Alþýðublaðið - 17.04.1986, Side 3
Fimmtudagur 17. apríl 1986
3
Slysavarnaskóli á sjó fær gjöf
Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands ákvað nýverið á fundi sínum að afhenda_slysavarnafélagi
íslands kr. 250 þúsund til Slysavarnaskóla sjómanna, sem verið er að koma á fót í v/s Þór.
Þar um borð er unnið að ýmsum breytingum til að skapa sem besta aðstöðu bœði til bóklegrar kennslu og verk-
legrar þjálfunar er lýtur að öryggismálum sjómanna.
íbyrjun maí n. k. er ráð fyrir gert að nauðsynlegum breytingum verði lokið um borð í skipinu þannig, að nám-
skeið um öryggismál sjómanna geti farið þar fram. Fulltrúar FFSÍafhenda gjöfina. T. v. Helgi Laxdal, Guðjón
A. Kristjánsson forseti FFSÍ, Haraldur Henrysson forseti SVFÍog Haraldur S. Holsvík.
Listamenn:
Starfslaunum
úthlutað
Fjörutíu listamenn hlutu starfs-
laun listamanna í ár, en alls sóttu
120 manns um þessi iaun. Starfs-
launin miðast við byrjunarlaun
menntaskólakennara og slarfstim-
ann þrjá til tólf mánuði, en að
þessu sinni voru ríflega fjórar og
ítölsku vínin:
Að gefnu tilefni vill Hollustu-
vernd ríkisins taka fram eftirfar-
andi vegna sölu ítalskra vína hér á
landi:
Stofnunin er í stöðugu sambandi
við heilbrigðiseftirlit á Norður-
löndum umniðurstöður afathugun-
um sem þar hafa verið gerðar á
ítölskum vínum með tilliti til þess
hvort í þeim geti leynst metanol.
Samkvæmt þeim gögnum sem
hafa borist er ekki ástæða til að
ætla að hér á markaði séu gallaðar
víntegundir.
Á Norðurlöndum hefur metanol
fundist í víni í Danmörku sem var
flutt þangað í geymum frá Ítalíu. Sú
vitneskja lá fyrir áður en tappa átti
víninu á flöskur þar.
Dreifing á ítölskum vínum var
stöðvuð í Danmörku nema fyrir
lægju rannsóknarniðurstöður sem
sýndu að vínið væri ógallað. Ein af
megin ástæðum þessarar ákvörð-
unar er sú að dreifing og sölufyrir-
komulag á vínum er með allt öðrum
hætti í Danmörku en á hinum
Norðurlöndunum, þar sem ríkis-
fyrirtæki hafa einkasölu.
Hollustuvernd ríkisins og heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis,
sem er eftirlitsaðili með áfengi, sem
og annarri neysluvöru á svæðinu,
hafa verið í sambandi við Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins um mál
þetta.
Upplýst er að ekki er flutt inn vín
frá Italíu til íslands, nema átappað
á flöskum. Ennfremur að búið er
að setja í rannsókn allar tegundir
ítalskra vína, sem hér eru á mark-
hálf milljón króna til úthlutunar.
Starfslaun hlutu: 12 mánaða
laun: Haukur J. Gunnarsson, leik-
stjóri. Jóhanna Kristín Yngvadótt-
ir, myndlistarmaður. 6 mánaða
laun: Nína Gautadóttir, myndlist-
armaður. Sigurlaug Jóhannesdótt-
aði. Munu niðurstöður af þeim
rannsóknum liggja fyrir eftir helgi.
Þá hefur verið framkvæmt eftir-
lit í birgðageymslu Á.T.V.R., af
hálfu heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ursvæðis og ekkert fundist þar at-
hugavert.
Með hliðsjón af ofanrituðu og
þeim upplýsingum og gögnum sem
fyrir liggja í málinu, hefur heil-
brigðiseftirlitið ekki séð ástæðu til
að stöðva sölu ítalskra vína hér á
landi.
Boðað er til dagskrár og sýningar
um skólasöfn á vegum fræðslu-
stjóra Reykjanesumdæmis vikuna
21.—25. apríl næstkomandi.
