Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. mars 1986 3 Líkurnar fyrir því að börn fái astma eða aðra ofnæmissjúkdóma aukast verulega ef slíkir sjúkdómar eru fyrir hendi hjá öðru foreldrinu og enn meira ef báðir foreldrarnir hafa ofnæmissjúkdóm. Ef báðir foreldrarnir hafa sama ofnæmis- sjúkdóminn, má reikna með að þrjú af hverjum fjórum börnum þeirra fái sjúkdóminn líka. Þetta kemur fram meðal annars í athyglisverðri grein eftir Björn Ár- dal, barnalækni, sem hann ritar í Fréttabréfi Samtaka gegn astma og ofnæmi. Alþýðublaðið birtir hér kafla úr grein Björns, en þeim sem hafa áhuga á að lesa greinina í heild skal bent á Fréttar SAO. Samtökin eru til húsa að Suðurgötu 10, sími 22153. íslendingar í New York: Mótmæla Sverri íslenskir námsmenn í New York snúast öndverðir gegn tillögum Sverris Flermannssonar í málefnum Lánasjóðsins, eins og meðfylgjandi ályktun frá þeim ber með sér. Á fjölmennum fundi New York deildar SÍNE, sem haldinn var laugardaginn 15. febrúar síðastlið- inn, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „ Við íslenskir námsmenn í New York mótmælum harðlega fyrir- huguðum breytingum menntamála- ráðherra á lögum um Lánasjóð ís- lenskra Námsmanna. Við teljum tillögur hans vanhugsaðar og sýna lítinn skilning á aðstæðum og kjör- um námsmanna og háskólamennt- aðra manna. Ef tillögur hans koma til framkvæmda er ljóst að margir muni hrökklast frá námi og mark- mið Lánasjóðsins um jafnrétti til náms óháð efnahag, verði að engu höfð. Við getum ekki lifað á banka- lánum árum saman meðan á námi stendur, né verið háð duttlungum fjármálavaldsins hverju sinni um hve mikið við fáum í lán. Tillögur menntamálaráðherra hafa þegar skapað óvissu hjá námsmönnum hér um áframhaldandi nám næsta vetur, svo sem um hvort við getum staðið við skuldbindingar okkar um greiðslu skólagjalda og hárrar húsaleigu, eða hvort við getum yfir- höfuð verið hér næsta ár. Við skorum á Sverri Hermanns- son að kynna sér kjör námsmanna og hvaða afleiðingar tillögur hans gætu haft ef þær yrðu að lögum. Við minnum hann á að menntun er máttur íslendinga og ef við viljum afnema jafnrétti til náms óháð efnahag, þá hlýtur að vera illa fyrir íslendingum kornið" Tíðni Tíðni astma í börnum er ekki þekkt hér á landi, en ef marka má reynslu annarra þjóða þá hafa um 5% barna á skólaaldri astma í ein- hverjum mæli. Sumir hafa mjög óveruleg vandræði af astmanum, en aðrir hafa mikil vandræði af honum. Astmi er langalgengasti langvar- andi sjúkdómurinn í börnum og er enginn annar sjúkdómur, sem kemst nálægt astma hvað tíðni snertir. Þegar öll börn með lang- vinna sjúkdóma eru tekin saman eru 30% þeirra börn, sem hafa astma. Hér eru eingöngu tekin með þau börn, sem hafa slæman, krón- iskan astma. Astmi hefur skiljan- lega mjög víðtæk áhrif á allt líf þessara barna, m.a. skólagöngu. Þegar kannað hefur verið, hvaða sjúkdómar valdi fjarvistum frá skóla, kemur í ljós, að astmi á sök á 30% þeirra. Áreynsluastmi Mörg börn með astma hafa svo- kallaðan áreynsluastma, sem vikið verður að síðar. Leikfimikennari þessara barna verður að vita af því og hann verður að hafa skilning á því vandamáli. Krónískur astmi hjá barni getur haft mikil áhrif á allt fjölskyldulíf- ið, foreldrarnir geta misst úr vinnu þegar barnið er veikt og þau geta ekki stundað félagslíf að því marki, sem þau annars mundu gera. Eins geta foreldrar átt svefnlausar nætur þegar þau þurfa að vaka með