Alþýðublaðið - 26.04.1986, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1986, Síða 4
alþýðu- ■ H hT'TT'M Laugardagur 26. apríl 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaóaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 ÞRIÐJA KYNIÐ í ÍÞRÓTTUM Þessar stúlkur keppa í sömu (þróttagrein, körfubolta. Hœtt er við að japanska stúlkan eigi i erfiðleikum gegn hinni þreklegu Semenóvu. Ef trúa á lyfjafræöingum eru þátttakendur í íþróttum nú ekki lengur ýmist karlkyns eða kven- kyns, heldur er kominn fram á sjón- arsviðið nýr hópur keppenda sem vegna sérstakrar lyfjanotkunar hef- ur einkenni beggja kynja. í Banda- ríkjunum gengur þetta fólk undir nafninu nýja samkynið (The New Unisex) en í rauninni eru það konur sem hafa með sérstakri hormóna- meðferð glatað flestum kvenlegum eiginleikum, allt að því skipt um kyn. í rauninni ætti að skipa þeim í sérstakan flokk, flokk hinna karl- mannlegu kvenna. Þegar sovéska körfuboltakemp- an luliyaka Semenova birtist í öllu sínu veldi á Olympíuleikunum í Montreal 1976 vakti hún furðu allra viðstaddra með karlmannlegum leikmáta og útliti. Það var heldur ekki hægt að segja að hún væri dæmigerður fulltrúi kvenkynsins á leikunum, 2.25 m á hæð, 118 kg. á þyngd, með handleggi og læri sver eins og bíldekk. Tekin sem dæmi Hvort heldur konu þessari líkar það betur eða verr, þá hefur hún verið tekin sem dæmi um þá kepp- endur sem falla undir hugtakið „Unisex“. Það hefur þó aldrei sann- ast að hún hafi neytt ólöglegra lyfja, heldur hefur hún legið undir grun vegna þess að hún hefur öll þau einkenni sem konur fá af lang- varandi neyslu karlhormóna. Vitanlega getur það hugsast að þessi stórgerða kona hafi aldrei fengið neins konar lyfjameðferð, heldur sé hún ein af fáum tvíkynja persónum; þar sem hvorki karl- eða kvenhormónar eru ráðandi. Slíkt ákvarðast þegar á fósturskeiði og ræður úrslitum um hvort einstakl- ingurinn verður karl- eða kvenkyns. Vegna aukinnar þekkingar á af- leiðingum lyfjameðferðar hallast þó flestir að því að Semenova hafi fengið sinn þreklega vöxt og aðra karlmannlega eiginleika vegna neyslu á vaxtarræktar- og hor- mónalyfjum. Hormónalyf voru ekki algeng fyrir 10 árum, en nú eru þau mikið notuð, sérstaklega af karlmönnum. Getgátur eru um að Sovétmenn hafi verið manna fyrstir til að taka þau í notkun og að Semenova hafi verið send á Olympíuleikana, m.a. til að' kanna viðbrögðin, í skjóli þess að lyfjaeftirlit var þá mjög takmarkað. Karlhormónar „Testosteron“ er meðal mikil- vægustu kynhormóna karla. Kyn- kirtlar framleiða efnið, sem er mik- ilvægt vegna ýmissa sér-karlmann- legra einkenna. Af því ræðst t.d. lík- amsbygging, hárvöxtur, vöðvaafl og einnig hefur það áhrif á gerð og starfsemi kynfæranna. Þá hefur það einnig áhrif á skeggvöxt og ekki síst á raddböndin. Mörg af þessum ytri einkennum má sjá hjá austur-þýskum sund- konum. Einhver fremsta bringu- sundkona fyrr og síðar, Ute Geweniger, hefur alls engin brjóst, en handleggi og herðar sem hver karlmaður gæti verið hreykinn af. Hin grófa og djúpa rödd hennar hefur og vakið athygli og grun- semdir sem hafa loðað við hana á öllum hennar íþróttaferli. Á Olympíuleikunum í Montreal og í Moskvu fjórum árum seinna komu sömu grunsemdir í ljós gagn- vart austur-þýskum sundkonum, vegna þess hve hrjúfar og karl- mannlegar raddir þær höfðu. Öll- um