Alþýðublaðið - 14.02.1986, Page 4
alþýöu-
■ iTFTTEM
Föstudagur 14. februar 19Ö6
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 81866, 81976
Útgefandi: Blaö hf.
^Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guómundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
Vígbúnaðar-
kapphlaup
stórveldanna
Heimspekingurinn Francis
Bacon sagði eitt sinn: „Að þekkja
náttúruna er að hafa hana á valdi
sínu.“ Maðurinn er hluti af náttúr-
unni og ætti samkvæmt því að hafa
vald á eigin gjörðum. En hefur
hann það?
Eitt af megineinkennum okkar
tíma er að sú mikla þekking sem
menn búa yfir stuðlar fremur að
einangrun en sameiningu. Stórstíg-
ar framfarir á sviði vísinda og tækni
eru hvað skýrast dæmi um þesskon-
ar einangrun. Venjulegt fólk hefur
engin tök á að fylgjast með þróun-
inni, né leggja mat á hvað sé skyn-
samlegt og hvað óskynsamlegt af
þeim ráðstöfunum sem gerðar eru
og snerta líf hvers einstaklings. Það
er heldur ekki von að fólk skilji,
þegar því er sagt að; ekki megi und-
ir nokkrum kringumstæðum nota
kjarnorkuvopn í hernaði og þess
vegna sé það nauðsynlegt, til að
tryggja frið, að framleiða meira af
þeim.
Keppni um yfirburði
Margir halda því fram — og með
nokkrum rétti — að það sé vegna
kjarnorkuvopnanna að ekki hefur
komið til styrjaldar milli stórveld-
anna. Bæði hafa þau næg kjarna-
vopn til að gereyða ríkjum hvort
annars — margsinnis — . Þess
vegna forðast þau öll styrjaldar-
átök. Það getur tæplega verið af
annarri ástæðu; stríðsrekstur þeirra
í Afghanistan og Vietnam hefur
sannað það.
Bæði í austri og vestri er því hald-
ið fram að sá eyðingarmáttur sem
fyrir hendi er tryggi öryggi þjóðar-
innar. Með því er sniðgenginn sá
möguleiki að til takmarkaðra átaka
kynni að koma, en þá yrðu
geymslustaðir kjarnavopna líkleg-
asta skotmarkið. Þess vegna er til-
vist kjarnavopna líklegri til að auka
hættuna á kjarnorkuárás en að
draga úr henni.
Öllu liklegra er að skýringin á
skefjalausu vígbúnaðarkapphlaupi
stórveldanna liggi í metnaði hvors
um sig og ótta við álitshnekki. Þetta
væri broslegt, ef ekki væri um jafn
mikið alvörumál að ræða. Með
öðrum orðum: Það ríkið sem ekki
getur tortímt óvininum jafn oft hef-
ur tapað leiknum og verður við það
annars flokks riki.
Allt tal um valdajafnvægi og
samninga á grundvelli herstyrks er
með öllu án tilgangs og merkingar
við þessar kringumstæður. Annað
slagið berast fregnir af samningum
um að draga úr vígbúnaði, en þeir
samningar snúast ekki um að
fækka vopnum, heldur um minni
aukningu en annars hefði orðið.
Hinn almenni borgari gerir sér
enga ljósa grein fyrir hættunni sem
stafar af kjarnorkuvopnum. Dag-
lega berast fregnir af sprengjuhót-
unum og vopnuðum átökum; hug-
tök eins og varnarflaugar, vél-
menni, lasergeislar, eru daglega í
notkun án þess fólk viti í raun og
veru hvers konar búnað er um að
ræða. Á sama hátt treysta menn á
það í blindni að hvorugt stórveld-
anna muni hefja kjarnorku-
styrjöld. Það er heldur ekki líklegt,
nema bilun yrði í sjálfvirkum bún-
aði einhvers staðar, eða þau drægj-
ust inn í deilur annarra ríkja og
neyddust til að taka afstöðu.
Staðbundin átök eiga sér stað
víðs vegar um heim, með meiri eða
minni stuðningi eða afskiptum
stórveldanna. Þar er aðeins beitt
hefðbundnum herbúnaði. En
mörkin milli hefðbundinna vopna
og kjarnorkuvopna eru sífellt að
verða óskýrari. Það er til dæmis
möguleiki að verja landsvæði fyrir
árás með því að setja þar upp kjarn-
orkuflaugar til varnar. Með öðrum
orðum; menn eru farnir að verjast
hugsanlegri árás með kjarnorku-
vopnum þótt ekki séu þau ætluð til
árásar. Auðvelt er að ímynda sér
framhaldið ef til átaka kæmi á slík-
um stað, þótt einungis yrði beitt
Molar
Á Ská og Skjön
Loksins! Loksins hefur verið
stofnað almennilegt félag á ís-
landi. Sennilega er hvergi í heim-
inum til jafn yfirþyrmandi mikið
af leiðinglegum félögum og á ís-
landi. Það er a.m.k. skoðun okkar
hér á ritstjórn MOLA. En nú hef-
ur sem sagt verið stofnað eitt al-
vörufélag, grasrótarsamtök í
orðsins „fyllstu“ merkingu. Þetta
merkilega félag sendi frá sér aug-
lýsingu um félagsfund í kvöld og
af því að við erum svo yfir okkur
hrifin af markmiðum og starfs-
háttum félagsins, þá látum við
okkur hafa það að birta auglýs-
inguna ókeypis, — enda kannski
vafamál hvert ætti að senda reikn-
inginn. Félagið hefur nefnilega
séð við öllu slíku með því að hafa
engan gjaldkera á sínum snærum.
