Alþýðublaðið - 17.04.1986, Page 4
Fimmtudagur 17. apríl 1986
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Danieisson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármóla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12
r
Askriftarsíminn
er 681866
FAÐIR, SON-
UR OG HINIR
ARÐRÆNDU
Jean-Claude Decalier. Myndin er tekin við jarðarför föður hans árið
1971.
Að undanförnu hefur Haiti verið
talsvert í sviðsljósinu vegna eftir-
minnilegs flótta lífstíðarforsetans
„Baby Doc“, Jean-Claude Duvali-
er. Haiti er land sem sjaldan heyrist
nefnt í fréttum og síðasta árið hafa
fréttir þaðan t. d. mestmegnis verið
tengdar umræðunni um AIDS, en
sjúkdómurinn er talinn hafa borist
þaðan til Bandaríkjanna.
Haiti er 'A hluti eyjarinnar
Hispaniola, þar sem spönsku land-
nemarnir stigu á land 1492. Hinir
Vi hlutar eyjarinnar eru Dóminik-
anska lýðveldið. Haiti er meðal fá-
tækustu ríkja á vesturhveli jarðar.
Nærri 80% af íbúunum sem eru 6
milljónir talsins, eru eignalausir
verkamenn. Meðalaldur er undir 50
árum. Hér um bil 80% íbúanna eru
án allrar menntunar (ólæsir og
óskrifandi). Ungbarnadauði er
mjögtíður. í fátækrahverfum borg-
anna deyr þriðja hvert barn undir
fimm ára aldri.
Þessar tölur hljóma ótrúlega, en
verða skiljanlegri þegar þess er gætt
að einungis 0,9% þjóðartekna er
varið til heilsugæslu og 1% til
menntunar á sama tíma og 8,3% er
varið til hermála, í landi sem ekki
þarf að verjast ásókn neinna óvina.
Og hver skyldi svo sem ásælast
þetta land sem hefur verið þraut-
pínt í marga mannsaldra og komið
er að hruni?
En hver er ástæðan fyrir því að
svo er komið?
Spánverjar
Fram til þess tíma er Spánverjar
lögðu undir sig eyjuna var hún
byggð Indíánum. Ýmsum sögum fer
af þvi hve margir þeir voru, en vitað
er að á einum mannsaldri hurfu
þeir að mestu. Þeir þoldu ekki með-
ferð Spánverjanna og höfðu heldur
ekki ónæmi gegn ýmsum sjúkdóm-
um sem herraþjóðin flutti með sér
frá gamla heiminum.
En Spánverjar voru ekki einir um
hituna mjög lengi. Brátt fengu þeir
samkeppni, m. a. frá Frökkum.
Spánverjar höfðu meiri áhuga á
austurhluta eyjarinnar vegna gulls-
ins sem var þar og héldu yfirráðum
þar, en Frakkar náðu fótfestu á
vestari hlutanum, sem nú er Haiti.
Frakkar höfðu mestan áhuga á
hernaðarlegu mikilvægi eyjarinnar.
Frakkar fluttu til Haiti í stórum
stíl, samt ekki til að setjast þar að
heldur til að auðgast á stuttum tíma
og snúa síðan heim aftur. Sykurekr-
ur áttu að gefa hagnaðinn, en
Frakkar kærðu sig ekki um að
vinna sjálfir á plantekrunum svo
þeir fluttu inn þræla frá Afríku til
þess.
Þrælahaldið leiddi til þess að íbú-
ar landsins skiptust brátt í þrennt: í
hvíta menn, kynblendinga og svert-
ingja. Það er auðvelt að ímynda sér
hver virðingarröðin var meðal þess-
ara hópa.
Valdatafl
Þrátt fyrir ýmsa árekstra við
Spánverja héldu Frakkar yfirráðum
yfir Haiti og þróunin i heimaland-
inu setti svip sinn á lífið þar. Sér-
staklega varð það áberandi i kring-
um frönsku byltinguna 1789.
Valdaklíkurnar á Haiti vildu fá
sjálfstæði, en kom ekki saman um
hver skyldi fá völdin. Togstreitan
stóð aðallega milli stöndugra jarð-
eigenda innbyrðis, en einnig milli
hvítra manna og kynblendinga.
Kynblendingar áttu erfitt upp-
dráttar. Hvítir menn litu niður á þá,
en þeir litu aftur niður á svertingj-
ana. Hvorir tveggja reyndu að fá
svertingja til liðs við sig í valdabar-
áttunni, en loks gerðu svertingjar
uppreisn, brenndu plantekrur og
margir flýðu land í þeirri ringulreið
sem várð.
Óeirðirnar enduðu með því að
þrælahald var afnumið 1793 og
helsti hvatamaður þess, Toussaint
l’Ouverture, tók við völdum í land-
inu. Það dróst þó til 1825 að landið
fengi sjálfstæði og Frakkland
krafðist hárra fjárhæða í skaða-
bætur, sem ekki voru að fullu
greiddar fyrr en 1922.