Er sýningin opin þessa viku að
Lyngási 11, Garðabæ, og ætluð öll-
um sem áhuga hafa á góðum skóla.
Með dagskránni er höfðað til skóla-
stjórnenda/kennara skólasafn-
varða svo og skólanefndarmanna,
sveitarstjórnarmanna og foreldra.
Verkstæðisvinna fer fram á
föstudegi, 25. apríl. Skólasöfn eru
opin á þriðjudag og miðvikudag.
Fyrirlestrar — erindi og pallborðs-
umræður hefjast kl. 15.00, 21., 22.
og 23. apríl.
Með nútíma kennslu er leitast við
ir, myndlistarmaður. Sóley Eiriks-
dóttir, myndlistarmaður. Stein-
grímur E. Kristmundsson, mynd-
listarmaður. Jóhannes Helgi, rit-
höfundur. Stefanía Þorgrímsdóttir,
rithöfundur. Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, söngkona. 3 mánaða laun: Ásdís
Sigurþórsdóttir, myndlistarmaður.
Ásgerður Búadóttir, myndlistar-
maður. Guðmundur Thoroddsen,
myndlistarmaður. Guðrún Svava
Svavarsdóttir, myndlistarmaður.
Halldór Ásgeirsson, myndlistar-
maður. Hallgrímur Helgason,
myndlistarmaður. Haraldur Ingi
Haraldsson, myndlistarmaður.
Haukur Dór, myndlistarmaður.
Helgi Þorgils Friðjónsson, mynd-
listarmaður. Jónína Guðnadóttir,
myndlistarmaður. Kristján Guð-
mundsson, myndlistarmaður.
Kristján Steingrímur Jónsson,
myndlistarmaður. Lísbet Sveins-
dóttir, myndlistarmaður. Sigrún
Eldjárn, myndlistarmaður. Sigurð-
ur Þórir Sigurðsson, myndlistar-
maður. Svala Sigurleifsdóttir,
myndlistarmaður. Sverrir Ólafs-
son, myndlistarmaður. Þór Vigfús-
son, myndlistarmaður. Þórður
Hall, myndlistarmaður. Þuríður
Fannberg (Rúrí), myndlistarmaður.
Örn Þorsteinsson, myndlistarmað-
ur. Glúmur Gylfason, tónlistar-
maður. Gunnar R. Sveinsson, tón-
listarmaður. Hörður Torfason, tón-
listarmaður. Mist Þorkelsdóttir,
tónlistarmaður. Páll Eyjólfsson,
tónlistarmaður. Þórir Baldursson,
tónlistarmaður. Elísabet Þorgeirs-
dóttir, rithöfundur. Valdís Óskars-
dóttir, ljósmyndari. Viðar Eggerts-
son, leikari. Viðar Gunnarsson,
söngvari.
Úthlutunarnefnd skipuðu: Birgir
Sigurðsson. sr. Bolli Gústavsson og
Knútur Hallsson, formaður.
að koma til móts við þarfir hvers
einstaklings. Til þess er skólasafnið
grundvallaratriði i starfi hvers
grunnskóla. Það þjónar nemend-
um og kennurum, stuðlar að fjöl-
breyttara námi og sjálfstæðum
vinnubrögðum einstaklingsins.
Skólasafnið örvar hópvinnu nem-
enda og eykur möguleika þeirra til
að miðla öðrum af sinni þekkingu.
í grunnskólalögum segir að skóla-
safnið eigi að vera eitt af megin-
hjálpartækjum í skólastarfinu.
Allir skólamenn og aðrir þeir
sem áhuga hafa á „góðum skóla“
eru hvattir til að taka þátt í þessari
dagskrá í þeim tilgangi að byggja
upp gott skólastarf í Reykjanesum-
dæmi.
Ekki ástæða til
sölustöðvunar
„Þar sem hjarta
skólans slær“
Samdráttur í
jarnblendisölu
Aðalfundur járnblenditelagsins
fyrir árið 1985 var haldinn að
Grundartanga 9. apríl. Fundinn
sátu fulltrúar allra eigenda fyrir-
tækisins, íslenska ríkisins, Elkem
a/s í Oslo og Sumitomo Corpora-
tion í Tokyo. Þá sátu fundinn
stjórnarmenn, varastjórn, þrír full-
trúar starfsmanna og forstöðu-
menn deilda.
