreifingu efnis og hugs- anlega eignaraðild síðar ef hagnað- ur yrði af rekstrinum. Honum mætti þá ráðstafa til fjárfestinga I slíkum stöðvum. Annar valkostur Stofnað verði hlutafélag með 2,000,000r kr. hlutafé, sem skiptist þannig. ASÍ/MKA 32 % 640,000r BSRB 20,5% 410,000r KKSÍ 12,5% 250,000r BHM 12,5% 250,000r SÍB 12,5% 250,000r KBM 10,5% 200,000, Samtals: 100% 2,000,000r Félagið yrði fjárfestingar- og þjónustufélag í fjölmiðlum. Heim- ilt verði að auka hlutafé félagsins gengistap sem hún hefur orðið að þola vegna seinagangs bankanna í þessu máli. 3. Fiskvinnslunni verði framvegis endurgreidd uppsöfnun á sölu- skatti, þ.e. að núverandi fyrirkomu- lagi verði breytt og í stað þess að þetta fjármagn renni til Aflatrygg- ingasjóðs verði um beinar endur- greiðslur að ræða til fiskvinnslufyr- irtækjanna. Þetta verði bundið í löggjöf. 4. Áætlanir um fjármagnskostnað í opinberum áætlunum um rekstrar- skilyrði fiskvinnslunnar verði end- urskoðaðar og þessi kostnaður færður til samræmis við raunveru- leikann. Athuganir á vegum fisk- vinnslufyrirtækjanna benda til þess að fjármagnskostnaður sé vanmet- inn um 5% af tekjum. 5. Þegar verði hafist handa um að heimila fiskvinnslunni að annast afurðalánaviðskiptin án milligöngu viðskiptabankanna. um 1—2,000,000r með aðild SIS. Fyrsta verkefni þess yrði að beita sér fyrir stofnun og rekstri grennd- arútvarps í Reykjavík. Um það yrði stofnað sérstakt hlutafélag. Hlutafé í félaginu um grenndar- útvarp gæti þá skipst þannig: Króði hf. 33% 990,000r Aðildarfclög 52% l,560,000r Aðrir 15% 450,000, Samtals: 100% 3,000,000, Sé þessi kostur valinn yrði hlut- verk Fróða hf. að beita sér fyrir samstarfi um að koma á fót grennd- Fimmtán unglingar frá íslandi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum hittust í Lundi dag- ana 8. til 10. desember. Tilgangur fundarins, sem Norðurlandaráð bauð til, var að unglingarnir kynnt- ust norrænu samstarfi og hverjir öðrum. Einnig tóku þátt í fundin- um fulltrúar norrænna æskulýðs- samtaka og skólafólk búsett í Lundi. Með fundi unglinganna lauk kynningarherferð Norður- landaráðs á norrænu samstarfi, sem staðið hefur í tvö ár. í tengslum við kynningarherferð- ina efndi Norðurlandaráð m.a. til ritgerðarsamkeppni meðal ungs fólks um norrænt samstarf. Þeim arstöðvum. Félagið veitti ákveðna þjónustu og gerðist meðeigandi að þeim stöðvum þar sem slíkt reyndist nauðsynlegt. Yrði hagnaður af fjár- festingum félagsins mætti nota hann til frekari fjárfestingar á sviði fjölmiðlunar. Hvaða leið sem valin verður er eðlilegt að reikna með að eignar- hlutur Alþýðusambandsins skiptist á milli ASÍ og MFA. Er í því sam- bandi vert að vekja athygli á að nú þegar er búið að vinna verulegt undirbúningsstarf sem eðlilegt er að verðleggja inn í nýtt hlutafélag. Hafa báðar stofnanirnar staðið straum af þeim kostnaði. unglingum, sem hlutskarpastir voru í ritgerðarsamkeppninni, var boðið til fundarins í Lundi. ís- lensku unglingarnir, sem þangað fóru, eru Valgerður María Gunn- arsdóttir, nemandi í Menntaskóla Akureyrar og Höskuldur Ari Hauksson, nemandi í Menntaskól- anum í Reykjavík, en ritgerðir þeirra höfðu verið valdar úr þeim ritgerðum, sem bárust frá íslandi, til birtingar. Þau eru bæði 16 ára Ritgerðirnar fimmtán birtast í fjórða hefti tímarits Norrænu fél- aganna, „Vi i Norden“, sem kemur út í byrjun desember. íslensku rit- gerðirnar tvær birtast auk þess í jólablaði Norræna félagsins, „Norræn Jól“. ^egar komið er af vegum með^ bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum ( { l FÖRUM VARLEGA! Fulltrúar fiskvinnslunnar leggja fram tillögur: Gengið er rangt skráð og í raun þegar falliðu 15 unglingar frá Norður- löndum til fundar í Lundi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.