barn- inu vegna veikinda þess. Önnur börn í fjölskyldunni verða einnig fyrir áhrifum, þau njóta ekki eins mikillar athygli og þau annars myndu gera og þannig mætti áfram telja. Þar til í lok siðustu aldar var það útbreidd skoðun að astmi væri bara einkenni um „taugaveiklun“. Þá þekktu menn ekki til þeirra hluta, sem við nú vitum að valda astma. Sýkingar Hjá öllum börnum með astma koma astmaeinkenni fram þegar þau fá loftvegasýkingar og verður þetta eingöngu þegar sýkingar verða af völdum veira eða „micro- plasma“, sem er sýkill, sem flokkast hvorki með bakteríu eða veiru, en má segja að sé einskonar millistig. Bakteriusýkingar koma hins vegar ekki af stað astmaeinkennum hjá börnum. Alls konar ósérhæft áreiti annað getur komið af stað astmaeinkenn- um svo sem kaldur, þurr vindur, mikill loftraki, sterk lykt hverskon- ar, málningarlykt og ekki hvað síst tóbaksreykur, sem er mjög slæmur fyrir astmasjúklinga. Áreynsla getur komið af stað astmaeinkennum hjá 80% þeirra, sem hafa astma. Til eru þeir, sem eingöngu fá astmaeinkenni við áreynslu. Það er mjög misjafnt eftir gerð áreynslunnar, hvað líklegt er að valdi astma. Sund veldur mjög sjaldan áreynsluastma, en hlaup, sérstaklega úti í köldi veðri, veldur oftast astmaeinkennum hjá þeim, sem hafa áreynsluastma. Þó að barn hafi áreynsluastma þýðir það ekki að það eigi alls ekki að stunda leikfimi eða íþróttir. ÖIl börn hafa gott af líkamsþjálfun, og ekki síst börn með astma, þau þurfa að vera í sem bestu líkamsástandi til að geta fengist við sín erfiðu einkenni þegar þau koma. Því er líkamsþjálfun astmaveikra barna mjög mikils- verð. Barnið verður að læra á áreynsluastmann, hvernig má koma í veg fyrir hann og hvaða líkams- þjálfun hentar því best. Leikfimi- kennarinn verður að hafa skilning á þessu fyrirbrigði. Erfðir Astmi er arfgengur sjúkdómur, en erfist ekki eftir mjög ákveðnum lögmálum eins og margir arfgengir sjúkdómar gera. Hjá barni með astma má oft finna aðra ofnæmis- sjúkdóma í ættunum ásamt astma. Þessir sjúkdómar virðast því erfast saman, en ekki endilega þannig að barnið hafi sama sjúkdóm og systkini þess eða foreldri. Mismunagreining astma er alls ekki mjög flókin og eru það ein- göngu fáir og sjaldgæfir sjúkdóm- ar, sem líkst geta astma og greina þarf frá. Þekktastur þessara sjúk- dóma er Cystic fibrosis, sem er rrijög sjaldgæfur hér á landi og raunar sjaldgæfari en hjá ná- grannaþjóðum okkar. Nokkrum ruglingi veldur þó það ástand, sem ég vil kalla ungbarnaastma. Þetta fá börn á fyrstu mánuðum og árum lífs síns og er yfirleitt þannig að börn fá einkenni við veirusýkingar í efri loftvegum, en geta raunar einn- ig fengið einkenni við áreiti hvers konar, svo sem sterka lykt, sterkan gust, tóbaksreyk o.s.frv. og einnig við áreynslu. Þessi börn hafa ekki ofnæmi og ekki fjölskyldusögu um ofnæmissjúkdóma. Þau hættayfir- leitt að fá astmaeinkenni fyrir skólaaldurinn. Meðferð Meðferð er fyrst og fremst fólgin í því að forðast það, sem einkennum getur valdið og þarf því að gera greiningu á því. Næst er að nefna lyf, sem eru fyr- irbyggjandi, svo sem Lomudal, en sterar eru einnig notaðir. Fyrst og fremst í innúðaformi, en einnig sem Prednison, tekið annan hvern dag. Af öðrum fyrirbyggjandi aðgerð- um má nefna bólusetningu fyrir sjúkdómum, sem gjarnan valda einkennum hjá astmabörnum. In- fluensa er slíkur sjúkdómur og einnig mislingar og ættu öll börn með astma að fá mislingabólusetn- ingu