Alþýðublaðið - 13.12.1985, Side 3

Alþýðublaðið - 13.12.1985, Side 3
Föstudagur 13. desember 1985 3 Alfoert Guömundsson: „Þessi skattur skal falla niður eins og lofað hefur verið I lok júni kom Albert Guð- mundsson, þá fjármálaráð- herra, á fund hjá fulltrúaráði Kaupmannasamtaka islands. i ræðu sinni gerði hann grein fyrir horfum i þjóðarbúskapn- um. Lýsti hann þvi hvernig búi núverandi rikisstjórn tók við og var það ófögur lýsing. Lagði Albert áherslu á aö hemja yrði verðbólguna og lagði höfuðáherslu á að þjóð- artekjur þyrftu að aukast auk þess sem sparnaður yrði gætt áöllum sviðum. Albert gat þess að almennir skattar hefðu lækkað, eins og lofað hefði veriö. Þá ræddi hann um þann miklafrumskóg sem söluskattskerfið er orðið, og þær þreytingar sem rætt er um yfir i virðisaukaskatt. I máli Alberts kom fram að söluskatturinn er nú um 35—40% af heildarskatt- heimtu rikisins. Þá ræddi ráð- herrann um ný tollalög og tollskrá og nýgerða kjara- samninga. Samkvæmt ný- gerðri tollskrá, sem enn er ekki komin til framkvæmda er fyrirhugað að hæstu tollar fari Úr80—90% niðuri 40%. Margar fyrirspurnir bárust ráðherranum og var þeim svaraö jafnóðum. Sigurður E. Haraldsson spurðist fyrir um virðisaukaskattinn og þá miklu vinnu sem honum yrði samfara fyrir kaupmenn. i þvi sambandi spurði hann hvort mögulegt væri að fá breytingu á skilum söluskatts með hliðsjón af skilum kortafyrir- tækja. Einnig spurðist Sigurð- urfyrir um horfur á samkomu- lagi um kaup og kjarasamn- ingaviðBSRB. Albert sagði að hann væri vohgóöur um samkomulag við BSRB, sem yrði nokkuð i takt við ASÍ-samningana. Virðis- aukaskatturinn sagði Albert aö ætti ekki að verða dýrari fyrir innheimtuaðilana. Um söluskattsskil með tilliti til skila kreditkortafyrirtækjanna sagði ráðherrann að það þyrfti til lagabreytingu. Álbert sagði að hann hefði viljað umræður i Alþingi um virðisaukaskattinn til að fá samþykki eða synjun. Nauðsynlegt væri að islend- ingar væru samstiga öðrum þjóðum og samlöguðust pen- ingakerfi heimsins. Gunnar Snorrason þakkaði ráðherranum fyrir að standa vörð um að hækka ekki skatt- ana. Spurði hann hvort ekki 18 væri vænlegra að lækka sölu- skattinn en leggja hann á allar vörur, fremur en að taka upp virðisaukaskatt. Ennfremur spurði hann Albert hvort hann teldi ekki að kreditkortahafar greiddu kostnaðinn af við- skiptum sinum. Magnús E. Finnsson spurði um skatt af verslunarhúsnæði og hvenær sá skattur yrði lagður niður. Einnig spurði hann um álagn- ingu tókbaks, en lofað var á sinum tima að hún yrðí 15%, en er nú ákveðin 13%. Albert Guðmundsson sagði að skattar af skrifstofu og verslunarhúsnæði hafi ekki verið hækkaðir, en áður búið að lækka þá um 0,25%. Varð- andi söluskattinn sagði ráð- herra að tillögur um uppstokk- un hans væru ekki tilbúnar. Þó hefði það komið fram að yrðu allar vörur settar undir sölu- skattinn, yrði söluskattsstigið þó að vera ca. 20—21 % til að ná núverandi tekjum i rikis- kassann. Kreditkortaspurn- ingunni svaraði ráðherra á þann veg að þar væri um að ræða samkomulag kortafyrir- tækja og þeirra sem kortin taka. Albert sagði að rétt væri hjá Magnúsi E. Finnssyni að bráðabirgðaskattar yrðu oft langlifir. „En það skal standa að bessi skattur fellur niður eins og lofað hefur verið'1. sagði Albert Guðmundsson og átti þar við skatt af versl- unarhúsnæði. Steinar S. Waage spurði hvort ráðuneytið mundi sam- þykkja að kaupmenn fengju leyfi til að samþykkja erlenda vixla. KolPeinn Kristinsson ræddi um ýmisiegt sem snýr að verslun á landsþyggðinni, m.a. hringamyndunini og þeirri sérstöðu sem fyrirtæki úti á landi búa við. Björn Guð- mundsson spurðist fyrir um erlenda víxla. Ingvi Ingvason 9 9 ræddi um vörugjaldiö, sem hækkað hefur úr 3% i 30% og hvort hægt væri að fá skyn- samlegri og þægilegri með- ferð á aukasporslum. Albert Guðmundsson sagði að rikið mætti ekki tapa toll- tekjum. Hinsvegar hefði hann viljað lækka álagningargrunn- inn til að það mætti verka á hækkun kaupmáttar. Það hefði getað þýtt 30—35% aukningu á veltu, en þetta mál hefði ekki komist i gegn. i sambandi við erlenda vixla sagði ráðherrann að hann vildi láta stimpilskyldu banka falla niður og að þeir sem nytu trausts i viðskiptum mættu njóta þess með þvi að sam- þykkja erlenda vixla. Varðandi hringamyndanir sagði ráð- herrann að lög um hringa- myndun hefði verið mótmælt. Fundurinn var allur hinn fjörlegasti og gagnlegur fyrir þá sem