Á fundinum var lögð fram árs-
skýrsla stjórnar og reikningar fyrir
árið 1985.
Framleiðsla á kísiljárni var rúm
60 þúsund tonn á árinu sem er svip-
að magn og árið 1984, þrátt fyrir
umtalsverðar stöðvanir á ofnum af
markaðsástæðum. Salan var hins
vegar um 54 þúsund tonn, sem er
nær 9 þúsund tonnum minna en ár-
ið áður.
Verðlagi á kísiljárni hrakaði mik-
ið á árinu. Þessi samdráttur i sölu
og lækkun á söluverðum hefur haft
mikil áhrif á afkomuna.
Niðurstaða rekstrarreiknings
sýnir 8,2 milljóna króna tap eftir að
gjaldfærðar hafa verið um 270 mill-
jónir króna í afskriftum og fjár-
magnskostnaði. Tapið er 0.7% af
brúttóveltu, en árið 1984 var hagn-
aður nær 11% af veltu. Fram kom,
að fjárhagur fyrirtækisins er traust-
ur.
Á fundinum kom fram, að í verk-
smiðjunni hefur skipulega verið
unnið að rannsóknum og þróun,
sem í reynd auka afkastagetu verk-
smiðjunnar. Starfsemi þessi er að
mestu kostuð af járnblendideild
Elkem. Árangurinn felst í því að af-
köst, sem áður voru talin svara til 55
þúsund tonna ársframleiðslu svara
nú til a.m.k. 66 þúsund tonna árs-
framleiðslu, með betri nýtingu orku
og hráefna.
Á fundinum og í ársskýrslunni
kom fram, að samhliða þessari við-
‘ leitni til að bæta samkeppnishæfni
verksmiðjunnar, býr framkvæmda-
stjórn fyrirtækisins sig undir fjar-
lægari framtíð þess með því að
kanna ýmsar hugsanlegar leiðir til
að fyrirtækið megi þróast og vaxa,
þegar þess tími kemur, innan eða
utan við þau verk- og tæknisvið,
sem það nú stundar.
Á aðalfundi voru íslenskir
stjórnarmenn endurkjörnir. Einn
hinna norsku stjórnarmanna,
Gunnar Viken, sem verið hefur í
stjórn frá 1977, baðst undan endur-
kjöri. í stjórninni eiga sæti Barði
Friðriksson hæstaréttarlögmaður
formaður, Páll Bergþórsson vara-
formaður, Guðmundur Guð-
mundsson og Helgi G. Þórðarson
af hálfu iðnaðarráðherra vegna ís-
lenska ríkisins. Frank Myhre og Per
K. Björgum af hálfu Elkem a/s og
Kiyotomo Sakuma af hálfu
Sumitomo Corporation. Nokkrar
breytingar urðu á skipan vara-
manna.
Hjá járnblendifélaginu starfa nú
rúmlega 190 manns. Framkvæmda-
stjóri félagsins er Jón Sigurðsson.
Tilkynning
um lóðahreinsun
í Reykjavík vorið 1986
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er
lóðareigendum skylt að halda lóðum sinum hrein-
um og þrifalegum. Umráðamenn lóðaeru hérmeð
minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum allt,
sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því
eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum
verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er
ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og
ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar.
Þeir, sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða
brottflutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni það
í síma 18000.
Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum
hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Viö
Meistaravelli, Vatnsmýrarveg (gamla Laufásveg-
inn), Grensásveg, Kleppsveg, við Súðarvog,
Stekkjarbakka, Rofabæ og Breiðholtsbraut. Eig-
endur og umráðamenn óskráðra, umhirðulausra
bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bíla-
stæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni,
eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má
við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um
takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga.
Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufu-
nes á þeim tíma sem hér segir:
mánudaga—föstudaga kl. 08—21
laugardaga kl. 08—20
sunnudaga kl. 10—18
Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúð-
um eða bundið.
Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa
ber samráð við starfsmennina um losun.
Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að
flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða
þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir i
þeim efnum.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík.
Hreinsunardeild.