En hér kemur sem sé auglýsing
samtakanna „Á Ská og Skjön“:
•
Samtökin „Á Ská og Skjön“,
halda fund á Hrafninum, Skip-
holti 37, föstudagskvöld 14.
febrúar kl. 19.00 og frameflir.
Allt áhugafólk um félagsmál
velkomið. „Á Ská og Skjön“ eru
óformleg samtök fólks og eru:
— engar kvaðir
— engin gjöld
— engin stjórn
— ekkert skipulag
LÖG samtakanna eru:
1. Tilgangur = mannleg sam-
skipti
2. Verkefni = afdrif mannsins
3. Starfsvettvangur = þægilegur
staður
4. Tímasetning = annar föstu-
dagur hvers mánaðar kl. 19.00
5. Inntökuskilyrði = að geta
komist á staðinn.
Þetta má hér með berast til
þeirra sem uppfylla 5. grein lag-
anna um inntökuskilyrði.
Leynibílastöð
Að sögn blaðsins Eystra horns,
sem gefið er út á Höfn í Horna-
firði, mun nú vera þar starfrækt
Geislastöðvar í geimnum
Stýrispegill
Leisi-
geislatæki
I
1 Sovéskar
| ICB—eldflaugar Pj P^^^^^^^BGejsJamagnarM
Geimvopn geta ekki hindrað árás en þau ýta undir hervœðingu
hefðbundnum vopnum. Þessi hugs-
un liggur að baki svokölluðum
vörnum NATO og Varsjárbanda-
lagsins, að verða fyrri til að koma
upp vörnum, áður en andstæðing-
urinn lætur hugsanlega til skarar
skriða.
Kjarnorkustyrjöld
Síðan kjarnorkusprengjunum
var varpað á Hiroshima og
Nagasaki er allmikið vitað um
virkni þeirra og áhrif i allt að 20
km. fjarlægð frá þeim stað sem
sprengjan springur. Margir deyja
strax við höggið og geislunina frá
sprengingunni, en enn fleiri veslast
upp vegna geislunaráhrifa og
krabbameins í langan tíma þar á
eftir.
Þetta er þó ekki það versta.
Ósonlagið sem er umhverfis jörðu
og tekur við mestum hluta útfjólu-
blárra geisla frá sólinni, getur farið
úr skorðum og geislarnir berast þá
óhindrað til jarðar. Úfjólubláir
geislar gera fleira en að lita hörund-
ið. í miklu magni geta þeir haft
áhrif á erfðaeiginleika lífvera og
valdið vansköpun og hvers kyns
truflunum í erfðavísum.
í kjarnorkustyrjöld myndi firnin
Framh. á bls. 3
leynileg leigubílastöð.
„Sjást bílar stöðvarinnar stund-
um skjótast milli staða en enginn
sem hornið hefur rætt við veit
hvernig á að ná í þá ef leigubíla er
þörf. Þetta er að sönnu all sér-
stæður rekstur og yrðu margir
fegnir ef leigubílarnir kæmu úr
felum. Gætu þeir í þessum efnum
tekið samtökin ’78 sér til fyrir-
myndar!‘
Þannig segir frá þessu kynduga
fyrirbrigði í blaðinu og við höfum
þar reyndar engu við að bæta.
•
Getraunir
Alþýðublaðið er enn efst í fjöl-
miðlakeppni íslenskra getrauna.
Oss hafa þegar hér er komið sögu,
hlotnast heilir 78 réttir, samtals,
en spámaður Tímans er í öðru
sæti með 72 rétta. Aðrir keppend-
ur hafa á bilinu 59—68 rétta.
Allt horfir þetta sem sagt í rétta
átt og við birturn að sjálfsögðu
spána fyrir morgundaginn.
LEIKVIKA 25 Leikir 15. febrúar 1986 Akb$L\ bv Káv fróza. htetiii
1 2 3 4 5 6 7 8
1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2
1 Derby - Sheffield Wed.1 2 Luton - Arsenal1 3 Peterboro - Briqhton 1 'L Z z z 2 / z z
X / / / / X / /
Z z 2 X X l / z
4 Southampton - Millwall 1 5 Tottenham - Everton 1 6 York - Liverpool1 / / / / / / / /
z X X z X X X Á
l 2 L 2 Z z 2 z
7 Blackburn - Crystal Palace 2 8 Fulham - Charlton 2 9 Hull - Shrewsbury 2 i / / / / •z / — / — z
z Z 2 / Z ■z Á
/ / / / X / / /
10 Leeds- Barnsley2 11 Middlesbro - Grimsby 2 12 Wimbledon - Stoke 2 / / / / / X / /
z X / 2 2 i X z
/ / X / / / / /