við fyrsta tækifæri, eða um 18. mán. aldur, en þá svara þau bólu- setningu vel. Þá má nefna það að fréttir berast af tilraunum til að koma í veg fyrir kvef með því að úða interferon i nef og e.t.v. verður hægt að nota slíkt í framtíðinni. Næst ber að nefna lyf, sem slaka á vöðvunum í lungnapípunum, en þekktust þeirra eru Theophyllin lyf, Bricanyl og Ventolin. Sterar eru oft nauðsynlegir þegar einkennin eru hvað verst, en þá nægir oft ekki að gefa eingöngu lyf, sem slaka á vöðv- unum því þá er bólga í slímhúð mik- il og slímmagn mikið, en á þessa þætti vandamálsins geta sterar haft bætandi áhrif. Varðandi áreynsluastma má nefna mikilvægi þess að velja réttar íþróttagreinar. Sprettiíþróttir, svo sem handbolti, körfubolti, ganga oft vel og sund veldur sjaldan áreynsluastma eins og áður er getið. Hins vegar eru langhlaup oftast óheppileg og valda nánast alltaf einkennum. Upphitun í 10—15 mín. minnst, áður en tekið er meira á, er mjög mikilvæg og minnkar líkur á áreynsluastma. Þá má einnig nota ýmis lyf, fyrirbyggjandi, Lomudal tekið 10—15 mín. fyrir áreynslu hefur gefist vel, auk þess sem það er alveg laust við aukaverkanir. Með þessum ráðum geta börnin oft aukið þrek sitt smám saman og þola þá kannski áreynslu, sem þau Landssamband iðnaðarmanna hefur beint þeiin tilmælum til fé- lagsmanna sinna sem selja út vinnu að þeir láti ekki launahækkanir koma fram i útseldum taxta nema að sem allra minnstu leyti. Þetta kemur frain m.a. í ályktun sem sambandið hefur sent frá sér og fer hér á eftir. Framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna fagnar þeirri tilraun sem felst í nýgerðum kjarasamningum til þess að draga úr verðbólgu. Jafnframt lýsir Landssamband iðnaðarmanna ánægju með ýmsar þeirra efna- hagsráðstafana, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir í tengslum við kjara- samningana, einkum lækkun raf- orkuverðs, lækkun tolla, lækkun vaxta og aukningu fjármagns til húsnæðislánakerfisins. Auk þess er sérstaklega fagnað niðurfellingu launaskatts á iðnað, sem Lands- sambandið hefur lengi barist fyrir. Ekki verður þó hjá þvi komist að vekja athygli á, að sú ráðstöfun nær aðeins til iðnaðar samkvæmt at- vinnuvegaflokkun Hagstofu ís- lands. Ýmsar stórar iðngreinar, sem selja út vinnu, s.s. byggingariðnað- ur, verða áfram launaskattsskyldar. Möguleikar þessara iðngreina til að standa undir launahækkun án þess að veita því út í verðlagið eru því Lífsvon ófæddra Samtökin „Lífsvon" sem berjast gegn fóstureyðingum hafa sent frá sér ályktun um þessi efni og fara hlutar úr henni hér á eftir: Almennur fundur í LÍFSVON, samtökum til verndar ófæddum börnum, haldinn þann 8. febrúar 1986, beinir þeim eindregnu tilmæl- um til háttvirtra alþingismanna, að þeir standi vörð um lífsrétt ófæddra barna og setji lög þeim til verndar. Fundurinn lýsir því áliti sínu, að það sé brýnasta verkefni Alþingis á þessari stundu að koma í veg fyrir, að enn fleiri saklausum börnum verði grandað í móðurkviði. Fjöldi þeirra, sem enda þannig líf sitt, er nú á áttunda hundrað á ári hverju. Félagið leggur áherzlu á, að ekk- ert geti réttlætt það að slá á frest lagasetningu um verndun lífsins, þar sem það er helgasti réttur hvers einstaklings. Fóstrið, sem er varnar- laus mannvera, á skýlausan rétt á slíkri lagavernd. ekki þoldu áður. Það ætti því ekki að dæma neitt fyrirfram um það, hvað börnin geta í íþróttum, heldur iáta reyna á og vinna smám saman að settu marki ef áhugi er til staðar. Langtímahorfur Langtímahorfur astmasjúklinga fara eftir ýmsu. Eins og áður er get- ið eru horfur barna með ungbarna- astma góðar og eru þau flest laus við einkenni fyrir skólaaldur. Skólaaldursbörn með astma og ungabörn með ofnæmi losna við astma í u.