spurningum þar að lútandi svöruðu þær á þá leið að þær væru á Olympíuleikunum til að keppa í sundi, en ekki í söng. Ljóslifandi sannanir Öfugt við flest önnur Austur- Evrópuríki heyrir það tii undan- tekninga að austur-þýskir keppend- ur séu teknir fyrir lyfjaneyslu á al- þjóðlegum mótum. Einu sannan- irnar eru þær sem blasa við allra augum á leikvanginum, en einnig er til vitnisburður nokkurra íþrótta- kvenna sem hafa flúið til Vestur- Ianda, einkum til Bandarikjanna. Tvær þeirra hafa komið fram í fjölmiðlum í Bandaríkjunum og gefið umheiminum örlitla innsýn í það sem gerist handan Berlínar- múrsins. Renate Neufeld, fyrrverandi spretthlaupari segir: — Við fengum skammtaðar töflur sem við áttum að taka á meðan á æfingum stóð. Utan á pilluglösunum stóð „vítamín“. Eftir nokkurn tíma fóru vöðvarnir að stækka, röddin breytt- ist og óregla komst á blæðingar. Þá hætti ég æfingum fyrir fullt og allt. Renate Heinrich, heimsmethafi í 100 metra bringusundi 1974 segir: Vaxtar- og orkumyndandi töflur voru jafn sjálfsagðar við morgun- verðarborðið og appelsínusafi. Við tókum þær eins og venjulegar vítamíntöflur. Ég umgekkst mest aðrar sundkonur og engin okkar áttaði sig á þeim breytingum sem urðu, fyrr en annað íþróttafólk fór að tala um hve herðabreiðar og dimmraddaðar við værum. Þá fyrst fór ég að hugleiða málið. Lyfjanotkun stúlkna Það var ekki fyrr en 1978—79 að fyrst kom í ljós að íþróttakonur tækju vaxtarræktarlyf í stórum stíl. Þá voru fimm methafar staðnir að lyfjanotkun og varð mörgum mikið áfall. Sá atburður kom óorði á kvennaíþróttir og stuðlaði þess ut- an að auknu lyfjastreymi inn á leik- vanginn. Stúlkurnar sem komst upp um voru: Natilia Maracescu, Rúmeníu, heimsmethafi í ensku míluhlaupi. Ileana Silai, Rúmeníu, silfurbik- arhafi í 800 m hlaupi á OL í Mexíco 1968. Totka Petrova, heimsbikarhafi í 1500 m hlaupi í Montreal 1979. Nadechto Tkachenko, Sovétríkj- unum, fimmfaldur Evrópumeistari 1978. Ilone Slupianek, A-Þýskalandi, methafi í kúluvarpi 1977. Nú er talið af sérfræðingum að þessir keppendur hafi náðst vegna vanþekkingar þjálfara þeirra á lyfj- um, möguleikum þeirra og tak- mörkunum. Það var álitið að óhætt væri að taka Iyfin þar til 2—3 vik- um fyrir keppni, en síðar komu til sögunnar fullkomnari tæki til próf- unar, sem leiða í ljós lyfjanotkun þótt margir mánuðir séu liðnir frá neyslu þeirra. Engin áhrif Þótt þessar uppljóstranir kæmu eins og reiðarslag og flestir lýstu skömm sinni á athæfinu, a.m.k. í orði kveðnu, þá eru fæstir þeirrar skoðunar að það hafi haft nokkur fyrirbyggjandi áhrif. Lyfin eru sennilega notuð og tekin jafnt og þétt í nægilega litlum skömmtum til að þau mælist ekki við prófanir. Svo lengi sem eitilhörð samkeppni og há verðlaun ráða meiru en sann- ur íþróttaandi á íþróttakappleikj- um verður sennilega reynt að fara kringum settar reglur með öllum ráðum og þá hefur þriðja kynið sennilega unnið sér fastan sess. Molar íslenskar tölvur vinsælar íslensku Atlantis tölvurnar eru nú sem óðast að vinna sér viðurkenn- ingu á markaðnum, ef marka má fréttabréf íslenskra iðnrekenda, A döfinni. Þar segir m.a. svo: Vinnuveitendasamband ís- lands hefur fest kaup á átta einka- tölvum frá Atlantis hf. og verða þær afgreiddar í þessum mánuði. Tölvurnar verða notaðar m.a. sem útstöðvar fyrir meðal stóra Hewlett Packard móðurtölvu VSÍ. „Við áttum eina Atlantistölvu fyrir,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ. „Hún hefur reynst okkur mjög vel. Við skoðuðum þessi mál vandlega áður en að við komumst á niðurstöðu um að kaupa Atlant- is-tölvur. Við erum sannfærðir um að þetta er besti valkosturinn. Auðvitað spillti það ekki fyrir að tölvurnar eru íslensk iðnfram- leiðsla.