Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- Lifiiir'j Fimmtudagur 13. mars 1986 Alþýðublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Bjömsdóttir Framkvaemdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Árraúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 INDIANAR HRAKTIR AF VERNDARSVÆÐUNUM Margir indíánar hafa varðveitt fornar menningarhefðir. Hrakningum bandarískra indí- ána er enn ekki lokið. Nú standa fyrir dyrum nauðungarflutningar 11.000 Hopi- og Navajoindíána frá Navajo- verndarsvæðinu í Arizona. Þeir eiga að vera á brott þaðan í síð- asta lagi þann 7. júlí nk. Astæðan er sú að á svæðinu hefur fundist mikið af kolum, olíu og úraníum í jarð- lögum. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um samningsrof gagnvart indíánum, sem fengu úthlutað sér- stökum svæðum eftir langa og grimmilega baráttu um yfirráðin á landinu, þar sem þeir höfðu búið í mörg þúsund ár. Þeirri baráttu lauk að nafninu til fyrir u.þ.b. 100 árum og munaði þá minnstu að þessir frumbyggjar landsins hefðu verið þurrkaðir út. Þeir sem lifðu átökin af fengu sérstök landsvæði til umráða, sem voru mestan part grýtt og hrjóstrug og illa fallin til ræktunar. í sárabæt- ur fengu þeir fjárhagsaðstoð frá ríkinu, sem er naumt skömmtuð svo að flestir hafa þeir rétt til hnífs og skeiðar. Að sumu leyfi hafa verndarsvæð- in þó komið indíánum til góða. Þeirra vegna hafa þeir getað varð- veitt forna siði og menningu sinna forfeðra og einnig hafa þau veitt þeim skjól gegn áreitni vegna kyn- þáttafordóma, sem að sínu leyti gera það að verkum að indíánar reyna að afrná öll spor um uppruna sinn. Á síðari árum hefur þó vakist upp öflug hreyfing sem berst fyrir því að halda í heiðri gamla, þjóð- lega siði og gangast við uppruna sínum kinnroðalaust. Námuvinnsla En nú fá indíánar ekki lengur að vera í friði á verndarsvæðunum. Komið hefur í Ijós að landið, sem álitið var til einskis nýtt, geymir mikil auðæfi í jörðu. Það táknar að unnt sé að hagnast vel á vinnslu jarðefna og þá er ekki verið að fást um fáeina indíána eða forna menn- ingararfleifð. Indíánarnir hafa verið tregir til að yfirgefa verndarsvæðin, en námufélögin hafa fengið kjörna fulltrúa fólksins til liðs við sig, e.t.v. með loforðum um ágóðahlut, og þeir sjá síðan um að fá fólkið til að flytjast burt. Þannig er í pottinn bú- ið á Navajoverndarsvæðinu. Stað- arráðið gengur erinda námufélag- anna og ríkisstjórnarinnar, en íbú- arnir tregðast við að fara. Þeir neyðast þó til þess um síðir, því að þann 7. júlí verða allir að vera farn- ir, nauðugir eða viljugir. Stóra fjall Hopi- og Navajoindíánar hafa reynt að varðveita gamlar hefðir og lifnaðarhætti indíána. Þeir lifa flestir á kvikfjárrækt og maísrækt- un. Á þessu svæði, sem deilt er um í þetta sinn, er einnig fjallið „Big Mountain“, en fyrir indíánum er það heilagur staður. Þangað sækja þeir lífskraftinn og þar vaxa jurtir sem enn eru notaðar til að lækna sjúka. Ef indíánarnir sem þarna búa neyðast til að flytja verða þeir að setjast að í nærliggjandi þorpum innan um „hvitu mennina“. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að þeir tvístrast og menning þeirra deyr út. Um það eru mörg dæmi annars staðar frá. Þeir eru illa undir það búnir að lifa við önnur skilyrði en þeir hafa vanist. Fæstir þeirra tala ensku, þeim gengur illa að fá vinnu og margir verða áfengisböl- inu að bráð. Sjálfsmorð hjá fyrrver- andi íbúum verndarsvæðanna eru tíð. Hagnaðarvon Það er námufélagið Peabody Coal Company sem stendur að baki aðgerðunum við Big Mountain. Það hefur langa reynslu á þessu sviði. Það er stærsti kolaframleið- andi í Bandaríkjunum og starfræk- ir nú þegar tvær kolanámur á Navajo-verndarsvæðinu, sem hafa kostað brottflutning á fólki og al- gera eyðileggingu á jörðinni. Notuð er sk. „strip mining“ aðferð, sem er þannig að jarðveginum er flett burt og málmgrýtið brotið upp ofan frá. Eftir verða stór, flakandi sár í jörð- ina, sem verður alveg ónothæf til ræktunar. Námuvinnslan krefst einnig mikils vatns svo að vatnsból- in í næsta nágrenni eru við það að þorna upp. Námugröftur á þessum slóðum er arðbær í besta lagi. Félagið greið- ir fulltrúum verndarsvæðisins gjald sem nemur 25 centum fyrir hvert tonn af kolum sem unnið er. En heildarhagnaður félagsins eru 50 dollarar á tonnið. Félagið nýtur fulltingis stjórnvalda á þeim for- sendum að þarna séu svo mikilvæg- ir og auðunnir málmar í jörðu að ekki sé verjandi að láta þá liggja ónýtta. En sú röksemd leysir ekki vanda þeirra 