þ.b. 30% tilfella, en 30% þeirra hafa þá annarskonar of- næmiseinkenni, svo sem ofnæmis- einkenni í nefi og augum. Eitt helsta vandamálið í sam- bandi við astma hjá börnum er það, að mörg börn hafa ekki fengið rétta greiningu og ekki rétta meðferð. Mörg börn með astma hafa reyndar alls ekki verið greind m'eð astma og fá þá ranga meðferð. Þetta hefur komið fram í rannsóknum erlendis og þetta vandamál virðist einnig vera til staðar hér. Það er mjög mik- ilvægt að þessi mál verði bætt, því með réttri meðferð má auka vellíð- an barna með astma verulega, þannig að þau geti þá notið lífsins eins og önnur börn og fengið að þroskast við leiki, íþróttir og skóla- göngu og orðið þroskaðir einstakl- ingar, sem nýtast þjóðfélaginu til jafns við aðra. minni. Landssamband iðnaðarmanna — samtök atvinnurekenda í löggilt- um iðngreinum — beinir þeim til- mælum til aðildarfélaga sinna, sem gefa út útsölutaxta, að sú 5% hækkun launa, sem kemur til fram- kvæmda við gildistöku kjarasam- inganna, verði sem allra minnst lát- in koma fram í útsölu. Landssam- bandið vekur sérstaka athygli á því, að til þess að ná þeim árangri, sem að er stefnt, þurfa allir að leggjast á eitt. Forsenda þess, að nýgerðir kjarasamningar standist, er, að framleiðni atvinnuveganna aukist verulega. Landssamband iðnaðar- manna beinir því þeim tilmælum til allra fyrirtækja innan sinna vé- banda, sem framleiða vöru eða veita þjónustu, að þau leiti ýtrustu leiða til hagræðingar í rekstri og aukningar framleiðni, þannig að þau geti haldið verðlagi sem stöðug- ustu. Þá verður einnig að gera þá kröfu til stjórnvalda, að þau skapi aðstæður til þess að auðvelda fyrir- tækjum að ráðast í framleiðniauk- andi aðgerðir. r Utflutningur 1 ing einstakra vörutegunda eftir löndum, kemur í ljós að þar er um umtalsverða hækkun í krónutölu að ræða á flestum vöruflokkum, en hér er vert að benda á tvö veigamikil atriði í fyrsta lagi hefur útflutnings- magn ársins 1985 minnkað í hlut- falli við árið 1984 í flestum löndum nema Bandaríkjunum, en þar er um 13% aukningu að ræða. Sé litið á heildina hefur útflutningur ullar- vara aukist um 1%. í öðru lagi er meðalverð per. kg. mun hærra árið 1985 en 1984 til flestra landa, en vegna þess, hve sala hefur dregist saman á mörgum af okkar betri mörkuðum, þá er um tekjurýrnun fyrir ullariðnaðinn í heild að ræða. Vert er einnig að geta þess, að milli áranna 1984 og 1985 hefur orðið umtalsverð aukning í útflutn- ingi á vélum og tækjum til sjávarút- vegs, auk þess sem einnig hefur orð- ið aukning í vöruflokkunum fiski- línur, net og kaðlar. Þessa aukningu má m.a. rekja til þess, að undanfar- in ár hefur markvisst verið unnið, að markaðssetningu þessara vara, auk þess sem unnið hefur verið að þróun þeirra og þar lögð áhersla á gæði og vöruvöndun. Hér virðist því, sem þátttaka í vörusýningum á síðasta ári auk annarrar markvissr- ar markaðsstarfsemi sé farin að skila árangri. Án efa má telja að þarna muni vera um það svið ís- lensks iðnaðar, sem hvað mest vaxt- ar er að vænta á næstu árum. BARNAASTMI Hækkið ekki taxtana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.