hannsátu. VERSLUNARTÍÐINDI Skatt al ækkunar—1 o forð Frá Borgarskipulagi: SkrifstofurBorgarskipulags Reykjavíkureru flutt- ar úr Þverholti 15 í Borgartún 3, 3. hæð, gegnt Skúlatúni 2. Borgarskipulag Reykjavíkur. Frá menntamálaráðuneytinu: Staða kennara í tölvufræðum við Menntaskólann við Hamrahllð er laus frá næstu áramótum. Til greina kem- ur hlutastarf eða stundakennsla. Ennfremur vantar kennara í efnafræði frá sama tíma. Upplýsingar veitir rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 20. desember. Menntamálaráðuneytið. Auglýsing frá Sjónminjasafnsnefnd Sjónminjasafnsnefnd vill ráða mann til að setja upp Sjónminjasafn (slands ( húsakynnum þess í Hafnar- firði. Verkið verður unnið undir umsjá þjóðminjavarðar og í samráði við arkitekt safnsins. Umsækjendur skulu tilgreina menntun og fyrri störf. Umsóknir eiga að ber- ast formanni Sjónminjasafnsnefndar, Gils Guðmunds- syni, Laufásvegi 64 í Reykjavík, fyrir 15. janúar 1986. 10. desember 1985. Sjónminjasafnsnefnd. Útboð Lóð og hús til sölu Kauptilboð óskast f eftirfarandi eignir. Skútuvogur 7, Reykjavík, grunnbygging að iðnaðarhús- næði, þ.e. sökklarog steypt plataað hluta, 43002. Stærð lóðar er 11.155 m2. Kópavogsbraut 9, Kópavogi, einlyft steinhús með risi og bílskúr. Brunabótamat kr. 3.407.000,- Stærð húss 285 m3 til sýnis.föstudaginn 13. des. og laugardaginn 14. des. kl. 13—15:00. Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindri húseign og á skrifstofu vorri i Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð kl. 11:00, föstudaginn 20. desember 1985, í Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS Borgartuni 7, simi 25844 Sj álf stæðisflokksins! Fyrir síðustu kosningar lofuðu þeir til valda myndu þeir lækka Sjálfstæðismenn því, að kæmust skatta af öllu tagi. Minnisstæðar Auglýsing frá Borgarskipulagi Kvosin ’85. Teikningarog líkan af skipulagstillögunni eru til sýnis ( Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, frá kl. 10.00—18.00, alla virka daga. Fulltrúar Borgarskipulags og hönnuða verða til staðar á miðvikudögum kl. 16.00—18.00. Borgarskipulag Reykjavíkur. FÉLAGSSTARF ALÞÝOUFLOKKSINS Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík Fundur Verður haldinn þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 20.30 ( Félagsmiðstöð Jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu v/ Hverfisnötu. Á dagskrá er tillaga um prófkjör vegna næstu borgarstjórnarkosninga. Stjórnin. eru yfirlýsingar Gunnars G. Schram um tekjuskatt og niðurfell- ingu hans og heitstrengingar flokksins í heild um það mál. Fyrir- hugaðar tekjuskattslækkanir á næsta ári eru að engu orðnar. í viðtali við Verslunartíðindi fyrir nokkrum mánuðum sagði Albert Guðmundsson orðrétt, þegar hann var spurður um skatta af verslunar- og skrifstofuhúsnæði: „En það skal standa að þessi skattur fellur niður, eins og lofað hefur verið“, j sagði Albert Guðmundsson, og átti þar við skatt af verslunarhúsnæði". Nú liggur fyrir stjórnarfrumvarp um framlengingu á þessum skatti. Hann verður því ekki felldur niður. Án efa hefur Albert reynt að standa við þetta loforð, en ekki fengið áheyrn eða undirtektir hjá flokks- bræðrum. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn svikið hvert lækkunar og nið- urfellingarloforðið á fætur öðru. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. J ||UMFERÐAR Prað Útboð Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar óskar eftir tilboö- um I eftirfarandi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur: 1. Vöru- og fólkslyftu ásamt uppsetningu ( viöbygg- ingu Rafmagnsveitunnar aö Ármúla31 Reykjavlk. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 21. janúar 1986 kl. 11. 2. Lyftukrana, 1,6 tonn. Tilboðin verðaopnuð miðvikudaginn 22. janúar 1986 kl. -11. 3. Lokubúnað og uppsetningu hans í Árbæjarstiflu i Elliðaám. Tilboðin verða opnuö þriðjudaginn 28. janúar 1986 kl. 11. Skilatrygging kr. 10.000,- Útboðsgögn eru afhent áskrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik og verða þau opnuð þar að ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvogi 3 — Simi 25800 . t Elskuleg móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríöur Guömundsdóttir frá Bolungarvík verður jarðsungin frá Akraness kirkju laugardaginn 14. des. kl. 11.30. Þeirsem vilja minnast hennar er bent á iiknarstofnanir. Börn, tengdabörn, ömmu og langömmubörn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.