Allt frá því landið hlaut sjálf-
stæði hafa tveir hópar barist um
völdin, kynblendingarnir og svert-
ingjar sem komust til metorða. Á
18. öld skiptist landið meira að
segja í tvö áhrifasvæði sem var
stjórnað sínu af hvorum hópi.
Landið var sameinað á nýjan leik
árið 1820, en togstreitan hélt áfram.
En nú stóð hún aðallega á milli
einstaklinga sem hugsuðu fyrst og
fremst um eigin hag. Hlutverk hers-
ins varð nú helst það að styðja við
bakið á þeim manni sem var við
völd í það og það skiptið.
Hernám Bandaríkja-
manna
Hver stjórnin kom eftir aðra, en
allar urðu þær skammlífar, og allar
rökuðu að sér fé á kostnað lands og
lvðs.
Árið 1915 var svo komið að æstur
mannfjöldi tók forseta landsins af
lífi. Af því tilefni hertóku Banda-
ríkin landið og héldu því til ársins
1934.
Vegna áhrifa Bandaríkjamanna
urðu ýmsar breytingar á tilhögun
efnahagsmála. Bandaríks fjöl-
þjóðafyrirtæki settust að á Haiti og
viðskipti við Bandaríkin jukust
stórlega. Nú eru Bandaríkin helsta
viðskiptaland Haiti og kaupá 60%
af útflutningsafurðum landsins og
helmingur allrar innfluttrar vöru
kemur þaðan.
Fyrir þá snauðu skiptir það engu
máli hver fer með völd. Hagur
þeirra hefur ekki batnað, þvert á
móti. Jarðeignir sem áður voru
nytjaðar af smábændum hafa verið
lagðar undir stórfyrirtæki, án þess
að nokkuð hafi komið í staðinn.
Sumir hafa reynt að flytjast til
Dóminikanska lýðveldisins, en þar
eru kjörin síst betri.
Fyrstu kosningar
Árið 1957 var Francois Duvalier
kjörinn forseti í almennum kosn-
ingum. Hann náði kjöri mcð stuðn-
ingi hersins, svartra millistéttar-
manna og fátæklinganna á lands-
byggðinni. Honum heppnaðist að
skapa sér ímynd sem geðþekkur
strjálbýlislæknir, sem vildi koma á
réttlátri samfélagsskipan.
„Papa Doc“, eins og hann var
oftast kallaður launaði mönnum
stuðninginn á ólíka vegu. Svörtum
miðstéttarmönnum, vinum sínum,
útvegaði hann embætti innan
stjórnsýslunnar, en fyrir þá fátæk-
ustu gerði hann alls ekkert. En hann
varð þeim mun ríkari sjálfur. Hann
hafði ótakmarkað vald yfir fjár-
munum ríkisins og mikið rann í
hans eigin vasa. Sagt er að eignir
fjölskyldunnar séu nú um 400
milljónir Bandaríkjadollara.
„Papa Doc“ notaði öll meðui til
Framh. á bis. 2
Molar
Það er ekki oft að heilar tíma-
ritsgreinar séu skrifaðar fyrir einn
lesanda. Eina slíka rak þó á fjörur
okkar nú nýverið. í nýjasta hefti
Tölvumála er sem sé að finna
grein sem ber yfirskriftina „Grein
fyrir Sverri Hermannsson" og
segir höfundurinn i upphafi að
greinin sé rituð í þeirri von að
menntamálaráðherra muni lesa
hana. Greinin er reyndar gagn-
merk og vel þess virði að fleiri lesi
hana en Sverrir Hermannsson,
þótt ekki skuli mikilvægi þess
dregið í efa að hann kynni sér
þetta efni. Grein þessi er eftir
Stefán Ingólfsson og við leyfum
okkur að birta hér veigamestu
hluta hennar:
Grein fyrir Sverri
Hermannsson
Þessi stutta grein er rituð í þeirri
von að menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, lesi hana. í
henni felst áskorun til hans um að
menntamálaráðuneytið beiti sér
fyrir því að tölvutæknin verði ís-
lenskuð fyrir skólakerfi landsins.
Ráðuneytið sjái til þess að við
tölvukennslu í grunnskólum og
framhaldsskólum verði notuð ís-
lensk stjórnkerfi á tölvunum.
Einnig íslensk forritunarmál. Ef
innflytjendur hugbúnaðar láta
ekki þýða kerfi sín á íslensku fái
ráðuneytið sérfræðinga til að út-
búa innlend kerfi ög geri kröfur
um að einungis verði keyptar tölv-
ur, sem geta notað þau.
•
Ráðherra tækni- og
menntamála
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hefur góðar for-
sendur til að átta sig á mikilvægi
þessa máls. Hann var iðnaðarráð-
herra í rúmlega tvö ár, áður en
hann tók við núverandi embætti.