11.000 indíána sem nú verða að yfirgefa heimkynni sín, án þess að séð hafi verið fyrir því að tryggja þeim aðra bólfestu, þar sem þeir gætu haldið hópinn svo lengi sem þeir óska þess sjálfir. Molar Hvað á að nota í fyrir- sögn? „Það er spurningin“, svo vitnað sé í allþekktan breskan skríbent! Þetta er hið eilífa vandamál, blaðamanna og fréttas tjóra á dag- blöðum, að vísu mismikið vanda- mál eftir eðli fréttarinnar sem setja þarf fyrirsögn á. Stundum er þetta meira að segja tiltölulega auðvelt, eins og til dæmis að taka þegar Þjóðviljinn birti í gær frétt af ósannsögli borgarstjórans í Reykjavík undir fyrirsögninni: „Davíð sagði ósatt". Nánar tiltekið var í þessari frétt verið að fjalla um húsaleigu, mál öryrkja í borginni, en Þjóðviljinn hefur einmitt fjallað mikið um það mál að undanförnu í tilefni af því að borgin tók sig til og hækk- aði húsaleigu þessa fólks um 67 % á þeim tíma sem nýbúið var að semja um að allir hlutir ættu að lækka, eða a.m.k. standa í stað. Sér til afbötunar greip borgar- stjórinn til þess óyndisúrræðis að halda því fram að rafmagn væri innifalið í leigunni. Rannsóknar- blaðamenn Þjóðviljans voru hins vegar fljótir að komast að raun um að þessi fyrirsláttur borgar- stjórans myndi ekki stemma og slógu þar af leiðandi upp í fyrir- sögn að Davíð hefði sagt ósatt. Og nú þykjumst við sjá að Davíð megi fara að vara sig. Ef hann heldur áfram að segja mjög ósatt mjög oft, hættir það náttúr- lega að vera fyrirsagnarefni. En þá megum við kannski búast við því að sjá einn góðan veðurdag stóra forsíðufyrirsögn, svohljóð- andi: „Davíð sagði satt“! Besta lagið? Nú harðnar á dalnum fyrir þeim sem höfðu bundið vonir við að þótt okkar hefði ekki lánast að verða heimsmeistarar í handbolta að þessu sinni, þá gætum við þó a.m.k. orðið Evrópumeistarar í slagarasöng. Flestir munu nefni- lega hafa bundið nokkrar vonir við „Vögguvísur", sem að margra dómi var langlíklegast til þess að komast á blað í Bergen. Nú hefur hins vegar komið á daginn að lagið er hreint ekki nýtt af nálinni, heldur hefur það verið flutt á leiksviði, í staðarútvarpi og meira að segja á RT (Rás Tvö), auk þess sem það var að hluta til leikið í fréttatíma sjónvarpsins fyrir ári síðan. Laginu verður þess vegna vísað úr keppni og er það flestra manna mál að þar með hafi íslendingar dæmt sjálfa sig úr leik í Bergen. Þannig fara meistaradraumar okkar íslendinga fyrir lítið, eins og stundum hefur komið fyrir áð- ur. Svavar á annríkt Það getur tæplega leikið nokkur vafi á því að Svavar Gestsson, leiðtogi Alþýðubandalagsins eigi verulega annríkt þessa dagana. A.m.k. ef hann ætlar sér að koma á sáttum milli hinna stríðandi fylkinga í flokki sínum. í Alþýðubandalaginu skammar nú hver annan. Forysta verkalýðs- málaráðs flokksins, skammar verkalýðsforystuna í flokknum og verkalýðsforystan í flokknum skammar Þjóðviljann. Reyndar hefur þetta nú gengið svo langt að forysta verkalýðsmálaráðs hefur sagt sig úr flokknum og verka- lýðsforysta flokksins hefur sagt Þjóðviljanum upp. En kannski á Svavari engu að síður eftir að tak- ast að miðla málum einu sinni enn. Hver veit? „Baráttan um brauðið“ Hér koma svo fréttir af Vestfjörð- um, en þar mun nú að sögn Vest- firska fréttablaðsins standa yfir barátta um brauð starfsfólks leik- skóla. í VF segir: Að bardagar liggi nú niðri í þeirri borgarastyrjöld sem starfs- fólk á dagheimili og leikskóla við Eyrargötu hefur háð við bæjaryf- irvöld. Sem kunnugt er hækkaði bæjarráð fæðiskostnað starfs- fólics úr 500 krónum í 1800 í síð- asta mánuði. Starfsfólk brást ókvæða við og hótaði uppsögn- um yrði ákvörðun þessi ekki dreg- in til baka. Bæjarstjóri sendi inn gagntilboð þar sem boðist er til þess að ákvörðun bæjarráðs verði dregin til baka og fæðið lækkað á ný úr 1800 í 600 krónur. Gildir þessi ákvörðun þó aðeins fyrir starfsfólk á dagheimilisdeildum, sem borðar með börnunum en ekki fyrir fólk sem vinnur á leik- skóladeild. Ekki munu allir starfsmenn við stofnunina vera jafnsáttir við þetta tilboð og talið víst að ein- hverjar af uppsögnunum komi til framkvæmda. Starfsfólkið hefur ekki enn tekið afstöðu til þessara tillagna en líklegt er talið að þær verði samþykktar af flestum. Það flækir málið enn frekar að starfs- fólkið sem allt sagði sig úr fæði á stofnuninni þegar hækkunin tók gildi fékk um mánaðamótin rukk- un um hálfsmánaðar fæði sam- kvæmt fyrri hækkun þó að ákvörðun bæjarráðs hefði í orði kveðnu verið dregin til baka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.