Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. mars 1986 • RITSTJ O R N A RG R El N* Félagslegur jöfnuður er forsenda aukins hagvaxtar og framþróunar Ingvar Carlsson, hinn nýi formaöur sænskra jafnaðarmanna, ritaði fyrir skömmu grein í tlmaritiðTiden, þar sem hann fjallar um ný við- fangsefni jafnaðarmanna. Þar segir hann, að það sé ekki nóg að finna nýjar ieiðir að gömlum markmiðum. Það verði einnig að berjast fyrir nýjum markmiðum. Ingvar bendir á, að þungamiðjan i hinum ein- falda boðskaþ nýfrjálshyggjunnar sé I raun eft- irfarandi: „Framþróunin hefur sfn takmörk og þeim mörkum hefur nú verið náð. Umbóta- stefna er ekki lengur framkvæmanleg, og ein- mitt þess vegna eru dagar jafnaðarstefnunnar taldir.“ Þessi boðskapur feilur óvenju vel að íhalds- sömum útreiknings-hugsunarhætti. En það sem kemur á óvart er, aö þrátt fyrir þennan hefðbundna hægriboðskap, hefur nýfrjáls- hyggjumönnum tekist að auglýsa sig sem bjartsýnismenn áallaframþróun og sem hand- hafa traustra framtíöaráætlana. Ingvar segir, að sé hugmyndafræði jafnaðar- stefnunnar rannsökuð á sama hátt, fáist þver- öfug niðurstaöa. Þar sitji i fyrirrúmi trúin á þró- un og framfarir, trúin á að breytingar séu fram- kvæmaniegarog nauðsynlegar. Það komi þó á óvart hve illa hafi tekist að markaðssetja þessa bjartsýnu trú á framtíðina. Vanhæfni jafnaðar- manna að þessu leyti gæti að hluta tii verið ábending um, að þörf sé á sjálfsgagnrýninni endurskoðun. IngvarCarisson veltirþeirri spurningu fyrirsér hvort jafnaðarmönnum takist aö vinna bug á öfgafyllstu hugmyndum nýfrjálshyggjunnar. Það gefi svigrúm og tækifæri til að láta kreppu- pólitíkina lönd og leið, og móta stefnu, sem geri trúna á framtfðina jafn sjálfsagða og eðli- lega og nokkru sinni fyrr. Ingvar nefnir nokkurdæmi um nýmarkmið, og segir, að þaö sem skilji á milli jafnaðarmanna og borgarafiokkanna sé ekki ágreiningur um einstök atriði, enda hafi borgarafiokkarnir tek- ið undir mörg af stefnumiðum jafnaðarmanna, heldur snúist ágreiningur um það hvaða lög- mál liggi að baki þróuninni. r I borgaralegri nýfrjálshyggjuhugsun sé gert ráð fyrir, að menn standi ævinlega frammi fyrir eínhverskonar vali. Það þurfi að velja á milli iðnþróunar annarsvegar og góðrar opinberrar þjónustu hinsvegar, —• milli verðbólgu og blómlegs atvinnulffs — milli jafnaðar og fram- þróunar. — Þettaséu meiraog minna tilbúnar andstæður, og það hafi tekist að færa sönnur á þaö. Ingvar Carlsson segir, að þrátt fyrir þær höml- ur, sem kreppupólitlkin hafí lagt á jafnaðar- menn á undanförum árum, hafi verið farin þriðja leiðin I efnahagsmálum, þar sem gengið sé út frá þvl að hægt sé að halda I við verðbólg- una og skapa jafnframt aukna atvinnu. N iðurstaða Ingvars er sú, aö félagslegur jöfn- uður sé forsenda fyrír auknum hagvexti óg allri framþróun. í því moidviðri, sem nýfrjálshyggj- an hefurþyrlað upp héráíslandi.errétt aðgefa þessum orðum hans gaum. Fulltrúar nýfrjáis- hyggjunnar reyna að telja almenningi trú um, að framfarir geti því aðeins orðið að horfiö verði frá velferðarkerfinu. Þetta er bæði röng og hættuleg kenning, sem verður að brjóta á bak aftur. Alþýðnflokkuriiiu 70 ára Alþýðuflokkuriim minnist 70 ára afmælis Síðdegis þennan dag er boðað til hátíðar- síns með hátíðarsamkomum að Hótel Sögu: fundar með vanda*i dagskrá. Um kvöldið sunnudaginn 16. mars næstkomandi. — verður síðan samkoma og dansleikur. DAGðiKRÁ hátíðarfundarins verður á þessa leið: Klukkan 13:30 - 14:00 - 14:10 - 14:30 - 14:45 - 15:05 - 15:25 15:45 - 16:00 i Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Hátíðarfundurinn settur: Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins. Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Avörp erlendra gesta. „Úr 70 ára sögu Alþýðuflokksins“. Leikarar flytja samfellda dagskrá. Félagar úr Jslensku liljómsveitinni leika. Bergþóra Ámadóttir syngur. Ávarp: Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Átta Fóstbræður syngja og stjóma fjöldasöng. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. DAGSKRÁ kvöldsamkoun verðnr á þcssa leíð: — 19:30 Sameiginlegur kvöldverður. Haukur Morthens skemmtir matargestum. Laddi flytur sína vinsælu dagskrá. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Yeislustjóri: Bima Eyjólfsdóttir. Á matseðli verður skelfísksúpa, marinerað lambalæri og afmæliseftirréttur. Almennar npplýslngar: Kaffiveitingar á hátíðarfundinum kosta 200 krónur fyrir manninn. Verð aðgöngumiða á kvöldsamkomuna er 1.650 krónur fyrir manninn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í kvöldsamkomu til skrifstofu Alþýðuflokksins klukkan 13 —17 daglega í síma 29244. Þar em jafnframt veittar allar nánari upplýsingar imi af- mælishátíðina. Ólafsvík: Sveinn Elinbergsson efstur í prófkjöri Sveinn Erlinbergsson yfirkennari hlaut fyrsta sætið á lista Alþýðu- flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Ólafsvík í prófkjörinu þar á sunnudaginn. Sveinn hlaut 84 atkvæði í fyrsta sætið en 105 alls. I öðru sæti varð Trausti Magnússon, rafvirki, með 59 atkvæði í 1.—2. sæti en 95 atkvæði alls. í þriðja sæti varð Sjöfn Aðalsteinsdóttir, banka- starfsmaður með 54 atkvæði í 1.—3. sæti en 77 alls og í fjórða sæti varð Kristín Guðmundsdóttir versl- unarmaður með 59 atkvæði í 1.—4. sæti og 72 atkvæði alls. í prófkjörinu tóku alls þátt 107 manns sem teljast verður mjög góð þátttaka, en til samanburðar má geta þess að 58 tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um daginn. Alþýðuflokkurinn býður nú fram í Ólafsvík í fyrsta sinn í 24 ár. Á þessu tímabili hafa Alþýðu- flokksmenn í Ólafsvík átt aðild aí H-lista samstarfi, en því er nú lokið Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar Hefur ákveðiö að viðhafa prófkjör um fjögur efstu sæti í framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar I vor. Kjörgengir til prófkjörs eru ailir flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn sem lögheimili eiga á Siglufirði og náð hafa 18 ára aldri á kjördegi bæjarstjórnarkosning- anna. Rétt til þátttöku I prófkjörinu hafa allir sem lög- heimili eigaáSiglufirði og náð hafa18áraaldri fyrirárs- lok 1986ogeru ekki flokksbundnireða stuðningsmenn i öðrum stjórnmálaflokki. Prófkjörsdagar verða laugardagur og sunnudagur 15—16 mars nk. að Borgarkaffi. Alþýðuflokkurinn: Prófkjör á Akureyri Prófkjör Alþýðuf lokksins vegna bæjarstjórnarkosning- anna á Akureyri I vor fer fram á Hótel Varðborg sunnu- daginn 16. mars kl. 10—22. Kosið verður um tvö efstu sætin og verða eftirtaldir frambjóðendur í kiþri: Gísli Bragi Hjartarson, Helga Árnadóttir, Freyr Ófeigs- son, Herdls Ingvadóttir, Jóhann G. Möller, Áslaug Ein- arsdóttir, Hulda Eggertsdóttir. Utankjörstaðakosning hófst í gær og verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu flokksins að Strandgötu 9 alla daga fram til kjördags frá kl. 17—19. Rétt til þátttöku i prófkjörinu hafa allir þeir sem lög- heimili eiga á Akureyri, náð hafa 18 ára aldri fyrir árslok 1986 og eru ekki flokksbundnir i öðrum stjórnmála- flokkum. Kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu, utan kjörfunda eru einnig á skrifstofu Alþýðuflokksins I Reykjavlk, Hverf- isgötu 8—10, opiö kl. 13—17.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.