“ „Nú erum við viðurkenndir á íslenskum markaðiý sagði Leifur Steinn Elísson, framkvæmda- stjóri Atlantis hf., þegar hann var spurður um þessi viðskipti við VSÍ. „í nafni okkar, Atlantis, höfum við punktinn yfir i-inu blá- an og þetta er punkturinn yfir i-inu. Við höfum þegar selt At- lantis tölvur til Iðnaðarráðuneyt- isins, Fél. ísl. iðnrekenda, Iðn- tæknistofnunar og fjölmargra annarra stofnana og fyrirtækja. Ekki má gleyma 30 vélum sem seldust í nýja Verzlunarskólann“ • Stefnuleysi og skipulagsleysi Ásmundur Stefánsson, hélt ræðu á þingi íslenskra iðnrekenda fyrir skömmu og var ómyrkur í máli um ástæður þess að íslendingar hafi dregist aftur úr nágranna- þjóðum á undanförnum árum. Ásmundur sagði m.a. Á síðari árum höfum við ís- lendingar dregist efnahagslega mjög aftur úr ýmsum nágranna- þjóðum okkar. Skýringar eru margar en má væntanlega með sæmilegri sanngirni draga saman í tvær, stefnuleysi og skipulags- leysi. Ég hef reyndar tekið svo stórt upp í mig að segja að hér hafi engin stefna verið í atvinnumál- um til margra ára og að segja megi að síðasta stefnumótandi ákvörð- un stjórnvalda í atvinnumálum sé ákvörðunin um uppbyggingu tog- araflotans og frystihúsanna fyrir hálfum öðrum áratug. Handahóf og sókn í verðbólgugróða hafa stýrt atvinnuuppbyggingu síðari ára. Rekstrinum má með hæfi- legri ósvífni gefa sömu einkunn. Ég tel það brýna nauðsyn að við leggjumst á eitt við mörkun heildstæðrar stefnu í atvinnumál- um og tökum saman höndum um samræmda framkvæmd þar sem jafnt fjárfestingakerfið, mennta- kerfið sem beinar stjórnvaldsað- gerðir miðast við að þjóna stefn- unni. Ég vil þó um leið taka fram að ég hef ekki trú á því að framtíð íslensks atvinnulífs verði tryggð með aðgerðum á einhverju einu afmörkuðu sviði. Atvinnustefnan verður fremur skipuleg leit að arð- bærum möguleikum á öllum svið- um en eitt, einfalt fyrirframgefið svar. í þeirri leit verða allir að leggja sitt af mörkum. Nýsköpun í atvinnulífi snýst ekki bara um nýjar atvinnugreinar og ný fyrir- tæki. Mestur hluti nýsköpunar fer í öllum þjóðfélögum fram í starf- andi fyrirtækjum sem stöðugt endurnýja framleiðsluskipulagið, umbreyta framleiðslunni, þróa nýjar vörur og leita nýrra mark- aða. Samhliða stefnumótun stjórnvalda þarf hvert fyrirtæki að setja sér skýr markmið og fylgja þeim eftir. I leit að nýjum möguleikum fara hagsmunir launafólks og at- vinnurekenda í veigamiklum at- riðum saman. Samstarf ætti því að geta tekist um sókn í atvinnu- málum. Fram að þessu hafa sam- tök atvinnurekenda um of einok- að umræðuna um þessi mál. Þau hafa t.d. í iðnaði komið upp öfl- ugum stofnunum sem vinna að gagnaöflun um atvinnumál og eru mótandi umræðuvettvangur. Verkalýðshreyfingin verður að gera sig meira gildandi í þessu efni en til þess skortir eins og er bæði sérhæfða starfskrafta, aðgang að stofnunum og aðstöðu okkar fólks til þess að afla upplýsinga og hafa áhrif í fyrirtækjunum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.