Mál á mörkum tækni og menn-
ingar eru honum því væntanlega
hugleikin. Þá er áhugi Sverris á ís-
lensku máli vel þekktur. Afstaða
hans til ritmálsins fór ekki Ieynt í
umræðum á Alþingi um stafsetn-
ingu íslenskunnar. Enda var eitt
fyrsta verk hans sem mennta-
málaráðherra að efna til ráð-
stefnu um varðveislu tungunnar.
Tölvumál á erlendri
tungu
Nám í tölvunotkun hefur breiðst
mjög út í skólakerfinu á undan-
förnum árum. Sífellt yngri nem-
endur læra að nota tölvur. Þó að
skoðanir manna séu skiptar um
hversu ung börn muni hefja nám
á tölvur er Ijóst að tölvukennsla
verður grunnskólafag innan tíðar.
Nemendur, sem ekki hafa náð
tökum á undirstöðuatriðum í er-
lendum málum, munu þá sitja við
tölvuskjái, lesa af þeim skilaboð
og rita skipanir til tölvanna á
lykilborð þeirra.
Undanfarin ár hefur verið lögð
mikil áhersla á að þýða erlend
tækniorð tölvumanna á íslensku.
Mikið hefur áunnist í þeim efn-
um.
Engu að síður vita þeir, sem
starfa við tölvur, að tæknimenn
tala margir sín á milli hrognamál,
sem er oft torskilið venjulegu
fólki. Ástæðan er vafalaust sú að
samskipti þeirra og tölvanna fara
ekki fram á okkar móðurmáli.
Fyrirskipanir til tölvanna eru oft-
ast á ensku. Sama máli gegnir um
skilaboð frá tölvunni til þess er
notar hana. Einnig fer öll forritun
fram á erlendu tungumáli. Tölvan
skilur setninguna „GO TO X“ en
setningin „FAR TIL X“ finnst
ekki í hugskoti hennar.
Til þess að fella tölvutæknina
að íslensku máli og gera hana eðli-
legan þátt úr menningu okkar er
nauðsynlegt að börn, sem eru að
kynnast tölvum í fyrsta sinn geti
skipt við þær á móðurmáli okkar.
Þau eiga að geta ritað fyrirskipan-
ir til tölvunnar á íslensku og einn-
ig lesið skilaboð hennar af skjá
eða blaði.
•
íslensk stjórnkerfi —
ekkiannað
Lausn þessa máls er einföld. Þeg-
ar keyptar eru tölvur skólakerfis-
ins á menntamálaráðuneytið að
gera þær kröfur að allar skipanir
í stjórnkerfum tölvanna séu á ís-
lensku og að forrita megi þær
með íslenskum útgáfum af viður-
kenndum forritunarmálum. Tölv-
ur sem ekki uppfylla þessar kröf-
ur komi ekki til greina að kaupa.
Tölvuinnflytjendur munu leysa
þessi mál. Mörgum öðrum hindr-
unum, sem hafa sett skorður við
notkun íslensku á tölvum, hefur
þegar verið rutt úr vegi þótt stund-
um hafi gætt tregðu.
Innlend eða „þýdd“ kerfi, sem
kæmu fram vegna þessara skil-
yrða mundu auk þess hafa ýmsa
kosti aðra en að henta til kennslu
í grunnskóla. Þau gætu til dæmis
opnað mikla möguleika fyrir
fólk, sem hefur áhuga á að til-
einka sér tölvutæknina, en skortir
enskukunnáttu.
•
Tækniþekking er tii
Engin hætta er á öðru en að þau
vandamál, sem fylgja gerð ís-
lensks stjórnkerfis fyrir tölvur
verði leyst. íslenskt fyrirtæki hef-
ur til dæmis nú þegar hannað þýð-
ara fyrir svonefnt ADA-forritun-
armál. Hann er reyndar á ensku
enda ætlaður fyrir erlendan
markað. Fyrirtækið hefur hins
vegar sýnt fram á að það ræður
yfir þekkingu til að búa til kerfi
sem þessi. Því væri tæplega skota-
skuld úr því að útbúa þýðara fyrir
annað forritunarmál á íslensku.
Fleiri fyrirtæki hér á landi búa yf-
ir hliðstæðri þekkingu.
•
Eftirmáli
Þegar tækni og menningarmál
fara saman með þeim hætti sem
hér hefur verið lýst, má vænta
þess að ráðherra, sem hefur bæði
fjallað um iðnaðarmál og
menntamál, hafi á þessu vanda-
máli betri skilning en flestir aðrir
stjórnmálamenn. Þegar hann 'er
að auki kunnur áhugamaður um
varðveislu og viðgang íslenskrar
tungu er engin goðgá að vona að
hann sýni málinu áhuga og jafn-
vel skilning.